Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fjársterkar útgerðir fá einnig skattaívilnanir eftir breytingar Alþingis

Frum­varp­ið um að­gerð­ir til að bregð­ast við Covid-far­aldr­in­um breytt­ist í með­för­um Al­þing­is, Orða­lag í lög­un­um fel­ur það í sér að fjár­sterk fyr­ir­tæki sem verða fyr­ir tekju­falli geta einnig feng­ið frest á skatt­greiðsl­um jafn­vel þó þau eigi mik­ið fé. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins sendu með­al ann­ars um­sögn þar sem bent var á að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki ættu að geta nýtt sér úr­ræð­in.

Fjársterkar útgerðir fá einnig skattaívilnanir eftir breytingar Alþingis
Átti ekki við tiltekin fyrirtæki Halldór Benjamín Þorbergsson segir að umsögn Samtaka atvinnulífsins hafi ekki átt við um tiltekin sjávarútvegsfyrirtæki sem veiða uppsjávarfisk. Mynd: sa.is

Samtök atvinnulífsins (SA) telja mikilvægt að sjávarútvegsfyrirtæki sem veiða uppsjávarfisk eigi möguleika á því að fresta skattgreiðslum sínum tímabundið vegna tekjufalls sem þau verða fyrir vegna Covid-faraldursins. Þetta kemur fram í umsögn Samtaka atvinnulífsins um frumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem gerðar eru lagabreytingar á ýmsum sviðum til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum Covid-faraldursins. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, er skrifaður fyrir umsögn hagsmunasamtakanna. 

Frumvarp ríkisstjórnarinnar varð að lögum í gær

Samtök atvinnulífsins eru hagsmunasamtök fyrirtækja á Íslandi og eru Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) meðal annars ein af aðildarsamtökum þeirra. Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi skiluðu einnig inn umsögn um Covid-frumvarpið þar sem fram kemur að sjávarútvegsfyrirtæki eigi að fá frest til að greiða veiðgjöldin út af faraldrinum. Í umsögninni segir: „Því fara samtökin þess á leit við nefndina að gerðar verði breytingar á frumvarpinu þess efnis að frestun á greiðslu veiðigjalda verði sömuleiðis að veruleika við þessar aðstæður, líkt og raunin er um aðra skatta og gjöld samkvæmt þessu frumvarpi.“

Beiðnir samtakanna tveggja snúast því bæði um að fresta sköttum og veiðgjöldum í sjávarútveginum. 

„Við höfðum engin sérstök fyrirtæki í huga"

Halldór: Höfum engin sérstök fyrirtæki í huga

Í umsögninni segir orðrétt: „Innan vébanda SA eru ýmis fyrirtæki sem eru háð miklum árstíðarsveiflum í rekstri sínum. Þannig má nefna minni ferðaþjónustufyrirtæki, t.d. úti á landi þar sem starfsemi liggur niðri hluta ársins, og sjávarútvegsfyrirtæki sem einkum stunda veiðar á uppsjávarfiski.“

Aðspurður um hvaða sjávarútvegsfyrirtæki sem veiða uppsjávarfisk Samtök atvinnulífsins hafi átt við í umsögninni segir Halldór Benjamín að samtökin hafi ekki verið að hugsa um nein sérstök fyrirtæki. „Við gerð umsagnarinnar vorum við fyrst og fremst að meta hvort að lagbreytingarnar myndu ná til allra þeirra fyrirtæja sem eru að lenda í tímabundnum vanda vegna heimsfaraldursins. Hvað þessa tilteknu grein varðar á mat á því hvort að um tímabundna rekstrarerfiðleika er að ræða að fara eftir samanburði á tilteknu tímabili í fyrra. Við höfðum áhyggjur af því greinin myndi e.t.v. ekki ná vel til fyrirtækja þar sem miklar árstíðarsveiflur eru í rekstrinum. Við höfðum engin sérstök fyrirtæki í huga og nefndum hótel sem lokuð eru hluta ársins og fyrirtæki í veiðum á uppsjávarfiski sem dæmi um slík fyrirtæki. Við höfum engar upplýsingar um rekstur einstakra félagsmanna okkar.“ 

Úrræði sem átti ekki að eiga við um fjársterk fyrirtæki

Miðað við frumvarp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að bregðast við Covid-faraldrinum átti úrræðið um frestun skattgreiðslna hins vegar eingöngu við um fyrirtæki sem lenda í rekstrarerfiðleikum vegna tekjufalls . Þetta úrræði átti ekki að eiga við um fyrirtæki sem eru það fjársterk að þau eiga „nægt eigið fé til að sækja sér lánafyrirgreiðslu á almennum markaði eða á nægt handbært fé til að standa straum af útgjöldum til rekstrar þegar þau falla í gjalddaga“ eins og stendur í frumvarpinu þegar það var kynnt fyrr í mars. 

Fjölmörg af þeim sjávarútvegsfyrirtækjum sem stunda miklar veiðar á uppsjávarfiski eru feiknalega vel stödd fjárhagslega eftir það mörg góð rekstrarár, meðal annars vegna veiða á makríl í íslenskri fiskveiðilögsögu. Meðal annars má nefna Ísfélag Vestmannaeyja, HB Granda, Síldarvinnsluna og Samherja sem dæmi um félög sem hafa hagnast vel á makrílveiðum á liðnum árum. Þessi fyrirtæki hafa fengið úthlutað makrílkvóta á grundvelli veiðireynslu síðustu 10 ára og hefur rekstur þeirra verið í miklum blóma síðastliðin ár. Til að mynda hefur Samherjasamstæðan hagnast um ríflega 110 milljarða á 8 árum. 

Ákvæðinu breytt í meðförum þingsins

Í lögunum sem samþykkt voru á Alþingi breyttist orðalagið um þetta atriði talsvert, varð bæði styttra og eins ekki eins útilokandi fyrir fjársterk fyrirtæki. Málsgreinin um að fjársterk fyrirtæki gætu ekki nýtt sér úrræðið féll í burtu: „Ekki er um rekstrarörðugleika að ræða, þótt tekjufall komi til, ef launagreiðandi á nægt eigið fé til að sækja sér lánafyrirgreiðslu á almennum markaði eða á nægt handbært fé til að standa straum af útgjöldum til rekstrar þegar þau falla í gjalddaga“

Breytingin felur það í sér að „verulegir rekstrarörðugleikar“ eru nú alfarið skilgreindir út frá tekjum og veltu en ekki einnig út frá eiginfjárstöðu og almennum fjárhagslegum styrk, þrátt fyrir tímabundið tekjufall. 

Sökum þessara breytinga geta fleiri fyrirtæki, og líka þau fjársterkari, nýtt sér úrræðin í lögunum vegna Covid-faraldursins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár