Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Jóninna Margrét lést af völdum COVID-19: „Hún var minn allra besti vinur“

Son­ur Jóninnu Mar­grét­ar Pét­urs­dótt­ur seg­ir sárt að vita til þess að móð­ir sín hafi ver­ið ein þeg­ar hún kvaddi.

Jóninna Margrét lést af völdum COVID-19: „Hún var minn allra besti vinur“
Besti vinur Þröstur, sonur Jóninnu heitinnar, segir hana hafa verið afskaplega góða konu og sinn allra besta vin.

Sonur Jóninnu Margrétar Pétursdóttur, konunnar sem lést í síðustu viku af völdum COVID-19 kórónaveirunnar á Landspítalanum, segir mjög erfitt til þess að vita að hún hafi verið ein þegar hún kvaddi þennan heim. Það sé ein birtingarmynd þess hvernig veiran herji á samfélagið, að fólk sé eitt og einangrað að takast á við erfiðleika. „Mig grunar að fæstir geri sér grein fyrir því,“ segir Þröstur Reynisson. Hann segir móður sína hafa verið afskaplega vandaða og góða konu og sinn besta vin. Eiginmaður Jóninnu og faðir Þrastar liggur mikið veikur af vírusnum á gjörgæslu en tekist hefur að halda honum stöðugum síðustu daga sem vekur vonir.

Jóninna var 71 árs gömul, búsett í Hveragerði, en COVID-19 veiran hefur hitt bæjarfélagið afar illa fyrir eins og hefur verið fjallað um í Stundinni. Jóninna var astmasjúklingur en að sögn Þrastar hafði sjúkdómurinn ekki áhrif á daglegt líf hennar, hún tók sín lyf og lifði eðlilegu og virku lífi. Jóninna lést á Landspítalanum 23. mars síðastliðinn, fyrst Íslendinga, eftir að hafa verið flutt þangað mikið veik viku áður, 16. mars síðastliðinn. Fram að því hafði hún engin einkenni sýnt. 

„En hún var ein þegar andlátið bar að garði. Það er mjög erfitt að vita til þess“

Sökum eðlis COVID-19 veirunnar og hversu bráðsmitandi hún er gátu fáir hitt Jóninnu á meðan hún lá inni á Landspítalanum. Þröstur gat þó hitt móður sína stuttlega en hann hefur verið í einangrun síðan að veikindin komu upp. „Annars hitti ég hana ekkert meir en náði að tala við hana í síma á laugardeginum. Aðeins pabbi og elsti bróðir minn fóru og hittu hana og svo ein frænka mín. Mér skilst að hún hafi þó getað heyrt í ansi mörgum í gegnum síma. En hún var ein þegar andlátið bar að garði. Það er mjög erfitt að vita til þess, þetta er nú ein birtingarmynd þess hvaða áhrif þessi veira hefur.“

Liggur mikið veikur á gjörgæslu

Eiginmaður Jóninnu heitinnar er 75 ára gamall og hefur að sögn Þrastar sonar hans ekki glímt við nein veikindi fram til þess að hann smitaðist af COVID-19 veirunni. Hann hafi hríðversnað mjög hratt og liggi mikið veikur á Landspítalanum. Þröstur segir þó að tekist hafi að halda líðan hans stöðugri síðustu daga sem veki vonir um að hann muni ná að komast yfir þann hjalla. 

Þröstur telur að móðir sín hafi vitað að hverju dró í veikindum sínum. „Já, mér skilst að hún hafi gert sér grein fyrir því, og við vorum held ég öll búin að undirbúa okkur fyrir þetta.“

„Almenningur er hins vegar allt of værukær og þarf alvarlega að skoða sín mál“

Starfsfólk Landspítala stendur sig eins og hetjur í þessum aðstæðum sem nú eru uppi, að mati Þrastar, og nú komi vel í ljós hvers konar fagfólk við Íslendingar eigum. „Almenningur er hins vegar allt of værukær og þarf alvarlega að skoða sín mál þegar kemur að samskiptum og forvörnum.“ Spurður hvort hann hafi þá áhyggjur af því að enn fleiri eigi eftir að verða alvarlega fyrir barðinu á veirufaraldrinum svarar Þröstur: „Mikið fleiri.“ Hann brýnir fyrir fólki að veirusýkingin sé dauðans alvara og allir, með engum undantekningum, verði að hlýða fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda, fyrir sig sjálfa og fyrir meðborgarana. 

Beðinn um að lýsa móður sinni heitinni svarar Þröstur: „Hún var afskaplega vönduð og góð kona og minn allra besti vinur.“

Mun allt sitt líf reyna að heiðra ömmu sína

Barnabarn Jóninnu setti inn fallega kveðju um ömmu sína á Facebook-síðu hennar fyrir fjórum dögum síðan sem lesa má hér í heild sinni: „Jesús hvað það er erfitt að missa. Amma var mér sem önnur móðir enda tók hún þátt í uppeldi á mér. Alltaf hægt að treysta á þig og alltaf stóðstu með mér. Við áttum svo margt eftir saman elsku amma en þú áttir að verða partur af öllu því stóra sem ég á eftir. Þú áttir að ganga með mér niður kirkjugólfið, þú áttir að verða skírnarvottur, þú áttir eftir að sjá fyrstu eignina sem við kaupum okkur. Allar útilegurnar, matarboðin, jólaundirbúningurinn og allt sem við vorum vanar að gera saman. Að vita það að ég heyri aldrei 'nei hæ ástin mín' aftur stingur mig. Þú varst svo falleg, svo góð og svo ofboðslega traust. Ég mun allt mitt líf reyna að heiðra þig og þú átt alltaf stað í mínu hjarta. Elsku amma ég vona að amma Sigga hafi tekið vel á móti þér og ég sé þig þegar kemur að mér. Lovjú.“

Yfir 1.000 manns hafa nú sýkst af COVID-19 kórónaveirunna á Íslandi og 25 manns liggja veikir á sjúkrahúsi af völdum veirunnar. Þar af eru tíu á gjörgæslu. Hins vegar hefur 135 manns sem fengu veirusýkinguna nú batnað af henni. Ríflega 9.500 manns eru í sóttkví og tæplega 900 manns í einangrun. Tæplega 5.000 manns hafa lokið sóttkví.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár