Hvernig COVID-19 herjar á Hveragerði: „Komin af stað í ferðalag sem við pöntuðum ekki“

Fimmt­ung­ur bæj­ar­búa í Hvera­gerði var á sama tíma í sótt­kví og bær­inn fast að því lamað­ur. Vel á ann­an tug fólks er smit­að af COVID-19 kór­óna­veirunni í bæn­um og sam­fé­lag­ið varð fyr­ir áfalli þeg­ar fyrsta dauðs­fall Ís­lend­ings af völd­um veirunn­ar reið yf­ir bæ­inn. Þrátt fyr­ir allt þetta rík­ir ein­hug­ur, kær­leik­ur og sam­heldni í bæj­ar­fé­lag­inu, nú sem aldrei fyrr. Hver­gerð­ing­ar ætla sér að kom­ast í gegn­um far­ald­ur­inn, sam­an. „Þetta líð­ur hjá,“ er orð­tæki bæj­ar­búa.

Hvernig COVID-19 herjar á Hveragerði: „Komin af stað í ferðalag sem við pöntuðum ekki“
Þetta líður hjá Þetta líður hjá er orðtæki sem Hvergerðingar nota þessa dagana mikið. Þrátt fyrir áföll stenda bæjarbúar þétt saman og hugsa um náungann. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þegar setja þarf 250 börn, sum hver aðeins 6 eða 7 ára gömul í sóttkví, í bæjarfélagi sem í búa 2.700 manns er augljóst að afleiðingarnar eru gríðarlegar.  Þetta neyddust Hvergerðingar til að gera um miðjan þennan mánuð þegar í ljós kom að starfsmaður við grunnskólann í bænum reyndist smitaður af COVID-19 kórónaveirunni.

Allt í allt má áætla að um 500 manns hafi verið í sóttkví á sama tíma í bænum, sóttkví sem ekki var aflétt fyrr en síðastliðinn mánudag. Þrátt fyrir það haga íbúar Hveragerðis sér enn að mörgu leyti eins og þeir séu enn í sóttkví. Fólk vinnur heima ef kostur er, fer lítið um, hittir fáa, heldur fjarlægð.

Konan látin og maður í lífshættu

Hveragerði hefur orðið illa fyrir barðinu á kórónaveirufaraldrinum. Þetta litla sveitarfélag sem helst hefur verið þekkt fyrir gróðurhús, jarðhita, ísgerð, tívolí og apana í Eden í gegnum tíðina varð fyrsta samfélagið til að missa manneskju af völdum COVID-19 veirunnar þegar 71 árs gömul kona lést síðastliðinn mánudag. Konan hafði búið í Hveragerði áratugum saman. 

„Það ríkir meiri náungakærleikur núna en áður og við þurfum að reyna að finna leiðir til að halda í hann þegar þessum ósköpum öllum líkur“

Á sama tíma lýsa íbúar því að samhugur og eindrægni sé það sem einkennir bæjarbraginn, og ekki síst eftir þetta mikla högg sem fráfall konunnar var. Hvergerðingar biðja til góðra vætta og senda baráttukveðjur til eftirlifandi eiginmanns konunnar sem liggur alvarlega veikur á gjörgæslu og berst þar við sömu veiru.

Þrátt fyrir þessi áföll öll ríkir baráttuhugur í Hveragerði og íbúar ætla sér að komast út úr brimskaflinum saman. Hvergerðingar vísa í því samhengi í listaverk listamannanna Elísabetar Jökulsdóttur og Matthíasar Rúnars Sigurðssonar sem stendur á bakka Varmár og segja: Þetta líður hjá. Því einnig þessir erfiðleikar líða hjá. „Það ríkir meiri náungakærleikur núna en áður og við þurfum að reyna að finna leiðir til að halda í hann þegar þessum ósköpum öllum líkur,“ segir íbúi í Hveragerði. 

Síðasta mánuðinn hafa Íslendingar tekist á við COVID-19 veirufaraldurinn af síauknu afli, með tilheyrandi breytingum á þjóðlífinu. Þó flestir sem hafa smitast séu búsettir á höfuðborgarsvæðinu, og sömuleiðis flestir þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví, þá hitta afleiðingar faraldursins landsmenn alla fyrir, með samkomubanni, röskun á ferðum milli landa, tímabundnu hruni ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og efnahagslegum afleiðingum sem ekki sér fyrir endann á. 

Heilsustofnuninn lokaðHeilsustofnuninni í Hveragerði var lokað í dag en að jafnaði dvelja þar um 150 gestir.

Allt að fimmtungur íbúa í sóttkví á sama tíma

Hveragerði hefur orðið fyrir víðtæku raski vegna faraldursins. 14. mars voru á milli 250 og 300 nemendur við grunnskólann í bænum skipaðir í sóttkví til 23. mars, samkvæmt tilmælum lögreglu, sóttvarnaryfirvalda og almannavarna, eftir að í ljós kom að starfsmaður við skólann var smitaður af COVID-19 veirunni. Nemendur allra bekkja, utan 3., 8. og 9. bekkja urðu því að fara í sóttkví auk þess sem að hluti starfsmanna og kennara við skólann urðu einnig að gera slíkt hið sama vegna samskipta við umræddan starfsmann. 

„Ég hugsa að það hafi vel ríflega 500 manns verið í sóttkví á einum og sama tímanum“

„Þetta hafði eðlilega mjög mikil áhrif á bæjarbraginn. Kannski urðu áhrifin af veirufaraldrinum hvað fyrst og mest hér í Hveragerði, af landinu öllu. Það hefur svolítið gleymst í umræðunni að þegar þarf að setja 250 börn í sóttkví, stóran hluta af þeim ung börn, þetta 6, 7 eða 8 ára, þá geta þau ekki verið ein heima. Þar af leiðandi þurfti stór hópur foreldra líka að fara í sóttkví með börnunum, og jafnvel yngri systkini þeirra líka. Samfélagið hér fór bara meira og minna í sóttkví. Ég hugsa að það hafi vel ríflega 500 manns verið í sóttkví á einum og sama tímanum, á meðan að þessi skólasóttkví varði,” segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Zorro kóngur og Pollyanna drottning
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Zorro kóng­ur og Pollyanna drottn­ing

Skær­ustu stjörn­ur þöglu mynd­anna í Banda­ríkj­un­um skinu skært ár­ið 1920 en eng­ar þó skær­ar en Douglas Fair­banks og Mary Pickford.
Síðasta veiðiferðin
Bíó Tvíó#178

Síð­asta veiði­ferð­in

Andrea og Stein­dór ræða gam­an­mynd­ina Síð­ustu veiði­ferð­ina sem kom út í ár.
Skála fyrir íslensku smjöri
Uppskrift

Skála fyr­ir ís­lensku smjöri

Vin­irn­ir og bak­ar­arn­ir Kjart­an og Guð­mund­ur hafa opn­að nýtt bakarí á göml­um grunni á Sel­fossi en í hús­inu hef­ur ver­ið rek­ið bakarí í ein 40 ár. Smjör­deig er í miklu upp­á­haldi hjá þeim fé­lög­um og hafa þeir próf­að sig áfram með ýms­ar nýj­ar teg­und­ir af góm­sætu bakk­elsi úr slíku til að setja í ofn­inn.
Sjarmatröllin
Kristín I. Pálsdóttir
Blogg

Kristín I. Pálsdóttir

Sjarmatröll­in

Höf­und­ar: Guð­rún Ebba Ólafs­dótt­ir og Krist­ín I. Páls­dótt­ir Til sjarmatrölla telj­ast þau sem leyf­ist meira en venju­legu fólki af því að þau er sjarmer­andi, skemmti­leg, óút­reikn­an­leg og það sem skipt­ir mestu máli skipt­ir eru með völd. Til hag­ræð­ing­ar skul­um við tala um sjarmatröll í karl­kyni fleir­tölu. Þau fyr­ir­finn­ast vissu­lega í kven­kyni en ekki í sama mæli, kon­ur hafa nefni­lega ekki...
„Mitt líf hefur snúist um sauðfé og rekavið“
Myndir

„Mitt líf hef­ur snú­ist um sauð­fé og reka­við“

Siggi er með­al síð­ustu sauð­fjár­bænd­anna í Ár­nes­hreppi á Strönd­um. Hann er 81 árs og býr í hús­inu þar sem hann ólst upp. Hann hef­ur alltaf bú­ið þar, fyr­ir ut­an tvo vet­ur. Heiða Helga­dótt­ir ljós­mynd­ari fylgd­ist með sauð­burði hjá Sigga.
Bleikur himinn
Melkorka Ólafsdóttir
Pistill

Melkorka Ólafsdóttir

Bleik­ur him­inn

Mel­korka Ólafs­dótt­ir þræddi öld­ur­hús­in með vin­kon­um sín­um á lang­þráð­um laug­ar­degi eft­ir sam­komu­bann.
Vinstri róttæklingar og hægri öfgamenn mótmæla í sameiningu
Greining

Vinstri rót­tæk­ling­ar og hægri öfga­menn mót­mæla í sam­ein­ingu

Stuðn­ing­ur Þjóð­verja við sótt­varn­ar­að­gerð­ir stjórn­valda fer minnk­andi og mót­mæli fær­ast í vöxt. Marg­ir hafa áhyggj­ur af því að po­púl­ist­ar og hægri öfga­menn nýti sér ástand­ið til að afla hug­mynd­um sín­um fylg­is.
Spurningaþraut 35: Fyrsti tvinnbíllinn og hve lengi á leiðinni er ljósið?
Þrautir10 af öllu tagi

Spurn­inga­þraut 35: Fyrsti tvinn­bíll­inn og hve lengi á leið­inni er ljós­ið?

Auka­spurn­ing­ar eru eins og venju­lega um mynd­irn­ar tvær. Í hvaða borg er mynd­in að of­an tek­in? Hvað heit­ir pasta­teg­und­in sem sést á neðri mynd­inni? 1.   Hver sér um við­tals­þátt­inn Segðu mér á Rík­is­út­varp­inu? 2.   Hvaða starfi gegndi Kristján Eld­járn áð­ur en hann varð for­seti Ís­lands 1968? 3.  Í hvaða landi voru Zóróa­ster-trú­ar­brögð­in upp­runn­in? 4.  Þýska bíla­fyr­ir­tæk­ið Porsche fram­leiddi fyrsta tvinn-bíl­inn,...
Í hverju felst hamingjan?
MyndbandHamingjan

Í hverju felst ham­ingj­an?

Katrín Ey­dís Hjör­leifs­dótt­ir Fyr­ir mér er ham­ingj­an ákvörð­un og hún verð­ur til innra með manni sjálf­um. Það er ekki hægt að ætl­ast til þess að aðr­ir beri ábyrgð á manns eig­in ham­ingju. Það er líka þannig að það sem veld­ur ham­ingju­til­finn­ing­unni er mis­mun­andi milli ein­stak­linga í tíma og rúmi. Ég sjálf horfi á litlu hlut­ina í líf­inu, það sem er...
Sjúkdómsvæðing tilfinninga
Auður Axelsdóttir
Pistill

Auður Axelsdóttir

Sjúk­dóm­svæð­ing til­finn­inga

Ótti og sorg ættu ekki að vera stimpl­uð sem geð­sjúk­dóm­ar. Það að glíma við erf­ið­ar til­finn­ing­ar í heims­far­aldri er eðli­legt og hluti af því að vera mann­eskja.
Milli skers og báru
Blogg

Þorvaldur Gylfason

Milli skers og báru

Mong­ól­ía ligg­ur klemmd milli tveggja stór­velda, Kína og Rúss­lands, en er eigi að síð­ur lýð­ræð­is­ríki. Stund­um er sagt að dragi hver dám af sín­um sessu­nauti, en það á ekki við um Mong­ól­íu, strjál­býl­asta land heims ef Græn­land eitt er und­an­skil­ið. Komm­ún­ista­flokk­ur Kína sýn­ir þessa dag­ana sitt rétta and­lit með yf­ir­gangi sín­um gagn­vart íbú­um Hong Kong í blóra...
Covid-samsærið mikla
Fréttir

Covid-sam­sær­ið mikla

Sam­særis­kenn­ing­ar um kór­óna­veiruna hafa náð fót­festu í um­ræðu á net­inu og breið­ast hratt út. Án allra vís­inda­legra sann­ana er því með­al ann­ars hald­ið fram að farsíma­möst­ur valdi sjúk­dómn­um, Bill Gates hafi hann­að veiruna á til­rauna­stofu eða jafn­vel að fjöl­miðl­ar hafi skáld­að far­ald­ur­inn upp og eng­inn sé í raun lát­inn af völd­um Covid. Ís­lensk­ur lækn­ir seg­ir al­gengt að sjúk­ling­ar fái rang­hug­mynd­ir um sjúk­dóma á net­inu og þær geti þvælst fyr­ir og gert lækn­um erfitt um vik.