Þessi grein er meira en 2 ára gömul.

Hvernig COVID-19 herjar á Hveragerði: „Komin af stað í ferðalag sem við pöntuðum ekki“

Fimmt­ung­ur bæj­ar­búa í Hvera­gerði var á sama tíma í sótt­kví og bær­inn fast að því lamað­ur. Vel á ann­an tug fólks er smit­að af COVID-19 kór­óna­veirunni í bæn­um og sam­fé­lag­ið varð fyr­ir áfalli þeg­ar fyrsta dauðs­fall Ís­lend­ings af völd­um veirunn­ar reið yf­ir bæ­inn. Þrátt fyr­ir allt þetta rík­ir ein­hug­ur, kær­leik­ur og sam­heldni í bæj­ar­fé­lag­inu, nú sem aldrei fyrr. Hver­gerð­ing­ar ætla sér að kom­ast í gegn­um far­ald­ur­inn, sam­an. „Þetta líð­ur hjá,“ er orð­tæki bæj­ar­búa.

Hvernig COVID-19 herjar á Hveragerði: „Komin af stað í ferðalag sem við pöntuðum ekki“
Þetta líður hjá Þetta líður hjá er orðtæki sem Hvergerðingar nota þessa dagana mikið. Þrátt fyrir áföll stenda bæjarbúar þétt saman og hugsa um náungann. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þegar setja þarf 250 börn, sum hver aðeins 6 eða 7 ára gömul í sóttkví, í bæjarfélagi sem í búa 2.700 manns er augljóst að afleiðingarnar eru gríðarlegar.  Þetta neyddust Hvergerðingar til að gera um miðjan þennan mánuð þegar í ljós kom að starfsmaður við grunnskólann í bænum reyndist smitaður af COVID-19 kórónaveirunni.

Allt í allt má áætla að um 500 manns hafi verið í sóttkví á sama tíma í bænum, sóttkví sem ekki var aflétt fyrr en síðastliðinn mánudag. Þrátt fyrir það haga íbúar Hveragerðis sér enn að mörgu leyti eins og þeir séu enn í sóttkví. Fólk vinnur heima ef kostur er, fer lítið um, hittir fáa, heldur fjarlægð.

Konan látin og maður í lífshættu

Hveragerði hefur orðið illa fyrir barðinu á kórónaveirufaraldrinum. Þetta litla sveitarfélag sem helst hefur verið þekkt fyrir gróðurhús, jarðhita, ísgerð, tívolí og apana í Eden í gegnum tíðina varð fyrsta samfélagið til að missa manneskju af völdum COVID-19 veirunnar þegar 71 árs gömul kona lést síðastliðinn mánudag. Konan hafði búið í Hveragerði áratugum saman. 

„Það ríkir meiri náungakærleikur núna en áður og við þurfum að reyna að finna leiðir til að halda í hann þegar þessum ósköpum öllum líkur“

Á sama tíma lýsa íbúar því að samhugur og eindrægni sé það sem einkennir bæjarbraginn, og ekki síst eftir þetta mikla högg sem fráfall konunnar var. Hvergerðingar biðja til góðra vætta og senda baráttukveðjur til eftirlifandi eiginmanns konunnar sem liggur alvarlega veikur á gjörgæslu og berst þar við sömu veiru.

Þrátt fyrir þessi áföll öll ríkir baráttuhugur í Hveragerði og íbúar ætla sér að komast út úr brimskaflinum saman. Hvergerðingar vísa í því samhengi í listaverk listamannanna Elísabetar Jökulsdóttur og Matthíasar Rúnars Sigurðssonar sem stendur á bakka Varmár og segja: Þetta líður hjá. Því einnig þessir erfiðleikar líða hjá. „Það ríkir meiri náungakærleikur núna en áður og við þurfum að reyna að finna leiðir til að halda í hann þegar þessum ósköpum öllum líkur,“ segir íbúi í Hveragerði. 

Síðasta mánuðinn hafa Íslendingar tekist á við COVID-19 veirufaraldurinn af síauknu afli, með tilheyrandi breytingum á þjóðlífinu. Þó flestir sem hafa smitast séu búsettir á höfuðborgarsvæðinu, og sömuleiðis flestir þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví, þá hitta afleiðingar faraldursins landsmenn alla fyrir, með samkomubanni, röskun á ferðum milli landa, tímabundnu hruni ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og efnahagslegum afleiðingum sem ekki sér fyrir endann á. 

Heilsustofnuninn lokaðHeilsustofnuninni í Hveragerði var lokað í dag en að jafnaði dvelja þar um 150 gestir.

Allt að fimmtungur íbúa í sóttkví á sama tíma

Hveragerði hefur orðið fyrir víðtæku raski vegna faraldursins. 14. mars voru á milli 250 og 300 nemendur við grunnskólann í bænum skipaðir í sóttkví til 23. mars, samkvæmt tilmælum lögreglu, sóttvarnaryfirvalda og almannavarna, eftir að í ljós kom að starfsmaður við skólann var smitaður af COVID-19 veirunni. Nemendur allra bekkja, utan 3., 8. og 9. bekkja urðu því að fara í sóttkví auk þess sem að hluti starfsmanna og kennara við skólann urðu einnig að gera slíkt hið sama vegna samskipta við umræddan starfsmann. 

„Ég hugsa að það hafi vel ríflega 500 manns verið í sóttkví á einum og sama tímanum“

„Þetta hafði eðlilega mjög mikil áhrif á bæjarbraginn. Kannski urðu áhrifin af veirufaraldrinum hvað fyrst og mest hér í Hveragerði, af landinu öllu. Það hefur svolítið gleymst í umræðunni að þegar þarf að setja 250 börn í sóttkví, stóran hluta af þeim ung börn, þetta 6, 7 eða 8 ára, þá geta þau ekki verið ein heima. Þar af leiðandi þurfti stór hópur foreldra líka að fara í sóttkví með börnunum, og jafnvel yngri systkini þeirra líka. Samfélagið hér fór bara meira og minna í sóttkví. Ég hugsa að það hafi vel ríflega 500 manns verið í sóttkví á einum og sama tímanum, á meðan að þessi skólasóttkví varði,” segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Fréttir

Katrín Jak­obs­dótt­ir „hef­ur ekk­ert gert fyr­ir um­hverf­ið“

Tón­list­ar­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir seg­ir for­sæt­is­ráð­herra hafa svik­ið lof­orð sem hún gaf um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um.
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Björn Leví Gunnarsson
Aðsent

Björn Leví Gunnarsson

Fólk - og fram­lög til stjórn­mála­flokka

Stjórn­mála­flokk­ar eiga ekki að þurfa fjár­magn sem dug­ar til að keyra gríð­ar­leg­ar aug­lýs­inga­her­ferð­ir.
Sorgarsaga Söngva Satans
Fréttir

Sorg­ar­saga Söngva Satans

Bresk-ind­verski rit­höf­und­ur­inn Salm­an Rus­hdie særð­ist illa í morð­til­ræði þeg­ar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dög­un­um. Svo virð­ist sem árás­ar­mað­ur­inn, sem er af líb­önsk­um ætt­um, hafi ætl­að sér að upp­fylla trú­ar­lega til­skip­un leið­toga Ír­ans frá 1989 sem sagði Rus­hdie rétt­dræp­an fyr­ir guðlast í bók sinni Söngv­ar Satans. Mál­ið á sér langa og sorg­lega sögu sem er samof­in mál­frelsi, trú­arof­stæki og valdatafli í Mið-Aust­ur­lönd­um.
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Flækjusagan

Fyrsti Róm­ar­bisk­up brennd­ur á krossi?

Páfinn sit­ur enn í Róm, 1
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Viðtal

Túlk­ur Gor­bat­sjevs: „Hvernig á að forð­ast þriðju heims­styrj­öld“

Pavel Palazhchen­ko, sem var sov­ésk­ur og síð­ar rúss­nesk­ur diplómati og túlk­ur Gor­bat­sjevs á leið­toga­fund­in­um í Reykja­vík ár­ið 1986, seg­ir að stöðva eigi hern­að­ar­að­gerð­ir í Úkraínu eins fljótt og auð­ið er. 36 ár­um eft­ir fund­inn í Höfða er Palazhchen­ko aft­ur kom­inn í stutta heim­sókn til Reykja­vík­ur og féllst á að ræða við Andrei Mens­hen­in blaða­mann um leið­toga­fund­inn og þær breyt­ing­ar sem urðu í kjöl­far hans, kjarn­orku­vopn og stríð­ið í Úkraínu. Hann seg­ir að eng­ar alls­herj­ar­við­ræð­ur um ör­ygg­is­mál hafi orð­ið milli Rúss­lands og Evr­ópu eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna.
FréttirEigin konur

„Ég sá bara veik­an ein­stak­ling“

Mað­ur sem var mis­not­að­ur af bróð­ur sín­um um ára­bil lýs­ir því í við­tali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á að­stæð­um eft­ir að mál­ið komst upp.
Í vöku og draumi
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.
Páll Óskar Hjálmtýsson
Karlmennskan#100

Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son

Braut­ryðj­and­inn, popp­goð­ið, homm­inn og hin ögr­andi þjóð­ar­ger­semi Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son er heið­urs­gest­ur 100. hlað­varps­þátt­ar Karl­mennsk­unn­ar. Við kryfj­um karl­mennsk­una og kven­leik­ann, leik­rit­ið sem kyn­hlut­verk­in og karl­mennsk­an er, skápa­sög­una og kol­röngu við­brögð for­eldra Palla, karlremb­ur, and­spyrn­una og bak­slag í bar­áttu hinseg­in fólks. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóð­ar upp á þenn­an þátt.
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Fréttir

Tug­millj­óna bar­átta um topp­sæti Sjálf­stæð­is­fólks

Hild­ur Björns­dótt­ir varði 9,3 millj­ón­um í bar­áttu sína fyr­ir odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Keppi­naut­ur henn­ar um sæt­ið, Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, eyddi 8,8 millj­ón­um. Fram­boð odd­vit­ans skil­aði hagn­aði.
Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
Flækjusagan#39

Hef­ur Taív­an alltaf ver­ið hluti Kína?