Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Sýnum fjölskyldunum að þær verði ekki send úr landi með okkar samþykki“

Um hundrað manns hafa boð­að komu sína á mót­mæli fyr­ir ut­an dóms­mála­ráðu­neyt­ið klukk­an fimm í dag. Skipu­leggj­end­ur mót­mæl­anna vilja að stjórn­völd taki ákvörð­un um að hætta al­far­ið brott­vís­un­um barna á flótta til Grikk­lands.

„Sýnum fjölskyldunum að þær verði ekki send úr landi með okkar samþykki“
Brottvísun mótmælt Brottvísunum barna hefur ítrekað verið mótmælt að undanförnu. Þessi mynd er frá því síðasta sumar, þegar yfirvofandi brottvísun afgönsku stúlkunnar Zainab var mótmælt við Alþingi. Mynd: Davíð Þór

Á undanförnum vikum hafa borist fjöldi frétta af slæmu og stöðugt versnandi ástandi í Grikklandi, þar sem hælisleitendakerfið er löngu sprungið. Á sama tíma kemst Útlendingastofnun ítrekað að þeirri niðurstöðu að það sé öruggt að senda fjölskyldur, sem þegar hafa fengið vernd í Grikklandi, aftur þangað. Endursendingum barna til Grikklands hefur oft verið mótmælt hér á landi og boðað hefur verið til enn einnar mótmælastöðunnar í dag klukkan fimm, við dómsmálaráðuneytið.

„Við mótmælum því að það sé verið að endursenda börn á flótta, aftur til Grikklands, börn sem hafa komið hingað og sótt um alþjóðlega vernd,“ segir Sema Erla Serdar, einn skipuleggjenda mótmælanna og stofnandi hjálparsamtakanna Solaris, sem berst fyrir hælisleitendur og flóttafólk. „Þetta eru fimm barnafjölskyldur sem eru í þessari stöðu í dag og bíða þess að vera sendar aftur til Grikklands. Ein þessara fjölskyldna verður send úr landi á fimmtudaginn,“ segir Sema. 

„Ein þessara fjölskyldna verður send úr landi á fimmtudaginn“

Þar á hún við systkin Ali, Kayan, Saja og Jadin sem verða að óbreyttu flutt til Grikklands ásamt foreldrum sínum á fimmtudaginn. Börnin eru öll undir níu ára aldri og foreldrar þeirra eru fæddir árin 1993 og 1995. Fjölskyldan er frá Írak en foreldrarnir segjast hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum þar, þau hafi flúið ofbeldi, pyntingar og aðrar hörmungar. Þau flúðu til Grikklands, þar sem þeim mættu slæmar aðstæður. Þau áttu varla fyrir mat, höfðu ekki efni á húsnæði og höfðu lítið sem ekkert aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þá upplifði fjölskyldan mikið óöryggi og hræðslu vegna ofbeldis og kynþáttafordóma sem hún varð fyrir.  

Systkinin fjögurAð óbreyttu verða þau send úr landi næstkomandi fimmtudag.

Fjölskyldurnar fimm sem nú bíða brottvísunar eiga það sameiginlegt að hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Að þau skuli hafa fengið alþjóðlega vernd þar er staðfesting á neyð þeirra í heimalandinu, en það er á þeim grundvelli sem íslensk stjórnvöld hafna þeim. Það er hins vegar lítil sem engin vernd í stöðu þeirra í Grikklandi, nema síður sé, eins og ítrekað hefur verið bent á. Ef mál fjölskyldnanna myndu falla undir Dyflinnarreglugerðina, sem heimilar stjórnvöldum að senda fólk aftur til þess lands sem það kom upphaflega til, yrðu þau ekki send frá Íslandi. Íslensk stjórnvöld hættu nefnilega að senda umsækjendur um alþjóðlega vernd aftur til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar árið 2010, þar sem aðstæður í gríska hæliskerfinu voru þá taldar ófullnægjandi. 

Sema Erla segir að ítrekað hafi verið sýnt fram á hrikalegar aðstæður flóttafólks í Grikklandi. Viðbúið sé að þær fari versnandi vegna þeirrar stöðu sem upp er komin á landamærum Grikklands og Tyrklands, en tyrknesk yfirvöld hafa tilkynnt að þau séu hætt að hefta för flóttafólks sem þangað kemur áfram til Evrópu. „Það hefur ítrekað verið sýnt fram á að aðstæður barna á flótta eru jafnvel verri í Grikklandi eftir að þau hafa fengið vernd, heldur en þegar þau eru í hæliskerfinu. Það er líka óásættanlegt að í úrskurðum Útlendingastofnunar gengst stofnunin við því að mörgu leyti aðstæður séu slæmar í Grikklandi en kemst engu að síður að þeirri niðurstöðu að senda eigi börn í þessar aðstæður. Við sem samfélag getum ekki samþykkt það. Það er skelfileg tilhugsun að þetta sé gert í nafni okkar allra.“

„Það hefur ítrekað verið sýnt fram á að aðstæður barna á flótta eru jafnvel verri í Grikklandi eftir að þau hafa fengið vernd“

Hún bendir á að í stóra samhengi hlutanna séu örfá börn sem hingað leita. „Það eru meira en 70 milljónir manns á flótta í heiminum í dag, um helmingur þeirra börn. Okkur ber bæði siðferðileg skylda og berum lagalega ábyrgð á að vernda þau. Ef við sendum þau til baka verða þau áfram á flótta, í stöðu sem getur staðið yfir í mörg ár í viðbót. Það er ekkert skjól fyrir börn í Grikklandi. Við getum ekki dæmt börn til slíkra aðstæðna.“ 

Heldur Sema að mótmælastöður af þessu tagi hafi einhver áhrif, að dómsmálaráðherra bregðist við kröfunum? „Það er alla vega ekki annað hægt en að mæta enn eina ferðina á enn ein mótmælin, til þess að sýna andstöðu okkar á þessum gjörningum. Þessi mótmæli hafa líka þann tilgang að sýna stuðning. Sýnum fjölskyldunum að þær verði ekki send úr landi með okkar samþykki sem almennir borgarar. Þetta er líka okkar tækifæri til að sýna stjórnvöldum að við samþykkjum ekki aðgerðir sem þessar. Það sem við viljum er svo auðvitað að stjórnvöld móti sér heildstæða stefnu í þessum málaflokki með mannúð að leiðarljósi.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
2
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
3
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
6
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu