Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 24. janú­ar til 6. fe­brú­ar.

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

HAM

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 24. janúar kl. 19.30
Aðgangseyrir: 6.990 kr.

Goðsagnakennda sveitin HAM hefur verið virk í ríflega þrjá áratugi og verið innblástur fyrir margar kynslóðir af rokkurum og flytjendum á skerinu. Síðasta afrek þeirra hefur verið að skapa hljóðheiminn fyrir Chromo Sapiens sýninguna með Hrafnhildi Arnardóttur, einnig þekkt sem Shoplifter, sem var framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins árið 2019. Plata nefnd eftir verkinu verður gefin út, en þeim til stuðnings til að flytja hana verður bassaséníið Skúli Sverrisson. Auk HAM koma einnig fram tvær aðrar stórsveitir, hin drungalega Kælan Mikla og ræflarokksveitin Skelkur í bringu. HAM spilar aftur degi síðar fyrir norðan á Græna hattinum.

Franska kvikmyndahátíðin

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 24. janúar til 2. febrúar
Aðgangseyrir: 1.600 kr. á hverja mynd

Franska kvikmyndahátíðin er haldin í 20. skiptið, en á henni býðst gestum að horfa á úrval af nýjum og eldri kvikmyndum. Opnunarmynd hátíðarinnar er Fagra veröld, rómantísk gamanmynd sem fjallar um mann sem gefið er tækifæri á því að endurlifa fortíð sína í þeim tilgangi að bjarga hjónabandinu.

Far

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? Til 15. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á þessari sýningu stillir Þórdís Jóhannesdóttir ljósmyndum sínum við hlið mynda Ralphs heitins Hannams. Ralph var áhugaljósmyndari sem skildi eftir sig mikið af verkum, en Þórdís er myndlistarkona. Þrátt fyrir að nálgast miðilinn með mismunandi hætti eiga þau það bæði sameiginlegt að stilla ekki upp fyrir myndatökur heldur reyna að fanga áhugaverð form á filmu.

Milli kynslóða

Hvar? Midpunkt
Hvenær? Til 9. febrúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Curver Thoroddsen hefur lengi verið virkur í myndlistar- og tónlistarsenunum, en á þessari myndlistarsýningu mætast faðir og sonur á stórum velli og taka hvor annan upp. Sonurinn, sem er ungur drengur, mætir vopnaður með flygildi og faðirinn handleikur 8mm myndavél. Í sýningunni mætast þessi tvö sjónarmið svipað og feðgar sem kasta bolta sín á milli eða kynslóðir að takast á.

Land handan hafsins

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? 24. janúar til 5. apríl
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Land handan hafsins er sýning á verkum fimm finnskra listamanna sem veita innsýn í hugmyndir sínar og drauma um betri heim. Á sýningunni má finna málverk, ljósmyndir, myndbandsverk og skúlptúra. Samspil myndlistar og fantasíu er kjarninn í verkum listamannanna, en sýningin spyr hvort reynsluheimur eins hafi meira gildi en annars.

Myrkir músíkdagar

Hvar? Reykjavík
Hvenær? 25. janúar til 1. febrúar
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburði

Það er komið að hinum árlegu Myrku músíkdögum, en á þeim eru spiluð helstu framsækin ný verk eftir tónskáld frá Íslandi og nágrannalöndum okkar. Hátíðin leggur áherslu á tilraunakennda tónlist sem blandar ólíkum hefðum og tækni til að skapa eitthvað nýtt í svartnættinu.

Mamma klikk!

Hvar? Gaflarahúsið
Hvenær? 25. janúar til 29. febrúar
Aðgangseyrir: 4.500 kr.

Mamma klikk! er fjölskyldusýning sem fjallar um hina tólf ára gömlu Stellu og móður hennar sem er óperusöngkona og Stella telur vera klikkaða. Með hjálp vina og vandamanna reynir Stella að gera mömmu sína „venjulega“. Leikritið er byggt á samnefndri verðlaunabarnabók eftir Gunnar Helgason, en hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2015 fyrir hana.

Reikistjörnur: BRíET

Hvar? Harpa
Hvenær? 25. janúar kl. 14.00
Aðgangseyrir: 2.200 kr.

Þúsaldarkynslóðapoppstjarnan BRíET hefur verið afkastamikil í dægurtónlistarlífi þjóðarinnar síðustu tvö ár og haldið dúndurtónleika á flestum hátíðum landsins. Búast má við slíku á þessum viðburði sem er hluti af tónleikaröðinni Reikistjörnur þar sem fjölskyldum gefst tækifæri til að sækja saman tónleika flutta í sal með ein bestu hljómgæði landsins.

Vocal Project

Hvar? Gamla bíó
Hvenær? 30. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.200 kr.

Poppkórinn Vocal Project fagnar því að svartasta skammdegið er yfirstaðið og sólin farin að hækka á lofti á þessum tónleikum. Þar verður minnt á að eftir vetur kemur vor. Á þessum tónleikum verða flutt lög úr ýmsum áttum, en kórinn er að undirbúa sig fyrir keppnisferð til Póllands.

Túttífrútturnar

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 30. janúar kl. 22.00
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Túttífrútturnar er nýtilkominn burlesque-hópur í ört vaxandi senu burlesque á Íslandi. Frútturnar geta ekki beðið eftir að sýna spenntum og burlesque-þyrstum áhorfendum ný og fersk atriði, auk eldri atriða sem voru til sýnis í fyrra. Hópurinn varð til eftir námskeið hjá burlesque-drottningu Íslands, Margréti Erlu Maack, síðastliðinn maí.

Benni Hemm Hemm útgáfutónleikar

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 31. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Benna Hemm Hemm áskotnaðist mikil frægð á fyrsta áratug þessarar aldar í indí-senunni sem var þá allsráðandi. Eftir nokkurra ára hvíld snýr hann aftur með plötuna KAST SPARK FAST sem kemur út sama dag og þessir tónleikar eru haldnir. Með honum koma fram Prins Póló, Kristín Anna Valtýsdóttir, Kött Grá Pje og fleiri.

Ásgeir, GDRN

Hvar? Háskólabíó
Hvenær? 1. febrúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 6.990 kr.

Ásgeir Trausti Einarsson, áður þekktur sem Ásgeir Trausti en nú aðeins Ásgeir, fagnar þriðju plötu sinni, Sátt, – sem heitir Bury The Moon á ensku – en hún kemur út bæði í íslenskri og enskri útgáfu. Hann er að halda út í tveggja mánaða tónleikaferðalag um Evrópu og Bandaríkin, en fagnar fyrst útgáfu plötunnar hér á landi með GDRN.

Sæborg

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? 6. febrúar til 31. desember
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Tækni og vísindaframfarir urðu Erró snemma innblástur í verk þar sem mætast hið mennska og hið vélræna. Hann skoðaði sérstaklega inngrip tækninnar í mannslíkamann og aðlögun mannslíkamans að vélinni. Verkin vekja spurningar um mörk mannslíkamans og tækninnar. Á sýningunni Sæborg eru verk sem endurspegla þessar hugleiðingar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
10
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu