Þessi grein er rúmlega 9 mánaða gömul.

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Guðni Th. Jó­hann­es­son, nú­ver­andi for­seti og sagn­fræð­ing­ur, ræddi Afr­íku­veið­ar Ís­lend­inga, með­al ann­ars Sam­herja, og setti þær í sögu­legt sam­hengi í við­tali við DV ár­ið 2012. Hann benti á tví­skinn­ung­inn í því að Ís­lend­ing­ar væru nú orðn­ir út­hafs­veiði­þjóð.

Mest lesið

Vantreystir lögreglu vegna framgöngu eftir slys við forgangsakstur
1
Fréttir

Vantreyst­ir lög­reglu vegna fram­göngu eft­ir slys við for­gangsakst­ur

Krist­ín Geirs­dótt­ir má þakka fyr­ir að sleppa lif­andi eft­ir al­var­legt um­ferð­ar­lsys ár­ið 2016. Lög­reglu­bif­hjól í for­gangsakstri keyrði þá inn í hlið­ina á bíl Krist­ín­ar á ofsa­hraða. Nið­ur­staða hér­aðssak­sókn­ara var að hún bæri ábyrgð á slys­inu, þótt ákveð­ið hafi ver­ið að kæra hana ekki fyr­ir vik­ið. Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hef­ur hins veg­ar gert marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir við rann­sókn máls­ins og sett spurn­ing­ar­merki við hvort þörf hafi ver­ið á for­gangsakstr­in­um.
Fékk óhugnanleg skilaboð um að hún stundaði vændi
2
Fréttir

Fékk óhugn­an­leg skila­boð um að hún stund­aði vændi

Al­ex­andra Jur­kovičová seg­ir lög­reglu ekk­ert að­haf­ast eft­ir að hún til­kynnti um sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi. Kær­asti henn­ar fékk sent skjá­skot með per­sónu­upp­lýs­ing­um og verð­lista þar sem lát­ið var líta út fyr­ir að hún seldi vænd­is­þjón­ustu í Reykja­vík. Hún seg­ir aug­ljóst hver söku­dólg­ur­inn sé.
Þorvaldur Gylfason
3
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Banda­ríska sov­ét­ið

Þor­vald­ur Gylfa­son skrif­ar um hnign­un Banda­ríkj­anna og síð­ustu daga Sov­ét­ríkj­anna.
Sigur í þrístökki fyrir utan Óperukjallarann – og kannski eitthvað alvarlegra: Önnur mynd af Steingrími Joð
4
Nærmynd

Sig­ur í þrístökki fyr­ir ut­an Óperukjall­ar­ann – og kannski eitt­hvað al­var­legra: Önn­ur mynd af Stein­grími Joð

Í ann­arri grein um Stein­grím J. Sig­fús­son drep­ur Karl Th. Birg­is­son nið­ur fæti í tveim­ur bók­um sem hann hef­ur skrif­að. Og end­ar á fylle­ríi fyr­ir fram­an Óperukjall­ar­ann í Stokk­hólmi.
Skattayfirvöld á Spáni rannsaka söluna á Afríkúútgerð Sjólaskipa
5
Fréttir

Skatta­yf­ir­völd á Spáni rann­saka söl­una á Afr­íkúút­gerð Sjó­la­skipa

Skatta­yf­ir­völd á Spáni hafa dreg­ist inn á rann­sókn á skatt­skil­um ís­lenskra út­gerð­ar­manna í Afr­íku. Um er að ræða at­hug­un á sölu Sjó­la­skipa á Afr­íku­út­gerð sinni í Sam­herja ár­ið 2007.
105. spurningaþraut: Hver réði tæplega helmingi af öllu gulli sögunnar á 14. öld?
6
Þrautir10 af öllu tagi

105. spurn­inga­þraut: Hver réði tæp­lega helm­ingi af öllu gulli sög­unn­ar á 14. öld?

Hér er þraut­in frá í gær. Auka­spurn­ing­ar: Í hvaða borg er mynd­in hér að of­an tek­in? En á neðri mynd­inni, hvert þess­ara ung­menna varð heims­frægt? En hér eru að­al­spurn­ing­arn­ar: 1.   Hvaða fót­boltalið hef­ur oft­ast unn­ið skoska meist­ara­titil­inn í karla­flokki? 2.   Man­sa Músa var kon­ung­ur í ríki einu í byrj­un 14. ald­ar. Hann er tal­inn hafa ver­ið einn rík­asti kóng­ur sög­unn­ar...
104. spurningaþraut: „Þeir eru til sem telja að landsvæðið og þó einkum nágrenni þess sé einstaklega hættulegt.“
7
Þrautir10 af öllu tagi

104. spurn­inga­þraut: „Þeir eru til sem telja að land­svæð­ið og þó einkum ná­grenni þess sé ein­stak­lega hættu­legt.“

Hér er þraut­in frá í gær! Auka­spurn­ing­ar: Á efri mynd­inni má sjá svo­nefnt Is­ht­ar-hlið (eða Bláa hlið­ið) sem eitt sinn var í borg­ar­múr­un­um um­hverf­is kon­ungs­höll­ina í Babýlon, en var í upp­hafi 20. ald­ar flutt til annarr­ar borg­ar og er þar til sýn­is. Hvar? Og hver er mað­ur­inn á neðri mynd­inni? +++ 1.   Hvað heita fjöll­in með um­lykja rúm­ensk/ung­versku slétt­una í...
Stundin #122
Júlí 2020
#122 - Júlí 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. ágúst.
Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
Þorsteinn Már boðaði forföll Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, boðaði forföll á sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin var í Hörpu nokkrum dögum fyrir birtingu Samherjaskjalanna. Guðni Th. Jóhannesson hélt opnunarávarp á ráðstefnunni og átti Þorsteinn að stíga í pontu á eftir forsetanum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi starfandi sagnfræðingur og núverandi forseti Íslands, ræddi um fiskveiðar Íslendinga í Afríku í viðtali við DV árið 2012. Blaðið hafði þá fjallað um veiðar íslenskra útgerða, aðallega Samherja, í Marokkó og Máritaníu um nokkurt skeið sem og notkun Samherja á Kýpur til að stunda viðskipti í Afríku. Guðni Th. er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í sagnfræði þorskastríðanna og skrifaði hann doktorsritgerð um efnið árið 2003 sem kallaðist Troubled Waters. Cod War, Fishing Disputes, and Britain‘s Fight for the Freedom of the High Seas, 1948‒1964.

Stundin endurbirtir hér greinina og viðtalið við Guðna Th. úr DV í ljósi umfjallana Wikileaks, Kveiks, Stundarinnar og Al Jazeera um Samherjaskjölin og stórfelldar mútugreiðslur Samherja til áhrifamanna í Namibíu í skiptum fyrir fiskiveiðikvóta. Núverandi blaðamaður Stundarinnar, Ingi F. Vilhjámsson, skrifaði greinina.

Viðtalið er ekki lengur aðgengilegt á heimasíðu DV vegna þess að við breytingar á vefsíðu dv.is var fjarlægt allt efni sem birtist á DV á löngu árabili. Viðtalið við Guðna Th. má einnig lesa á timarit.is.

Tekið skal fram að gerðar hafa verið ítrekaðar tilraunir til að fá Guðna Th. í viðtal um Samherjamálið í Namibíu en án árangurs. Guðni Th. tjáði sig hins vegar um Samherjamálið með óbeinum hætti fyrir nokkru.

Forsíða DV 18. apríl 2012

Grein um Afríkuveiðar Íslendinga og viðtal við Guðna T. Jóhannesson

„Hinu unga lýðveldi var þröngur stakkur skorinn, erlendur togarafloti drottnaði á heimamiðum, útgerðir í Hull og Grimsby og hafnarborgum meginlandsins hirtu arðinn af Íslendingum.“ Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ávarpi sínu í sérblaði um þorskastríðin sem almannatengslafyrirtækið Athygli gaf út árið 2008. Blaðið hét Stríðið um miðin. 

Segja má að þessi söguskoðun Ólafs Ragnars á mikilvægi þorskastríðanna þriggja og útfærslu fiskveiðilögsögunnar sé nokkuð útbreidd og almenn í þjóðarsálinni. Flestir landsmenn telja að það hafi verið til góðs fyrir sjálfstæði íslands og þjóðarbúið þegar fiskveiðilögsagan var á nærri 30 ára tímabili, 1948 til 1976, færð út í 200 sjómílur. 

Fáir atburðir í sögu íslands á tuttugustu öld eru þjóðinni eins mikið hjartans mál og þorskastríðin. Íslendingar líta svo á að þeir hafi brugðist við óréttlæti frá hendi stærri og valdameiri þjóða sem bjuggu yfir öflugri skipakosti og arðrændu hana með fiskveiðum á miðunum við landið. 

Að eiga kökuna og éta hana líkaEitt af því sem bent var á í grein DV var hversu sérstakt það væri að Samherja fjárfesti í Morgunblaðinu til að berjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu á sama tíma og fyrirtækið fengi kvóta í Afríku í gegnum Evrópusambandið. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja í leyfi.

Samanburðurinn vid Afríku 

DV hefur að undanförnu fjallað um fiskveiðar íslenskra útgerðarfyrirtækja úti fyrir ströndum Vestur-Afríku. Að minnsta kosti fimm íslensk útgerðarfyrirtæki hafa veitt fisk úti fyrir ströndum Vestur-Afríku á liðnum árum. Meðal annars er um að ræða stórútgerðina Samherja, Sjólaskip, Úthafsskip, Sæblóm og útgerðina sem gerir út togarann Blue Wave, sem meðal annars er í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Veiðitækin sem notast er við eru stór; togarar og verksmiðjutogarar: 120 metra skip, með meira en 50 manna áhöfn, sem taka á milli tvö og þrjú þúsund tonn af frystum fiski í lestar sínar. 

Veiðarnar fara fram á grundvelli samninga sem Evrópusambandið hefur gert við ríkisstjórnir í Marokkó og Máritaníu en einnig semja útgerðirnar beint við yfirvöld í þessum löndum í einhverjum tilfellum. Samherji hefur til að mynda bæði fengið veiðiheimildir vegna samninga Evrópusambandsins og eins vegna þess að fyrirtækið hefur sjalft samið við yfirvöld í ríkjunum. Tekjur íslenskra útgerða af þessum veiðum eru miklar. Til að af þessum mynda eru tekjur Samherja af þessum veiðum á milli 30 og 40 prósent af tekjum Samherja tilkomnar vegna þessara veiða, á þriðja tug milljarða króna. Samherji á og rekur 9 skip sem stunda veiðarnar við vesturströnd Afríku.

Arður hirtur af fátækum þjóðum

Hagnaðurinn af veiðum Íslendinga við strendur Vestur-Afríku verður hins vegar ekki eftir í þeim löndum þar sem veiðarnar fara fram nema að litlu leyti. Greidd eru veiðigjöld til landanna, annað hvort frá Evrópusambandinu eða beint frá útgerðunum en þau eru lág miðað við þær tekjur sem útgerðirnar geta haft upp úr veiðunum. Til að mynda hefur Evrópusambandið greitt ríkisstjórn Marokkó 36 milljónir evra fyrir veiðiréttindi fyrir um 120 skip úti fyrir ströndum landsins en bara tekjur Samherja af Afríkuveiðunum við Marokkó, Vestur-Sahara og Máritaníu nema um 140 milljónum evra. Líkt og Ólafur Ragnar nefndi í tilfelli þorskastríðanna er það því „erlendur togarafloti á heimamiðum“ þessara Afríkuþjóða sem hirðir arðinn sem af þeim. 

Íslendingar sem eru í sextánda sæti yfir ríkustu þjóðir heims miðað við verga þjóðarframleiðslu eru því að taka arð út úr sem eru miklu fátækari á auðlindum en þeir. Marokkó er í 117. sæti yfir ríkustu þjóðir heims og Máritanía í því 148.  Að hluta til er þetta gert í skjóli Evrópusambandsins. 

Líkt og fyrir þorskastríðin á miðunum við Ísland þegar erlendar stórþjóðir  komu til veiða við Ísland fara íslenskar útgerðir nú til fátækari og vanþróaðri landa og veiða fiskinn í lögsögu þeirra. Þetta gerist án þess að viðkomandi þjóðir hagnist á því í réttum mæli við arð íslenskra útgerða af veiðunum. Munurinn er þó auðvitað sá að Íslendingar gera þetta í ljósi samninga við þessar þjóðir eða í gegnum Evrópusambandið á meðan Bretarnir stunduðu veiðar sínar að Íslendingum forspurðum, í ljósi sögulegs réttar. 

Nýja sjálfstæðisbaráttaÓlafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, sagði að barátta Íslendinga yfir eigin fiskimiðum hafi verið hin „nýja sjáfstæðisbarátta“.

Hart á móti hörðu

Ísland hafði einungis verið sjálfstæð þjóð í fjögur ár þegar tekin verið var sjálfstæð ákvörðun um að færa fiskveiðilögsöguna út í fjórar sjómílur árið 1948. Sjálfstæðið fra Danaveldi var sótt í skjóli heimsstyrjaldar og erlends hernáms, fyrst Breta og svo Bandaríkjamanna sem hjálpuðu Íslendingum að koma undir sig fótunum, bæði með atvinnu og erlendu fé og síðar Marshall-aðstoðinni. Fram að seinni heimsstyrjöld hafði Ísland verið fátæk þjóð í alþjóðlegu samhengi; það var ekki fyrr en eftir síðara stríð sem hagur landsins tók að vænkast. Fiskveiðar, og aukin stórvirkni í aflabrögðum útgerðarfyrirtækja, átti ekki lítinn þátt í því.

Bretar, sem veitt höfðu fisk við Íslandsstrendur um aldir, mótmæltu útfæslu Íslendinga á landhelginni í fjórar mílur harðlega og sett var löndunarbann á íslenskan fisk þar í landi auk þess sem aðrar fiskveiðiþjóðir í Evrópu gagnrýndu aðgerðina. Meðal þeirra raka sem bresk stjórnvöld beittu fyrir sig var að Bretar hefðu öðlast sögulegan veiðirétt við Íslandsstrendur vegna þess að þeir hefðu veitt þar til langstíma - Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráðherra átti síðar eftir að gagnrýna þau rök með þeim orðum að slíkur veiðiréttur væri ekki til. Aukin harka færðist í deilurnar um útfærslu fiskveiðilögsögu Íslands á næstu áratugum eftir því sem Ísendingar færðu lögsöguna lengra frá landinu. 

Íslensk varðskip klipptu á troll breskra togara sem veiddu innan lögsögunnar og Bretar beittu herskipum til ásiglinga á íslensk varðskip til að tryggja hagsmuni sína. Hart mætti hörðu enda var mikilvægt fyrir íslendinga að standa fast á sínu til að hið unga fátæka lýðveldi gæti séð sér farborða. Þannig má líta á að þorskastríðin hafi verið barátta upp á líf og dauða fyrir hafi Íslendinga - sem betur fer fyrir þá höfðu þeir betur.

„ Þá hófst vegferð sem með réttu má nefna hina nýju sjálfstæðisbaráttu íslendinga - leiðangur til að treysta lýðveldið í sessi, koma í veg fyrir að það brotnaði saman vegna arðráns útlendinga á íslenskum miðum.“

Hin nýja sjálf stæðisbarátta 

Ólafur Ragnar forseti Íslendinga setti þessa baráttu og mikilvægi hennar í sögulegt samhengi í ávarpi sínu í Stríðunum um miðin þegar hann undirstrikaði efnahagslegt mikilvægt þorskastríðanna. Benti Ólafur Ragnar á að veiðar erlendra fiskiskipa við Íslandsmið hefðu getað veikt undirstöður hins unga lýðveldis. Ólafur Ragnar kallaði baráttuna um miðin „hina nýju sjálfstæðisbaráttu“. „Það var óvissu háð hvort lýðveldið gæti framfleytt sér, hvort undirstöður efnahagsins reyndust traustar, hvort sjálfstæðið yrði raunverulegt eða innantómt. Þá hófst vegferð sem með réttu má nefna hina nýju sjálfstæðisbaráttu íslendinga - leiðangur til að treysta lýðveldið í sessi, koma í veg fyrir að það brotnaði saman vegna arðráns útlendinga á íslenskum miðum.“ Þorskastríðin stöðvuðu á endanum arðránið. 

Á sams konar hátt má segja að margar af þjóðum Afríku séu í sams konar stöðu og Ísland var í á fyrri hluta tuttugustu aldar. Þær rembast við að reyna að koma undir sig fótunum, reyna að iðnvæðast almennilega, taka upp stórvirkari tækni sem geri þeim kleift að nýta auðlindir sínar betur, margar þeirra tiltölulega nýsjálfstæðar undan valdi þróaðri og sterkari þjóða - Marokkó og Máritanía fengu sjálfstæði frá Frökkum 1956 og 1960. Þessar þjóðir búa ekki yfir sömu þekkingu, reynslu og tækni í sjávarútvegi og við íslendingar og aðrar iðnvæddar þjóðir sem veiða fisk með stórvirkum togurum við strendur þeirra. Hin „nýja sjálfstæðisbarátta" þessara Afríkuþjóða gæti þá meðal annars falist í því að þær nýti sjálfar til fulls eigin auðlindir en selji ekki afnot af þeim fyrir lítið til annarra þjóða. 

„Í allri okkar baráttu fyrir verndun fiskmiðanna var rauði þráðurinn sá að strandríkið skyldi hafa fullan rétt á auðlindunum undan ströndum þess.“

Strandríkið njóti ávaxtanna 

Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og einn af helstu sérfræðingum landsins um þorskastríðin, segir að veiðar Íslendinga við strendur Vestur-Afríku séu „hámark tvískinnungsins“. „Í allri okkar baráttu fyrir verndun fiskmiðanna var rauði þráðurinn sá að strandríkið skyldi hafa fullan rétt á auðlindunum undan ströndum þess. Auðvitað flækir það aðeins myndina að Evrópusambandið er að semja við yfirvöld í ákveðnum Afríkuríkjum um afnotarétt á þessum auðlindum.“

Guðni segir að í þorskastríðunum hafi baráttan snúist um það að úthafsveiðiþjóðir eins og Þjóðverjar, Bretar, Japanir og Sovétmenn gætu ekki bara haldið á fjarlæg mið, sótt þann afla sem þeim sýndist og horfið svo a braut. „Þorskastríðið snerist um það að strandríkið fengi að njóta ávaxtanna [...] Þessi umræða um tvöfeldni kom líka upp í Smugudeilunni þar sem Norðmenn sökuðu okkur um hræsni; að við værum allt í einu orðin þessi mikla úthafsveiðiþjóð sem sækti á fjarlæg mið og hirti ekkert um ofveiði í Norðurhöfum og annað slíkt. Þá notuðum við einnig hugmyndina um að værum að öðlast sögulegan veiðirétt í Smugunni, líkt og Bretar höfðu gert hér við land. Lúðvík Jósepsson myndi líklega snúa sér við í gröfinni ef hann vissi að reyndum að réttlæta það að sækja afla hvar sem er undan ströndum annarra ríkja.“ 

Afríkuveiðar Íslendinga þýða því einnig að Íslendingar eru farnir að haga sér eins og úthafsveiðiþjóð, útrásarfiskveiðiþjóð sem lætur sér ekki nægja sitt heimabrúk. 

Þáttur Evrópusambandsins 

Guðni segir hins vegar að ekki megi saka íslensk stjórnvöld um tvöfeldni þegar kemur að Afríkuveiðunum, um sé að ræða ákvörðun einstakra útgerða að stunda þessar veiðar. „Sér- hagsmunirnir koma í ljós á ýmsum sviðum [...] Þetta eru ekki bara Samherji og ESB. Það á frekar að saka ESB um skammsýni," segir Guðni. 

Íslenskar útgerðir taka auðvitað ákvarðanir um þessar veiðar út frá sínum eigin hagsmunum með arðsemi að leiðarljósi í ljósi þeirra laga og reglna sem eru í gildi ef þær telja sig geta grætt á því. Hér hefur aldrei verið sagt að veiðar íslendinga við Afríkustrend- ur séu í eðli sínu ólöglegar. En veiðar Breta og annarra úthafsveiðiþjóða hér við land á síðustu öld voru það ekki heldur þegar þorskastríðin hófust. Umræðan snýst um siðlega þætti og löglegt arðrán á auðlindum annarra þjóða. 

Annar angi af þessari umræðu er sá að íslensku útgerðirnar veiða í sumum tilfellum við Vestur-Afríku vegna samninga sem Evrópusambandið hefur gert við einstök ríki í skiptum fyrir fjármuni. Þetta á til dæmis við um Samherja sem veiðir þar vegna þessara samninga. 

Tvenns konar tvöfeldni 

Á sama tíma og Samherji veiðir við strendur Afríku vegna samninga Evrópusambandsins hefur forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, lýst því yfir að hann sé ekki hlynntur inngöngu Íslands í Evrópusambandið vegna þess að slíkt myndi fela í sér aukna samnýtingu íslensku fiskimiðanna með öðrum löndum Evrópusambandsins. Auk þess að veiða við Afríkustrendur í skjóli Evrópusambandsins heldur Samherji einnig á miklum aflaheimildum í löndum innan sambandsins, til dæmis í Þýskalandi. 

Orðrétt hefur Þorsteinn Már sagt um þetta atriði: „Sumir halda því fram að við munum hafa áhrif í sjávarútvegsmálum því íslendingar séu svo stórir. Þetta er alrangt. Hvorki Þjóðverjar, Pólverjar, Englendingar né aðrir ætla að láta okkur hafa sérstök áhrif í sjávarútvegsmálum umfram það sem segir í reglum Evrópusambandsins." 

Þetta er algengt viðhorf í samfélaginu og það atriði sem einna oftast er nefnt sem ástæða til að vera andsnúinn aðild íslands að Evrópusambandinu. Hér að ofan má til dæmis sjá þessi rök í máli, Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. „Það er ekki síst með skírskotun til þessa sem ég og margir aðrir eru mjög á varðbergi þegar menn fara að ræða um sameiginlega nýtingu auðlindarinnar innan vébanda stórra ríkjasambanda eins og ESB.“ 

Morgunblaðið, sem að hluta til er í eigu Samherja og annarra útgerðarrisa, hefur verið duglegt við að halda þessu sjónarmiði á lofti enda réttilega eitt af þeim atriðum sem taka þarf afstöðu til þegar kostir og gallar aðildar að sambandinu eru metnir. 

Tvískinnungurinn að þessu leytinu til er þá sá að á sama tíma og íslenskar útgerðir vilja nýta sér það sem Evrópusambandið getur veitt þeim í öðrum löndum þá vilja þær ekki gefa eftir notkunarrétt á fiskveiðilögsögu Íslendinga til ríkja í Evrópusambandinu, líkt og aðild að því fæli í sér. Á ensku er slíkur hugsunarháttur orðaður með þeim frasa að menn vilji eiga kökuna og éta hana líka. Útgerðir vilja nýta sér kosti þess að vera ekki í Evrópusambandinu en einnig það sem þeir geta nýtt sér í skjóli sambandsins, án þess þó að ganga í það. Þetta er því líklega tvenns konar tegund af tvöfeldni.

Greinin var fyrst birt í DV 11. maí 2012 en er ekki aðgengileg á vef blaðsins.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Stundaði Samherji arðrán í Namibíu? Mútur og greiðslur í skattaskjól tvöfalt hærri en bókfært tap
GreiningSamherjaskjölin

Stund­aði Sam­herji arð­rán í Namib­íu? Mút­ur og greiðsl­ur í skatta­skjól tvö­falt hærri en bók­fært tap

Sam­herji og Morg­un­blað­ið full­yrða að „ekk­ert arð­án“ hafi átt sér stað í rekstri Sam­herja í Namib­íu. Þetta er nið­ur­staða þess­ara að­ila þeg­ar ein­göngu er horft á rekst­ur dótt­ur­fé­laga Sam­herja í Namib­íu. Þeg­ar horft er rekst­ur­inn í stærra sam­hengi flæk­ist mynd­in.
Samherji gengst við „gagnrýniverðri“ háttsemi í Namibíu en varpar ábyrgðinni á millistjórnendur
FréttirSamherjaskjölin

Sam­herji gengst við „gagn­rýni­verðri“ hátt­semi í Namib­íu en varp­ar ábyrgð­inni á mill­i­stjórn­end­ur

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji varp­ar ábyrgð­inni á því „gagn­rýni­verða“ sem gerð­ist í rekstri fé­lags­ins í Namib­íu yf­ir á mill­i­stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins í norsk­um fjöl­miðl­um. Vörn Sam­herja bygg­ir á því að yf­ir­stjórn fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi hafi ekk­ert kom­ið að mútu­greiðsl­un­um í Namib­íu held­ur al­far­ið stjórn­end­urn­ir í Afr­íku.
Banki sagði Samherja tengjast félagi í skattaskjóli sem útgerðin sver af sér
GreiningSamherjaskjölin

Banki sagði Sam­herja tengj­ast fé­lagi í skatta­skjóli sem út­gerð­in sver af sér

Sam­herji sver af sér tengsl við eign­ar­halds­fé­lag í skatta­skjól­inu Mars­hall-eyj­um sem not­að var til að greiða laun starfs­manna út­gerð­ar­inn­ar í Afr­íku. Gögn frá DNB-bank­an­um sýna hins veg­ar að fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja hafði rétt­indi til að stýra banka­reikn­ingi fé­lags­ins og að bank­inn taldi fé­lag­ið lúta stjórn Sam­herja.
Lögmannsstofa Samherja reynir að fá Jóhannes í viðtal um Namibíumálið
FréttirSamherjaskjölin

Lög­manns­stofa Sam­herja reyn­ir að fá Jó­hann­es í við­tal um Namib­íu­mál­ið

Eva Joly, lög­mað­ur upp­ljóstr­ar­ans Jó­hann­ess­ar Stef­áns­son­ar, hef­ur hafn­að beiðni Wik­borg Rein um við­tal á þeim for­send­um að einka­fyr­ir­tæk­ið, sem vinn­ur fyr­ir Sam­herja sé ekki op­in­ber að­ili og hafi enga lög­sögu í mál­inu.
Meðferð Samherjamálsins tefst hjá  ákæruvaldinu út af COVID-faraldrinum
FréttirSamherjaskjölin

Með­ferð Sam­herja­máls­ins tefst hjá ákæru­vald­inu út af COVID-far­aldr­in­um

Ólaf­ur Þór Hauks­son hér­aðssak­sókn­ari seg­ir að með­ferð allra mála tefj­ist hjá embætt­inu út af COVID-far­aldr­in­um. Með­al þess­ara mála er Sam­herja­mál­ið, rann­sókn á mútu­greiðsl­um Sam­herja í Namib­íu upp á vel á ann­an millj­arð króna. Þor­steinn Már Bald­vins­son hef­ur ekki ver­ið yf­ir­heyrð­ur enn sem kom­ið er.
Samherji lokar skrifstofu sinni í Namibíu á þriðjudaginn í kjölfar mútumálsins
FréttirSamherjaskjölin

Sam­herji lok­ar skrif­stofu sinni í Namib­íu á þriðju­dag­inn í kjöl­far mútu­máls­ins

Sam­herji komst að sam­komu­lagi við verka­lýðs­fé­lag í Namib­íu og yf­ir­gef­ur land­ið í næstu viku. Ástæð­an er mútu­mál Sam­herja í Namib­íu sem nú er til rann­sókn­ar í að minnsta kosti þrem­ur lönd­um, Namib­íu, Ís­landi og Nor­egi.

Mest lesið

Vantreystir lögreglu vegna framgöngu eftir slys við forgangsakstur
1
Fréttir

Vantreyst­ir lög­reglu vegna fram­göngu eft­ir slys við for­gangsakst­ur

Krist­ín Geirs­dótt­ir má þakka fyr­ir að sleppa lif­andi eft­ir al­var­legt um­ferð­ar­lsys ár­ið 2016. Lög­reglu­bif­hjól í for­gangsakstri keyrði þá inn í hlið­ina á bíl Krist­ín­ar á ofsa­hraða. Nið­ur­staða hér­aðssak­sókn­ara var að hún bæri ábyrgð á slys­inu, þótt ákveð­ið hafi ver­ið að kæra hana ekki fyr­ir vik­ið. Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hef­ur hins veg­ar gert marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir við rann­sókn máls­ins og sett spurn­ing­ar­merki við hvort þörf hafi ver­ið á for­gangsakstr­in­um.
Fékk óhugnanleg skilaboð um að hún stundaði vændi
2
Fréttir

Fékk óhugn­an­leg skila­boð um að hún stund­aði vændi

Al­ex­andra Jur­kovičová seg­ir lög­reglu ekk­ert að­haf­ast eft­ir að hún til­kynnti um sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi. Kær­asti henn­ar fékk sent skjá­skot með per­sónu­upp­lýs­ing­um og verð­lista þar sem lát­ið var líta út fyr­ir að hún seldi vænd­is­þjón­ustu í Reykja­vík. Hún seg­ir aug­ljóst hver söku­dólg­ur­inn sé.
Þorvaldur Gylfason
3
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Banda­ríska sov­ét­ið

Þor­vald­ur Gylfa­son skrif­ar um hnign­un Banda­ríkj­anna og síð­ustu daga Sov­ét­ríkj­anna.
Sigur í þrístökki fyrir utan Óperukjallarann – og kannski eitthvað alvarlegra: Önnur mynd af Steingrími Joð
4
Nærmynd

Sig­ur í þrístökki fyr­ir ut­an Óperukjall­ar­ann – og kannski eitt­hvað al­var­legra: Önn­ur mynd af Stein­grími Joð

Í ann­arri grein um Stein­grím J. Sig­fús­son drep­ur Karl Th. Birg­is­son nið­ur fæti í tveim­ur bók­um sem hann hef­ur skrif­að. Og end­ar á fylle­ríi fyr­ir fram­an Óperukjall­ar­ann í Stokk­hólmi.
Skattayfirvöld á Spáni rannsaka söluna á Afríkúútgerð Sjólaskipa
5
Fréttir

Skatta­yf­ir­völd á Spáni rann­saka söl­una á Afr­íkúút­gerð Sjó­la­skipa

Skatta­yf­ir­völd á Spáni hafa dreg­ist inn á rann­sókn á skatt­skil­um ís­lenskra út­gerð­ar­manna í Afr­íku. Um er að ræða at­hug­un á sölu Sjó­la­skipa á Afr­íku­út­gerð sinni í Sam­herja ár­ið 2007.
105. spurningaþraut: Hver réði tæplega helmingi af öllu gulli sögunnar á 14. öld?
6
Þrautir10 af öllu tagi

105. spurn­inga­þraut: Hver réði tæp­lega helm­ingi af öllu gulli sög­unn­ar á 14. öld?

Hér er þraut­in frá í gær. Auka­spurn­ing­ar: Í hvaða borg er mynd­in hér að of­an tek­in? En á neðri mynd­inni, hvert þess­ara ung­menna varð heims­frægt? En hér eru að­al­spurn­ing­arn­ar: 1.   Hvaða fót­boltalið hef­ur oft­ast unn­ið skoska meist­ara­titil­inn í karla­flokki? 2.   Man­sa Músa var kon­ung­ur í ríki einu í byrj­un 14. ald­ar. Hann er tal­inn hafa ver­ið einn rík­asti kóng­ur sög­unn­ar...
104. spurningaþraut: „Þeir eru til sem telja að landsvæðið og þó einkum nágrenni þess sé einstaklega hættulegt.“
7
Þrautir10 af öllu tagi

104. spurn­inga­þraut: „Þeir eru til sem telja að land­svæð­ið og þó einkum ná­grenni þess sé ein­stak­lega hættu­legt.“

Hér er þraut­in frá í gær! Auka­spurn­ing­ar: Á efri mynd­inni má sjá svo­nefnt Is­ht­ar-hlið (eða Bláa hlið­ið) sem eitt sinn var í borg­ar­múr­un­um um­hverf­is kon­ungs­höll­ina í Babýlon, en var í upp­hafi 20. ald­ar flutt til annarr­ar borg­ar og er þar til sýn­is. Hvar? Og hver er mað­ur­inn á neðri mynd­inni? +++ 1.   Hvað heita fjöll­in með um­lykja rúm­ensk/ung­versku slétt­una í...

Mest deilt

Vantreystir lögreglu vegna framgöngu eftir slys við forgangsakstur
1
Fréttir

Vantreyst­ir lög­reglu vegna fram­göngu eft­ir slys við for­gangsakst­ur

Krist­ín Geirs­dótt­ir má þakka fyr­ir að sleppa lif­andi eft­ir al­var­legt um­ferð­ar­lsys ár­ið 2016. Lög­reglu­bif­hjól í for­gangsakstri keyrði þá inn í hlið­ina á bíl Krist­ín­ar á ofsa­hraða. Nið­ur­staða hér­aðssak­sókn­ara var að hún bæri ábyrgð á slys­inu, þótt ákveð­ið hafi ver­ið að kæra hana ekki fyr­ir vik­ið. Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hef­ur hins veg­ar gert marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir við rann­sókn máls­ins og sett spurn­ing­ar­merki við hvort þörf hafi ver­ið á for­gangsakstr­in­um.
Þorvaldur Gylfason
2
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Banda­ríska sov­ét­ið

Þor­vald­ur Gylfa­son skrif­ar um hnign­un Banda­ríkj­anna og síð­ustu daga Sov­ét­ríkj­anna.
Þeirri þjóð er vorkunn
3
Greining

Þeirri þjóð er vorkunn

Líb­anska þjóð­in stend­ur á kross­göt­um en á litla von um að bjart­ari fram­tíð sé á næsta leyti að mati frétta­skýrenda. Hörm­ung­arn­ar í Beirút á dög­un­um und­ir­strika getu­leysi yf­ir­valda, sem hafa af veik­um mætti reynt að halda þjóð­inni sam­an eft­ir að borg­ara­styrj­öld­inni lauk. Mót­mæl­end­ur tak­ast nu á við óeirð­ar­lög­reglu í höf­uð­borg­inni eft­ir spreng­ing­una og krefjast rót­tækra breyt­inga á stjórn­kerf­inu.
Fékk óhugnanleg skilaboð um að hún stundaði vændi
4
Fréttir

Fékk óhugn­an­leg skila­boð um að hún stund­aði vændi

Al­ex­andra Jur­kovičová seg­ir lög­reglu ekk­ert að­haf­ast eft­ir að hún til­kynnti um sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi. Kær­asti henn­ar fékk sent skjá­skot með per­sónu­upp­lýs­ing­um og verð­lista þar sem lát­ið var líta út fyr­ir að hún seldi vænd­is­þjón­ustu í Reykja­vík. Hún seg­ir aug­ljóst hver söku­dólg­ur­inn sé.
Skattayfirvöld á Spáni rannsaka söluna á Afríkúútgerð Sjólaskipa
5
Fréttir

Skatta­yf­ir­völd á Spáni rann­saka söl­una á Afr­íkúút­gerð Sjó­la­skipa

Skatta­yf­ir­völd á Spáni hafa dreg­ist inn á rann­sókn á skatt­skil­um ís­lenskra út­gerð­ar­manna í Afr­íku. Um er að ræða at­hug­un á sölu Sjó­la­skipa á Afr­íku­út­gerð sinni í Sam­herja ár­ið 2007.
105. spurningaþraut: Hver réði tæplega helmingi af öllu gulli sögunnar á 14. öld?
6
Þrautir10 af öllu tagi

105. spurn­inga­þraut: Hver réði tæp­lega helm­ingi af öllu gulli sög­unn­ar á 14. öld?

Hér er þraut­in frá í gær. Auka­spurn­ing­ar: Í hvaða borg er mynd­in hér að of­an tek­in? En á neðri mynd­inni, hvert þess­ara ung­menna varð heims­frægt? En hér eru að­al­spurn­ing­arn­ar: 1.   Hvaða fót­boltalið hef­ur oft­ast unn­ið skoska meist­ara­titil­inn í karla­flokki? 2.   Man­sa Músa var kon­ung­ur í ríki einu í byrj­un 14. ald­ar. Hann er tal­inn hafa ver­ið einn rík­asti kóng­ur sög­unn­ar...
Sigur í þrístökki fyrir utan Óperukjallarann – og kannski eitthvað alvarlegra: Önnur mynd af Steingrími Joð
7
Nærmynd

Sig­ur í þrístökki fyr­ir ut­an Óperukjall­ar­ann – og kannski eitt­hvað al­var­legra: Önn­ur mynd af Stein­grími Joð

Í ann­arri grein um Stein­grím J. Sig­fús­son drep­ur Karl Th. Birg­is­son nið­ur fæti í tveim­ur bók­um sem hann hef­ur skrif­að. Og end­ar á fylle­ríi fyr­ir fram­an Óperukjall­ar­ann í Stokk­hólmi.

Mest lesið í vikunni

Vantreystir lögreglu vegna framgöngu eftir slys við forgangsakstur
1
Fréttir

Vantreyst­ir lög­reglu vegna fram­göngu eft­ir slys við for­gangsakst­ur

Krist­ín Geirs­dótt­ir má þakka fyr­ir að sleppa lif­andi eft­ir al­var­legt um­ferð­ar­lsys ár­ið 2016. Lög­reglu­bif­hjól í for­gangsakstri keyrði þá inn í hlið­ina á bíl Krist­ín­ar á ofsa­hraða. Nið­ur­staða hér­aðssak­sókn­ara var að hún bæri ábyrgð á slys­inu, þótt ákveð­ið hafi ver­ið að kæra hana ekki fyr­ir vik­ið. Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hef­ur hins veg­ar gert marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir við rann­sókn máls­ins og sett spurn­ing­ar­merki við hvort þörf hafi ver­ið á for­gangsakstr­in­um.
Eyþór Arnalds gagnrýnir að borgin auglýsi störf kennara
2
Fréttir

Ey­þór Arn­alds gagn­rýn­ir að borg­in aug­lýsi störf kenn­ara

Borg­ar­full­trú­inn Ey­þór Arn­alds gagn­rýn­ir aug­lýs­ingu frá Reykja­vík­ur­borg sem birt­ist á vef CNN.
Banki sagði Samherja tengjast félagi í skattaskjóli sem útgerðin sver af sér
3
GreiningSamherjaskjölin

Banki sagði Sam­herja tengj­ast fé­lagi í skatta­skjóli sem út­gerð­in sver af sér

Sam­herji sver af sér tengsl við eign­ar­halds­fé­lag í skatta­skjól­inu Mars­hall-eyj­um sem not­að var til að greiða laun starfs­manna út­gerð­ar­inn­ar í Afr­íku. Gögn frá DNB-bank­an­um sýna hins veg­ar að fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja hafði rétt­indi til að stýra banka­reikn­ingi fé­lags­ins og að bank­inn taldi fé­lag­ið lúta stjórn Sam­herja.
Almenningshlutafélagið Festi keypti fyrirtæki af félagi sem forstjórinn stýrði
4
Fréttir

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi keypti fyr­ir­tæki af fé­lagi sem for­stjór­inn stýrði

Bæði Eggert Þór Kristó­fers­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Festi, og stjórn­ar­formað­ur­inn, Þórð­ur Már Jó­hann­es­son, tengj­ast Bjarna Ár­manns­syni fjár­festi nán­um bönd­um. Festi ákvað að kaupa orku­sölu­fyr­ir­tæki af Bjarna og með­fjár­fest­um hans fyr­ir rúm­lega 722 millj­ón­ir. Eggert Þór hef­ur ekki vilj­að svara spurn­ing­um um mál­ið.
Samherji gengst við „gagnrýniverðri“ háttsemi í Namibíu en varpar ábyrgðinni á millistjórnendur
5
FréttirSamherjaskjölin

Sam­herji gengst við „gagn­rýni­verðri“ hátt­semi í Namib­íu en varp­ar ábyrgð­inni á mill­i­stjórn­end­ur

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji varp­ar ábyrgð­inni á því „gagn­rýni­verða“ sem gerð­ist í rekstri fé­lags­ins í Namib­íu yf­ir á mill­i­stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins í norsk­um fjöl­miðl­um. Vörn Sam­herja bygg­ir á því að yf­ir­stjórn fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi hafi ekk­ert kom­ið að mútu­greiðsl­un­um í Namib­íu held­ur al­far­ið stjórn­end­urn­ir í Afr­íku.
Kirkjan telur sig eiga land Múlavirkjunar
6
FréttirVirkjanir

Kirkj­an tel­ur sig eiga land Múla­virkj­un­ar

Stykk­is­hólms­kirkja læt­ur reyna á fyr­ir dóm­stól­um hvort land Múla­virkj­un­ar til­heyri kirkj­unni. Smá­virkj­anaris­inn Arctic Hydro á helm­ings­hlut. Fé­lag eins eig­enda Arctic Hydro sem á ná­læga jörð hef­ur beitt sér gegn lög­um sem tak­marka upp­kaup á jörð­um.
Stundaði Samherji arðrán í Namibíu? Mútur og greiðslur í skattaskjól tvöfalt hærri en bókfært tap
7
GreiningSamherjaskjölin

Stund­aði Sam­herji arð­rán í Namib­íu? Mút­ur og greiðsl­ur í skatta­skjól tvö­falt hærri en bók­fært tap

Sam­herji og Morg­un­blað­ið full­yrða að „ekk­ert arð­án“ hafi átt sér stað í rekstri Sam­herja í Namib­íu. Þetta er nið­ur­staða þess­ara að­ila þeg­ar ein­göngu er horft á rekst­ur dótt­ur­fé­laga Sam­herja í Namib­íu. Þeg­ar horft er rekst­ur­inn í stærra sam­hengi flæk­ist mynd­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
1
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Með blæð­andi sár

All­ir sem hafa elsk­að alkó­hólista vita þetta: Það get­ur ver­ið ansi sárt.
Hannes Hólmsteinn furðar sig á því að Hildur Lilliendahl haldi starfi sínu
2
Fréttir

Hann­es Hólm­steinn furð­ar sig á því að Hild­ur Lilliendahl haldi starfi sínu

Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, pró­fess­or við stjórn­mála­fræði­deild Há­skóla Ís­lands, spyr af hverju Hild­ur Lilliendahl, nem­andi við deild hans, hafi ekki ver­ið rek­in frá Reykja­vík­ur­borg.
Giftu sig í fjörunni í Arnarfirði
3
ViðtalFerðasumarið 2020

Giftu sig í fjör­unni í Arnar­firði

Hjón­in Þröst­ur Leó Gunn­ars­son og Helga Helga­dótt­ir eiga fag­urt fjöl­skyldu­hús við fjör­una á Bíldu­dal þar sem þau verja sem flest­um frí­stund­um sín­um.
DV fjarlægði frétt um Fréttablaðið af vef sínum
4
Fréttir

DV fjar­lægði frétt um Frétta­blað­ið af vef sín­um

Jón Þór­is­son, rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, seg­ist ekki hafa rætt frétt sem fjar­lægð var af DV.is við Þor­björgu Marínós­dótt­ur, rit­stjóra DV. Hún seg­ir þau hins veg­ar hafa rætt mál­ið, en ákvörð­un­in hafi ver­ið henn­ar og hún geti tek­ið slag­inn um svona mál. Miðl­arn­ir eru báð­ir í eigu Torgs.
Vantreystir lögreglu vegna framgöngu eftir slys við forgangsakstur
5
Fréttir

Vantreyst­ir lög­reglu vegna fram­göngu eft­ir slys við for­gangsakst­ur

Krist­ín Geirs­dótt­ir má þakka fyr­ir að sleppa lif­andi eft­ir al­var­legt um­ferð­ar­lsys ár­ið 2016. Lög­reglu­bif­hjól í for­gangsakstri keyrði þá inn í hlið­ina á bíl Krist­ín­ar á ofsa­hraða. Nið­ur­staða hér­aðssak­sókn­ara var að hún bæri ábyrgð á slys­inu, þótt ákveð­ið hafi ver­ið að kæra hana ekki fyr­ir vik­ið. Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hef­ur hins veg­ar gert marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir við rann­sókn máls­ins og sett spurn­ing­ar­merki við hvort þörf hafi ver­ið á for­gangsakstr­in­um.
Umdeildur ferill Ólafs Helga lögreglustjóra litaður af hneykslismálum
6
Fréttir

Um­deild­ur fer­ill Ól­afs Helga lög­reglu­stjóra lit­að­ur af hneykslis­mál­um

Dóms­mála­ráð­herra hef­ur beð­ið Ólaf Helga Kjart­ans­son að láta af störf­um í kjöl­far deilu­mála um fram­ferði á vinnu­stað en hann hef­ur ekki orð­ið við því. Fer­ill hans hef­ur ein­kennst af um­deild­um ákvörð­un­um og hef­ur hann ít­rek­að sætt gagn­rýni.
Uppnám í pólska sendiráðinu vegna uppsagnar: „Hann var mjög aggressífur“
7
Fréttir

Upp­nám í pólska sendi­ráð­inu vegna upp­sagn­ar: „Hann var mjög aggress­íf­ur“

Ræð­is­mað­ur í pólska sendi­ráð­inu var send­ur heim án fyr­ir­vara. Pólsk fé­lög á Ís­landi mót­mæla upp­sögn­inni og segja að Ger­ard Pokruszyński sendi­herra hafi öskr­að og neit­að að taka við bréfi um mál­ið. Ann­ar starfs­mað­ur sendi­ráðs­ins er sagð­ur hafa kvart­að til ráðu­neyt­is.

Nýtt á Stundinni

"Það er margt mikilvægara en að lifa"
Andri Sigurðsson
Blogg

Andri Sigurðsson

"Það er margt mik­il­væg­ara en að lifa"

Þessi orð eru höfð eft­ir Dan Pat­rick, að­stoð­ar­fylk­is­stjóra Texas, í við­tali á Fox News fyrr á þessu ári. Sagði mað­ur­inn þetta í al­vör­unni? Já, og það ætti ekki að koma þér svo á óvart. Flest bend­ir nefni­lega til þess að hægr­inu sé sama um þig og líf þitt. Ís­lenska hægr­ið, með stuðn­ingi Vinstri-grænna, vill fórna lífi okk­ar fyr­ir tekj­ur af...
„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ álitsgjafi í þætti útgerðarinnar um Helga Seljan
FréttirSamherjaskjölin

„Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur Sam­herja“ álits­gjafi í þætti út­gerð­ar­inn­ar um Helga Selj­an

Sam­herji kynn­ir fyrsta þátt vefseríu með við­mæl­anda sem kom að Namib­íu­starf­semi fé­lags­ins þar sem ásak­an­ir á hend­ur RÚV og Seðla­bank­an­um virð­ast við­fangs­efn­ið. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur áð­ur keypt ein­hliða um­fjöll­un um mál­ið sem sjón­varps­stöð­in Hring­braut var sekt­uð fyr­ir.
Forstjórinn svarar ekki spurningum: Nærri 3/4 hlutar kaupverðs Íslenskrar orkumiðlunar er 600 milljóna viðskiptavild
FréttirFestismálið og fjárfestingar lífeyrissjóðanna

For­stjór­inn svar­ar ekki spurn­ing­um: Nærri 3/4 hlut­ar kaup­verðs Ís­lenskr­ar orkumiðl­un­ar er 600 millj­óna við­skipta­vild

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi, sem er í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti þriggja ára gam­alt raf­orku­sölu­fyr­ir­tæki með tvo starfs­menn á 850 millj­ón­ir króna. Stofn­andi og stærsti hlut­hafi fyr­ir­tæk­is­ins er Bjarni Ár­manns­son sem teng­ist for­stjóra Fest­is, Eggerti Þór Kristó­fers­syni, og stjórn­ar­for­mann­in­um, Þórði Má Jó­hann­es­syni, nán­um bönd­um.
Skattayfirvöld á Spáni rannsaka söluna á Afríkúútgerð Sjólaskipa
Fréttir

Skatta­yf­ir­völd á Spáni rann­saka söl­una á Afr­íkúút­gerð Sjó­la­skipa

Skatta­yf­ir­völd á Spáni hafa dreg­ist inn á rann­sókn á skatt­skil­um ís­lenskra út­gerð­ar­manna í Afr­íku. Um er að ræða at­hug­un á sölu Sjó­la­skipa á Afr­íku­út­gerð sinni í Sam­herja ár­ið 2007.
Fékk óhugnanleg skilaboð um að hún stundaði vændi
Fréttir

Fékk óhugn­an­leg skila­boð um að hún stund­aði vændi

Al­ex­andra Jur­kovičová seg­ir lög­reglu ekk­ert að­haf­ast eft­ir að hún til­kynnti um sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi. Kær­asti henn­ar fékk sent skjá­skot með per­sónu­upp­lýs­ing­um og verð­lista þar sem lát­ið var líta út fyr­ir að hún seldi vænd­is­þjón­ustu í Reykja­vík. Hún seg­ir aug­ljóst hver söku­dólg­ur­inn sé.
106. spurningaþraut: Hvar á Jörðinni leynist 3,5 kílómetra hár foss?
Þrautir10 af öllu tagi

106. spurn­inga­þraut: Hvar á Jörð­inni leyn­ist 3,5 kíló­metra hár foss?

Hér er 105. þraut­in frá í gær. Auka­spurn­ing­ar: Á efri mynd­inni, hver er mað­ur­inn sem ávarp­ar þarna auð­an stól? Og á neðri mynd­inni: Hver er kon­an? En að­al­spurn­ing­ar koma hér: 1.   Í til­efni af mynd­inni af mann­in­um að ávarpa stól, þá ger­ist það í einu leik­riti Shakespeares að mað­ur ávarp­ar stól af því hann tel­ur sig sjá í stóln­um draug...
Bandaríska sovétið
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Banda­ríska sov­ét­ið

Þor­vald­ur Gylfa­son skrif­ar um hnign­un Banda­ríkj­anna og síð­ustu daga Sov­ét­ríkj­anna.
Sigur í þrístökki fyrir utan Óperukjallarann – og kannski eitthvað alvarlegra: Önnur mynd af Steingrími Joð
Nærmynd

Sig­ur í þrístökki fyr­ir ut­an Óperukjall­ar­ann – og kannski eitt­hvað al­var­legra: Önn­ur mynd af Stein­grími Joð

Í ann­arri grein um Stein­grím J. Sig­fús­son drep­ur Karl Th. Birg­is­son nið­ur fæti í tveim­ur bók­um sem hann hef­ur skrif­að. Og end­ar á fylle­ríi fyr­ir fram­an Óperukjall­ar­ann í Stokk­hólmi.
105. spurningaþraut: Hver réði tæplega helmingi af öllu gulli sögunnar á 14. öld?
Þrautir10 af öllu tagi

105. spurn­inga­þraut: Hver réði tæp­lega helm­ingi af öllu gulli sög­unn­ar á 14. öld?

Hér er þraut­in frá í gær. Auka­spurn­ing­ar: Í hvaða borg er mynd­in hér að of­an tek­in? En á neðri mynd­inni, hvert þess­ara ung­menna varð heims­frægt? En hér eru að­al­spurn­ing­arn­ar: 1.   Hvaða fót­boltalið hef­ur oft­ast unn­ið skoska meist­ara­titil­inn í karla­flokki? 2.   Man­sa Músa var kon­ung­ur í ríki einu í byrj­un 14. ald­ar. Hann er tal­inn hafa ver­ið einn rík­asti kóng­ur sög­unn­ar...
Generation Beta
Steindór Grétar Jónsson
Pistill

Steindór Grétar Jónsson

Generati­on Beta

Þús­ald­ar­barn­ið Stein­dór Grét­ar Jóns­son spá­ir í spil­in fyr­ir ár­ið 2375.
Þeirri þjóð er vorkunn
Greining

Þeirri þjóð er vorkunn

Líb­anska þjóð­in stend­ur á kross­göt­um en á litla von um að bjart­ari fram­tíð sé á næsta leyti að mati frétta­skýrenda. Hörm­ung­arn­ar í Beirút á dög­un­um und­ir­strika getu­leysi yf­ir­valda, sem hafa af veik­um mætti reynt að halda þjóð­inni sam­an eft­ir að borg­ara­styrj­öld­inni lauk. Mót­mæl­end­ur tak­ast nu á við óeirð­ar­lög­reglu í höf­uð­borg­inni eft­ir spreng­ing­una og krefjast rót­tækra breyt­inga á stjórn­kerf­inu.
Vantreystir lögreglu vegna framgöngu eftir slys við forgangsakstur
Fréttir

Vantreyst­ir lög­reglu vegna fram­göngu eft­ir slys við for­gangsakst­ur

Krist­ín Geirs­dótt­ir má þakka fyr­ir að sleppa lif­andi eft­ir al­var­legt um­ferð­ar­lsys ár­ið 2016. Lög­reglu­bif­hjól í for­gangsakstri keyrði þá inn í hlið­ina á bíl Krist­ín­ar á ofsa­hraða. Nið­ur­staða hér­aðssak­sókn­ara var að hún bæri ábyrgð á slys­inu, þótt ákveð­ið hafi ver­ið að kæra hana ekki fyr­ir vik­ið. Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hef­ur hins veg­ar gert marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir við rann­sókn máls­ins og sett spurn­ing­ar­merki við hvort þörf hafi ver­ið á for­gangsakstr­in­um.