Mest lesið

Ríkisbankinn átti 3,8 milljarða lán hjá fyrirtækinu sem keypti Afríkuútgerð Samherja
1

Ríkisbankinn átti 3,8 milljarða lán hjá fyrirtækinu sem keypti Afríkuútgerð Samherja

Húnaþing vestra sendir frá sér hjálparkall
2

Húnaþing vestra sendir frá sér hjálparkall

Félög Samherja greiddu 680 milljónir króna í mútur eftir að Jóhannes hætti
3

Félög Samherja greiddu 680 milljónir króna í mútur eftir að Jóhannes hætti

Flúði hatur og hrylling
4

Flúði hatur og hrylling

Gætum að lýðræðinu: Byltingar minnihlutans
5

Illugi Jökulsson

Gætum að lýðræðinu: Byltingar minnihlutans

Skilar kolefnisjöfnun með gróðursetningu trjáa tilskildum árangri?
6

Skilar kolefnisjöfnun með gróðursetningu trjáa tilskildum árangri?

Stundin #107
Desember 2019
#107 - Desember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. desember.

Berta Finnbogadóttir

Vitnin sem fjölmiðlar hunsuðu og skömm OPCW

Berta Finnbogadóttir segir í aðsendri grein að sannleikurinn um árásina í Douma í Sýrlandi hafi verið þaggaður niður af Vesturlöndum.

Berta Finnbogadóttir

Berta Finnbogadóttir segir í aðsendri grein að sannleikurinn um árásina í Douma í Sýrlandi hafi verið þaggaður niður af Vesturlöndum.

Vitnin sem fjölmiðlar hunsuðu og skömm OPCW
Brugðist við meintri efnavopnaárás Drengurinn á myndinni birtist í þekktu myndbandi af eftirleik meintrar efnavaopnaárásar í Douma í Sýrlandi í fyrra, sem uppljóstrari úr röð Efnavopnastofnunarinnar í Haag segir ólíklegt að hafa átt sér stað.  Mynd: Skjáskot /Al Jazeera

Í ljósi þeirrar umræðu sem nú á sér stað vegna uppljóstrunar um falsaða skýrslu Efnavopnastofnunar Evrópu (OPCW) um meinta efnavopnaárás Í Douma, úthverfi Damaskus þann 7. apríl 2018 og frétt Stundarinnar í samstarfi við Wikileaks langar mig að benda á nokkur mikilvæg atriði sem ekki hafa komið fram í þeirri umfjöllun. Þau varða vitni að atburðinum sjálfum, og þöggun vestrænna fjölmiðla á vitnisburði þeirra fyrir einu og hálfu ári og til dagsins í dag.

Þann 26. apríl 2018 fór 17 manna nefnd frá Douma á fund OPCW í Haag til að lýsa upplifun sinni af meintri efnavopnaárás. Þeirra á meðal voru læknar og starfsmenn sjúkrahússins sem voru viðstaddir þennan dag, þar sem myndbandið frá Hvítu hjálmunum, sem sýnt var í öllum helstu fjölmiðlum heims var tekið upp. Í þessum hópi var einnig ásamt foreldrum sínum, drengurinn sem er hve mest áberandi í myndbandinu; Hassan Diab, 11 ára. Enginn fulltrúi NATO ríkjanna mætti á fundinn til að hlusta á vitnisburð þessa fólks, sem aðeins 19 dögum áður áttu að hafa verið fórnarlömb efnavopnaárásarinnar. Þessi sömu ríki og þóttu myndbönd Hvítu hjálmanna næg sönnun til að Bandaríkin, Bretland og Frakkland vörpuðu sprengjum á Damaskus, daginn áður en eftirlitsaðilar frá OPCW mættu á svæðið, vildu ekki hlusta á meint fórnarlömb - ljóslifandi sönnunargögn. Hvers vegna mætti enginn? Jú, vitnisburður þessa fólks varpaði ljósi á sekt Hvítu hjálmanna og loftárásir bandamanna okkar, byggðar á fölskum forsendum. Samkvæmt vitnunum á þessum fundi og ótal öðrum frásögnum íbúa Douma átti engin efnavopnaárás sér stað. Samkvæmt vitðstöddum birtust ókunnir menn skyndilega inná spítalann og sköpuðu glundroða, byrjuðu að sprauta vatni á fólk og tóku upp á myndband. Hér má sjá umfjöllun um fundinn ásamt viðtölum við lækna, drenginn og foreldra. Ekki aðeins var vitnisburður fólksins hunsaður af NATO ríkjum og bandamönnum þeirra, heldur kepptust helstu fjölmiðlar heims, þeir sem á annað borð fjölluðu um málið, um að gera skerða trúverðugleika þeirra og fréttirnar voru á þá leið að vitnin hefðu örugglega verið þvinguð til Haag sem ljúgvitni af rússneskum og sýrlenskum stjórnvöldum. „OPCW er ekki leikhús!“ var haft eftir fastafulltrúa Bretlands hjá Efnavopnastofnuninni og fyrirsögn The Guardian sama dag var á þessa leið: Obscene Masquarade: Russia criticized over Douma chemical attack denial.  

Sem sagt, bara bull og vitleysa í þessu fólki: Þið urðuð víst fyrir efnavopnaárás og hættið þessum leikaraskap! 

Fólkið sem fjölmiðlar gleymdu

En hverjir eru hin raunverulegu fórnarlömb þessa stríðs? Eru það uppreisnarsveitirnar og stuðningsmenn þeirra eða almennir borgarar sem fenfu hvorki fjölmiðlaumfjöllun né milljarða stuðning vesturlanda? Hvernig stendur á því að vestrænir fjölmiðlar birta ekki viðtöl við íbúa Douma og annara svæða eins og Ghouta, Aleppo, Homs, Daraa og Yarmouk sem lifðu undir yfirráðum hryðjuverkasveita á borð við Al Nusra, Jaish al-Islam, FSA, ISIS ofl. árum saman? Þeim sömu og höfðu Douma á sínu valdi í rúm 5 ár. Sögur þeirra eru skráðar af sjálfstæðum blaðamönnum sem hafa verið í Sýrlandi undanfarin ár, og munu varpa ljósi á skömm Vesturlanda þegar fram líða stundir. Þær eru hræðilegar, vægast sagt. Þau voru svelt, þeim var rænt á götum úti og af heimilum sínum jafnt nótt sem dag, þau hneppt í þrældóm, seld, lokuð inni í neðanjarðargöngum og fangelsum árum saman, geymd í búrum, niðurlægð, nauðgað, hálshöggvin. Þegar Sýrlandsher náði loks að hrekja burt hryðjuverkasveitirnar af svæðinu í kjölfar meintrar efnavopnaárásar, safnaðist fólkið saman í íþróttahúsi í hverfinu þar sem þau hlutu aðhlynningu og voru sameinuð fjölskyldum og vinum sem margir höfðu ekki séð í 5 ár. Hér má sjá myndband þaðan og viðtöl við nokkur þeirra þar sem þau lýsa reynslu sinni. Ung kona: „Mér var rænt í desember 2013 af hryðjuverkamönnum Jaish al- Islam, það var komið mjög illa fram við okkur, þeir geymdu okkur í búrum og niðurlægðu okkur, þeir börðu ungu drengina og neyddu þá í erfiðisvinnu” … „Okkur var rænt úr húsum okkar um miðjan dag með orðunum Guð er almáttugur!  … „börnin mín hafa ekki fengið að sjá dagsljósið í langan tíma, þau fengu ekki að fara út í 7 mánuði, þau fengu enga menntun.” Unglingsstrákur um 16 ára: „Mér og foreldrum mínum var rænt frá al- Adra al Umaliya, það var hræðilegt, við vorum niðurlægð, ég var 11 ára gamall þegar mér var rænt og ég neyddur í erfiðisvinnu, sjáið hendurnar á mér! ég var neyddur til að grafa göng!” Ungur drengur 9- 10 ára: „Ég var fangelsaður í herbergi með 6 öðrum, þeir færðu okkur á milli staða. Í byrjun leyfðu þeir okkur að fara út í 2 tíma í senn, en seinna hættu þeir því - þeir beindu að okkur byssum.“ Kona aftur (móðir drengsins): „Þeir tóku börnin frá mæðrum sínum þegar þau voru orðin 10 ára, sem móðir hefði ég getað misst [þennan] son minn hvenær sem er. Þeir notuðu börnin til að grafa, þrífa, á meðan karlmennirnir voru notaðir í að grafa göng“. Ung stúlka: „Mér var rænt þegar ég var 13 ára ásamt foreldrum mínum og frænda… þökk sé guði erum við nú laus eftir fjögur og hálft ár.“ Og þannig halda sögurnar áfram um pyntingar, svelti og niðurlægingu. Fólkið er kinnfiskasogið og fölt eftir fangelsisvistina og þrældóminn. Þau eru reið og örvæntingarfull, skiljanlega. Göngin sem fólkið talar um má sjá hér í umfjöllun BBC, samskonar göng má finna á öllum fyrrum yfirráðasvæðum hryðjuverkahópanna, og  sömu sögur frá íbúum. 

Fleiri myndbönd má sjá frá Douma og öðrum stöðum sem hryðjuverkahóparnir voru hraktir á brott frá, á Youtube undir: Douma liberation, Ghouta libertation og Aleppo, sem er enn undir stöðugum  eldflaugaárásum hryðjuverkahópa. Einnig ef slegið er inn nöfnin á þessum borgum og Civilian testimonies má finna fjöldann allan af viðtölum við íbúa. Þar á meðal við þessa ungu móðir frá Ghouta sem lýsir reynslu sinni af Hvítu hjálmunum. En það voru einmitt þeir sem sendu myndbandið um meinta efnavopnaárás á fjölmiðla. Eitt af mörgum sem Óskarsverðlaunahafarnir hafa framleitt undanfarin ár sem hafa kallað á aðgerðir vesturveldanna og bandamanna gegn Sýrlandi. Það er kominn tími til að íslendingar átti sig á alvarleika stríðsáróðurs og hvaða afleiðingar hann getur haft. Gleymum ekki falska áróðrinum í aðdraganda Íraksstríðsins og innrásarinnar í Líbíu, sem varð til þess að Ísland studdi báðar þessar aðgerðir. Það sama á við um Sýrland. 

Frásögn móðurUng móðir frá Ghouta segir frá reynslu sinni af Hvítu hjálmunum í borginni, en samtökin sendu myndband af viðbrögðum við meintri efnavopnaárás í Douma á fjölmiðla.
Sýrlenski herinn í GhoutaMismunandi hópar hafa haft svæðið í haldi.

Vítaverð þöggun - Ísland tekur þátt

Eftir að rússneskir fjölmiðlar og sjálfstæðir blaðamenn birtu fréttir um meint fórnarlömb efnavopnaárásarinnar í Douma og greindu frá efasemdum um trúverðugleika hennar sendu íslensk stjórnvöld ásamt fleiri ríkjum frá sér yfirlýsingu sem meðal annars má sjá á vef EU vs Disinfo, sem viðvörun um falsfréttirnar frá Rússlandi. Þar með var málið afgreitt og þaggað endanlega, þar til lekinn kom frá starfsmanni innan stofnunarinnar sjálfrar. Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór lýsti því yfir fyrir okkar hönd að það væri skiljanlegt að Bandaríkin, Frakkland og Bretland vörpuðu sprengjum á Damaskus, og sagði skilaboðin skýr. 

Já, skilaboðin eru skýr: Íslenskir ráðamenn hafa ekkert lært af „mistökum“ fyrri ára, þeir ætla að halda áfram að draga nafn Íslands í svaðið í hverju valdaránsstríðinu á fætur öðru með „lýðræðisríkjunum sem við berum okkur saman við“, jafnvel þótt milljónir saklausra borgara lendi á vergangi, verði myrt, nauðgað, hneppt í þrældóm eða drukkni í hafinu við að flýja hörmungarnar sem við færðum þeim. Orðspor Íslands er fyrir löngu blóði drifið þó okkur detti ekki til hugar að senda okkar eigin börn í stríð - og ekkert ykkar þarf nokkurntíman svo lítið sem að biðjast afsökunar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ríkisbankinn átti 3,8 milljarða lán hjá fyrirtækinu sem keypti Afríkuútgerð Samherja
1

Ríkisbankinn átti 3,8 milljarða lán hjá fyrirtækinu sem keypti Afríkuútgerð Samherja

Húnaþing vestra sendir frá sér hjálparkall
2

Húnaþing vestra sendir frá sér hjálparkall

Félög Samherja greiddu 680 milljónir króna í mútur eftir að Jóhannes hætti
3

Félög Samherja greiddu 680 milljónir króna í mútur eftir að Jóhannes hætti

Flúði hatur og hrylling
4

Flúði hatur og hrylling

Gætum að lýðræðinu: Byltingar minnihlutans
5

Illugi Jökulsson

Gætum að lýðræðinu: Byltingar minnihlutans

Skilar kolefnisjöfnun með gróðursetningu trjáa tilskildum árangri?
6

Skilar kolefnisjöfnun með gróðursetningu trjáa tilskildum árangri?

Rík lönd, fátækt fólk
7

Þorvaldur Gylfason

Rík lönd, fátækt fólk

Mest lesið í vikunni

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar
1

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Vaknaði við öskrin
2

Vaknaði við öskrin

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“
3

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag
4

Illugi Jökulsson

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag

Kaldir ofnar á Dalvík
5

Hallgrímur Helgason

Kaldir ofnar á Dalvík

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
6

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Mest lesið í vikunni

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar
1

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Vaknaði við öskrin
2

Vaknaði við öskrin

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“
3

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag
4

Illugi Jökulsson

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag

Kaldir ofnar á Dalvík
5

Hallgrímur Helgason

Kaldir ofnar á Dalvík

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
6

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Mest lesið í mánuðinum

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
1

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar
2

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Vaknaði við öskrin
3

Vaknaði við öskrin

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“
4

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
5

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
6

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Mest lesið í mánuðinum

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
1

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar
2

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Vaknaði við öskrin
3

Vaknaði við öskrin

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“
4

Óttast um líf sitt eftir hótanir á Seyðisfirði: „Þetta er mafíu starfsemi“

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
5

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
6

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Nýtt á Stundinni

Hvernig lifa skal af í sumarbústaðahverfi

Ásgeir H. Ingólfsson

Hvernig lifa skal af í sumarbústaðahverfi

Á landamærunum

Á landamærunum

Rík lönd, fátækt fólk

Þorvaldur Gylfason

Rík lönd, fátækt fólk

Flúði hatur og hrylling

Flúði hatur og hrylling

Bók um Kjarval fagnaðarefni fyrir börn

Anna Margrét Björnsson

Bók um Kjarval fagnaðarefni fyrir börn

Já, ekki spurning: ég er hér!

Já, ekki spurning: ég er hér!

Að ganga

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir

Að ganga

Teflið ekki í tvísýnu með jólabaksturinn

Teflið ekki í tvísýnu með jólabaksturinn

Skilar kolefnisjöfnun með gróðursetningu trjáa tilskildum árangri?

Skilar kolefnisjöfnun með gróðursetningu trjáa tilskildum árangri?

Gætum að lýðræðinu: Byltingar minnihlutans

Illugi Jökulsson

Gætum að lýðræðinu: Byltingar minnihlutans

Bara lögum þetta!

Bara lögum þetta!

Aðventa í Aþenu

Jón Bjarki Magnússon

Aðventa í Aþenu