Fréttir

Bjarni Benediktsson stóð ekki við loforð til aldraðra en sakaði spyril um rangfærslu

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði rétta fullyrðingu fréttakonunnar Sigríðar Hagalín Björnsdóttur „alranga“ en viðurkenndi skömmu síðar að ríkisstjórnin væri ekki búin að standa fyllilega við loforð flokksins um afnám tekjutenginga ellilífeyris.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði „alrangt“ hjá Sigríði Hagalín, umsjónarmanni leiðtogaumræðna Ríkisútvarpsins í gær, að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við loforð sem hann gaf öldruðum um afnám tekjutengingar ellilífeyris í aðdraganda síðustu þingkosninga.

Ásökunin um að spyrillinn færi með rangt mál stenst ekki skoðun. Tekjutenging ellilífeyris er ennþá hluti af lífeyriskerfi Tryggingastofnunar og viðurkenndi Bjarni skömmu síðar í þættinum að grunnlífeyrir lífeyristrygginga skerðist ennþá vegna atvinnutekna. Þá sagðist hann ekki vera að halda því fram að verkinu væri lokið.

 

„Fyrir síðustu Alþingiskosningar sendirðu eldri borgurum bréf, lofaðir að afturkalla tekjuskerðingu aldraðra frá eftirhrunsárunum og afnema tekjutengingar ellilífeyris, hvers vegna var ekki staðið við þessi loforð?“ spurði Sigríður Hagalín, annar af umsjónarmönnum leiðtogaumræðna.

Vísaði hún þar til bréfs (sjá hér til hliðar) sem Bjarni sendi eldri borgurum þann 22. apríl 2013 rétt áður en gengið var til kosninga.

Fram kemur í bréfinu að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að „afturkalla kjaraskerðingu ellilífeyrisþega, sem komið var á árið 2009“ en jafnframt að flokkurinn ætli að „afnema tekjutengingar ellilífeyris“. 

Þegar Sigríður Hagalín spurði Bjarna hvers vegna ekki hefði verið staðið við þessi loforð sagði hann: „Þetta er bara alrangt hjá þér. Við þessi loforð var staðið“ og bætti við: „Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að afnema tekjutengingar vegna lífeyrisgreiðslna á móti ellilífeyri, við lögfestum það sumarið 2013.“

Bjarni benti jafnframt á að ríkisstjórnin hefði hækkað frítekjumörk og lækkað skerðingarhlutföll hjá öldruðum. Skömmu síðar sagði hann að þótt tekjutenging vegna lífeyrisgreiðslna hefði verið afnumin væri rétt hjá spyrlinum að „það er enn skert vegna atvinnutekna“. 

Á Vísindavefnum er að finna samantekt á breytingum sem orðið hafa á tekjutengingu ellilífeyris á tímabilinu apríl 2013 fram í september 2016. Rakið er hvernig frítekjumörk hafa hækkað og skerðingarhlutföll lækkað í tíð sitjandi ríkisstjórnar.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Beitt trúarlegu ofbeldi í tíu ár

Fréttir

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Fréttir

Berst gegn umgengnistálmunum en hélt sjálfur barni frá móður þess

Fréttir

Rekinn úr Karlalistanum vegna fréttar Stundarinnar

Greining

Svona verður Eyþór Arnalds borgarstjóri

Leiðari

Hér er engin spilling

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Viðtal

Beitt trúarlegu ofbeldi í tíu ár

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið