Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir ummæli lögreglustjórans ekki svaraverð: „Nauðganir eru næsti bær við morð“

Páley Borg­þórs­dótt­ir, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, sagði í gær að eng­in al­var­leg lík­ams­árás hefði ver­ið fram­in á þjóð­há­tíð, þrátt fyr­ir að lög­regl­an hafi tvö kyn­ferð­is­brota­mál til rann­sókn­ar. Guð­rún Jóns­dótt­ir, talskona Stíga­móta, seg­ir það ekki traust­vekj­andi þeg­ar lög­reglu­stjóri tal­ar með þess­um hætti.

Segir ummæli lögreglustjórans ekki svaraverð: „Nauðganir eru næsti bær við morð“

Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku vegna nauðgana eftir þjóðhátíð í Vestmanneyjum um helgina. Þrátt fyrir það sagði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við RÚV í gærkvöldi að þar hefði enginn orðið fyrir alvarlegu líkamstjóni.

Aðspurð um fréttatilkynningu frá lögreglunni þar sem sagði að hátíðin hefði farið vel fram og á hverju það mat byggir, svaraði Páley: „Það að hátíðin hafi farið vel fram tekur yfir hátíðina í það heila. Hér eru fimmtán þúsund manns. Hér varð enginn fyrir alvarlegu líkamstjóni. Við vorum ekki með nein höfuðkúpubrot eða slíkar stórkostlega alvarlegar líkamsárásir. Vopnamál voru engin og hér var tiltölulega mikill friður yfir fólkið.

Vissulega komu upp þessi tvö kynferðisbrotamál. Ég ætla ekki að gera lítið úr því. Það er grafalvarlegt og alvarlegar afleiðingar sem þau valda en engu að síður í svona stórum hópi fólks var tiltölulega mikill friður yfir fólki og hátíðin fór, miðað við fyrri hátíðir, nokkuð vel fram þrátt fyrir þessi ömurlegu kynferðisbrot."

Alvarlegar afleiðingar nauðgana  

Kynferðisbrot eru á meðal alvarlegustu brota sem hægt er að fremja samkvæmt íslenskum hegningarlögum, og við þeim varðar allt að sextán ára fangelsi. Í ársskýrslu Stígamóta er ítarleg útlistun á afleiðingum kynferðisbrota. Þar segir að þolendum nauðgana gangi misvel að komast yfir afleiðingar ofbeldisins og ná aftur fullri stjórn á lífi sínu. Þeir sem þangað leita lýsi líðan sinni á meðan nauðguninni stendur oft við það að vera í einangrandi tómi, þar sem tilfinningin um einmannaleika er sterkust. Að tilfinningin sé eins og að missa alla stjórn á lífi sínu og aðstæðum. Því fylgi mikill ótti og ásækin tilfinning um að vera í lífshættu. „Þær velja þá leið til að lifa árásina af, líkamlega og tilfinningalega, sem aðstæður og mat þeirra á þeim leyfir.“

Þá segir að afleiðingarnar séu margvíslegar og mismunandi hjá hverjum og einum. Algengt sé að þolendur fái líkamleg áfallseinkenni eins og martraðir, höfuðverki, ýmiskonar verki, kláða, uppköst, skjálfta og önnur áfallseinkenni. Þá glími þeir við ýmis vandamál er varða andlega heilsu þeirra, brotna sjálfsmynd, skömm og sektarkennd. „Nauðgun hefur svo djúpstæð áhrif á tilfinningalíf kvenna og sjálfsmynd þeirra, að þeim tekst sjaldnast að gleyma henni án þess að tilfinningaleg úrvinnsla eigi sér stað,“ segir í ársskýrslu Stígamóta.

„Helstu eftirköst nauðgana sem konur glíma við eru brotin eða skert sjálfsmynd, sektarkennd, erfiðleikar í kynlífi og þunglyndi. Flestum konum sem er nauðgað finnst að nauðgunin spilli þeim, þær séu annars flokks, „skemmd vara“ eftir nauðgunina. Sjálfsmat þeirra og sjálfsmynd riðlast og traust þeirra á körlum bíður oft varanlega hnekki.“

Efast um hæfi lögreglustjórans
Efast um hæfi lögreglustjórans Guðrún Jónsdóttir segir að ákvörðun lögreglustjórans sé fyrst og fremst í hag þeirra sem vilja halda ímynd þjóðhátíðar góðri og þeirra sem nauðga, ekki þolenda. Hún segir jafnframt að ummæli lögreglustjórans í gær sýni ekki mikinn skilning á alvarleika nauðgana.

Nauðganir næsti bær við morð

Það er því ljóst að nauðganir eru alvarlegar líkamsárásir sem geta haft mikil áhrif á líf og heilsu þeirra sem fyrir þeim verða. Orð lögreglustjórans í Vestmannaeyjum sem sagði „hér varð enginn fyrir alvarlegu líkamstjóni,“ eru því ekki svaraverð að mati Guðrúnar Jónsdóttur, talskonu Stígamóta.

„Maður hefur oft heyrt þetta áður,“ segir Guðrún. „Þetta er gamall söngur, 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
10
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu