Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Íslenskur liðsforingi í flugrekstri í Litháen

Garð­ar For­berg ólst upp í Lúx­em­borg, stund­aði mennta­skóla­nám á Ís­landi en flutti svo til Þýska­lands þar sem hann lauk liðs­for­ingj­a­námi. Síð­an hef­ur hann unn­ið fyr­ir ís­lensku frið­ar­gæsl­una, með­al ann­ars í Kosóvó og Af­gan­ist­an, en und­an­far­in ár hef­ur hann rek­ið flug­leigu í Lit­há­en. Fyr­ir­tæk­ið sem hann rek­ur á fjór­tán þot­ur sem það leig­ir út og var að stofna ann­að fé­lag í Dóm­in­íska lýð­veld­inu.

Íslenskur liðsforingi  í flugrekstri í Litháen

Garðar heillaðist ungur af hernum og er einn af fáum Íslendingum sem hafa farið í liðsforingjanám, kannski vegna þess að faðir hans var í ameríska hernum upp úr 1950. Hann hefur átt heldur óvenjulegt lífshlaup þar sem hann hefur starfað á framandi slóðum við framandi aðstæður og upplifað margt sem minnir helst á bíómynd.

Garðar er sonur Elínar Hansdóttur og Garðars Forberg flugvirkja, fæddur á Íslandi en alinn upp í Lúxemborg frá nokkurra mánaða aldri, með tveggja ára viðkomu í Bandaríkjunum, áður en leiðin lá aftur til Íslands í Verslunarskólann og þaðan til Þýskalands í liðsforingjanám.

Þegar Garðar var í Verslunarskólanum að velta því fyrir sér hvað hann ætti að gera í framtíðinni fannst honum liðsforingjanámið spennandi, kannski vegna herreynslu föðurins. Líka vegna þess að aðeins örfáir Íslendingar fara í slíkt nám og hann ímyndaði sér að eftir námið myndi hann starfa við eitthvað tengt varnarmálum á Íslandi hjá utanríkisráðuneytinu. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár