Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Forseti Íslands hefur brugðist mér“

Kona sem Ró­bert Árni Hreið­ars­son braut gegn grét í dag þeg­ar hún frétti að hann hefði feng­ið upp­reist æru frá for­seta Ís­lands og fengi lög­manns­rétt­indi á ný. Ró­bert Árni braut kyn­ferð­is­lega gegn fjór­um stúlk­um, fjór­tán og fimmtán ára göml­um, og þótt­ist með­al ann­ars vera sautján ára strák­ur.

„Forseti Íslands hefur brugðist mér“
Guðni Th. Jóhannesson Forsetaembættið veitti dæmdum kynferðisbrotamanni uppreist æru 16. september síðastliðinn. Mynd: Pressphotos

„Hvar er réttlætið í því?“ spyr Nína Rún Bergsdóttir, ein af fjórum konum sem varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Róberts Árna Hreiðarssonar lögmanns, eftir að ljóst varð að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefði veitt honum uppreist æru og þannig gert honum kleift að endurheimta lögmannsréttindi sín. 

Hætt að vera hræddNína Rún hvetur fólk til að rísa upp.

Í dag varð ljóst að Róbert Árni, dæmdur kynferðisbrotamaður, myndi endurheimta lögmannsréttindi sín í krafti „óflekkaðs mannorðs“, eftir að Hæstiréttur féllst á þá kröfu hans. Forsenda þess var ákvörðun forseta Íslands, í september síðastliðnum.

Nína Rún segist í samtali við Stundina hvetja fólkið í landinu til að mótmæla. Hún hefur lifað með afleiðingum kynferðisbrotsins í 12 ár og grét þegar hún heyrði af ákvörðuninni. Hún sendir frá sér yfirlýsingu á Facebook í kvöld, þar sem hún segir kerfið og forseta Íslands hafa brugðist sér, en kveðst hætt að vera hrædd. „Ég er ein af þeim fjórum stelpum sem Róbert Árni Hreiðarsson misnotaði kynferðislega, og ég grét þegar mamma mín sendi mér þessa frétt í dag. Íslenska réttarkerfið hefur brugðist mér. Forseti Íslands hefur brugðist mér,“ segir hún.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að forsetinn hafi fallist á tillögu innanríkisráðherra um að veita Róberti uppreist æru. „Hinn 16. september 2016 féllst forseti Íslands síðan á tillögu innanríkisráðherra um að varnaraðila yrði veitt uppreist æru og var varnaraðila tilkynnt sú niðurstaða með bréfi innanríkisráðuneytisins 27. sama mánaðar. Samkvæmt því hefur varnaraðili öðlast óflekkað mannorð.“

Þolendurnir fjórtán og fimmtán ára

Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2007 nýtti Róbert sér yfirburði sína til að tæla fjórar ungar stúlkur til sín. Þrjár þeirra voru fimmtán ára og ein fjórtán ára. Hann beitti peningagreiðslum og blekkingum, þóttist meðal annars vera 17 ára piltur að nafni Rikki.

„Ég vil að fólk standi upp og segi að þetta sé ekki í lagi!“

„Ég hef þurft að lifa með þessu í 12 ár og það er bara nýlega sem ég hef getað hætt að kenna sjálfri mér um,“ segir Nína. „Enn þann dag í dag get ég ekki fundið ákveðna lykt / horft á ákveðnar myndir / farið á ákveðna staði án þess að minnast þessa atviks. Mikill kvíði og þunglyndi hefur fylgt mér út af þessu og enn þann dag í dag er ég hrædd við internetið. Róbert fær þriggja ára dóm, „uppreist æru“ frá Forseta Íslands og lögmannsréttindi sín á ný. Hvar er réttlætið í því? Ég vil að fólk viti hvað Róbert gerði, ég vil að fólk þekki nafnið hans, og ég vil að fólk standi upp og segi að þetta sé ekki í lagi! Ég er hætt að vera hrædd!“

Í samtali við Stundina segist Nína Rún vera búsett í Bandaríkjunum. „Ég bý í Bandaríkjunum þannig það er pínu erfitt fyrir mig að gera eitthvað í þessu þarna heima. Þannig ég var að vonast til að fólkið í landinu mínu geri eitthvað í þessu fyrir mína hönd. Svo á ég frábæra foreldra og stjúpforeldri sem eru að vinna í þessu með mér.“

Vill rökstuðning Guðna forseta

Nína segist vilja fá rökstuðning Guðna Th. Jóhannessonar fyrir því að veita manninum sem braut gegn henni uppreist æru og óflekkað mannorð. „Ef ég gæti hitt forsetann þá væri það bara foreldrar mínir sem myndu hitta hann fyrir mína hönd. Ég væri samt til í að spyrja hann hvaða rök hann hefur fyrir þessari ákvörðun.“

Guðni Th. segist í samtali við Vísi.is vera miður sín yfir málinu. „Ákvörðunin er tekin í ráðuneytinu. Þetta er allt formlegs eðlis - arfur frá liðinni tíð. „Yður þóknast,“ og svo framvegis. Þegar litið var svo á að forsetinn sjálfur hefði náðunarvald. Ég fæ til dæmis beiðnir hingað um náðanir vegna ölvunaraksturs, frá jafnvel harðduglegu fólki sem er búið að koma sér á beinu brautina. En ég get ekki tekið ákvörðun um slíkt, það er náðunarnefnd sem gerir það,“ segir hann.

Var með 335 kvenmansnöfn skráð

Í dómi héraðsdóms, sem má lesa hér, koma fram einbeittar aðferðir mannsins til að tæla ungar stúlkur. Þá kemur fram að hann hafði skrifað 335 kvenmansnöfn hjá sér, að því er virðist í þeim tilgangi að reyna að tæla stúlkurnar. „Þá hefur verið rituð lögregluskýrsla vegna skoðunar á minnisbók sem var haldlögð á heimili ákærða undir númerinu G-06. Fram kemur að á bakhlið forsíðublaðs sé m.a. ritað ,,bestur2000@hotmail.com”. Í bókinni séu 44 blöð. Á 32 fyrstu síðunum séu rituð 335 kvenmannsnöfn með ýmist eða bæði símanúmer og netpóstföng. Athygli veki að við umrædd kvennöfn sé víða að sjá skráðar tölur sem ætla megi að vísi á aldur stúlknanna.“ 

Skipti um nafn 

Róbert Árni kallar sig Robert Downey í dag. Hann hefur búið erlendis undanfarin ár. Þaðan hefur hann varað sérstaklega við straumi innflytjenda og hælisleitenda til Íslands. „Halda stjórnmálamenn og fylgjendur þessarar hælisleitendastefnu að þessari flóðbylgju linni, þegar búið er að koma þessum hópi hælisleitenda fyrir í löndum Evrópu?“ spurði hann á Facebook, eftir að hópur Íslendinga tók sig saman og bauðst til að hýsa hælisleitendur frá Sýrlandi. „Þvert á móti verður það hvatning til annarra íbúa í þessum löndum hælisleitanda að komst inn í velferðarkerfi vesturlanda á kostnað skattborgaranna. Flóðbylgjurnar koma til með að verða stærri, tíðari og skaðvænlegri þegar fram í sækir,, þar til tekið verður á þessum málum af fullri alvöru og á raunhæfan hátt og fólkinu gert kleypt að lifa á sínum heimaslóðum á mannsæmandi hátt.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu