Brennandi ástríða var það nú kannski ekki sem stafaði úr augum stjórnarherranna þriggja þegar ríkisstjórnin var loks blessuð af forsetanum á Bessastöðum fyrir liðlega viku, þótt brosmildir væru á myndum. Eftir allnokkuð fuður í ýmsum vendingum var fremur snúinni stjórnarkreppu – þeirri fyrstu hér á landi í þrjátíu ár – aflétt með því að augljósasti kosturinn frá upphafi varð fyrir valinu. Kostur sem flestir þátttakenda höfðu áður afþakkað í aðdragandanum, sumir oftar en einu sinni. Það virtist því fremur þvingað hjónaband en af heitri ást sem efnt var til þarna á Bessastöðum.
En hvernig ríkisstjórn er þetta? Og er hún á vetur setjandi? Stjórnmálaskýrendur hafa margir flækst um fætur í leit að svari við þessum spurningum og í raun ekkert viðtekið mat enn orðið til á þeim, hvorugri. Ég lofa sosum engu um betri árangur hér, en vendum okkur samt í þær.
Hvað á hún að heita?
Ýmis heiti hafa …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir