Er eðlilegt að hörundsdökkur listamaður megi ekki kalla sýninguna sína „Endurkoma negrakóngsins“ af því forsvarsmönnum safnsins sem heldur sýninguna finnst óþægilegt að einhver haldi að það samþykki þar með orð sem lýsir kynþáttahatri? Þetta gerðist í Stokkhólmi í Svíþjóð nú í desember þegar sænski listamaðurinn Makonde Linde ætlaði sér að setja upp sýningu með þessu nafni sem til stendur að opni í lok þessa mánaðar. Deilan um nafnið hefur fengið mikla athygli í menningarpressunni í Svíþjóð og meðal annars leitt til þess að einn starfsmaður umrædds safns sagði upp störfum fyrir nokkrum dögum.
Athugasemdir