Stefán Snævarr

Skapar einkageirinn allan auð?

Viðskiptaráð er harla yfirlýsingarglaður félagsskapur. Samkvæmt nýjustu yfirlýsingunni skapar einkaframtakið allan auð, ríkisvaldið engan. En þessi staðhæfing er sannarlega röng. Ég mun sýna fram á að svo sé og nota aðallega efnivið úr bók minni Kreddu í kreppu.

Ríkið og tæknin

Hið mjög svo auðskapandi Net var að miklu leyti  uppfinning ríkisvaldsins, nánar tiltekið bandaríska hersins (Stiglitz 2002: 217-222 og víðar). Spænski fræðimaðurinn Manuel Castells og félagar hans munu segja að tækni Netsins hafi verið of kostnaðarsöm og áhættusöm til að aðilar markaðarins þyrðu að þróa hana í hagnaðarskyni. Þess vegna varð ríkið að gera skítverkin fyrir þá (samkvæmt Stefáni og Kolbeini 2005: 67). Feðgarnir bæta við að árangur Kísildals sé hreint ekki bara markaðsskipaninni að þakka. Á frumbýlingsskeiði hans hafi bandaríski herinn og geimferðastofnunin verið helstu kaupendur nýjunga frá dalnum og helstu styrkveitendur hans. Kalla megi atvinnulífið í Kísildal “ríkisstuddan markaðsbúskap” (Stefán og Kolbeinn 2005: 241-243). Enginn vafi er á að á okkar dögum eru grundvallarrannsóknir forsendur tæknilegra framfara. En gróðinn af slíkum rannsóknum er ágóði til langs tíma og ábatinn gjarnan óviss. Engan gat órað fyrir því að rannsóknir í táknrökfræði yrðu ábatasamar en táknrökfræði er tungumál tölvunnar. Þessi óvissa gerir að verkum að það er auðvelt fyrir einkafyrirtæki að gerast laumufarþegar (e. free riders), uppskera af því sem aðrir hafa sáð (sáðkornin eru grundvallarrannsóknirnar). Þess vegna er ekki líklegt að einkafyrirtæki í tæknibransanum dæli peningum í grundvallarrannsóknir þótt þær séu nauðsynleg forsenda tækninnar. Varla verður annað séð en að ríkið verði að standa undir mestum parti kostnaðarins við slíkar rannsóknir þótt líka sé mikilvægt að sjóðir í einkaeign hlaupi undir baggann.

Fyrir stríð voru Bandaríkjamenn ekki sérlega framarlega í vísindarannsóknum þótt háskólarnir væru flestir einkareknir. Þýskir vísindamenn, sem velflestir störfuðu við ríkisháskóla, fengu þrjátíuogþrisvar nóbelsverðlaun á árunum fyrir 1933, amerísk starfssystkini þeirra aðeins sex sinnum. Það er ekki fyrr en bandaríska ríkið tók að styrkja vísindarannsóknir af miklum krafti að Bandaríkin ná forystunni.

Hvað um það, tæknin skapar mestan auð en án ríkisstuðnings, litlar tækniframfarir í hátæknisamfélagi nútímas. Þess vegna er borðleggjandi að ríkið eigi þátt í auðsköpun.

Ríkisrekstur

Þessa kenningu má efla rökum. Norski ríkið hefur heldur betur stuðlað að auðsköpun með olíustefnu sinni. Statoil er mestan part í ríkiseign og malar þjóðinni gull. Þjóðareign er á olíuleitarsvæðum, frjálshyggjumaðurinn Carl I. Hagen vildi fyrir þrjátíu árum láta selja eitt svæðið einkaaðilum fyrir 10 milljarða norskra króna. Það var ekki gert, síðan þá hefur svæðið fært Norðmönnum 1050 (!!) milljarða norskra króan, fé sem nýtist almenningi og ekki bara auðkýfingum.  

Lítum á Suður-Kóreu. Landið iðnvæddist hraðar en nokkurt annað land í sögunni, það þótt ríkið væri með nefið niðri í hvers manns koppi austur þar. Vissulega nutu Suður-Kóreumenn gífurlegrar þróunarhjálpar frá Bandaríkjunum og vissulega er markaðskerfi í Suður-Kóreu. En hið opinbera hefur til skamms tíma verið mjög umsvifamikið í efnahagslífinu. Til dæmis þröngvaði ríkið ýmsum einkafyrirtækjum til að sameinast í risafyrirtæki, svonefnd “chabol” (Samsung og Hyundai eru meðal þeirra). Efnahagsárangurinn var góður, eins virtist landið ekki hafa skaðast af áætlunarbúskap þeim sem þá (á sjöunda tug aldarinnar) var stundaður þar eystra. Tævan hefur ekki lagt svona mikla áherslu á eflingu stórfyrirtækja en samt náð mjög góðum efnahagsárangi. Þó að þar í landi séu fleiri ríkisrekin fyrirtæki en annars staðar, miðað við hlutfall veltu þeirra af landsframleiðslu (Stiglitz 2000). Stiglitz bætir því við að Suður-Kórea hafi iðnvæðst bak við háa tollmúra og hið sama gildi um iðnvæðingu Bretlands og BNA. Þetta hafi verið skynsamleg stefna, vernda varð hinn viðkvæma frumiðnað þessara landa fyrir samkeppni rétt eins og smábörn. Enn fremur segir Stiglitz að ríkisreknar stálverksmiðjur Tævans séu ásamt ríkisstálverksmiðjunum suðurkóresku skilvirkustu verksmiðjur sinnar tegundar í heiminum. (Stiglitz 2002: 54). Enn eflist sú tilgáta rökum að ríkið geti vel átt þátt í að framleiða auð með góðum árangri.

Löggæsla, heilsugæsla

Nú gæti Viðskiptaráð maldað í móinn og sagt að það hafi bara verið að ræða um íslenskt atvinnulíf, í því sé ríkið einungis afæta. Dæmi mín séu öll dæmi um atvinnulíf annarra landa. En heldur lítið yrði úr einkaframtakinu, jafnt því íslenska sem erlenda, ef ekki væri öflug löggæsla og dómsvald sem sér um að markaðsviðskipti gangi sæmilega vel fyrir sig. Þannig getur ríkisvaldið óbeint stuðlað að meiri auðsköpun. Í ofan á lag yrði vinnuaflið harla óframleiðið ef ekki komi til sæmilega gott skólakerfi. Einhver kann að segja að einkarekið skólakerfi yrði skilvirkara en það myndi alltént ekki geta virkað nema ríkið borgi fyrir menntun flestra nemenda. Sama gildir um heilbrigðiskerfið, gott heilbrigðiskerfi stuðlar óbeint að meiri auðsköpun. En   tækniframfarir í heilsugæslu eiga sér miklar rætur í öflugum ríkisstuðningi við rannsóknir. Jafnvel þótt hugsanlega væri rétt að einkavæða ýmsa þætti heilbrigðiskerfisins.

Lokaorð

Ég hef leitt að því getum að ríkið stuðli að auðsköpun. Kenning Viðskiptaráðs er því röng eins og fleira sem úr herbúðum þess kemur.

Heimildir:

Stefán Ólafsson og Kolbeinn Stefánsson (2005): Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Stefán Snævarr 2011: Kredda í kreppu. Frjálshyggjan og móteitrið við henni. Reykjavík: Heimskringla.

Stiglitz, Joseph 2000: "What I learned at the World Economic Crisis. The Insider View", The New Republic, 17. apríl, http://www.mindfully.org/WTO/Joseph-Stiglitz-IMF17apr00.htm. Sótt 1/3 2002.

Stiglitz, Joseph 2002: Globalization and its Discontents. Harmondsworth: Penguin Books.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
3

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
4

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Verndum uppljóstrara - verjum Báru
5

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·
Skúli í WOW veðsetti heimili sitt fyrir nærri 360 milljónir
6

Skúli í WOW veðsetti heimili sitt fyrir nærri 360 milljónir

·

Mest deilt

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Verndum uppljóstrara - verjum Báru
3

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·
Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili
4

Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
5

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
6

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·

Mest deilt

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Verndum uppljóstrara - verjum Báru
3

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·
Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili
4

Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
5

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
6

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
„Þarna kom loksins skrokkur sem typpið á mér dugði í“
2

„Þarna kom loksins skrokkur sem typpið á mér dugði í“

·
Gunnar Bragi hafði heimilisofbeldi í flimtingum: „Já sundkellingin þarna, voruð þið að lemja hana? Hahaha!“
3

Gunnar Bragi hafði heimilisofbeldi í flimtingum: „Já sundkellingin þarna, voruð þið að lemja hana? Hahaha!“

·
Alvöru menn
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“
5

Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
6

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
„Þarna kom loksins skrokkur sem typpið á mér dugði í“
2

„Þarna kom loksins skrokkur sem typpið á mér dugði í“

·
Gunnar Bragi hafði heimilisofbeldi í flimtingum: „Já sundkellingin þarna, voruð þið að lemja hana? Hahaha!“
3

Gunnar Bragi hafði heimilisofbeldi í flimtingum: „Já sundkellingin þarna, voruð þið að lemja hana? Hahaha!“

·
Alvöru menn
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“
5

Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
6

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·

Nýtt á Stundinni

Brómans á Klaustri

Ásgeir H. Ingólfsson

Brómans á Klaustri

·
Churchill og Brexit og saga Bretlands

Churchill og Brexit og saga Bretlands

·
Dauðans alvara

Dauðans alvara

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·
Mætir skilningsleysi á mikilvægi barnabókmennta

Mætir skilningsleysi á mikilvægi barnabókmennta

·
Hve lágt má leggjast?

Illugi Jökulsson

Hve lágt má leggjast?

·
„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“

„Reykjavík gæti léttilega verið betri borg en Kaupmannahöfn“

·
Trumpar á trúnó

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Stærsta sushi-keðja landsins hættir með lax úr sjókvíum

Stærsta sushi-keðja landsins hættir með lax úr sjókvíum

·
Orðræða þingmannanna á Klaustri Bar minnir á stríðsorðfæri

Orðræða þingmannanna á Klaustri Bar minnir á stríðsorðfæri

·
Stjórnarskrá hvílir á ákvörðun þjóðarinnar og er grundvöllur fullveldisins

Guðmundur Gunnarsson

Stjórnarskrá hvílir á ákvörðun þjóðarinnar og er grundvöllur fullveldisins

·
Verndum uppljóstrara - verjum Báru

Jón Trausti Reynisson

Verndum uppljóstrara - verjum Báru

·