Stefán Snævarr

Magnús Freyr og markaðurinn

Magnús Freyr Erlingsson skrifaði fyrir allnokkru forvitnilega    ádrepu  í Kjarnanum og ber hún heitið "Siðferðileg sjónarmið í fákeppnissamfélagi" (birt 25/2). Þar staðhæfir  hann s að hvað eftir annað hafi íslensk fyrirtæki gerst brotleg við  samkeppnislög, stundað fákeppni og látið neytandann borga brúsann. Lausn á vandanum sé aukin kennsla í viðskiptasiðferði og frjálsari samkeppni.

Fákeppni

Hann virðist telja að fákeppni eigi mesta sök á háu vöruverði á Íslandi, ekki síst háu eldsneytisverði. Reyndar viðurkennir hann að ýmsir aðrir þættir kynnu að hafa hér um vélt en nefnir það bara í aukasetningum. Ég vil benda á að bensíngræðgi Íslendinga virðist ótrúleg, í kauptúnum víða fer fólk milli húsa í bílum. Slíkt atferli hlýtur að valda mikilli eftirspurn eftir bensíni sem aftur orsakar verðhækkun. Tekið skal fram að ég hef engar tölulegar upplýsingar um bensíneftirspurn, kannski er hún engu meiri en í ódýrari löndum og tilgáta mín því röng. Hvað um það, Magnús Freyr hefði átt að ræða ýmsa aðra möguleika á íslenskri dýrtíð en fákeppni, t.d. þann möguleika að fjarstaða landsins og neyslugræðgi þjóðarinnar hafi sitt að segja. Hann nefnir heldur ekki þá staðreynd að fákeppni er eins algeng og kvef víðast hvar á hnettinum. Hver segir að samkrull fyrirtækja og brot gegn samkeppnislögum eigi sér ekki stað í öðrum löndum? Allt annað en að slíkt sé upp á teningnum í spillingarbælum eins og Grikklandi kæmir mér mikið á óvart. Samt er Grikkland miklu ódýrara en Ísland. Til þess að sanna tilgátu sína verður Magnús Freyr að sýna fram á að það sé meiri fákeppni á Fróni en í ódýrari löndum. Eins verður hann að afsanna aðrar tilgátur um orsakir hás verðs, t.d. þá tilgátu að neyslugræðgi Íslendinga og fjarstaða landsins valdi miklu, jafnvel meiru, en fákeppni. Það er alltént borðleggjandi að miklar verðhækkanir á síðustu árum orsakast af stórauknum ferðamannastraum, eftirspurn túrista eftir vörum og þjónustu veldur verðhækkunum. Fákeppni kemur ekki mikið við sögu. Lítum á fákeppni annars staðar. Þýska vikuritið Der Spiegel kom upp um leynilega samvinnu bílaframleiðendanna þýsku, samvinnu sem stórdró úr samkeppni. Hvað um föðurland samkeppninnar, Bandaríkin? Nóbelshagfræðingurinn Joseph Stiglitz segir að náttúruauðlindirnar bandarísku hafi verið seldar innmúruðum og innvígðum fyrir slikk. Ekki skortir fákeppni í gósenlandinu Noregi, því hefur verið haldið fram að fákeppni valdi háu matarverði og lélegu úrvali í matarbúðum. Þrír aðilar ráða matarmarknaðum og örfáir aðilar sjá um sölu á mat til búðanna. Til dæmis situr mjólkursamsamsalan Tine beggja vegna borðsins þegar framleiðsla og eftirlit með henni eru annars vegar. Önnur fyrirtæki fá allra náðarsamlegast að keppa við Tine. En hálfgerð einokun fyrirtækisins er talin helsta ástæða fyrir smjörþurrð, skömmu fyrir jól eigi alls fyrir löngu. Við má bæta að járnbrautarfyrirtækið NSB hefur til skamms tíma haft nánast einokun hér þótt það sé farið að breytast. Alla vega er æði mikil fákeppni hér í Noregi enda vöruverð hátt. Það bendir sterklega til þess að fákeppni hafi mikið að segja þegar dýrtíð er annars vegar.

"Eðlileg" samkeppni

Magnúsi Frey finnst vanta „eðlilega“ samkeppni á Fróni, m.ö.o. frjálsa samkeppni. En ég verð að hryggja hann með þeim upplýsingum að frjálsri samkeppni verður trauðla á kopp komið. Hún er aðallega til í líkönum hagfræðinnar, ekki í þeim tára dal sem mennirnir byggja. Lítum nú á rök fyrir því: Stiglitz segir réttilega að ósýnilega höndin sé ósynileg vegna þess að hún er ekki til. Frjáls markaður krefjist þess að allir gerendur hafi fullkomna yfirsýn yfir alla kosti. En í fyrsta lagi geti menn ekki verið alvitrir, í öðru lagi sé markaðþekking einatt ósamhverf (e. asymmetric), hinir ríku og voldugu búi jafnan yfir meiri þekkingu en pöpullinn. Þess vegna sé markaðsleikurinn ójafn, mestar líkur eru á að hinir ríku og voldugu vinni. Bæta má við að Milton Friedman segir réttilega að markaðurinn virki ekki nema markaðsgerendur láti að jafnaði upplýsta eigingirni ráða gjörðum sínum. En Friedman sá ekki að það sem gerir markaðinn mögulegan ógnar honum um leið: Upplýst eigingirni segir gerandanum að reyna að takmarka samkeppni eins mikið og hann geti, t.d. með því að beita ríkisvaldinu. Þannig grefur markaðurinn undan sjálfum sér og getur tæpast orðið frjáls. Því er engin furða þótt alfrjáls markaðsskipan hafi aldrei orðið að veruleika. En er ekki þá þjóðráð að reyna að raungera markaðsfrelsi eins mikið og mögulegt er? Því er til að svara að Bandaríkin voru að heita markaðsfrjáls í lok nítjándu aldar, ríkið tók ekki til sín meira en 2-3% af þjóðarframleiðslu, engar reglugerðir og velferðarstefna angraði atvinnurekendur. En tollar voru talsvert háir enda segir Joseph Stiglitz að ekkert land hafi iðnvæðst nema með því að ríkið verndi hinn unga iðnað gegn erlendri samkeppni. Þetta þýðir að meint frjáls samkeppni er ekki alltaf leiðin til hagsældar. Þrátt fyrir eða vegna hins mikla markaðs-„frelsis“ náðu stórfyrirtæki á borð við Standard Oil og Morgan Steel einokunaraðstoð og það með markaðsklækjum einum. Ríkið komi hvergi nærri þessu. Ríkisbubbarnir sem áttu þessi fyrirtæki urðu afarvaldamiklir, höfðu stjórnmálamenn og dómara í rassvasanum og höfðu mikil áhrif á forsetakosningar.

Tökum nýrra dæmi, fákeppnina, jafnvel einokunina í tölvu- og netbransanum. Facebook, Google og Microsoft hafa að heita einokun hvert á sínu sviði, þótt ríkið hafi hvergi komið nærri. Einokun Microsofts virðist eiga rætur í eðli þeirrar vöru sem fyrirtækið framleiðir. Það er mjög dýrt að búa forritin fyrir word til en ekkert mál að afrita þau. Þess vegna getur ótölulegur fjöldi manns orðið sér út um þau, við notum öll word. En afar erfitt er að komast inn á þennan markað vegna þess hve dýr forritin eru í fremleiðslu. Stórrekstur er mjög hagkvæmur á honum því kostnaðurinn  dreifist á urmul forrita. Þess utan þjónar einsleitnin að vissu marki hagsmunum neytandans, sú staðreynd að næstum allir nota word gerir samvinnu manna auðveldari. En um leið á Microsoft alls kosti við neytandann.

Stundum veldur ríkið fákeppni, stundum grefur markaðurinn undan sér sjálfum, fákeppni skapast með markaðsklækjum eða vegna séreðlis þeirrar vöru sem framleidd er (word). Það má líka velta fyrir sér hvort mikil samkeppni sé alltaf af hinu góða, hið meira eða minna ríkisrekna sjúkrakerfi Vestur-Evrópu er ódýrara í rekstri en hið að allverulegu leyti einkarekna ameríska kerfi. Og veitir jafnvel betri þjónustu, alla vega við þá örfátæku. Þess utan má ætla að mikil samkeppni dragi úr samstöðu og trausti manna. Skortur á samkeppni í Noregi kann að vera lán í óláni. Hagfræðingurinn Alexander Cappelen segir að mikið traust manna hver á öðrum og á stofnunum sé ein helsta auðlind Noregs. Væri jafn mikið traust í Rússlandi mætti ætla að Rússar væru 70% ríkari. Alla vega hefði olíusjóðurinn aldrei orðið til nema vegna trausts og samstöðu Norðmanna. Og þjóðernistefnu, norsk þjóðernishyggja einkennist af samstöðu með jafnt lifandi Norðmönnum sem ófæddum, þess vegna eru Norðmenn til í að fórna betri kjörum fyrir góð kjör komandi kynslóða. Enda ekki nærri því eins gráðugur og Íslendingar sem fengu græðgisbakteríuna frá Kanahernum („varnarliðinu“). Talið um eðlilega samkeppni er ættað úr þeirri frjálshyggjuranghugmynd að markaðssamfélag sé hið sjálfsagða ástand. En ekkert sem maðurinn gerir er eðlilegt eða sjálfsagt. Samfélög byggja á mannasetningum og þær eru allra handa þótt vafalaust komi meðfæddir eiginleikar manna við sögu þegar slíkt og þvílíkt verður til.

Lokaorð

Ég efast ekki um að fákeppni hafi sitt að segja þegar íslensk dýrtíð er annars vegar. Og sjálfsagt er að refsa samkrullsfyrirtækjum harkalega. Auk þess er oft rétt að efla samkeppni þótt hún sé alls ekki allra meina bót. En Magnús Freyr verður að rökstyðja kenningu sína um fákeppni og dýrtíð mun betur og helst losa sig við ofurtrú á markaðinn. Hvað sem því líður  held ég að flest af því sem hann segir um skítlegt atferli íslenskra fyrirtækja sé sannleikanum samkvæmt. Einnig finnst mér hugmynd hans um aukna áherslu á viðskiptasiðferði vera mjög af hinu góða.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
1

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“
2

Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
3

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli
4

Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli

·
Þegar Grímur stal hátíðinni
5

Birgitta Jónsdóttir

Þegar Grímur stal hátíðinni

·
Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði um Borgarlínu
6

Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði um Borgarlínu

·

Mest deilt

Þingmenn VG óánægðir með að „æfing í að drepa annað fólk“ fari fram á Íslandi
1

Þingmenn VG óánægðir með að „æfing í að drepa annað fólk“ fari fram á Íslandi

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
2

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
3

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
Gagnrýnir að barátta gegn kynferðislegu ofbeldi sé sögð pólitískur rétttrúnaður
4

Gagnrýnir að barátta gegn kynferðislegu ofbeldi sé sögð pólitískur rétttrúnaður

·
Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli
5

Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli

·
Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“
6

Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“

·

Mest deilt

Þingmenn VG óánægðir með að „æfing í að drepa annað fólk“ fari fram á Íslandi
1

Þingmenn VG óánægðir með að „æfing í að drepa annað fólk“ fari fram á Íslandi

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
2

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
3

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
Gagnrýnir að barátta gegn kynferðislegu ofbeldi sé sögð pólitískur rétttrúnaður
4

Gagnrýnir að barátta gegn kynferðislegu ofbeldi sé sögð pólitískur rétttrúnaður

·
Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli
5

Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli

·
Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“
6

Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“

·

Mest lesið í vikunni

Dýrasti þingmaðurinn
1

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Við verðum að tala um dauðann
2

Við verðum að tala um dauðann

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“
4

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
5

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu
6

„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu

·

Mest lesið í vikunni

Dýrasti þingmaðurinn
1

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Við verðum að tala um dauðann
2

Við verðum að tala um dauðann

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“
4

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
5

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu
6

„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu

·

Nýtt á Stundinni

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

·
Svalasta mynd 10. áratugsarins og sundlaugarbíó

Svalasta mynd 10. áratugsarins og sundlaugarbíó

·
„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja aftur fram frumvarp um refsingar fyrir tálmun

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja aftur fram frumvarp um refsingar fyrir tálmun

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
Aðeins fjögur prósent kynna sér helst fréttir í dagblöðum

Aðeins fjögur prósent kynna sér helst fréttir í dagblöðum

·
Nýjar íbúðir í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljónir

Nýjar íbúðir í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljónir

·
Grænlenska hótelið sem Guðmundur Ingi gisti á ódýrara en sambærileg hótel í Reykjavík

Grænlenska hótelið sem Guðmundur Ingi gisti á ódýrara en sambærileg hótel í Reykjavík

·
10 ára gjaldþrotaskiptum Samson lokið: Erlendir bankar töpuðu tugum milljarða

10 ára gjaldþrotaskiptum Samson lokið: Erlendir bankar töpuðu tugum milljarða

·
Ísl-enska

Sigurjón Kjartansson

Ísl-enska

·
Þegar Grímur stal hátíðinni

Birgitta Jónsdóttir

Þegar Grímur stal hátíðinni

·