Símon Vestarr

Símon Vestarr

Söngvaskáld og bókmenntafræðingur sem skrifar hugleiðingar sínar um menningu, stjórnmál og trú og krossflækjurnar þar á milli.
Ef Trump kæmi til Íslands

Símon Vestarr

Ef Trump kæmi til Íslands

·

Ef Donald J. Trump – maður sem ber titilinn Bandaríkjaforseti – kæmi í opinbera heimsókn til landsins, hvernig myndum við taka á móti honum? Myndum við... a) ...rúlla út rauða dreglinum fyrir hann og smjaðra fyrir honum eins og kóngafólkið í Sádí Arabíu gerði? Ferðin þangað var - nota bene - fyrsta opinbera heimsókn hans utan landssteinanna. eða... b) ...gefa...

Nýja kommagrýlan í suðri

Símon Vestarr

Nýja kommagrýlan í suðri

·

Þeir sem aðhyllast nýfrjálshyggju hafa áratugum saman komist upp með að láta eins og markaðssinnuð hugmyndafræði sé ekki í raun hugmyndafræði heldur einfaldlega óumdeilanleg hagfræði. Þessi forréttindi hægrimanna eru nú að víkja og fólk er farið að átta sig á því að kapítalismi er ekkert náttúrulögmál. Að þjónkun við hina auðugu muni ekki endilega leiða af sér almenna velsæld. En...

Ríkinu sé lof

Símon Vestarr

Ríkinu sé lof

·

Ég vil tala um hugsjón. Draum sem ég vil að verði að veruleika. Og ég vil ekki stela línum af John Lennon en... ég er ekki sá eini. Takmarkið er kannski ekki á næsta leiti en við getum byrjað strax í dag að sigla í áttina að því. Fyrst þarf þó að skaffa smá samhengi. Ég er að hugsa um...

Láttu ekki alminlegt fólk sjá þig

Símon Vestarr

Láttu ekki alminlegt fólk sjá þig

·

Ég á ekki orð yfir ánægjuna sem ég hef haft af því að hlusta á grínistann Louis CK í gegnum árin. Hann var grófur á köflum en þegar ég hlustaði á hann fannst mér ekkert sem hann sagði ganga of langt af því að mér fannst ég alltaf geta treyst því að hann hefði hjartað á réttum stað. Að hann...

#egbrennipeninga: Sagan af skammlífum gjörningi

Símon Vestarr

#egbrennipeninga: Sagan af skammlífum gjörningi

·

Það var aldrei ætlunin að útskýra þetta. En mig langar samt til þess núna. Byrjum á fyrsta skiptinu. Ég tók kókglasið hans pabba niður úr skápnum. Þetta stóra með hankanum á hliðinni sem framleiðandinn vissi örugglega ekki að neinn myndi nota í annað en bjórdrykkju af því að hann hafði aldrei kynnst pabba mínum. Sófaborðið var lágt þannig að ég...

Endurhugsum þetta

Símon Vestarr

Endurhugsum þetta

·

Been a while since we saw that child Hangin’ ‘round this neighborhood See his mother dealin’ in a doorway See Father Christmas with a beggin’ bowl Jesus’ sister’s eyes are a blister The High street never looked so low Svona kemur götumyndin í aðdraganda jólanna ljóðmælanda fyrir sjónir í laginu If God Would Send His Angels. Stórborgir eru eins og...

Í dag er lýðræðið klætt í gult vesti

Símon Vestarr

Í dag er lýðræðið klætt í gult vesti

·

Krafan um að Bandaríkjamenn kysu Hillary Clinton árið 2016 til að afstýra sigri fáráðlingsins sem nú situr í Hvíta húsinu var hávær og skiljanleg. En gallinn við að kjósa auðvaldssinna til að koma í veg fyrir kosningu fasista er sá auðvaldssinninn oftúlkar umboð sitt og telur kosninguna þýða samþykki fyrir öllum þeim greiðum sem hann vill gera fyrir eignamenn á...

Ekki núna, litli minn

Símon Vestarr

Ekki núna, litli minn

·

Margur kannast við þá upplifun að veita unglingi tiltal. Sumir þeirra eru komnir með nægan vitsmunaþroska til að færa rök og standa fyrir sínu en búa ekki enn yfir nægri tilfinningagreind til að líta í eigin barm undir ávítum. Tilsvörin eru svo fyrirsjáanleg að maður brosir næstum; „Af hverju skammarðu bara mig en ekki Sigga?” — „Fullt af krökkum eru...

Og svo skutu þeir sig bara sjálfir

Símon Vestarr

Og svo skutu þeir sig bara sjálfir

·

Á dögunum varð tvennt ljóst á Íslandi: a) Fregnirnar af dauða Gamla Íslands – lands hrossakaupa og hlæjandi karlpunga – hafa reynst stórlega ýktar. b) Kapphlaup er hafið milli allra nýstofnaðra pönksveita Íslands um það hver mun fastna sér besta hljómsveitarnafn 21. aldarinnar: Húrrandi Klikkuð Kunta (H.K.K. í útlanda-meikinu). Þau okkar sem urðum ekki fyrir svívirðingum þeirra ölsmurðu herramanna –...

Æ, hafðu vit á að hætta

Símon Vestarr

Æ, hafðu vit á að hætta

·

Ef ég vildi vita hvernig best væri að slökkva eld myndi ég spyrja slökkviliðsmann. Ef ég vildi vita hvernig best væri að losna við rottur úr kjallaranum myndi ég spyrja meindýraeyði. Og ef ég vildi vita hvernig best væri að stemma stigu við nýfasisma myndi ég spyrja einhvern annan en manneskjuna sem tapaði fyrir appelsínugulum prótó-fasista í bandarísku forsetakosningum fyrir...

Auðmýkt viskunnar og sjálfshól heimskunnar

Símon Vestarr

Auðmýkt viskunnar og sjálfshól heimskunnar

·

Ágústmánuður í Bandaríkjunum árið 2015. Öldungardeildarþingmaður að nafni Bernie Sanders sækist eftir útnefningu sem forsetaefni demókrataflokksins og er þegar búinn að saxa ævintýralega hratt á forskot mótframbjóðandans, Hillary Clinton, sem hafði verið talin nánast örugg um útnefninguna. Sanders er staddur við ræðupúlt í Seattle þegar mótmælendur á vegum samtakanna Black Lives Matter stíga upp á svið og trufla tölu...

Andlitið undir hinum tveimur

Símon Vestarr

Andlitið undir hinum tveimur

·

[Varúð: Einlægni getur farið illa í leiðslur sumra, jafnvel valdið óbætanlegu gegnumryði. Lesandinn er á eigin ábyrgð.] Ég á tvær grímur. Ég geng með þær á mér og set þær reglulega upp, yfirleitt án þess að hugsa um það. Á vappi um Þingholtin á Hrekkjavöku geng ég framhjá valhoppandi draugum, nornum og fjöldamorðingjum og minnist þess sem hin forna trú...

Að sprengja konunginn alla leið til Skotlands

Símon Vestarr

Að sprengja konunginn alla leið til Skotlands

·

Frægasta tilraun til hryðjuverks á enskri grundu átti sér stað fyrir rúmum fjögur hundruð árum en merkingin sem ásjóna þess atburðar gefur til kynna hefur tekið miklum breytingum. Einn hataðasti föðurlandssvikari fyrri alda er nú orðinn að sameiningartákni gjörólíkra uppreisnarmanna. Skoðum nánar sögu hans í tilefni af 5. nóvember.   “Remember, remember, the fifth of November, the gunpowder treason and...

Auðar hendur prjóna peysur handa andskotanum

Símon Vestarr

Auðar hendur prjóna peysur handa andskotanum

·

„Ef einhver vill ekki vinna, þá á hann heldur ekki mat að fá.” (2. Þessalónikubréf 3:10) Þetta viðhorf þekkjum við öll. Það er hluti af vinnusiðferði mótmælendatrúar og er svo samofið hugsunarhætti okkar að við tökum vart eftir því að þetta sé gildisdómur. Við þurfum ekki einu sinni að sækja þetta til Páls postula og félaga. Við getum spurt litlu...

Afhvarf mikið er til ills vinar

Símon Vestarr

Afhvarf mikið er til ills vinar

·

Tvær svakalegustu forsíður íslenskrar fjölmiðlasögu eru frá sama degi og lýsa sama atburði. Þær eru svo dramatískar og úttroðnar af gífuryrðum að maður getur ekki annað en skellt upp úr. Og ekki að undra. Þær eru frá 31. mars 1949, daginn eftir inngönguna í NATO, og önnur tilheyrir Morgunblaðinu og hin Þjóðviljanum. Miðlarnir eru svo djúpt grafnir í skotgrafir kalda...

Erfitt nema fyrir fjandans aur að fá

Símon Vestarr

Erfitt nema fyrir fjandans aur að fá

·

Almennt er fólk sammála um að góðir lagahöfundar semji góð lög og slæmir lagahöfundar semji slæm. Stundum skiptast þeir þó á hlutverkum; tónsnillingur sendir frá sér eitthvað óttalegt prump og laglaus gutlari sendir frá sér stórkostlega grípandi melódíu. En örsjaldan hendir það söngvasmið (góðan eða slæman) að semja lag sem fangar eitthvað úr upphimni og verður fyrir vikið ódauðlegt. Lag...