Símon Vestarr

Símon Vestarr

Söngvaskáld og bókmenntafræðingur sem skrifar hugleiðingar sínar um menningu, stjórnmál og trú og krossflækjurnar þar á milli.
Opið bréf til fólksins sem er ekki skítsama

Símon Vestarr

Opið bréf til fólksins sem er ekki skítsama

Kæru félagar. Fyrst slæmu fréttirnar: Við erum öll að missa vonina. Nei, það er ekki rétt. Við erum búin að missa hana. Við höfum ekki haft neina von um langt skeið. Kannski er óþarfi að rekja það hvers vegna svo er fyrir okkur komið. Við vitum væntanlega öll af þeim áratugs langa glugga sem við höfum til að gerbreyta lifnaðarháttum...

Í alvöru? Þessi gaur?

Símon Vestarr

Í alvöru? Þessi gaur?

Jæja, ríkisstjórnin kom með útspil til að lægja moldviðrið yfir O3 — tillögu um auðlindaákvæði í stjórnarskrá með örlítið útvötnuðu orðalagi — og Rúv varð auðvitað að fá að bera það undir andstæðinga orkupakkans. Hver varð fyrir valinu? Nei, í alvöru? Þessi gaur? Nú hefur hoho-flokkurinn sett sig upp á móti O3 og SDG er formaður þess flokks en hefði...

Enginn er ómissandi

Símon Vestarr

Enginn er ómissandi

Nýverið hugðist ég skoða þáttaröðina Medici, með Richard nokkrum Madden í aðalhlutverki, en sá er kominn framarlega í röð uppáhalds leikara minna eftir glæsta frammistöðu í Game of Thrones og síðar í The Bodyguard. Ekki skemmdi heldur fyrir að hafa þarna Dustin Hoffman í hlutverki föður hans – leikara sem ég hef haldið upp á í áraraðir. Eða... jú. Reyndar skemmdi...

Kynslóðin sem kýs ekki

Símon Vestarr

Kynslóðin sem kýs ekki

Skopmyndir Halldórs í Fréttablaðinu hitta oft í mark en að þessu sinni sýnist mér hann hafa verið eitthvað illa fyrir kallaður. Hér veltir kona því fyrir sér hvers vegna hún má þola atvinnuleysi, skuldir, himinháa leigu og námslán, svo að fátt eitt sé talið, en svarið er gefið í skýringartexta (sem er sjaldan hafður með í teikningum Halldórs sem betur...

Drullaðu þér í burtu: Sómakennd og afflúensa

Símon Vestarr

Drullaðu þér í burtu: Sómakennd og afflúensa

Eftir fund í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær fékk Seðlabankastjóri smá gusu í andlitið. Hann hugðist taka í höndina á forstjóra Samherja og spyrja hann hvort hann ætlaði að mæta á ársfund Seðlabankans. En sonur forstjórans, Baldvin, var sko ekki á leiðinni að fara að láta það gerast. Steig á milli þeirra, stjakaði við Seðlabankastjóra og sagði: „Hafðu smá...

Ekki bara kurteisi heldur réttlæti

Símon Vestarr

Ekki bara kurteisi heldur réttlæti

Á Austurvelli á laugardeginum sextánda mars voru bumbur barðar, regnbogum var flaggað og saman var sungið og dansað til stuðnings þeim sem urðu að ósekju fyrir fantabrögðum lögreglunnar á mánudeginum ellefta mars. Hittingurinn snerist um að finna fyrir nærveru annarra sem bera sömu von í hjartanu og maður sjálfur; um náungakærleik, mannskilning og réttlæti og svoleiðis hippadót. Já, og auðvitað...

Að slá upp tjaldi

Símon Vestarr

Að slá upp tjaldi

Já, ég er löggan sem bannaði útlendingi að tjalda á Austurvelli. Ég er allir sem gera svoleiðis á Íslandi. Ég er hin tímalausa, íslenska smásál. Kallaðu mig Þormóð. Ég veit alveg hvað þér finnst um mig. En þetta er ekki svona einfalt mál. Ég hafði góða ástæðu. Að slá upp tjaldi er ekki bara að slá upp tjaldi. Það snýst...

Ég vil ekki átök

Símon Vestarr

Ég vil ekki átök

Bræður og systur á hægri vængnum!  Ég vil ekki átök. Ég veit hvernig það hljómar. Sósíalisti sem vill ekki átök? Hvað er næst? Hákarl með veganúar-áskorun? Sósíalistar þrífast á átökum. Þeir vilja byltingu. Þeir vilja koma öllu á hliðina og byggja einhvers konar fyrirmyndaland úr rústunum. Eða hvað? Áður en lengra er haldið ætla ég að byrja á að taka...

Ef Trump kæmi til Íslands

Símon Vestarr

Ef Trump kæmi til Íslands

Ef Donald J. Trump – maður sem ber titilinn Bandaríkjaforseti – kæmi í opinbera heimsókn til landsins, hvernig myndum við taka á móti honum? Myndum við... a) ...rúlla út rauða dreglinum fyrir hann og smjaðra fyrir honum eins og kóngafólkið í Sádí Arabíu gerði? Ferðin þangað var - nota bene - fyrsta opinbera heimsókn hans utan landssteinanna. eða... b) ...gefa...

Nýja kommagrýlan í suðri

Símon Vestarr

Nýja kommagrýlan í suðri

Þeir sem aðhyllast nýfrjálshyggju hafa áratugum saman komist upp með að láta eins og markaðssinnuð hugmyndafræði sé ekki í raun hugmyndafræði heldur einfaldlega óumdeilanleg hagfræði. Þessi forréttindi hægrimanna eru nú að víkja og fólk er farið að átta sig á því að kapítalismi er ekkert náttúrulögmál. Að þjónkun við hina auðugu muni ekki endilega leiða af sér almenna velsæld. En...

Ríkinu sé lof

Símon Vestarr

Ríkinu sé lof

Ég vil tala um hugsjón. Draum sem ég vil að verði að veruleika. Og ég vil ekki stela línum af John Lennon en... ég er ekki sá eini. Takmarkið er kannski ekki á næsta leiti en við getum byrjað strax í dag að sigla í áttina að því. Fyrst þarf þó að skaffa smá samhengi. Ég er að hugsa um...

Láttu ekki alminlegt fólk sjá þig

Símon Vestarr

Láttu ekki alminlegt fólk sjá þig

Ég á ekki orð yfir ánægjuna sem ég hef haft af því að hlusta á grínistann Louis CK í gegnum árin. Hann var grófur á köflum en þegar ég hlustaði á hann fannst mér ekkert sem hann sagði ganga of langt af því að mér fannst ég alltaf geta treyst því að hann hefði hjartað á réttum stað. Að hann...

#egbrennipeninga: Sagan af skammlífum gjörningi

Símon Vestarr

#egbrennipeninga: Sagan af skammlífum gjörningi

Það var aldrei ætlunin að útskýra þetta. En mig langar samt til þess núna. Byrjum á fyrsta skiptinu. Ég tók kókglasið hans pabba niður úr skápnum. Þetta stóra með hankanum á hliðinni sem framleiðandinn vissi örugglega ekki að neinn myndi nota í annað en bjórdrykkju af því að hann hafði aldrei kynnst pabba mínum. Sófaborðið var lágt þannig að ég...

Endurhugsum þetta

Símon Vestarr

Endurhugsum þetta

Been a while since we saw that child Hangin’ ‘round this neighborhood See his mother dealin’ in a doorway See Father Christmas with a beggin’ bowl Jesus’ sister’s eyes are a blister The High street never looked so low Svona kemur götumyndin í aðdraganda jólanna ljóðmælanda fyrir sjónir í laginu If God Would Send His Angels. Stórborgir eru eins og...

Í dag er lýðræðið klætt í gult vesti

Símon Vestarr

Í dag er lýðræðið klætt í gult vesti

Krafan um að Bandaríkjamenn kysu Hillary Clinton árið 2016 til að afstýra sigri fáráðlingsins sem nú situr í Hvíta húsinu var hávær og skiljanleg. En gallinn við að kjósa auðvaldssinna til að koma í veg fyrir kosningu fasista er sá auðvaldssinninn oftúlkar umboð sitt og telur kosninguna þýða samþykki fyrir öllum þeim greiðum sem hann vill gera fyrir eignamenn á...

Ekki núna, litli minn

Símon Vestarr

Ekki núna, litli minn

Margur kannast við þá upplifun að veita unglingi tiltal. Sumir þeirra eru komnir með nægan vitsmunaþroska til að færa rök og standa fyrir sínu en búa ekki enn yfir nægri tilfinningagreind til að líta í eigin barm undir ávítum. Tilsvörin eru svo fyrirsjáanleg að maður brosir næstum; „Af hverju skammarðu bara mig en ekki Sigga?” — „Fullt af krökkum eru...