Símon Vestarr

Símon Vestarr

Söngvaskáld og bókmenntafræðingur sem skrifar hugleiðingar sínar um menningu, stjórnmál og trú og krossflækjurnar þar á milli.

Er eitt­hvað at­huga­vert við karl­mennsku?

Kæri bróð­ir. Já, ég er að ávarpa þig, les­andi. Ég veit að lík­urn­ar á því að þú sért kyn­bróð­ir minn eru tveir á móti  nokk­ur hundruð þús­und en þú ert samt bróð­ir minn. Og ef þú ert ekki karl­kyns? Endi­lega lestu samt. Þetta bréf til bræðra minna er op­ið. Eins og tóm­ið milli stjarna í al­heim­in­um. Eins og bil­ið milli...

Hvernig dirf­istu?

Manstu eft­ir ár­inu 1998? Kannski ertu of ung(ur). Best að ég rifji að­eins upp tíð­ar­and­ann á sautjánda ald­ursári mínu. Topp­lag­ið í út­varp­inu var eyrnam­is­þyrm­ing­in One Week eft­ir hina smekk­lega nefndu froðu­sveit Bar­ena­ked Ladies, sál­ar­drottn­ing­in Lauryn Hill virt­ist enn vera með fulla fimm og Banda­ríkja­for­set­inn Bill Cl­int­on var sótt­ur til saka fyr­ir að hafa log­ið til um sam­far­ir við Monicu nokkra...

Við þurf­um mið­flokk

Við þurf­um mið­flokk. Nei, ekki þenn­an skrípaleik með regn­boga­hross­ið. Það verð­ur að ját­ast að Simmi D sýndi mik­il klók­indi með stofn­un þess flokks. Hann náði ekki að­eins að fanga huga þeirra þjóð­ern­is­remba sem þótti Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vera orð­inn of lin­ur í bar­átt­unni gegn þeim sem minna mega sín. Hann gerði líka list­form úr því að smíða stjórn­mála­gjörn­inga sem hljóma eins og...

Op­ið bréf til fólks­ins sem er ekki skít­sama

Kæru fé­lag­ar. Fyrst slæmu frétt­irn­ar: Við er­um öll að missa von­ina. Nei, það er ekki rétt. Við er­um bú­in að missa hana. Við höf­um ekki haft neina von um langt skeið. Kannski er óþarfi að rekja það hvers vegna svo er fyr­ir okk­ur kom­ið. Við vit­um vænt­an­lega öll af þeim ára­tugs langa glugga sem við höf­um til að ger­breyta lifn­að­ar­hátt­um...
Í alvöru? Þessi gaur?

Í al­vöru? Þessi gaur?

Jæja, rík­is­stjórn­in kom með út­spil til að lægja mold­viðr­ið yf­ir O3 — til­lögu um auð­linda­ákvæði í stjórn­ar­skrá með ör­lít­ið út­vötn­uðu orða­lagi — og Rúv varð auð­vit­að að fá að bera það und­ir and­stæð­inga orkupakk­ans. Hver varð fyr­ir val­inu? Nei, í al­vöru? Þessi gaur? Nú hef­ur hoho-flokk­ur­inn sett sig upp á móti O3 og SDG er formað­ur þess flokks en hefði...

Eng­inn er ómiss­andi

Ný­ver­ið hugð­ist ég skoða þáttar­öð­ina Medici, með Rich­ard nokkr­um Madd­en í að­al­hlut­verki, en sá er kom­inn framar­lega í röð upp­á­halds leik­ara minna eft­ir glæsta frammi­stöðu í Game of Thrones og síð­ar í The Bo­dygu­ard. Ekki skemmdi held­ur fyr­ir að hafa þarna Dust­in Hoffm­an í hlut­verki föð­ur hans – leik­ara sem ég hef hald­ið upp á í árarað­ir. Eða... jú. Reynd­ar skemmdi...

Kyn­slóð­in sem kýs ekki

Skop­mynd­ir Hall­dórs í Frétta­blað­inu hitta oft í mark en að þessu sinni sýn­ist mér hann hafa ver­ið eitt­hvað illa fyr­ir kall­að­ur. Hér velt­ir kona því fyr­ir sér hvers vegna hún má þola at­vinnu­leysi, skuld­ir, him­in­háa leigu og náms­lán, svo að fátt eitt sé tal­ið, en svar­ið er gef­ið í skýr­ing­ar­texta (sem er sjald­an hafð­ur með í teikn­ing­um Hall­dórs sem bet­ur...

Drull­aðu þér í burtu: Sóma­kennd og afflú­ensa

Eft­ir fund í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd í gær fékk Seðla­banka­stjóri smá gusu í and­lit­ið. Hann hugð­ist taka í hönd­ina á for­stjóra Sam­herja og spyrja hann hvort hann ætl­aði að mæta á árs­fund Seðla­bank­ans. En son­ur for­stjór­ans, Bald­vin, var sko ekki á leið­inni að fara að láta það ger­ast. Steig á milli þeirra, stjak­aði við Seðla­banka­stjóra og sagði: „Hafðu smá...
Ekki bara kurteisi heldur réttlæti

Ekki bara kurt­eisi held­ur rétt­læti

Á Aust­ur­velli á laug­ar­deg­in­um sextánda mars voru bumb­ur barð­ar, regn­bog­um var flagg­að og sam­an var sung­ið og dans­að til stuðn­ings þeim sem urðu að ósekju fyr­ir fanta­brögð­um lög­regl­unn­ar á mánu­deg­in­um ell­efta mars. Hitt­ing­ur­inn sner­ist um að finna fyr­ir nær­veru annarra sem bera sömu von í hjart­anu og mað­ur sjálf­ur; um ná­ungakær­leik, mann­skiln­ing og rétt­læti og svo­leið­is hippa­dót. Já, og auð­vit­að...

Að slá upp tjaldi

Já, ég er lögg­an sem bann­aði út­lend­ingi að tjalda á Aust­ur­velli. Ég er all­ir sem gera svo­leið­is á Ís­landi. Ég er hin tíma­lausa, ís­lenska smá­sál. Kall­aðu mig Þor­móð. Ég veit al­veg hvað þér finnst um mig. En þetta er ekki svona ein­falt mál. Ég hafði góða ástæðu. Að slá upp tjaldi er ekki bara að slá upp tjaldi. Það snýst...

Ég vil ekki átök

Bræð­ur og syst­ur á hægri vængn­um!  Ég vil ekki átök. Ég veit hvernig það hljóm­ar. Sósí­alisti sem vill ekki átök? Hvað er næst? Há­karl með veganú­ar-áskor­un? Sósí­al­ist­ar þríf­ast á átök­um. Þeir vilja bylt­ingu. Þeir vilja koma öllu á hlið­ina og byggja ein­hvers kon­ar fyr­ir­mynda­land úr rúst­un­um. Eða hvað? Áð­ur en lengra er hald­ið ætla ég að byrja á að taka...
Ef Trump kæmi til Íslands

Ef Trump kæmi til Ís­lands

Ef Don­ald J. Trump – mað­ur sem ber titil­inn Banda­ríkja­for­seti – kæmi í op­in­bera heim­sókn til lands­ins, hvernig mynd­um við taka á móti hon­um? Mynd­um við... a) ...rúlla út rauða dregl­in­um fyr­ir hann og smjaðra fyr­ir hon­um eins og kónga­fólk­ið í Sádí Ar­ab­íu gerði? Ferð­in þang­að var - nota bene - fyrsta op­in­bera heim­sókn hans ut­an lands­stein­anna. eða... b) ...gefa...
Nýja kommagrýlan í suðri

Nýja komma­grýl­an í suðri

Þeir sem að­hyll­ast ný­frjáls­hyggju hafa ára­tug­um sam­an kom­ist upp með að láta eins og mark­aðs­sinn­uð hug­mynda­fræði sé ekki í raun hug­mynda­fræði held­ur ein­fald­lega óum­deil­an­leg hag­fræði. Þessi for­rétt­indi hægrimanna eru nú að víkja og fólk er far­ið að átta sig á því að kapí­tal­ismi er ekk­ert nátt­úru­lög­mál. Að þjónk­un við hina auð­ugu muni ekki endi­lega leiða af sér al­menna vel­sæld. En...

Rík­inu sé lof

Ég vil tala um hug­sjón. Draum sem ég vil að verði að veru­leika. Og ég vil ekki stela lín­um af John Lennon en... ég er ekki sá eini. Tak­mark­ið er kannski ekki á næsta leiti en við get­um byrj­að strax í dag að sigla í átt­ina að því. Fyrst þarf þó að skaffa smá sam­hengi. Ég er að hugsa um...

Láttu ekki al­min­legt fólk sjá þig

Ég á ekki orð yf­ir ánægj­una sem ég hef haft af því að hlusta á grín­ist­ann Lou­is CK í gegn­um ár­in. Hann var gróf­ur á köfl­um en þeg­ar ég hlustaði á hann fannst mér ekk­ert sem hann sagði ganga of langt af því að mér fannst ég alltaf geta treyst því að hann hefði hjart­að á rétt­um stað. Að hann...
#egbrennipeninga: Sagan af skammlífum gjörningi

#eg­brenni­pen­inga: Sag­an af skamm­líf­um gjörn­ingi

Það var aldrei ætl­un­in að út­skýra þetta. En mig lang­ar samt til þess núna. Byrj­um á fyrsta skipt­inu. Ég tók kók­glas­ið hans pabba nið­ur úr skápn­um. Þetta stóra með hank­an­um á hlið­inni sem fram­leið­and­inn vissi ör­ugg­lega ekki að neinn myndi nota í ann­að en bjórdrykkju af því að hann hafði aldrei kynnst pabba mín­um. Sófa­borð­ið var lágt þannig að ég...