Símon Vestarr

Símon Vestarr

Söngvaskáld og bókmenntafræðingur sem skrifar hugleiðingar sínar um menningu, stjórnmál og trú og krossflækjurnar þar á milli.

Hippa­komm­úna eða dauði?

Oft þarf óskamm­feilna lýðskrum­ara til að gera út­lín­ur sann­leik­ans greini­legri með blekk­ing­um sín­um. Bless­un­ar­lega eig­um við Ís­lend­ing­ar slík ein­tök sem eru ekk­ert feim­in við að opna munn­inn. Eitt slíkt var einu sinni for­sæt­is­ráð­herra og fann sér síð­ar nýj­an mark­að fyr­ir froðu sína; kjós­end­ur sem eru gram­ir út í sam­fé­lag­ið fyr­ir að hafa þrosk­ast upp úr svart­hvítri  punga­menn­ingu for­tíð­ar­inn­ar. Hvað sagði...
Enn önnur fasistaheimsókn?

Enn önn­ur fas­ista­heim­sókn?

Á föstu­dags­kvöld­inu 16. ág­úst var rit­höf­und­ur­inn og sam­fé­lagsrýn­ir­inn Owen Jo­nes að halda upp á af­mæl­ið sitt í hverf­inu Isl­ingt­on í Lund­ún­um. Þeg­ar hann fór með vin­um sín­um út af pöbb klukk­an tvö á að­faranótt laug­ar­dags kom hóp­ur manna að­víf­andi og réð­ist á þá. Jo­nes var sá sem þeir ætl­uðu að berja en vin­ir hans voru líka lamd­ir fyr­ir að reyna...

Hvernig dirf­istu?

Manstu eft­ir ár­inu 1998? Kannski ertu of ung(ur). Best að ég rifji að­eins upp tíð­ar­and­ann á sautjánda ald­ursári mínu. Topp­lag­ið í út­varp­inu var eyrnam­is­þyrm­ing­in One Week eft­ir hina smekk­lega nefndu froðu­sveit Bar­ena­ked Ladies, sál­ar­drottn­ing­in Lauryn Hill virt­ist enn vera með fulla fimm og Banda­ríkja­for­set­inn Bill Cl­int­on var sótt­ur til saka fyr­ir að hafa log­ið til um sam­far­ir við Monicu nokkra...

Við þurf­um mið­flokk

Við þurf­um mið­flokk. Nei, ekki þenn­an skrípaleik með regn­boga­hross­ið. Það verð­ur að ját­ast að Simmi D sýndi mik­il klók­indi með stofn­un þess flokks. Hann náði ekki að­eins að fanga huga þeirra þjóð­ern­is­remba sem þótti Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vera orð­inn of lin­ur í bar­átt­unni gegn þeim sem minna mega sín. Hann gerði líka list­form úr því að smíða stjórn­mála­gjörn­inga sem hljóma eins og...
Í alvöru? Þessi gaur?

Í al­vöru? Þessi gaur?

Jæja, rík­is­stjórn­in kom með út­spil til að lægja mold­viðr­ið yf­ir O3 — til­lögu um auð­linda­ákvæði í stjórn­ar­skrá með ör­lít­ið út­vötn­uðu orða­lagi — og Rúv varð auð­vit­að að fá að bera það und­ir and­stæð­inga orkupakk­ans. Hver varð fyr­ir val­inu? Nei, í al­vöru? Þessi gaur? Nú hef­ur hoho-flokk­ur­inn sett sig upp á móti O3 og SDG er formað­ur þess flokks en hefði...

Eng­inn er ómiss­andi

Ný­ver­ið hugð­ist ég skoða þáttar­öð­ina Medici, með Rich­ard nokkr­um Madd­en í að­al­hlut­verki, en sá er kom­inn framar­lega í röð upp­á­halds leik­ara minna eft­ir glæsta frammi­stöðu í Game of Thrones og síð­ar í The Bo­dygu­ard. Ekki skemmdi held­ur fyr­ir að hafa þarna Dust­in Hoffm­an í hlut­verki föð­ur hans – leik­ara sem ég hef hald­ið upp á í árarað­ir. Eða... jú. Reynd­ar skemmdi...

Drull­aðu þér í burtu: Sóma­kennd og afflú­ensa

Eft­ir fund í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd í gær fékk Seðla­banka­stjóri smá gusu í and­lit­ið. Hann hugð­ist taka í hönd­ina á for­stjóra Sam­herja og spyrja hann hvort hann ætl­aði að mæta á árs­fund Seðla­bank­ans. En son­ur for­stjór­ans, Bald­vin, var sko ekki á leið­inni að fara að láta það ger­ast. Steig á milli þeirra, stjak­aði við Seðla­banka­stjóra og sagði: „Hafðu smá...
Ekki bara kurteisi heldur réttlæti

Ekki bara kurt­eisi held­ur rétt­læti

Á Aust­ur­velli á laug­ar­deg­in­um sextánda mars voru bumb­ur barð­ar, regn­bog­um var flagg­að og sam­an var sung­ið og dans­að til stuðn­ings þeim sem urðu að ósekju fyr­ir fanta­brögð­um lög­regl­unn­ar á mánu­deg­in­um ell­efta mars. Hitt­ing­ur­inn sner­ist um að finna fyr­ir nær­veru annarra sem bera sömu von í hjart­anu og mað­ur sjálf­ur; um ná­ungakær­leik, mann­skiln­ing og rétt­læti og svo­leið­is hippa­dót. Já, og auð­vit­að...
Ef Trump kæmi til Íslands

Ef Trump kæmi til Ís­lands

Ef Don­ald J. Trump – mað­ur sem ber titil­inn Banda­ríkja­for­seti – kæmi í op­in­bera heim­sókn til lands­ins, hvernig mynd­um við taka á móti hon­um? Mynd­um við... a) ...rúlla út rauða dregl­in­um fyr­ir hann og smjaðra fyr­ir hon­um eins og kónga­fólk­ið í Sádí Ar­ab­íu gerði? Ferð­in þang­að var - nota bene - fyrsta op­in­bera heim­sókn hans ut­an lands­stein­anna. eða... b) ...gefa...

Mest lesið undanfarið ár