Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Að taka boltann sinn og fara heim

Að taka boltann sinn og fara heim

Í mínu ungdæmi var það almennur praxis þeirra sem fóru í fýlu út í jafnaldra sína í fótbolta að taka boltann sinn og fara heim. Þannig batt maður ekki bara enda á eigin þátttöku heldur skemmdi sjálfan leikinn. Þetta var aðeins erfiðara ef maður átti ekki boltann en þá gat maður alla vega skilið hópinn eftir með ójafnt í liðum eða stolið boltanum og hlaupið með hann heim (ef maður óttaðist ekki að vera eltur og laminn fyrir það).

Mér verður oft hugsað til þessa á fullorðinsárunum þegar afþreyingu lýstur saman við ágreining. Nærtækasta dæmið er kannski Júróvisjón-keppnin í ár þar sem mörg okkar vildu að Ríkisútvarpið hætti við þátttöku og dreifðum myllumerkinu #0stig. Þar fengum við fyrirsjáanleg mótrök:

a) Það breytir engu þótt ein fámenn þjóð dragi sig úr keppni.

b) Það á ekki að blanda saman svona viðburðum og stjórnmálum af því að engir stjórnmálamenn koma þarna fram.

c) Andstaðan gegn því að keppnin sé haldin í Ísrael byggir á gyðingahatri.

Nú er ástæðulaust að taka fyrir mótrök c af því að þau koma frá fólki sem kallar alla gagnrýni á opinbera stefnu Ísraelsríkis gyðingahatur og enginn þarf að taka það fólk alvarlega í þeirri umræðu. Rök a byggja á þeim misskilningi að sniðganga á menningarviðburði þurfi að byrja á fjölmennri þjóð. Þetta er eins og að segja að atrennan í þrístökki þurfi að hefjast á lengsta skrefinu. Það eru einmitt fámennar, herlausar þjóðir sem geta verið hvatar að jákvæðum breytingum með fordæmi sínu. Rök b eru kannski sterkust en halda ekki vatni þegar betur er að gáð.

Það er bara með því að stíga út úr meðvirkninni og benda á mannvonskuna sem við náum að breyta einhverju. Stundum þýðir það að vera fúll á móti og verkur í rassi þegar aðrir eru að reyna að skemmta sér.

Stríðsglæpir Ísraela gegn Palestínumönnum sumarið 2014 bárust heimsbyggðinni nánast í beinni útsendingu og flestir Íslendingar lýstu yfir andstöðu sinni. Ég lenti að vísu upp á kant við örfáa sem vildu bera blak af Ísrael af trúarlegum ástæðum en heilt yfir voru Íslendingar með það á hreinu að hér væri um grimmdarverk gegn varnarlausu fólki að ræða. Ísraelska leikkonan Gal Gadot var ekki sama sinnis. Í Ísrael er almenn herskylda og Gadot hafði ekki verið undanþegin henni frekar en aðrir og sendi því bænir og baráttukveðjur til „bræðra sinna og systra“ sem væru að „vernda landið“ hennar með innrásinni á Gaza. Þess vegna var kallað eftir því að kvikmyndaunnendur létu ræmuna Wonder Woman (2017) – þar sem Gadot lék aðalhlutverkið – fram hjá sér fara í mótmælaskyni.

Líta mætti svo á að Gal Gadot hafi verið skýrara dæmi um andstæðing en ísraelsku Júróvisjón-haldararnir fjórum árum síðar þar sem enginn í þeirra hópi lýsti yfir stuðningi við hernámið eða tilteknar árásaraðgerðar Ísraela í þeirri útsendingu. En hávær hneysklunarhrópin yfir því að Hatari skuli hafa svo mikið sem flaggað palestínsku fánalitunum í sjónvarpssalnum voru skýr skilaboð um að viðstaddir væru sammála um að láta eins og Palestínumenn væru ekki til. Eða væru alla vega ekki fólk.

Nei, Hatari breytti ekki heiminum. En það er bara með því að stíga út úr meðvirkninni og benda á mannvonskuna sem við náum að breyta einhverju. Stundum þýðir það að vera fúll á móti og verkur í rassi þegar aðrir eru að reyna að skemmta sér. Stundum þýðir það að vefa meðvitund um heimsviðburði að einhverju leyti inn í list sína. Og, eins og Illugi Jökulsson benti á um daginn, þá þýðir það stundum að taka ekki þátt í afþreyingarviðburðum með illgjörðarmönnum og velunnurum þeirra.

Tyrkneska landsliðið mætir okkur 14. nóvember.

Þá vill Illugi að við tökum boltann okkar og förum heim.

Gefum hreinlega leikinn af samviskuástæðum.

Nú sveima margir fingur yfir lyklaborðum og hyggjast benda mér á að ef Íslendingar vildu ekki spila fótbolta þar sem harðstjórn ríkir þá hefðu þeir ekki átt að taka þátt á HM í Rússlandi og ekki væri heldur hægt að spila við Englendinga eða Bandaríkjamenn eftir innrásina í Írak o.s.frv. og þetta myndi enda með því að við værum ekki að spila landsleiki við neinn nema Færeyjar og Grænland.

Þessi flóðgáttarrök eru ekkert rosalega vel ígrunduð en í fyrstu hugsaði ég sem svo að tyrknesku landsliðsmennirnir væru tæplega málsvarar tyrkneska hersins sem gerði innrás í Rojava héraðið í Sýrlandi í síðustu viku. En svo rann upp fyrir mér ljós. Þeir eru það víst! Það væri eitt ef þeir hefðu bara spilað fótbolta og skilið stjórnmálin eftir utan við völlinn, eins og Hatara-hópurinn var hvattur til að gera í Tel-Aviv (og meira að segja Pollapönk í Danmörku). En við sáum Tyrkina fagna mörkum sínum í síðustu tveimur leikjum með því að heilsa að hermannasið til stuðnings árásaraðgerðum Erdogans gegn fólki sem var engin hernaðarleg ógn gegn tyrknesku þjóðinni.

Þeir sem fagna fjöldamorðum og alþjóðlegum yfirgangi geta spilað fótbolta annars staðar.

Ef við værum í riðli með Bandaríkjamönnum 2003 í miðri Íraks-innrás eða Ísraelsmönnum 2014 í miðri Gaza-innrás (sem gerist auðvitað ekki vegna landfræðilegrar legu en setjum svo) og þeir fögnuðu mörkum sínum í leikjunum á undan með því að lýsa yfir táknrænum stuðningi við fjöldamorð herdeilda sinna í landi annars fólks þá myndu viðbrögð mín vera þau sömu:

Ég vil ekki að við spilum við svoleiðs pakk!

Þeir sem fagna fjöldamorðum og alþjóðlegum yfirgangi geta spilað fótbolta annars staðar.

Ég veit jafnframt að líkurnar á því að fá það í gegn að Knattspyrnusamband Íslands lýsi yfir að það vilji frekar gefa leikinn 14. nóvember heldur en að spila knattspyrnu við þá leikmenn sem gerðu þetta úti á vellinum eru ekki miklar. En ég mun engu að síður fylgjast með fréttunum.

Nú er mér ljóst að ekki hafi allir leikmenn tyrkneska landsliðsins tekið þátt í þessu, alla vega ekki í Frakkaleiknum, og að til eru fleiri tyrkneskir leikmenn sem kunna knattspyrnu og geta fyllt í skarðið án þess að lýsa yfir stuðningi við glæpi gegn mannkyninu. Það myndi ég samþykkja. En ef svo mikið sem einn af þessum samviskulausu tindátum Erdogans sýnir á sér andlitið í leiknum mun ég frekar horfa á málningu þorna með ryksugu í fullum gangi en að horfa á Ísland spila við þá.

Ég er farinn heim með boltann minn.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Kristín I. Pálsdóttir
1
Blogg

Kristín I. Pálsdóttir

Rétt­læt­ið og reynsla kvenna af Varp­holti/Laugalandi

Rót­in hef­ur fylgst vel með hug­rakkri bar­áttu kvenna sem dvöldu í Varp­holti/Laugalandi og reynt að styðja þær eft­ir föng­um. Mánu­dag­inn 14. nóv­em­ber stóð­um við að um­ræðu­kvöld með þeim þar sem þær Gígja Skúla­dótt­ir og Ír­is Ósk Frið­riks­dótt­ir, sem báð­ar dvöldu á Varp­holti/Laugalandi, höfðu fram­sögu. Fund­ur­inn var tek­inn upp og er að­gengi­leg­ur hér.  Ég hélt þar er­indi sem ég hef...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Kristrún F, frels­ara­formúl­an og sam­vinn­an

                                                                      "Don't follow lea­ders                                            ...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Brú­in í Most­ar - öfg­ar og skaut­un

Hinn 9.nóv­em­ber er mjög sögu­leg­ur dag­ur, Berlín­ar­múr­inn féll þenn­an dag ár­ið 1989 og ár­ið 1799 tók Napó­león Bonapar­te völd­in í Frakklandi. Þar með hófst nýr kafli í sögu Evr­ópu. Ár­ið 1923 fram­kvæmdi svo ná­ung­inn Ad­olf Hitler sína Bjórkjall­ar­a­upp­reisn í Þýskalandi, en hún mis­heppn­að­ist. Ad­olf var dæmd­ur í fang­elsi en not­aði tím­ann þægi­lega til að skrifa Mein Kampf, Bar­átta mín. Krist­al­nótt­ina ár­ið 1938 bar einnig upp á þenn­an dag, en...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

Forn­ar mennt­ir í Úkraínu

Ég tók mig til um dag­inn og fór að lesa ým­is forn­rit sem ætt­uð eru frá því sem í dag kall­ast „Úkraína“. Fyrst las ég stutt kver úkraínskra þjóð­vísna og -sagna með at­huga­semd­um norska skálds­ins Erl­ing Kittel­sen. Hann rembd­ist við að tengja goð­sagna­heim Aust­ursla­fa við fornn­or­ræn­ar goð­sög­ur og tókst mis­vel. Fyrsta krón­ík­an Þá vatt ég mér í lest­ur Fyrstu krón­ík­unn­ar...

Nýtt á Stundinni

„Hvarflaði aldrei að okkur að börnunum hefði verið stolið“
Viðtal

„Hvarfl­aði aldrei að okk­ur að börn­un­um hefði ver­ið stol­ið“

Ing­unn Unn­steins­dótt­ir Kristen­sen, sem var ætt­leidd frá Sri Lanka ár­ið 1985, seg­ir að margt bendi til að hún sé fórn­ar­lamb man­sals. For­eldr­ar henn­ar segja til­hugs­un­ina um að hafa óaf­vit­andi tek­ið þátt í man­sali hrylli­lega, aldrei hafi hvarfl­að að þeim að börn­un­um hefði ver­ið stol­ið. Þau vilja að yf­ir­völd skipi rann­sókn­ar­nefnd sem velti öll­um stein­um við.
Búið að gefa út hryðjuverkaákæru
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Bú­ið að gefa út hryðju­verka­ákæru

Embætti hér­aðssak­sókn­ara hef­ur gef­ið út ákæru á hend­ur tveim­ur mönn­um fyr­ir skipu­lagn­ingu hryðju­verka. Þetta stað­fest­ir sak­sókn­ari hjá embætt­inu. Enn á eft­ir að birta mönn­un­um ákær­una.
Fólkið sem efldi Strætó, lækkaði skatta og lagaði loftslagið
Jón Trausti Reynisson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Fólk­ið sem efldi Strætó, lækk­aði skatta og lag­aði lofts­lag­ið

Bjarni Bene­dikts­son og Katrín Jak­obs­dótt­ir boð­uðu há­leita og skyn­sam­lega stefnu í mik­il­væg­asta máli sam­tím­ans fyr­ir kosn­ing­ar. Það sem gerð­ist næst kom á óvart.
Ríkið úthlutaði fyrirtækjum norsks eldisrisa kvóta þvert á lög
Fréttir

Rík­ið út­hlut­aði fyr­ir­tækj­um norsks eld­isrisa kvóta þvert á lög

Byggða­stofn­un gerði samn­ing um út­hlut­un 800 tonna byggða­kvóta á ári í sex ár í því skyni að treysta byggð á Djúpa­vogi. Þetta gerði Byggða­stofn­un þrátt fyr­ir að fyr­ir­tæk­in sem hún samdi við séu í meiri­huta­eigu norskra lax­eld­isrisa og að ís­lensk lög banni slíkt eign­ar­hald í ís­lenskri út­gerð.
Stjórnvöld breyttu reglum eftir að vinur forsætisráðherra bað um það
Fréttir

Stjórn­völd breyttu regl­um eft­ir að vin­ur for­sæt­is­ráð­herra bað um það

Ragn­ar Kjart­ans­son mynd­list­ar­mað­ur seg­ir ekki mik­ið hafa þurft til þess að sann­færa ónefnda emb­ætt­is­menn um að hjálpa Mariu Alyok­hinu, með­lim Pus­sy Riot, að flýja Rúss­land í vor. Hvorki hann né Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra fást til að að svara því hvort stjórn­völd hafi breytt reglu­gerð um út­gáfu neyð­ar­vega­bréfa eft­ir að Ragn­ar, sem er yf­ir­lýst­ur stuðn­ings­mað­ur Katrín­ar, hafði sam­band við for­sæt­is­ráð­herra.
Fornar menntir í Úkraínu
Blogg

Stefán Snævarr

Forn­ar mennt­ir í Úkraínu

Ég tók mig til um dag­inn og fór að lesa ým­is forn­rit sem ætt­uð eru frá því sem í dag kall­ast „Úkraína“. Fyrst las ég stutt kver úkraínskra þjóð­vísna og -sagna með at­huga­semd­um norska skálds­ins Erl­ing Kittel­sen. Hann rembd­ist við að tengja goð­sagna­heim Aust­ursla­fa við fornn­or­ræn­ar goð­sög­ur og tókst mis­vel. Fyrsta krón­ík­an Þá vatt ég mér í lest­ur Fyrstu krón­ík­unn­ar...
„Maður er líka alltaf að gera grín að sjálfum sér“ - Helga Braga Jónsdóttir
Karlmennskan#108

„Mað­ur er líka alltaf að gera grín að sjálf­um sér“ - Helga Braga Jóns­dótt­ir

Helga Braga Jóns­dótt­ir er lei­kona og grín­isti, leið­sögu­mað­ur, flug­freyja, maga­dans­frum­kvöð­ull og kvenuppist­ands­frum­kvöð­ull. Helga Braga hef­ur skap­að ódauð­lega karakt­era og skrif­að og leik­ið í ódauð­leg­um sen­um t.d. með Fóst­bræðr­um. Auk þess hef­ur Helga auð­vit­að leik­ið í fjöl­morg­um þátt­um, bíó­mynd­um, ára­móta­s­kaup­um og fleiru. Við spjöll­um um grín­ið, hvernig og hvort það hef­ur breyst, kryfj­um nokkr­ar sen­ur úr Fóst­bræðr­um og för­um inn á per­sónu­legri svið þeg­ar tal­ið berst að bylt­ing­um und­an­far­inna ára og mán­aða. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Anamma og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.
Vendipunkts að vænta í kjaraviðræðunum í fyrramálið
Fréttir

Vendipunkts að vænta í kjara­við­ræð­un­um í fyrra­mál­ið

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins fund­aði í kvöld um stöð­una í kjara­við­ræð­um. Formað­ur VR seg­ir að það ráð­ist fljótt í fyrra­mál­ið hvort at­vinnu­rek­end­ur sætt­ist á þá hug­mynda­fræði sem verka­lýðs­fé­lög­in vilji leggja upp með í við­ræð­un­um.
Eldhringurinn minnir á sig á Jövu
Fréttir

Eld­hring­ur­inn minn­ir á sig á Jövu

Um 2.000 íbú­ar Aust­ur-Java hér­aðs­ins í Indó­nes­íu voru til­neydd­ir til þess að rýma hús­næði sitt og leita skjóls í op­in­ber­um bygg­ing­um eft­ir að eld­fjall­ið Mount Semeru gaus að­faranótt sunnu­dags. Mount Semeru er um 640 kíló­metr­um suð­aust­ur af höf­uð­borg­inni Jakarta á eyj­unni Java, sem jafn­framt er fjöl­menn­asta eyja Indó­nes­íu.
Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
ViðtalHamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Er ríkasti maður Noregs 2022 og stærsti eigandi laxeldis á Íslandi
Fréttir

Er rík­asti mað­ur Nor­egs 2022 og stærsti eig­andi lax­eld­is á Ís­landi

Lax­eldiserf­ing­inn Gustav Magn­ar Witzøe, eig­andi Salm­ar, á rúm­lega 380 millj­arða ís­lenskra króna. Hann er efst­ur á lista yf­ir skatt­greið­end­ur í Nor­egi. Salm­ar er stærsti hags­muna­að­il­inn í lax­eldi á Ís­landi sem stærsti eig­andi Arn­ar­lax á Bíldu­dal.
Fullyrða að enginn frá Samherja hafi verið borinn sökum í Namibíu
Fréttir

Full­yrða að eng­inn frá Sam­herja hafi ver­ið bor­inn sök­um í Namib­íu

Full­yrt er í árs­reikn­ingi Sam­herja Hold­ing að eng­inn starfs­mað­ur tengd­ur fé­lag­inu hafi ver­ið bor­inn sök­um í rann­sókn­um namib­ískra yf­ir­valda á mútu­greiðsl­um þar í landi. Raun­in er að sak­sókn­ari hafi ít­rek­að yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar um að vilja ákæra þrjá starfs­menn í sam­stæð­unni, sem fyr­ir­svars­menn namib­ískra dótt­ur­fé­laga út­gerð­ar­inn­ar og leit­að að­stoð­ar við að fá þá fram­selda.