Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Einkennist loftslagsumræðan af siðfári?

Einkennist loftslagsumræðan af siðfári?

Um fátt er meira rætt þessa dagana en loftslagsmálin og er það af hinu góða. Allir þurfa að vera vakandi yfir því hvernig við göngum um plánetuna okkar, sem er jú einstök og bara til eitt stykki af (svo langt sem þekking okkar nær). Um þessar mundir búa rúmlega sjö milljarðar manna á henni, en spár telja að allt að 11 milljarðar verði raunin um árið 2100, eftir um einn mannsaldur eða svo.

Grænir í V-Þýskalandi upphafið

Segja má að saga umræðunnar um loftslags og umhverfismál á Vesturlöndum hafi byrjað fyrir alvöru með flokki umhverfissinnaðra Græningja í þáverandi Vestur-Þýsklandi á sjöunda áratug síðustu aldar. Framan af einkenndist umræðan meðal annars af áhyggjum manna af kjarnorku og notkun hennar (ennþá kalt stríð risaveldanna), en smám saman blandaðist ósonlagið inn í þetta, sem átti að koma gat á og það átti jafnvel hverfa. Það er þó enn á sínum stað. Hin síðari ár hefur málið hins vegar einkennst af því sem kallast gróðurhúsaáhrif, hlýnun jarðar, bráðnun jökla og fleiru slíku. Sterk orð eru notuð í umræðunni; neyðarástand, hamfarahlýnun og fleira slíkt. Það er á stundum óneitanlega ,,dómsdagstónn“ í umræðunni.

Margar skýrslur hafa verið gefnar út (sem valda oft tímabundnu fjaðrafoki og umræðu í fjölmiðlum), allskyns ráðstefnur, fundir, mótmæli og annað slíkt hafa farið fram. Meðal annars hér á Íslandi, með skólaverkföllum ungs fólks undanfarið. Ekki má svo gleyma öllum samningum eða sáttmálum, þeim helstu frá Ríó-ráðstefnunni árið 1992, Kyoto í Japan árið 1997 og París 2016. Enginn þessara samninga er fullkomlega bindandi fyrir þau lönd sem skrifa undir, þeir eru meira í ætt við loforð eða skuldbindingar. Verður það að teljast galli, en þetta er jafnframt erfitt viðureignar, því hver ætti að hafa eftirlit með framfylgni ákvæðanna í þessum samningum? Enn sem komið er, er ekkert slíkt yfirþjóðlegt vald til, þó að Sameinuðu þjóðirnar komist sennilega næst því. Þjóðríkin ráða enn mjög miklu í þessum efnum eins og sér.

Umhverfisvitund fólks hefur því sennilega aldrei verið meiri en nú og við erum sífellt minnt á nauðsyn þess að hugsa um umhverfið og á því er mjög margarg hliðar. Það er jákvætt og af hinu góða.

Hinsvegar er áhugavert að velta því fyrir sér hvort umræðan um loftslagsmálin einkennist af því sem kallast ,,siðfár“ eða það sem á ensku er kallað ,,moral panic“?

Í mótmælum og öðru slíku hefur til dæmis heyrst það sjónarmið að ef ekkert sé gert í þessu, þá muni bara allt fara fjandans til á næstu 10-20 árum og að börn framtíðarinnar muni einmitt ekki eignast neitt (eða upplifa) það sem kallast framtíð. Þetta sé bara næstum því búið spil! Þetta heyrðist líka í umræðunni um ósón-lagið á sínum tíma.

Og það örlar nokkuð á hræðslu í þessu og allri vita að það er auðvelt að stjórna okkur og ráðskast með okkur ef við erum hrædd. Hræðsla er áhrifaríkt verkfæri og getur hæglega verið misnotað af þeim sem beita hræðslu sem slíku tæki.

Hvað er siðfár?

En hvað er siðfár? Í ágætri BA ritgerð um hingaðkomu erlendra hermanna í seinna stríði (Siðfár á Íslandi? Samskipti íslenskra kvenna og erlendra hermanna á hernámsárunum 1940-1945) sem Una Lind Hauksdóttir skrifaði árið 2016 segir þetta: ,,Þegar siðfár heltekur samfélag er hægt að tala um að ákveðið ástand, atburður, einstaklingar eða hópar sýni af sér einhverskonar hegðun, sem álitin er ógn við samfélagsleg gildi.“ Í framhaldinu segir Una að ástandið geti orðið það alvarlegt að talið sé nauðsynlegt að grípa til sértækra aðgerða til þess að koma í veg fyrir varanlegan skaða (sem var gert í tilfelli ákveðins fjölda stúlkna á þessum tíma sem t.d. voru sendar úr borginni og upp í sveit, Borgarfjörð, vegna ástandsins á árunum 1942-3).

E-pillan olli hræðslu

Annar fræðimaður sem fjallað hefur um siðfár á Íslandi er Dr. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur, en í nýjustu bók sinni ,,Afbrot og íslenskt samfélag“ (Háskólaútgáfan, 2018) fjallar Helgi um tilkomu e-pillunnar (eiturlyf) á Íslandi í kringum 1990. Helgi segir að hingaðkoma e-töflunnar hafi valdið mikilli hræðslu í samfélaginu og fjölmiðlar hafi fjallað mikið um þetta. Kröfur hafi komið fram um róttækar aðgerðir og það strax! Við þessu var meðal annars brugðist með auknu fjármagni til lögreglunnar, segir Helgi í bók sinni.

Í sambandi við siðfár er einnig talað um þjóðarskelfa (,,folk devils“) en í þessum tveimur tilfellum eru það þá í fyrsta lagi erlendu hermennirnir sem komu hingað til lands og ollu t.d. ,,ástandinu“ og í öðru lagi þeir sem fluttu hingað inn og seldu e-töflur (oft kallaðir ,,sölumenn dauðans).

Rannsóknir hafa sýnt að inn í umræðuna um siðfár blandast oft fjórir hópar í samfélaginu; fjölmiðlar, þrýstihópar, almenningur og aðilar innan stjórnkerfisins. Í sambandi við loftslagsmálin má segja að fjölmiðlar séu í lykihlutverki í umræðunni, en hún vekur upp tilfinningar hjá almenningi, hún vekur einnig til lífs og heldur lífi í þrýstihópum (aðgerðarhópum) og síðan má segja að þetta ,,leki“ síðan allt inn í stjórnkerfið í formi pólitískrar umræðu, stefnumörkunar á sviði loftslagamála og fleira slíkt.

Dæmi um umfjöllun fjölmiðla eru til dæmis þættirnir ,,Hvað höfum við gert?” á RÚV, en óneitanlega gefur titillinni til kynna að eitthvað verulega slæmt hafi átt sér stað. Alls voru 10 þættir sýndir og vöktu þeir athygli.

Eru flugfarþegar nútímans þjóðarskelfarnir?

En hverjir eru þá ,,þjóðarskelfarnir“ í þessu dæmi? Eru það þeir sem keyra um á bifreiðum knúnum jarðefnaeldsneyti og eða þeir sem fljúga á milli staða í flugvélum? Nú hefur orðið til orðið nýtt orð; ,,flugviskubit“ (sumir kalla það líka ,,flugskömm") en það vísar til einshverskonar samviskubits flugfarþega, sem eru þá væntanlega að ,,menga jörðina“ og stuðla að hlýnun jarðar með því að fljúga á milli staða. Sumir ræða jafnvel um að á næstu árum muni flugferðum fólks fækka. Verða fleiri hópar þjóðarskelfar í framtíðinni?

Annað einkenni á siðfári er einnig talið vera að það hjaðnar, þ.e.a.s fyrirbærið kemst á flug(!), umræða verður mikil, allskyns sérfræðingar eru kvaddir til, almenningur verður/er óttasleginn, en svo dofnar þetta kannski og eitthvað annað tekur við. Gerist það með loftslagsmálin? Það verður kannski að teljast hæpið, því greinilegt er að þetta er málaflokkur sem er sennilega kominn varanlega á dagskrá mjög víða.

Nú er ég ekki með þessum orðum mínum á neinn hátt að draga úr eða gera lítið úr umræðunni um loftslagsmál, heldur fyrst og fremst að velta því fyrir mér hvort umræðan geti einkennst af því sem kallað er siðfár. En mögulega er ég líka að velta því fyrir mér hvort hér sé að verða til (eða hafi orðið til) ótti og hræðsla, sem kannski er ekki alveg ástæða til. Um það má deila. Það að hræða fólk að óþörfu og skapa ótta um framtíðina, til þess kannski að hvetja fólk til aðgerða (hræða), er það hin rétta aðferðafræði? Væri ekki upplýsing og fræðsla betur til verksins fallin (þar sem margt hefur vissulega verið gert)? Þá komum við að hlutverki skólakerfa í þessi samhengi, sem að mínu mati er mjög mikilvægt.

Ég tel hins vegar nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í sambandi við loftslagsmálin (eins og í svo mörgu öðru) og að fjölmiðlar og skoðanamyndandi aðilar í samfélaginu keyri ekki málið út í öfgar og jafnvel hræði ekki fólka að óþörfu, sérstaklega börn. Því öfgar á þessu sviði, eins og öðrum sviðum, eru yfirleitt ekki til góðs.

Höfundur er stjórnmálafræðingur. 

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum (mynd: Wikipedia Commons)

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
1

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
2

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar
3

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans
4

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“
5

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans
6

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“
7

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
5

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
6

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
5

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
6

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
5

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
6

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
5

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
6

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Nýtt á Stundinni

Kalli Birgis og Stóri, Ljóti Sósíalisminn

Símon Vestarr

Kalli Birgis og Stóri, Ljóti Sósíalisminn

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Mótsagnir málsvara SFS

Kjartan Jónsson

Mótsagnir málsvara SFS

Ísland sagt aðstoða við að finna mútupeninga Namibíumannanna í Samherjamálinu

Ísland sagt aðstoða við að finna mútupeninga Namibíumannanna í Samherjamálinu

Kjörin veisla fyrir bókaklúbba

Lífsgildin

Kjörin veisla fyrir bókaklúbba

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Upplýsingar og ákvarðanataka: Um styttingu opnunartíma leikskóla Reykjavíkur

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Upplýsingar og ákvarðanataka: Um styttingu opnunartíma leikskóla Reykjavíkur

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Glæpur og samviska

Glæpur og samviska

Vandi Rússlands

Þorvaldur Gylfason

Vandi Rússlands

Tölur um plast, tölum um plast

Tölur um plast, tölum um plast