Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Gerðu það, Lilja!

Gerðu það, Lilja!

Sæl Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra!

Verið er að fjalla um „leyfisbréfamálið“, frumvarp þitt, í Allsherjar og menntamálanefnd þingsins, en mér sýnist að eigi að keyra þetta í gegn á þessu laaanga (og umtalaða) þingi.

Það fjallar um um að innleiða eitt leyfisbréf fyrir leikskóla, grunn og framhaldsskóla þessa lands.

Eins og þú veist, þá hefur frumvarpið mætt MJÖG mikilli andstöðu meðal framhaldsskólakennara landsins. Við erum um 1500 stykki! Meðal annars hafa fjölmargar ályktanir gegn frumvarpinu borist frá öllum helstu framhaldsskólum landsins.

Finnst þér samt rétt að gera þetta að lögum? Finnst þér það lýðræðislegt? Af hverju þarf að drífa þetta mál svona í gegn? Ég hef eiginlega aldrei komist til botns í því - á hverju liggur?

Í þessu stutta bréfi ætla ég ekki að endursegja öll þau rök sem komi hafa fram hjá okkur framhaldsskólakennurum. Þau hafa birst í fjölmörgum greinum og ályktunum á ýmsum miðlum.

Flestum framhaldsskólakennurum finnst að sér vegið og við erum því að reyna að verja okkur og okkar hagsmuni. En við virðumst tala fyrir daufum eyrum og það finnst mér miður.

Í aðalnámsskrá framhaldsskóla er farið um það fögrum orðum að við, sem kennarar, eigum að stuðla að lýðræði og öðru slíku í okkar starfi. Já, kenna lýðræði! Orðið ,,lýðræði“ kemur alls 62 sinnum fyrir í skjalinu.

En þegar nánast er rúllað yfir okkur, eins og virðist eiga að gera núna, hvernig eigum við þá að geta kennt lýðræði og álíka hluti? 

Því langar mig með þessu bréfi að biðja þig um að endurskoða þetta mál og hlusta betur á sjónarmið okkar framhaldsskólakennara í málinu.

Það mætti jafnvel fresta því, eins og blessuðum þriðja orkupakkanum, eða?

Geeeerðu það, Lilja!

(Myndin er bandarísk)

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni