Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Sextíu þúsund milljónir í veggjöld?

Sextíu þúsund milljónir í veggjöld?

Veggjöld hafa verið heitt umræðu­efni að und­an­förnu og sýn­ist sitt hverj­um. Segja má að umræðan um veggjöldin séu í raun afleið­ing efna­hags­hruns­ins 2008 og afleið­inga þess; bæði gríð­ar­legs halla sem skap­að­ist á rekstri rík­is­ins (um 150 millj­arðar þegar mest lét) og eins ferða­manna­bólunnar sem skap­að­ist um og upp úr 2010 og gríð­ar­legs vaxtar í þeirri grein.

Ástand margra vega hefur lengi verið mjög slæmt og nú finnst (ráða)­mönnum kom­inn tími til þess að bæta úr því.

Þess vegna hafa menn fengið þá hug­mynd að leggja á veggjöld, til þess að fjár­magna það sem er kallað ,,inn­viða­upp­bygg­ing“ og er þá yfir­leitt verið að tala um vegi og sam­göngu­mann­virki.

Hér eru stórar upp­hæðir á ferð­inni og hefur Jón Gunn­ars­son, fyrrum sam­göngu­ráð­herra og nú sér­stakur tals­maður Sam­göngu­á­ætl­unar nefnt töl­una 60 millj­arða í þessu sam­hengi. Sex­tíu þús­und millj­ón­ir! Til sam­an­burðar voru tekjur rík­is­ins af elds­neyti og bif­reiða­gjöldum árið 2016 um 44 millj­arðar en fram­lag rík­is­ins til Vega­gerð­ar­innar var hins vegar ein­ungis um 25 millj­arðar (um 57% af þessum pen­ing­um). Hvað er gert við hin 43 pró­sent­in? Væri ekki hægt að nota meira af þessu fé í inn­viði.

Inn­viða­kerfi ekki ókeypis

Í Sví­þjóð voru um miðjan síð­asta ára­tug sett á veggjöld, það sem kalla mætti ,,þrengsla­skatt“ (trängselskatt) í Stokk­hólmi. Það var gert til þess að minnka umferð inn í borg­ina, en einnig voru umhverf­is­leg sjón­ar­mið í þessu líka. Um er að ræða sjálf­virkt kerfi sem les núm­era­plötur á helstu inn og útleiðum úr borg­inni (20 stöðv­ar). Þetta kerfi var og er hins vegar ekki ókeyp­is. Árið 2011 var kerfið búið að kosta um 3.1 millj­arð króna, sem eru á núvirði tæpir 40 millj­arðar króna. Kerfið var hins vegar ekki byrjað að skapa tekjur og var ekki búið að borga sig upp. Þetta kemur fram í grein í tækni­tíma­rit­inu Computer­Sweden.

Þar kemur einnig fram að nokkuð hár hluti af kerf­inu fer í að reka kerf­ið, en reiknað er með að sá hlutur hafi farið lækk­andi. Það var IBM sem hann­aði kerf­ið, en nú er það í höndum Sam­göngu­yf­ir­valda (Tran­sport­styrel­sen). Þetta kerfi var því alls ekki ókeypis og í fram­haldi af þessu má spyrja; hvernig kerfi á að setja upp hér, hvað á það að kosta, hver á rekstr­ar­kostn­að­ur­inn að vera, hverjar tekj­urn­ar, hver á að reka kerfið og svo fram­veg­is?

Nei verður Já

Álíka kerfi, með 36 stöðv­um, hefur einnig verið sett upp í Gauta­borg. Sænska þingið tók ákvörðun um skatt­heimtu í borg­inni árið 2010, en í maí árið 2013 fengu íbúar borg­ar­innar (500.000 íbú­ar, um 1 milljón með úthverfum - ,,metro“) að kjósa um málið og var það fellt, nei sögðu tæp 57% íbúa, en um 43% voru því fylgj­andi. Um 73% kosn­inga­bærra tóku þátt, sem er hátt hlut­fall. Þessi nið­ur­staða var hins vegar höfð að engu árið 2015 þegar yfir­völd í borg­inni ákváðu að halda skatt­in­um.

Í báðum þessum kerfum eru gjöldin mis­mun­andi eftir því á hvaða tíma dags er farið í gegn, dýr­ast á álags­tím­um, snemma dags og síð­degis og á ákveðnu tíma­bil er ókeypis í gegn (seint um kvöld og að næt­ur­lag­i). Að sumri til er einnig tíma­bil, þegar ókeypis er að fara í geg, Hvernig hafa menn hugsað sér þetta hér á landi?

Í til­felli Gauta­borgar hafa hins vegar verið miklar deilur um mál­ið. Fjár­magn sem átti að fást átti að nota í miklar fram­kvæmdir í borg­inni, en árið 2015 tók sænska ríkið tekj­urnar alfarið til sín, til þess að standa straum af kostn­aði vegna auk­ins fjölda flótta­manna til Sví­þjóð­ar. Upp­haf­lega stóð til að ríki og borg myndu skipta með sér kostn­að­in­um. Þetta olli óánægju og segir okkur að stjórn­mála­maður sem segir A í dag, getur sagt B á morg­un.

Það sem helst má kannski lesa úr þessum dæmum er að þessi kerfi eru dýr í upp­setn­ingu og það kostar að reka þau líka. Ávallt fer ákveðið hlut­fall af tekjum í rekstur á kerf­inu (10-20%). Hvernig á að gera þetta hér á landi? Kerfi sem þessi þurfa líka við­hald og end­ur­fjár­fest­ingu. Með hve háum upp­hæðum er reiknað hér á landi?

Ævin­týrið með Sím­ann

Einnig má af þessu ráða að hægt er að svíkja gefin lof­orð í þessum efnum eins og öðr­um. Hér á Íslandi var fyr­ir­tækið Sím­inn seldur af rík­inu til einka­að­ila árið 2005 fyrir um 60 millj­arða króna, eða sömu upp­hæð og á að raka inn nú. Áttu pen­ing­arnir að fara í ýmsa ,,góða hluti“ eins og t.d. hátækni­sjúkra­hús. Einnig átti að fjár­magna Sunda­braut með þessum pen­ing­um. En það gerð­ist eitt­hvað allt ann­að, eins og sést hér og hér. Þetta er fróð­leg lesn­ing!

Hvaða trygg­ingar hafa því þeir sem mögu­lega þurfa að greiða veggjöld í fram­tíð­inni fyrir því að pen­ing­arnir fari í það sem sagt er að þeir eigi að fara í? Ef af verð­ur?

Stjórn­mála­menn hafa það fyrir atvinnu (og hlut­verk) að taka ákvarð­an­ir. Þessar ákvarð­anir eiga að vera grund­vall­aðar á bestu mögu­legu upp­lýs­ingum og þær eiga að koma almenn­ingi til góðs og varða almanna­hags­muni.

Vöndum vinnu­brögð

Ákvörðun sem felur í sér nýja skatt­heimtu upp á allt að 60.000 millj­ónir króna þarf því að vanda gríð­ar­lega. Hún á ekki að fá flýti­með­ferð. Hver er t.d. vilji Íslend­inga í þessu máli? Væri ekki vert að skoða það? Á að leyfa fólki að kjósa um þetta og hvaða rök mæla með því, eða á móti? Flýtum okkur hægt í þessum efnum - rétt eins og í umferð­inni. Þó málið sé brýnt. Þetta mál þarf nefni­lega að vanda, við höfum nóg af dæmum um illa grund­aðar ákvarð­anir í íslenskum stjórn­mál­um. Bætum ekki einni í safn­ið!

Höf­undur er MA í stjórn­mála­fræði.

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum þann 3.mars 2018

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu