Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Neyðarástand í öldrunarþjónustu

Neyðarástand í öldrunarþjónustu

  Allar samanburðarskýrslur sýna að Ísland hefur á undanförnum áratugum verið að dragast aftur úr hinum Norðurlandaþjóðunum í heilbrigðisþjónustu á þá sérstaklega öldrunarþjónustu. Þessi mál hafa verið ofarlega á dagskrá í öllum kosningar undanfarin ár og ekki hefur verið neinn skortur á loforðum frá stjórnmálamönnunum. En þrátt fyrir það gerist nánast ekkert hjá hinu opinbera og við blasir algjört neyðarástand í þessum málaflokki.

  Það er vel þekkt staðreynd að það mun verða gríðarleg fjölgun í hópnum sem er 67 ára og eldri eða úr 39.000 í 86.000 á árunum 2016 til 2050.

Heilsufar hefur batnað og meðalaldur hækkað, t.d. mun fjöldi einstaklinga 90 ára og eldri fjórfaldast á þessum tíma og fjöldi einstaklinga 80 ára og eldri þrefaldast og fjöldi þeirra verður rúmlega 33.000. Langflestir eldri borgara lifa sjálfstæðu lífi og einungis 6,5% 67 ára og eldri dveljast á hjúkrunarheimilum og þurfa sólarhringsumönnun.

  Þrátt fyrir að þessar staðreyndir hafi blasað við um langan tíma þá hafa ríkistjórnir þessarar aldar ekkert gert í því að fjölga hjúkrunarrýmum. Stjórnvöld hafa ráðstafað fjármunum framkvæmdasjóð aldraðra í rekstur hjúkrunarheimila þrátt fyrir að lögin um sjóðinn kveði skýrt á um að sjóðurinn eigi að standa undir uppbyggingu hjúkrunarheimila. Undanfarin ár hafa verið rúmlega 2500 hjúkrunarrými í boði á landinu og hefur engin fjölgun átt sér stað. Árið 2030 er áætlað að þörf verði á 4500 hjúkrunarrýmum.

 Það þarf að byggja allt að 200 ný hjúkrunarrými á hverju ári næstu þrjú kjörtímabil.

   En það er ekki nægjanlegt því það skortir mikið rekstrarfé í öldrunarþjónustuna. Mikill skortur er á starfsfólki sem er bein afleiðing þess að laun á þessu sviði eru alltof lág, starfsmenn leita í önnur betur launuð störf. Ríkið ber ábyrgð og leiðir kjarasamninga gagnvart þessum hópum og það er mikilvægt að ríkið tryggi þeim samkeppnishæf laun. Stjórnmálamenn verða að taka á þessum málum af fullum þunga og horfast í augu við þan mikla vanda sem við blasir.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni