Þýsk stjórnmál
Fréttamál
Þýska öfgahægrið vill hreinsa til í menningarlífi landsins

Þýska öfgahægrið vill hreinsa til í menningarlífi landsins

·

Meðlimir Alternative für Deutschland vilja láta til sín taka innan þýska menningargeirans. Flokksmenn hafa þegar hreiðrað um sig innan veggja ýmissa menningarstofnana og vilja hreinsa þær af þeim „óþverra“ sem þar fyrirfinnst.

Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta

Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta

·

Ótti ríkir í þýsku samfélagi eftir morðið á stjórnmálamanninum Walter Lübcke. Samtök nýnasista hafa birt dauðalista á vefnum þar sem fleiri stjórnmálamönnum er hótað lífláti. Öryggislögregla Þýskalands þykir hafa sofið á verðinum gagnvart þeirri ógn sem stafar af hægri öfgamönnum.

Þegar lúxemborgskt skúffufélag eignaðist heimilin okkar

Jón Bjarki Magnússon

Þegar lúxemborgskt skúffufélag eignaðist heimilin okkar

Jón Bjarki Magnússon
·

Berlínarbúar beita ýmsum ráðum til þess að halda niðri leiguverði í borg sem trekkir að sér sífellt fleiri íbúa. Þegar lúxemborgskt skúffufélag keypti nýlega litla íbúðarblokk í austurhluta borgarinnar tóku leigjendurnir sig saman og börðust gegn sölunni. Íslendingarnir í húsinu höfðu litla trú á að slík barátta gæti skilað árangri.

Popúlistar eiga síður upp á pallborðið í þýskum stjórnmálum

Popúlistar eiga síður upp á pallborðið í þýskum stjórnmálum

·

Þýskir kjósendur virðast ætla að halla sér að rótgrónum kerfisflokkum í komandi kosningum. Þeir hafa meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum en hryðjuverkum.

Þýska öfgahægrið missir flugið

Þýska öfgahægrið missir flugið

·

Stuðningur við þýska hægri öfgaflokkinn Alternative für Deutschland, AfD, virðist fara dvínandi samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum í Þýskalandi. Meðlimir flokksins hafa meðal annars talað fyrir því að flóttamenn séu skotnir á landamærunum, gegn fóstureyðingum og kynfræðslu barna, og sagt að íslam samræmist ekki stjórnarskránni. Eftir að hafa fagnað sigri síðastliðið haust mælist flokkurinn nú aðeins með 8,5 prósent fylgi.

Angela Merkel, leiðtogi hins frjálsa heims

Angela Merkel, leiðtogi hins frjálsa heims

·

Ýmsir vilja meina að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sé leiðtogi hins frjálsa heims nú þegar Donald Trump hefur tekið við völdum í Bandaríkjunum. Prestsdóttirin Merkel ólst upp í Austur-Þýskalandi. Hún er menntaður eðlisfræðingur og talar reiprennandi rússnesku. Við fall Berlínarmúrsins ákvað hún að láta til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. Kanslarinn sækist nú eftir endurkjöri fjórða kjörtímabilið í röð en komandi ár gæti orðið afdrifaríkt í Evrópu nú þegar popúlískir hægri flokkar eru að sækja í sig veðrið í álfunni.

Óttast að falskar fréttir grafi undan lýðræðinu í Evrópu

Óttast að falskar fréttir grafi undan lýðræðinu í Evrópu

·

Svokölluðum fölskum fréttum hefur fjölgað verulega í Þýskalandi á nýju ári. Facebook hefur gert samning við rannsóknarfjölmiðilinn Correctiv um að sannreyna þýskar fréttir. Svipaðir samningar hafa verið gerðir í Bandaríkjunum. Frönsk og þýsk stjórnvöld óttast að falskar fréttir geti haft veruleg áhrif á kosningaúrslit í löndunum tveimur. Stjórnmálamenn nýta sér orðræðuna um falskar fréttir í þeim tilgangi að grafa undan gagnrýninni umræðu.

Hrammur öfgahægrisins setur mark sitt á Berlín

Hrammur öfgahægrisins setur mark sitt á Berlín

·

Þýski öfgahægriflokkurinn Alternative für Deutschland fagnar áfangasigri í Berlín. Formaður flokksins sagði réttlætanlegt að skjóta flóttafólk á landamærunum. Flokkurinn sækir fylgi sitt til þýskrar millistéttar jafnt sem óánægðs verkafólks. Stórt skref í áttina að þýska sambandsþinginu, segir talsmaður flokksins.