Reynsla

Þegar lúxemborgskt skúffufélag eignaðist heimilin okkar

Berlínarbúar beita ýmsum ráðum til þess að halda niðri leiguverði í borg sem trekkir að sér sífellt fleiri íbúa. Þegar lúxemborgskt skúffufélag keypti nýlega litla íbúðarblokk í austurhluta borgarinnar tóku leigjendurnir sig saman og börðust gegn sölunni. Íslendingarnir í húsinu höfðu litla trú á að slík barátta gæti skilað árangri.

Í klóm skúffufélags „Manni leið eins og maður væri varnarlaust dýr,“ segir Anja um það hvernig henni leið þegar þeim Henry varð ljóst að íbúðin sem þau leigja hafði verið keypt af skúffufélagi skráðu í Lúxemborg. Hér má sjá þau með syni sínum, hinum eins árs gamla Luca, en börnin þeirra tvö, þau Julian og Nico, eru hjá þeim aðra hverja viku. Mynd: Jón Bjarki

Þegar við komum aftur heim til Berlínar í lok sumars eftir mánaðardvöl á Íslandi minnti blokkin okkar einna helst á hústökuna í götunni fyrir neðan okkur. Framhliðin var þakin fánum sem hengu utan á svölum einstakra íbúða og á þeim ýmis skilaboð á borð við: „Við förum ekki“, „Berlín, keyptu mig“ og „Stöðvum miðstéttarvæðinguna“. Í fyrstu höfðum við ekki hugmynd um hvað gengi á. Síðar komumst við að því að skúffufélagið Albert Immo S.a.r.l, sem skráð er í Lúxemborg og rekja má í gegnum tíu önnur skúffufélög til fjölskyldu í Lundúnum, hefði keypt blokkina eins og hún lagði sig. Við vissum ekkert um fyrirætlanir þeirra en nágrannarnir á Matternstrasse, sem sumir hverjir hafa búið í húsinu frá því fyrir fall múrsins, voru skiljanlega uggandi um hvers væri að vænta.

Haustið 2015 fluttumst við kærastan mín, Hlín Ólafsdóttir, til Berlínar þar sem við leggjum nú bæði stund á ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti

Greining

Miðflokkurinn er stærsta popúlíska hreyfing Íslands

Fréttir

Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun

Leiðari

Hvers virði eru völdin?

Fréttir

Óásættanlegt að ferðaþjónusta fatlaðra skerðist vegna landsleiksins

Mest lesið í vikunni

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Fréttir

Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Viðtal

Næturnar voru algert helvíti