Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta

Ótti rík­ir í þýsku sam­fé­lagi eft­ir morð­ið á stjórn­mála­mann­in­um Walter Lübcke. Sam­tök nýnas­ista hafa birt dauðalista á vefn­um þar sem fleiri stjórn­mála­mönn­um er hót­að líf­láti. Ör­ygg­is­lög­regla Þýska­lands þyk­ir hafa sof­ið á verð­in­um gagn­vart þeirri ógn sem staf­ar af hægri öfga­mönn­um.

Morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hefur undanfarnar vikur skekið þýskt samfélag. Lübcke, sem átti sæti á ríkisþingi Hesse sem aðalfulltrúi Kassel-borgar, fannst látinn í garðinum fyrir utan heimili sitt, þar sem hann hafði verið skotinn í hausinn af stuttu færi. Enginn skotvopn fundust á vettvangi en DNA sýni af Stephan Ernst, 45 ára gömlum öfga hægrimanni fundust á fötum Lübcke. Hann játaði síðar að hafa myrt stjórnmálamanninn vegna afstöðu hans í málefnum flóttafólks en dró játningu sína síðar til baka. Málið hefur vakið upp óþægilegar minningar um vanhæfi þýsku öryggislögreglunnar, BfV, til þess að takast á við ofbeldi hægri öfgamanna.

Fannst í garðinum Stjórnmálamaðurinn Walter Lübcke fannst látinn í garðinum sínum þann 2. júní. Hann hafði verið skotinn í hausinn af stuttu færi. 

Þetta er í fyrsta skipti síðan á sjöunda áratugnum sem þýskur stjórnmálamaður er myrtur og þykir til marks um breytt stjórnmálaástand í Þýskalandi. Flokkssystkini Lübcke úr röðum Kristilegra demókrata hafa meðal annars sakað liðsmenn hægri öfgaflokksins Alternative für Deutschland, AfD, um að kynda undir ofbeldi af þessu tagi með eitraðri og hættulegri umræðutaktík. Meðlimir AfD gera hinsvegar lítið úr ógninni af hægri öfgamönnum og saka stjórnvöld meðal annars um að bera ábyrgð á morðinu með frjálslyndri stefnu sinni í innflytjendamálum. Rökin eru eitthvað á þá leið að hægri öfgamenn væru einfaldlega ekki svona reiðir, hreinlega morðóðir, hefði Merkel ekki asnast til þess að opna landið fyrir flóttafólki árið 2015.

Hvað sem slíkri umræðu líður má ljóst vera að þýsk stjórnmál verða markeruð af atburðinum til lengri tíma. Sumir óttast að atburður sem þessi geti fælt frjálsynt fólk frá því að taka þátt í stjórnmálum en óhætt er að segja að andrúmsloftið sem myndast hefur í kjölfarið sé ekki beint geðslegt. Stuttu eftir morðið birtu ýmis samtök hægri öfgamanna og nýnasista dauðalista víðsvegar um veraldarvefinn þar sem finna mátti nöfn, heimilisföng og myndir af stjórnmálamönnum sem tala máli flóttafólks og þeir varaðir við að þeir yrðu næstir. Talið er að um þrettán þúsund þýskir nýnasistar séu tilbúnir til þess að beita ofbeldi til að koma málstað sínum á framfæri. Ógnin af hryðjuverkum af þeirra hendi er því sannarlega fyrir hendi.

„Líf þitt mun enda árið 2020“

Fleiri morðtilraunir

Hinn 65 ára gamli Walter Lübcke var rétt eins og flokkssystir hans Angela Merkel mikill talsmaður þess að opna Þýskaland fyrir flóttafólki og taldi það raunar siðferðislega skyldu að taka á móti fólki á flótta. Hann hafði gegnt stöðu aðalfulltrúa Kassel á ríkisþingi Hesse í rúm tíu ár og er lýst sem þöglum manni á oft á tíðum eldheitu þinginu, í nýlegri umfjöllun Der Spiegel. Þá hefur flokkur Kristilegra demókrata, CDU, gefið það út að Lübcke hafi aldrei verið hræddur við að tala meiningu sína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þýsk stjórnmál

Þegar lúxemborgskt skúffufélag eignaðist heimilin okkar
Jón Bjarki Magnússon
Reynsla

Jón Bjarki Magnússon

Þeg­ar lúx­em­borgskt skúffu­fé­lag eign­að­ist heim­il­in okk­ar

Berlín­ar­bú­ar beita ýms­um ráð­um til þess að halda niðri leigu­verði í borg sem trekk­ir að sér sí­fellt fleiri íbúa. Þeg­ar lúx­em­borgskt skúffu­fé­lag keypti ný­lega litla íbúð­ar­blokk í aust­ur­hluta borg­ar­inn­ar tóku leigj­end­urn­ir sig sam­an og börð­ust gegn söl­unni. Ís­lend­ing­arn­ir í hús­inu höfðu litla trú á að slík bar­átta gæti skil­að ár­angri.
Þýska öfgahægrið missir flugið
ErlentÞýsk stjórnmál

Þýska öfga­hægr­ið miss­ir flug­ið

Stuðn­ing­ur við þýska hægri öfga­flokk­inn Alternati­ve für Deutsch­land, AfD, virð­ist fara dvín­andi sam­kvæmt ný­leg­um skoð­ana­könn­un­um í Þýskalandi. Með­lim­ir flokks­ins hafa með­al ann­ars tal­að fyr­ir því að flótta­menn séu skotn­ir á landa­mær­un­um, gegn fóst­ur­eyð­ing­um og kyn­fræðslu barna, og sagt að íslam sam­ræm­ist ekki stjórn­ar­skránni. Eft­ir að hafa fagn­að sigri síð­ast­lið­ið haust mæl­ist flokk­ur­inn nú að­eins með 8,5 pró­sent fylgi.
Angela Merkel, leiðtogi hins frjálsa heims
Erlent

Ang­ela Merkel, leið­togi hins frjálsa heims

Ýms­ir vilja meina að Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, sé leið­togi hins frjálsa heims nú þeg­ar Don­ald Trump hef­ur tek­ið við völd­um í Banda­ríkj­un­um. Prests­dótt­ir­in Merkel ólst upp í Aust­ur-Þýskalandi. Hún er mennt­að­ur eðl­is­fræð­ing­ur og tal­ar reiprenn­andi rúss­nesku. Við fall Berlín­ar­múrs­ins ákvað hún að láta til sín taka á vett­vangi stjórn­mál­anna. Kansl­ar­inn sæk­ist nú eft­ir end­ur­kjöri fjórða kjör­tíma­bil­ið í röð en kom­andi ár gæti orð­ið af­drifa­ríkt í Evr­ópu nú þeg­ar po­púlí­sk­ir hægri flokk­ar eru að sækja í sig veðr­ið í álf­unni.
Óttast að falskar fréttir grafi undan lýðræðinu í Evrópu
Erlent

Ótt­ast að falsk­ar frétt­ir grafi und­an lýð­ræð­inu í Evr­ópu

Svo­köll­uð­um fölsk­um frétt­um hef­ur fjölg­að veru­lega í Þýskalandi á nýju ári. Face­book hef­ur gert samn­ing við rann­sókn­ar­fjöl­mið­il­inn Cor­rectiv um að sann­reyna þýsk­ar frétt­ir. Svip­að­ir samn­ing­ar hafa ver­ið gerð­ir í Banda­ríkj­un­um. Frönsk og þýsk stjórn­völd ótt­ast að falsk­ar frétt­ir geti haft veru­leg áhrif á kosn­inga­úr­slit í lönd­un­um tveim­ur. Stjórn­mála­menn nýta sér orð­ræð­una um falsk­ar frétt­ir í þeim til­gangi að grafa und­an gagn­rýn­inni um­ræðu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu