Ríkissaksóknarinn rekur hvernig 323 milljónir frá Samherja runnu til namibísks ráðamanns og meðreiðarsveina hans
Ríkissaksóknarinn í Namibíu, Martha Imalwa, hefur lagt fram gögn fyrir dómstólum þar sem sýna hvernig peningar runnu frá Samherja til namibískra ráðamanna í gegnum hina svokölluðu Namgomar-fléttu.
FréttirSamherjaskjölin
Fjármálastjóri Samherja í Namibíu vissi ekkert um mútugreiðslurnar
Adéll Pay, fjármálastjóri Samherja í Namibíu á árunum 2016 til 2020, vissi að eigin sögn ekki um mútugreiðslur félagsins til ráðamanna í landinu. Pay gerðist uppljóstrari hjá ákæruvaldinu í Namibíu í málinu, með sams konar hætti og Jóhannes Stefánsson'. Fjármálastjóri Samherja á Spáni, Ingvar Júlíusson, segir Pay hafa vitað af greiðslunum.
FréttirSamherjaskjölin
Opinberanir í tölvupóstum: Samherjamaður lagði á ráðin með Namibíumanni um að fela greiðslurnar
Jón Óttar Ólafsson, starfsmaður Samherja, ræddi við einn af Namibíumönnunum sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að þiggja mútur frá útgerðinni um hvernig hægt væri að fela millifærslurnar til þeirra. Namibíumaðurinn vildi að Samherji millifærði peninga úr öðrum namibískum banka þar sem upplýsingar virtust leka úr bankanum sem íslenska útgerðin notaði.
FréttirSamherjaskjölin
Afhjúpandi tölvupóstar um mútur í Samherjamálinu: ,,Honum hefur verið greitt, beint að utan"
Tölvupóstar milli starfsmanna Samherja, sem ekki hafa komið fram áður, sýna hvernig Aðalsteinn Helgason stakk upp á því að ráðamönnum í Namibíu yrði mútað í lok árs 2011. Póstarnir sýna meðal annars að Jóhannes Stefánsson getur ekki hafa verið einn um að ákveða að greiða ráðamönnunum mútur.
Rannsókn
Sagan af „smurningum“ Íslendinga í Nígeríu í ljósi Namibíumáls Samherja
Sagan um skreiðarviðskipti Íslands í Nígeríu kann að eiga þátt í skoðunum sumra útgerðarmanna á Íslandi á Namibíumálinu þar sem mútur og hvers kyns sporslur tíðkist víða í löndum Afríku. Ólafur Björnsson hjá samlagi skreiðarframleiðenda talaði fjálglega um mútur og „smurningar“ í bók sinni um viðskipti Íslendinga með skreið til Nígeríu. Íslenskir útgerðarmenn, eins og Gunnar Tómasson, vísa til skreiðarviðskiptanna sem ákveðinni hliðstæðu Namibíumáls Samherja þegar þeir eru spurðir um mat sitt á þessu máli.
FréttirSamherjaskjölin
Mörg ár liðu þar til ákært var í málum sem líkjast Samherjamálinu í Namibíu
Tvö af þekktustu málum Svíþjóðar þar sem mútugreiðslur í öðrum löndum voru rannsökuð í fimm og átta ár áður en. ákærur voru gefnar út í þeim. Í báðum tilfellum höfðu fyrirtækin viðurkennt að hafa mútað áhrifamönnum í Úsbekistan og Djibouti. Ólafur Hauksson héraðssaksóknari segir ómögulegt að fullyrða hvenær rannsókn Samherjamálsins í Namibíu muni ljúka.
ÚttektSamherjaskjölin
Pólitískir Samherjar
Starfsemi útgerðarinnar Samherja teygir sig um allan heim. Þegar hún er skoðuð kemur í ljós að víðast hvar má finna lykilstarfsmenn með sterk pólitísk tengsl; allt frá Íslandi til Færeyja og niður til Afríku.
FréttirSamherjaskjölin
Þorsteinn biðst afsökunar en segir aðeins Jóhannes hafa brotið lög
Samherji og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri útgerðarinnar biðjast afsökunar á starfsemi félagsins í Namibíu. Þetta gerir félagið í yfirlýsingu á vef sínum sem auglýst er í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag. Fullyrt er að enginn starfsmaður nema uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson hafi framið refsiverð brot og að tengdasonur sjávarútvegsráðherra Namibíu hafi veitt raunverulega ráðgjöf.
FréttirSamherjaskjölin
Bandarísk stjórnvöld banna Esau og Shanghala að ferðast til landsins
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur bannað Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, að ferðast til landsins. Ástæðan er þátttaka þeirra í spillingu. Þeir sitja í varðhaldi vegna viðskipta sinna við Samherja.
FréttirSamherjaskjölin
Orkusalan harmar að vera til umræðu en svarar engu
Framkvæmdastjóri Orkusölunnar, Magnús Kristjánsson, svarar engum spurningum um hvað stjórnendur vissu um tengsl nýráðins fjármálastjóra við Samherja og Namibíumálið. Til að mynda ekki því hvort stjórnendur hafi vitað af því að namibíska lögreglan hafi grunað fjármálastjórann um lögbrot.
FréttirSamherjaskjölin
Namibíska lögreglan bað Interpol að hafa uppi á nýráðnum fjármálastjóra Orkusölunnar
Elísabet Ýr Sveinsdóttir kom að millifærslum Samherjafélaga á Kýpur inn á leynireikning James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanns Fishcor, í Dúbaí. Tilkynnt var í dag um ráðningu hennar í starf fjármálastjóra Orkusölunnar, sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins.
FréttirSamherjaskjölin
Töluðu sig saman um að taka yfir Dropbox Jóhannesar
„Það þarf að loka netfanginu hans og endurstilla lykilorðið á dropbox reikningnum til að læsa hann úti af því,“ sagði Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, í skilaboðum til Örnu McClure, innanhúslögfræðings útgerðarinnar, og Aðalsteins Helgasonar lykilstarfsmanns. Jón Óttar Ólafsson rekur nákvæmlega hvernig hann braust inn á Dropbox uppljóstrarans í Namibíumálinu í yfirlýsingu sinni til dómstóla.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.