KPMG: „Það var ákvörðun Samherja að skipta um endurskoðunarfyrirtæki“
KPMG segir trúnað ríkja um viðskiptavini félagsins en að Samherji hafi ákveðið að skipta um endurskoðanda. Fyrirtækið sem Samherji skiptir nú við, BDO ehf., er með stutta viðskiptasögu á Íslandi. Spænska BDO hefur verið sektað og endurskoðandi þess dæmdur í fangelsi á Spáni fyrir að falsa bókhald útgerðarinnar Pescanova sem meðal annars veiðir í Namibíu.
FréttirSamherjaskjölin
1983
Samherji skiptir um endurskoðanda yfir Namibíufélaginu eftir þrettán ár hjá KPMG
Eignarhaldsfélagið Samherji Holding ehf. hefur skipt um endurskoðanda á Íslandi. Félagið heldur utan um félög sem eiga rekstur Samherja í Namibíu auk þess að vera stærsti hluthafi Eimskipafélagsins.
FréttirSamherjaskjölin
752
Lögreglan í Namibíu gefur ekki upp hvort til standi að yfirheyra stjórnendur Samherja
Rannsóknin á Samherjamálinu í Namibíu er á lokastigi og er lengra komin en rannsóknin á Íslandi. Yfirmaður namibísku spillingarlögreglunnar, Paulus Noa, segir að namibíska lögreglan hafi fengið upplýsingar frá Íslandi og kann að vera að átt sé við yfirheyrslurnar yfir starfsmönnum Samherja.
FréttirSamherjaskjölin
18128
Forseti Namibíu þakkaði forsætisráðherra Noregs fyrir aðstoðina við rannsókn Samherjamálsins
Hage Geingob þakkaði Ernu Solberg fyrir að Noregur hafi hjálpað Namibíu að rannsaka spillingarmál Samherja í Namibíu. Ísland og Noregur hafa veitt Namibíu aðstoð en lönd eins og Angóla, Dubaí og Kýpur hafa ekki verið eins viljug til þess.
FréttirSamherjaskjölin
24162
Björgólfur sagði ranglega að Samherji hefði ekki notað skattaskjól
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, svaraði því neitandi í viðtali spurður hvort félagið hefði notað skattaskjól í rekstri sínum. Að minnsta kosti þrjú skattaskjól tengjast rekstri Samherja þó ekkert sýni að lögbrot eða skattaundanskot hafi átt sér stað í þessum rekstri.
FréttirSamherjaskjölin
44196
Lögreglan í Namibíu bjartsýn á að rannsókn Samherjamálsins klárist fyrir miðjan desember
Paulus Noa, yfirmaður stofnunarinnar í Namibíu sem rannsakar Samherjamálið, segir líklegt að rannsókninni verði lokið um miðjan desember. Sakborningarnir í Samherjamálinu verða þá búnir að sitja í gæsluvarðhaldi í eitt ár.
GreiningSamherjaskjölin
40207
Sjávarútvegsráðherra Namibíu: Samherjamálið ástæðan fyrir að uppboð á kvóta frestaðist
Skipstjóri Samherja, Páll Steingrímsson, segir að Ríkisútvarpið beri ábyrgð á því að velferðarþjónusta í Namibíu er fjársvelt. Ástæðan er umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í landinu sem leitt hafi til nýs fyrirkomulags í úthlutun aflaheimilda sem ekki hafi gengið vel. Albert Kawana sjávarútvegsráðherra segir að hann vilji forðast spillingu eins og þá í Samherjamálinu í lengstu lög.
GreiningSamherjaskjölin
20168
Samherji stillir Namibíumálinu upp sem „ásökunum“ Jóhannesar
Samherji segir í ársreikningi sínum að Namibíumálið byggi á „ásökunum“ Jóhannesar Stefánssonar. Fjölþætt gögn eru hins vegar undir í málinu og byggja rannsóknir ákæruvaldsins í Namibíu og á Íslandi á þeim. Samherji segir ekki í ársreikningi sínum að Wikborg Rein hafi hreinsað félagið af þessum „ásökunum“.
FréttirSamherjaskjölin
89462
Samherji segir greiðslur til namibísku „hákarlanna“ hafa verið lögmætar
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segir að greiðslur Samherja til namibískra ráðamanna hafi verið „lögmætar“. Samherji útskýrir ekki eðli þessara greiðslna.
FréttirSamherjaskjölin
2191.119
Samherjafélag afskrifar 257 milljóna lán til félags Eyþórs Arnalds borgarfulltrúa
Félag Samherja sem lánaði Eyþóri Arnalds fyrir hlutabréfum í Morgunblaðinu tapaði 200 milljónum í fyrra. Skuld félags Eyþórs við Samherjafélagið hefur nú verið afskrifuð að fullu. Félagið sem lánar Eyþóri er fjármagnað óbeint af sama félagi á Kýpur og greiddi Namibíumönnum hundruð milljóna króna í mútur.
FréttirSamherjaskjölin
453
Segja efnahagsbrotalögguna í Namibíu fá þrjá mánuði til að ljúka rannsókn Samherjamálsins
Sjömenningarnir í Samherjamálinu í Namibíu sitja í gæsluvarðhaldi til 14. desember. Þá kemur væntanlega í ljóst hvort þeir verða ákærðir fyrir mútuþægni eða ekki.
FréttirSamherjaskjölin
4119
Þess vegna eru þessi sex yfirheyrð í Namibíumálinu
Sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja hafa réttarstöðu sakborninga í rannsókn héraðssaksóknara á Namibíumálinu og voru þeir yfirheyrðir í sumar. Þetta sýnir að rannsókn Namibíumálsins er í gangi hjá embættinu.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.