Fréttamál

Samherjaskjölin

Greinar

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.
Samherji vildi bjóða „Stóra manninum“ frá Namibíu á Fiskidaginn
FréttirSamherjaskjölin

Sam­herji vildi bjóða „Stóra mann­in­um“ frá Namib­íu á Fiski­dag­inn

Fiski­dag­ur­inn mikli á Dal­vík verð­ur hald­inn aft­ur í fyrsta skipti í ár frá því 2019 og styrk­ir Sam­herji há­tíð­ina. Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji hef­ur ver­ið helsti styrktarað­ili Fiski­dags­ins í gegn­um tíð­ina. Ár­ið 2012 ræddu starfs­menn Sam­herja um mögu­leik­ann á því að bjóða sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu, Bern­h­ard Es­au, á Fiski­dag­inn og var það sögð vera sér­stök ósk Þor­steins Más Bald­vins­son­ar að hann væri á Ís­landi í kring­um þenn­an dag.
Yfirlýsingar lögmanns Samherja í mótsögn við forstjóra
FréttirSamherjaskjölin

Yf­ir­lýs­ing­ar lög­manns Sam­herja í mót­sögn við for­stjóra

For­svars­menn Sam­herja, þar á með­al Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri, hafa hald­ið því fram að Namib­íu­mál­ið hafi eng­in áhrif haft á við­skipti sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins. Lög­mað­ur fyr­ir­tæk­is­ins sagði hins veg­ar fyr­ir dómi í Bretlandi í síð­asta mán­uði að stór­ir við­skipta­vin­ir hefðu stöðv­að við­skipti sín við fyr­ir­tæk­ið í kjöl­far um­fjöll­un­ar um mál­ið.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Félag Þorsteins Más orðið að skel utan um 30 milljarða lán til barna hans
GreiningSamherjaskjölin

Fé­lag Þor­steins Más orð­ið að skel ut­an um 30 millj­arða lán til barna hans

Eign­ar­halds­fé­lag Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og fyrr­ver­andi eig­in­konu hans Helgu S. Guð­munds­dótt­ir á ekki leng­ur nein­ar fyr­ir­tækja­eign­ir að ráði. Fé­lag­ið hef­ur á síð­ustu ár­um, í kjöl­far Sam­herja­máls­ins, los­að sig við hluta­bréf í ís­lenska út­gerð­ar­fé­lag­inu Sam­herja hf, í út­gerð­um er­lend­is og í Eim­skip­um. Í dag er fé­lag­ið ekk­ert ann­að en kennitala ut­an um selj­endalán vegna sölu á 44 pró­senta hlut í Sam­herja.
Mútuþegar Samherja fyrir rétt í október
FréttirSamherjaskjölin

Mútu­þeg­ar Sam­herja fyr­ir rétt í októ­ber

Rétt­ar­höld í máli namib­ískra stjórn­mála- og áhrifa­manna sem ákærð­ir eru fyr­ir að þiggja mút­ur frá Sam­herja í skipt­um fyr­ir kvóta, munu hefjast 2. októ­ber. Þetta var ákveð­ið í þing­haldi í Namib­íu í morg­un. „Stór stund“ en fjar­vera Ís­lend­inga æp­andi, seg­ir tals­mað­ur sam­taka gegn spill­ingu í Namib­íu. Jó­hann­es Stef­áns­son fagn­ar áfang­an­um og er klár í vitna­stúk­una í Wind­hoek í haust.

Mest lesið undanfarið ár