Icelandair gat þess aldrei að félagið stundaði viðskipti í gegnum Tortólu
Flugfélagið Icelandair lét þess aldrei getið opinberlega að félagið hefði fjárfest í þremur Boeing-þotum í gegnum Tortóla-félag. Viðskipti félagsins í gegnum Tortólu komu fram í Pandópruskjölunum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að hlutur Icelandair í félögunum sem héldu utan um þoturnar hafi verið seldur með tapi.
ÚttektPandóruskjölin
Úkraínski sígarettukóngurinn sem fór með konu í stríð
Pandóruskjölin sýna hvernig úkraínskur meðframleiðandi íslensku verðlaunamyndarinnar Kona fer í stríð sækir í aflandssjóð til að fjármagna kvikmyndaverkefni sín. Uppruni peninga hans er gríðarstórt sígarettuveldi í Úkraínu. Framleiðandi myndarinnar fullyrðir þó að þeir peningar hafi ekki verið notaðir við gerð íslensku myndarinnar.
AfhjúpunPandóruskjölin
1
Aflandshýsing í aflandsfélagi hýsir klám og nýnasistaáróður á Íslandi
Íslendingur búsettur í Taílandi er potturinn og pannan í rekstri umdeilds vefhýsingarfyrirtækis sem gerir út á tjáningarfrelsisákvæði íslenskra laga. Klám, nýnasistaáróður og nafnlaust níð er hýst á vegum fyrirtækisins. „Ég hef ekkert að fela,“ segir maðurinn, sem er einn þeirra sem afhjúpaðir eru í Pandóruskjölunum.
FréttirPandóruskjölin
Jón segir að verið sé að færa eignarhaldsfélag fjölskyldunnar frá Tortóla til Hong Kong
Jón Ólafsson, fjárfestir og stofnandi vatnsverksmiðjunnar Icelandic Glacial í Ölfusi, segir að brátt muni hann og fjölskylda ekki eiga félag á Tortóla. Hann segir að hann hafi hætt að nota Tortólafélög eftir að hann lenti í skattamáli við íslenska skattinn sem var vísað frá á endanum.
ÚttektPandóruskjölin
Fasteignakaup Blair-hjóna, konungs Jórdaníu og forsætisráðherra Tékklands
Pandóruskjölin sýna hvernig stjórnmálamenn og ríkt fólk nýtir sér aflandsfélög til að fela slóð viðskipta sinna og oft sleppa við að borga skatta.
FréttirPandóruskjölin
Tortólafélag utan um rekstur í Dúbaí: „Þessar keðjur af félögum eru bara eins og jólatré
Sigfús Jónsson og Stefán Páll Þórarinsson, sem kenndir voru við fjárfestingarfélagið Nýsi á árum áður, fjárfestu í bresku félagi sem átti Tortólafélag utan um starfsemi sína í furstadæminu Dúbaí. Sigfús segir notkun félagsins hafa verið af illri nauðsyn.
FréttirPandóruskjölin
Fyrirtæki í eigu Icelandair keypti þrjár Boeing-þotur til Tortóla með láni frá íslenskum banka
Nafn fyrirtækis í eigu flugfélagsins Icelandair kemur fyrir í Pandóruskjölunum svokölluðu. Fyrirtæki í eigu Icelandair hafa nú komið við sögu í þremur stórum lekum úr skattaskjólum síðastliðin ár.
GreiningPandóruskjölin
1
Pandóruskjölin: Íslendingar í aflandsleka
Á Íslandi snerta Pandóruskjölin allt frá vatnsverksmiðju í Þorlákshöfn til flugvélaviðskipta á Tortóla, hýsingu kláms og fíkniefnasölusíðna á Íslandi en líka til þess sem varla verður útskýrt öðruvísi en sem ímyndarsköpun. Þótt lekinn sé sá stærsti eru fáir Íslendingar í skjölunum miðað við fyrri leka.
FréttirPandóruskjölin
FME sektaði Kviku vegna hagsmunaárekstra Ármanns sem fram koma í Pandóruskjölunum
Ármann Þorvaldsson, aðstoðarforstjóri Kviku, átti að minnsta kosti tvö félög í skattaskjólum sem koma fram í Pandóruskjölunum. Gögnin sýna einnig viðskipti bresks félags sem hann stofnaði sem Fjármálaeftirlitið hefur sektað Kviku fyrir að stunda viðskipti við. Kvika staðfestir að sektin hafi verið út af hagsmunaárekstrum tengdum Ármanni og breska félaginu.
FréttirPandóruskjölin
Magnús flutti félag úr skattaskjólinu Panama til Lúxemborgar
Fjárfestirinn Magnús Ármann, sem var einn umsvifamesti íslenski athafnamaðurinn í Panamaskjölunum, flutti eignarhaldsfélag sitt úr skattaskjólinu Panama til Lúxemborgar árið 2016. Hann breytti um nafn á félaginu.
FréttirPandóruskjölin
Pandóruskjölin: Efnafyrirtæki flutti pening í skattaskjól eftir mengunarslys
Gögn úr Pandóruskjölunum sýna að Bernard de Laguiche faldi eign sína í Solvay efnarisanum á meðan sótt var að fyrirtækinu fyrir að menga grunnvatn á Ítalíu og í Bandaríkjunum.
FréttirPandóruskjölin
Pandóruskjölin: „Milljónamæringar Krists“ reka fólk af heimilum sínum
Pandóruskjölin sýna að kaþólsk kirkjudeild sem varð alræmd fyrir barnaníð hefur leynilega dælt gríðarstórum fjárhæðum í íbúðahúsnæði. Leigjendur voru bornir út á meðan faraldurinn geisaði.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.