Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Íslendingar í aflandsleka

Á Ís­landi snerta Pan­dóru­skjöl­in allt frá vatns­verk­smiðju í Þor­láks­höfn til flug­véla­við­skipta á Tor­tóla, hýs­ingu kláms og fíkni­efna­sölu­síðna á Ís­landi en líka til þess sem varla verð­ur út­skýrt öðru­vísi en sem ímynd­ar­sköp­un. Þótt lek­inn sé sá stærsti eru fá­ir Ís­lend­ing­ar í skjöl­un­um mið­að við fyrri leka.

Íslendingar í aflandsleka

Pandóruskjölin er samansafn 11,9 milljón mismunandi skjala frá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að setja upp aflandsfélög og -sjóði. Skjölunum var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, International Consortium of Investigative Journalists (ICIJ), sem deildi þeim með fjölmiðlum um allan heim; þar á meðal Stundinni og Reykjavík Media á Íslandi. Sömu samtök stóðu að birtingu upplýsinga úr hinum svokölluðu Panamaskjölum árið 2016.

Á Íslandi snerta Pandóruskjölin allt frá vatnsverksmiðju í Þorlákshöfn til flugvélaviðskipta á Tortóla, hýsingu kláms og fíkniefnasölusíðna á Íslandi en líka til þess sem varla verður útskýrt öðruvísi en sem ímyndarsköpun. Í gögnunum má finna upplýsingar um Íslending sem starfar sem öryggisvörður sem stofnaði aflandsfélag til að halda utan um 350 þúsund króna mánaðartekjur sínar. Og um annan sem rekur tiltölulega lítið eignarhaldsfélag í Sundagörðum sem á skúffufélag á Belize í óljósum tilgangi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Einar Már Gunnarsson skrifaði
    Já ljótt er að heyra af þessum feluleik hjá þessum Dúddum og fleiri eru þarna. Engeyingar eru víst þarna, hef ég heyrt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pandóruskjölin

Aflandshýsing í aflandsfélagi hýsir klám og nýnasistaáróður á Íslandi
AfhjúpunPandóruskjölin

Af­l­ands­hýs­ing í af­l­ands­fé­lagi hýs­ir klám og nýnas­ista­áróð­ur á Ís­landi

Ís­lend­ing­ur bú­sett­ur í Taílandi er pott­ur­inn og pann­an í rekstri um­deilds vef­hýs­ing­ar­fyr­ir­tæk­is sem ger­ir út á tján­ing­ar­frels­isákvæði ís­lenskra laga. Klám, nýnas­ista­áróð­ur og nafn­laust níð er hýst á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins. „Ég hef ekk­ert að fela,“ seg­ir mað­ur­inn, sem er einn þeirra sem af­hjúp­að­ir eru í Pan­dóru­skjöl­un­um.
Jón segir að verið sé að færa eignarhaldsfélag fjölskyldunnar frá Tortóla til Hong Kong
FréttirPandóruskjölin

Jón seg­ir að ver­ið sé að færa eign­ar­halds­fé­lag fjöl­skyld­unn­ar frá Tor­tóla til Hong Kong

Jón Ólafs­son, fjár­fest­ir og stofn­andi vatns­verk­smiðj­unn­ar Icelandic Glacial í Ölfusi, seg­ir að brátt muni hann og fjöl­skylda ekki eiga fé­lag á Tor­tóla. Hann seg­ir að hann hafi hætt að nota Tor­tóla­fé­lög eft­ir að hann lenti í skatta­máli við ís­lenska skatt­inn sem var vís­að frá á end­an­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu