Íslenska ríkið braut gegn sakborningum í Al-Thani málinu
Störf sonar hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar fyrir Kaupþing ollu því að draga mátti í efa að dómurinn væri óvilhallur. Málsmeðferðin talin réttlát að öðru leyti.
RannsóknAuðmenn
Landið sem auðmenn eiga
Auðmenn, bæði íslenskir og erlendir, hafa keypt upp fjölda jarða um land allt undanfarna áratugi. Stórtækastir eru James Ratcliffe og Jóhannes Kristinsson á Norðausturlandi.
RannsóknViðskipti Bjarna Benediktssonar
Engeyingarnir fengu tveggja milljarða kúlulán til að eignast N1
Gögnin úr Glitni sýna það aðgengi sem Bjarni Benediktsson og fjölskylda hans hafði að lánsfé hjá Glitni. Yfirtaka þeirra á Olíufélaginu var nær alfarið fjármögnuð af Glitni. Bjarni sjálfur fékk 50 milljóna kúlulán.
FréttirEignarhald DV
Jón Steinar kom að kaupunum á DV og Pressunni
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur unnið að viðskiptunum með fjölmiðla Presssunnar ásamt Sigurði G. Guðjónssyni. Enn liggur ekki ljóst fyrir hverijr það eru sem kaupa fjölmiðla Pressunnar. Björn Ingi Hrafnsson var í persónulegum ábyrgðum fyrir yfirdrætti fjölmiðlanna í bankakerfinu.
FréttirEinkavæðing bankanna
Ólafur Ólafsson lýsir pólitískri spillingu á Íslandi í varnarræðu sinni
Fjárfestirinn Ólafur Ólafsson, sem rannsóknarnefnd um einkavæðingu Búnaðarbankans segir hafa staðið að málamyndagerningi til að blekkja yfirvöld, sakar ráðherra Framsóknarfloksins og Sjálfstæðisflokksins um pólitísk inngrip. „Við vorum hafðir að leiksoppum í pólitísku leikriti,“ segir Ólafur meðal annars.
Fréttir
Borginni óheimilt að semja við þá sem hafa verið sakfelldir fyrir sviksemi
Í innkaupareglum Reykjavíkurborgar segir að óheimilt sé að gera samning við þá sem hafa verið sakfelldir fyrir spillingu, sviksemi, peningaþvætti eða þátttöku í skipulagri brotastarfsemi. Borgin samdi við félag í eigu Ólafs Ólafssonar um uppbyggingu 332 íbúða í Vogabyggð fyrr í mánuðinum. Ólafur fékk fjögurra og hálfs árs fangelsinsdóm fyrir hlutdeild sína í Al Thani-málinu. Í svari borgarlögmanns kemur fram að samningurinn flokkist ekki sem innkaup.
FréttirEinkavæðing bankanna
Aðilarnir að plottinu eru umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi í dag
Ólafur Ólafsson, Guðmundur Hjaltason og Hreiðar Már Sigurðsson neituðu allir að mæta í skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbankans. Þeir eru nú umsvifamiklir í viðskiptalífinu, meðal annars í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu og hóteluppbyggingu.
Fréttir
„Gefinn plús fyrir erlenda peninga“
Enginn erlendur banki kom að kaupunum á Búnaðarbanka Íslands. Ólafur Ólafsson setti ekki krónu af eigin fé í fjárfestinguna en hagnaðist þó gríðarlega á henni.
Lykilatriðið í einkavæðingu Búnaðarbankans var blekking sem hópur fólks tók þátt í eða var meðvitaður um. Menn á vegum fjárfestisins Ólafs Ólafssonar nýttu skattskjól til að fela raunverulega slóð eignarhaldsins og láta líta út fyrir að þýskur banki væri aðili að kaupunum. Ólafur var síðar dæmdur fyrir að taka þátt í sýndarviðskiptum til að auka trúverðugleika bankans þegar hann stefndi í þrot. Bankinn varð gjaldþrota fimm árum eftir einkavæðingu. En Ólafur er nú í milljarðafjárfestingum með lóðir í Reykjavík.
FréttirFangelsismál
Barnaníðingur nýtur góðs af breytingu laga um rafrænt eftirlit
Í apríl síðastliðnum var þeim Sigurði Einarssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni sleppt út af Kvíabryggju og á Vernd. Ástæða þess að þeir fengu frelsi fyrr en ella var lagabreyting, sem þingkona sagði sérstaklega smíðuð utan um þessa fanga. Einn af þeim sem nú njóta góðs af þessari lagabreytingu er barnaníðingurinn Sigurður Ingi Þórðarson.
Fréttir
Fangar á Vernd geta flogið á milli landa án þess að brjóta lög
Engar reglur eða lög eru í gildi um ferðalög fanga sem fá að afplána á Vernd. Um helgar gætu því fjáðir fangar flogið með einkaþotu til London að morgni laugardags og flogið aftur heim til Íslands að kvöldi til, svo lengi sem þeir séu komnir inn á Vernd fyrir 21:00.
Fréttir
Þyrla í háskaflugi hjá Henglinum
Fimmtán manna gönguhópi var brugðið og héldu að þyrla hefði hrapað. „Groddalegt flug,” sagði einn göngumannanna. Átta tímum síðar hrapaði þyrla Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, við Nesjavallavirkjun.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.