Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Borginni óheimilt að semja við þá sem hafa verið sakfelldir fyrir sviksemi

Í inn­kauparegl­um Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir að óheim­ilt sé að gera samn­ing við þá sem hafa ver­ið sak­felld­ir fyr­ir spill­ingu, svik­semi, pen­inga­þvætti eða þátt­töku í skipu­lagri brot­a­starf­semi. Borg­in samdi við fé­lag í eigu Ól­afs Ólafs­son­ar um upp­bygg­ingu 332 íbúða í Voga­byggð fyrr í mán­uð­in­um. Ólaf­ur fékk fjög­urra og hálfs árs fang­els­ins­dóm fyr­ir hlut­deild sína í Al Thani-mál­inu. Í svari borg­ar­lög­manns kem­ur fram að samn­ing­ur­inn flokk­ist ekki sem inn­kaup.

Borginni óheimilt að semja við þá sem hafa verið sakfelldir fyrir sviksemi
Ólafur Ólafsson Félag í eigu Ólafs samdi nýlega við Reykjavíkurborg um uppbyggingu 332 íbúða í Vogabyggð, þrátt fyrir að borginni sé óheimilt að semja við þá sem hafa verið sakfelldir fyrir sviksemi. Ólafur var dæmdur fyrir hlutdeild í Al-Thani málinu, sem snérist um umboðssvik og markaðsmisnotkun.

Reykjavíkurborg er óheimilt að gera samning við þá sem hafa verið sakfelldir fyrir spillingu, sviksemi, peningaþvætti eða þátttöku í skipulegri brotastarfsemi. Þetta kemur fram í innkaupareglum borgarinnar, en Jenný Stefanía Jensdóttir, formaður Gagnsæis, samtökum gegn spillingu, vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni í gær. 

Festir ehf., félag í eigu Ólafs Ólafssonar athafnamanns, undirritaði þann 13. mars síðastliðinn samning við Reykjavíkurborg um uppbyggingu 332 íbúða á Gelgjutanga. Ólafur var sem kunnugt er dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir þátt sinn í Al-Thani-málinu svokallaða. Málið snerist um kaup félags í eigu sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani frá Katar á rúmlega fimm próstent hlut í Kaupþingi banka árið 2008, en í ljós hefur komið að Al-Thani lagði bankanum ekki til nýtt fé með kaupunum heldur voru þau fjármögnum með lánum frá bankanum sjálfum sem veitt voru í gegnum aflandsfélög. 

Ný rannsóknarskýrsla leiddi í ljós að svipuðum aðferðum var beitt við kaup Ólafs og félaga á Búnaðarbankanum árið 2003 þegar látið var líta út fyrir að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser væri aðili að kaupunum. Í raun var eigandi hlutarins aflandsfélagið Welling & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum. Með fjölda leynilegra samninga og millifærslum á fjármunum, meðal annars frá Kaupþingi hf., inn á bankareikning Welling & Partners hjá Hauck & Aufhäuser, var þýska bankanum tryggt skaðleysi af viðskiptunum með hluti í Búnaðarbankanum. 

Reykjavíkurborg yrði skaðabótaskyld

Vogabyggð
Vogabyggð Vogabyggð austan Sæbrautar verður breytt í íbúða- og atvinnusvæði. Svæðið er í dag eingöngu atvinnusvæði en eftir breytingar verður fjórðungur húsnæðis ætlaður atvinnustarfsemi. Gert er ráð fyrir 1.100 íbúðum í hverfinu eftir breytingar.

Þrátt fyrir áðurnefnt ákvæði í innkaupareglum borgarinnar segir Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, að eignarhald fyrirtækja sem borgin íhugar að semja við sé ekki rætt sérstaklega og því hafi fortíð Ólafs ekki komið til tals í þessu tilfelli. „Undirrituðum var ljóst hver var meirihlutaeigandi félagsins. Það er hins vegar ekki gerð sérstök grein fyrir eignarhaldi þegar samningar eru lagðir fyrir borgarráð af hálfu skrifstofunnar,“ sagði Hrólfur í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttatímans fyrr í mánuðinum

Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir í samtali við RÚV í dag að Reykjavíkurborg yrði skaðabótaskyld ákveði borgaryfirvöld að rifta samningi við félag Ólafs. Slík ákvörðun myndi auk þess tefja eða eyðileggja verkefnið. 

Byggingareiturinn gengur undir heitinu Vogabyggð og er áformað að uppbygging hefjist á fyrri hluta árs 2018 og að í heild sinni verði allt að 1.300 íbúðir í hverfinu. Reykjavíkurborg og lóðahafar munu standa sameiginlega að uppbyggingu svæðisins. Þess má geta að Festir átti fyrir allar byggingarnar á Gelgjutanga, sem liggur að athafnasvæði Samskipa við Kjalarvog í Reykjavík, og mun félagið rífa þessar fasteignir til að byggja íbúðirnar.

Stundin hefur sent fyrirspurn á borgarlögmann Reykjavíkur vegna málsins. Svar borgarlögmanns var að viðkomandi viðskipti teldust ekki „innkaup“ í skilningi reglnanna.

„Innkaupareglur Reykjavíkurborgar gilda um innkaup, þ.e. um kaup á þjónustu, vörum og verklegum framkvæmdum, sbr. 4. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Umræddur samningur, sem varðar skipulag, uppbyggingu og þróun á þar til greindu svæði í borgarlandinu, fellur ekki undir innkaupareglur Reykjavíkurborgar þar sem hann varðar ekki innkaup í skilningi innkaupareglnanna. Af því leiðir að ákvæði 28. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar gildir ekki um samninginn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
2
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
3
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Í sextíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór
6
Fólkið í borginni

Í sex­tíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þeg­ar ég verð stór

Sæmund­ur Andrés­son er svo­kall­að­ur þús­und­þjala­smið­ur enda veit hann ekki enn eft­ir sex­tíu ára lífs­göngu hvað hann ætl­ar að verða þeg­ar hann verð­ur stór. Hann spurði sig að þessu sem barn og fann aldrei svar og hef­ur því bæði gert við hitt og þetta, smíð­að leik­mynd­ir, lært að verða bak­ari, unn­ið sem skósmið­ur og sem leik­ari, nú síð­ast í upp­setn­ingu á eig­in verki, Heila­blóð­fall, um reynslu hans og eig­in­konu hans að tak­ast á við það þeg­ar hún fékk heila­blóð­fall.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
1
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
3
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.
Greiddi 450 þúsund krónur fyrir bílastæði í miðbænum á síðasta ári
4
Fréttir

Greiddi 450 þús­und krón­ur fyr­ir bíla­stæði í mið­bæn­um á síð­asta ári

„Ekki refsa fólki sem vinn­ur í mið­bæ Reykja­vík­ur,“ seg­ir Hall­dór Jóns­son, yf­ir­þjónn á Mat­ar­kjall­ar­an­um. Á síð­asta ári greiddi hann næst­um hálfa millj­ón króna bara í bíla­stæða­kostn­að. Hann sótti um áskrift í bíla­stæða­hús­inu á Vest­ur­götu fyr­ir tveim­ur ár­um en veit ekki hvort eða hvenær hann fái þá áskrift.

Mest lesið í mánuðinum

Heilbrigðiseftirlitið lét henda gömlum rækjum á WokOn - „Okkur blöskrar“
4
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið lét henda göml­um rækj­um á Wo­kOn - „Okk­ur blöskr­ar“

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur lét henda núðl­um, hrís­grjón­um og rækj­um á veit­inga­stað Wok On í Krón­unni á Fiskislóð í des­em­ber. Stað­ur­inn fékk fall­ein­kunn hjá eft­ir­lit­inu í byrj­un des­em­ber og var starf­sem­in stöðv­uð að hluta. „Við tök­um þetta mjög al­var­lega,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. Henni finnst að nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits­ins ættu að vera að­gengi­legri.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
6
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
8
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
9
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
10
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár