Áslaug Karen Jóhannsdóttir

Blaðamaður

Lofa að hækka frítekjumarkið sem þau lækkuðu sjálf

Lofa að hækka frítekjumarkið sem þau lækkuðu sjálf

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að bæta kjör eldri borgara með því að hækka frítekjumarkið sem var lækkað í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og með því að bæta heimaþjónustuna, sem er á ábyrgð sveitarfélaga en ekki ríkisins. Páll Magnússon segist hins vegar hafa átt við heimahjúkrun, sem sé almennt á vegum ríkisins.

Matreiðslunema vísað úr landi vegna nýrra laga

Matreiðslunema vísað úr landi vegna nýrra laga

Chuong Le Bui hefur verið nemi á veitingastaðnum Nauthól í tvö ár, en Útlendingastofnun ætlar að vísa henni úr landi á grundvelli nýrra útlendingalaga. Björn Ingi Björnsson, yfirmatreiðslumaður á Nauthól, segir málið út í hött.

Afnám tekjutenginga kostnaðarsamt og gagnist verst stöddu lífeyrisþegum lítið

Afnám tekjutenginga kostnaðarsamt og gagnist verst stöddu lífeyrisþegum lítið

Stjórnmálaflokkarnir lofa allir annað hvort hækkun frítekjumarks eða afnámi skerðinga vegna atvinnutekna eldri borgara. Hagdeild ASÍ bendir á að það gagnist aðeins þeim ellefu prósent ellilífeyrisþega sem hafa atvinnutekjur, en mismuni öðrum.

Segir óráð að fjarlægja húsnæðisliðinn úr vísitölu

Segir óráð að fjarlægja húsnæðisliðinn úr vísitölu

„Vísitalan yrði gagnslaus sem verðmælingartæki bæði fyrir lánveitendur og fyrir þá sem semja um kaup og kjör,“ segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, um hugmyndir Flokks fólksins og Framsóknarflokksins um að aftengja leigu og verð húsnæðis frá vísitölumælingum Hagstofunnar.

Ingvi Hrafn fékk Bjarna í viðtal: „Hlýtur að fara í pirrurnar á þér“

Ingvi Hrafn fékk Bjarna í viðtal: „Hlýtur að fara í pirrurnar á þér“

Bjarni Benediktsson sem hefur neitað að svara fyrirspurnum Stundarinnar, mætti í viðtal á ÍNN þar sem þáttastjórnandinn, Ingvi Hrafn Jónsson, uppnefndi nafngreindan blaðamann Stundarinnar „verkfæri“ og „böðul“. Bjarni gerði enga athugasemd við slíkan málflutning á meðan viðtalinu stóð.

„Fyrst og fremst pólitískum þrýstingi að þakka að þau fengu dvalarleyfi“

„Fyrst og fremst pólitískum þrýstingi að þakka að þau fengu dvalarleyfi“

Mary, Joy og Sunday eru komin með dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða vegna lagabreytinga sem gerðar voru á Alþingi í september.

Biskup: Ekki siðferðilega rétt að afhjúpa sannleikann með stolnum gögnum

Biskup: Ekki siðferðilega rétt að afhjúpa sannleikann með stolnum gögnum

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir ekki siðferðilega rétt að afhjúpa sannleikann með stolnum gögnum. Í flestum lýðræðisríkjum er vernd heimildarmanna og uppljóstrara bundið í lög vegna lýðræðislegs gildi slíkra upplýsingaleka.

Skynsamlegra að nota einskiptistekjur til að greiða niður skuldir

Skynsamlegra að nota einskiptistekjur til að greiða niður skuldir

Hagdeild ASÍ telur loforð Sjálfstæðisflokksins um 100 milljarða útgjaldaaukningu samhliða skattalækkunum stangast á við markmið laga um opinber fjármál. Ásdís Kristjánsdóttir hjá Samtökum atvinnulífsins er einnig þeirrar skoðunar að nota beri arðgreiðslur úr bönkunum til að greiða niður skuldir hins opinbera.

Þrýsti á fjölmiðlaeiganda vegna umfjöllunar um Vafningsmálið en segist aldrei hafa reynt að stöðva fréttaflutning

Þrýsti á fjölmiðlaeiganda vegna umfjöllunar um Vafningsmálið en segist aldrei hafa reynt að stöðva fréttaflutning

Bjarni Benediktsson hefur ekki svarað spurningum Stundarinnar um viðskipti hans í Glitni fyrir hrun né orðið við viðtalsbeiðnum. „Ég hef aldrei veigrað mér við því að koma með skýringar og svör við því sem menn vilja vita um mín málefni,“ sagði hann samt í viðtali við RÚV í gær.

Mansal: „Auðvitað er þetta líka að gerast á Íslandi“

Mansal: „Auðvitað er þetta líka að gerast á Íslandi“

Engin áætlun er í gildi um aðgerðir gegn mansali og engum fjármunum er varið í málaflokkinn í fjárlögum þeirrar ríkisstjórnar sem nú kveður. Sérfræðingar í mansalsmálum segja ekki hægt að byggja mál einungis á vitnisburði þolenda vegna viðkvæmrar stöðu þeirra, en sú aðferð hefur verið farin hér á landi. Aðeins einu sinni hefur verið sakfellt fyrir mansal á Íslandi.

Engin niðurstaða í viðræðum við Þjóðkirkjuna

Engin niðurstaða í viðræðum við Þjóðkirkjuna

Viðræður um endurskoðun kirkjujarðasamkomulagsins hafa enn ekki leitt til niðurstöðu. Endurskoðuninni átti að vera lokið í febrúar 2016.

Skólakerfið bregst syni mínum

Skólakerfið bregst syni mínum

Andrés Ævar Grétarsson stendur ráðþrota gagnvart hegðunarvanda sonar síns. Drengnum hefur nú tvisvar verið vísað úr skóla til lengri tíma í kjölfar alvarlegra atvika, án þess að önnur lausn sé í sjónmáli. „Við erum í rauninni bara að berjast fyrir því að barnið fái að vera í skóla,“ segir hann.

Sjálfstæðismenn tefji uppbyggingu íbúðarhúsa í Reykjavík

Sjálfstæðismenn tefji uppbyggingu íbúðarhúsa í Reykjavík

Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, segir Sjálfstæðismenn hafa tafið uppbyggingu íbúðarhúsa í Reykjavík því þeir hafa ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. Píratar segja fráleitt að andúð Sjálfstæðismanna á sitjandi borgarstjórn skuli leiða til þess að fjöldi borgarbúa fær ekki þak yfir höfuðið.

Blaðamaður Viðskiptablaðsins tekur þátt í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins

Blaðamaður Viðskiptablaðsins tekur þátt í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins

Andrés Magnússon, blaðamaður Viðskiptablaðsins, tekur sér ekki leyfi frá fjölmiðlastörfum á meðan hann tekur virkan þátt í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Ritstjóri Viðskiptablaðsins gat ekki svarað því hvort það sé í samræmi við siðareglur fjölmiðilsins að blaðamenn starfi fyrir stjórnmálaflokka samhliða skrifum.

Barn ranglega metið fullorðið í tanngreiningu

Barn ranglega metið fullorðið í tanngreiningu

Sautján ára barn var ranglega metið fullorðið í tanngreiningu hér á landi. Guðríður Lára Þrastardóttir, talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands, segir líkamsrannsóknir aldrei geta gefið nákvæma niðurstöðu á aldri. Aldrei hefur verið greitt jafn mikið fyrir tanngreiningar eins og á þessu ári.

Jón Gnarr um Bjarta framtíð: „Þetta er líklega það sjoppulegasta sem ég hef orðið fyrir“

Jón Gnarr um Bjarta framtíð: „Þetta er líklega það sjoppulegasta sem ég hef orðið fyrir“

Jón Gnarr, stofnandi Besta flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, er harðorður í garð Bjartrar framtíðar. Hann segir flokkinn hafa siglt á sinni arfleifð og segist halda á lofti inntaki og hugmyndafræði Besta flokksins. „Ég hef gefið þeim mikið en þau hafa aldrei gefið mér neitt, nema þennan skít núna,“ segir hann.