Áslaug Karen Jóhannsdóttir

Blaðamaður

Háskólinn tekur enga ábyrgð á aldursgreiningum flóttabarna

Háskólinn tekur enga ábyrgð á aldursgreiningum flóttabarna

·

Vísindasiðanefnd telur sig ekki geta fjallað um tanngreiningar á fylgdarlausum börnum og ungmennum sem framkvæmdar eru á tannlæknadeild Háskóla Íslands þar sem enginn þjónustusamningur er í gildi vegna rannsóknanna.

72,5 prósent vilja að Sigríður Andersen segi af sér

72,5 prósent vilja að Sigríður Andersen segi af sér

·

Mikill meirihluti landsmanna vill að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Alls vilja 92,4 prósent kjósenda Vinstri grænna að Sigríður víki.

Næsta bylting: Konur deila sögum af þvinguðu samþykki

Næsta bylting: Konur deila sögum af þvinguðu samþykki

·

Fjöldi kvenna hefur deilt sögum af þvinguðu samþykki í kynferðislegum samskiptum undanfarna sólarhringa. „Þessi tegund nauðgunar, þar sem suð eða annars konar munnlegur þrýstingur er notaður til að þvinga fram samþykki, hefur langvarandi skaðleg áhrif á þolendur rétt eins og aðrar tegundir nauðgunar og kynferðisofbeldis,“ segir Hildur Guðbjörnsdóttir.

Íshestar dæmdir til að greiða reikninga Hjalta

Íshestar dæmdir til að greiða reikninga Hjalta

·

Dómur í máli Hjalta Gunnarssonar gegn Íshestum féll í síðustu viku og var Íshestum gert að greiða Hjalta fyrir hestaferðirnar sem hann fór fyrir fyrirtækið sumarið 2016.

Kölluð kellingartussa og negri

Kölluð kellingartussa og negri

·

Pascale Elísabet Skúladóttir, leiðsögumaður frá Akureyri, varð fyrir alvarlegum kynþáttafordómum á bensínstöð í Reykjavík í vikunni. Hún ætlar að kæra atvikið til lögreglu.

Megum ekki vera feimin við að beita takmörkunum á ferðamannastaði

Megum ekki vera feimin við að beita takmörkunum á ferðamannastaði

·

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, vill að náttúruvernd og friðlýsingar verði notaðar til að dreifa ferðamönnum um landið og skapa atvinnu í hinum dreifðu byggðum. Oft sé vænlegra að friðlýsa en að virkja.

Vill yfirlýsingu frá forsætisráðherra um fundinn á Höfða

Vill yfirlýsingu frá forsætisráðherra um fundinn á Höfða

·

Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, fer fram á opinbera afsökunarbeiðni frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra fyrir að bjóða Eyþóri Arnalds á fundinn á Höfða, og vill að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

·

Hjalti Gunnarsson og Ása Viktoría Dalkarls eru í málaferlum við fyrirtækið Íshesta vegna hestaferða sem þau fóru sumarið 2016 en hafa enn ekki fengið greitt fyrir. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri var framkvæmdastóri á þeim tíma. Íshestar fóru í þrot nokkrum árum eftir að Fannar Ólafsson keypti félagið, en hann segist hafa stórtapað á viðskiptunum og greitt verktökum úr eigin vasa.

„Kann illa að meta hluti sem eru ekki raunverulegir“

„Kann illa að meta hluti sem eru ekki raunverulegir“

·

Þrátt fyrir að hafa alltaf vitað að hún vildi gera kvikmyndir þorði Ísold Uggadóttir ekki í fyrstu atrennu að skrá sig í leikstjórnarnám. Hún þurfti fyrst að sanna fyrir sjálfri sér að hún ætti erindi í þetta fag. Á dögunum var hún valin besti leikstjórinn í flokki alþjóðlegra kvikmynda á kvikmyndahátíðinni Sundance en kvikmynd hennar, Andið eðlilega, hefur hlotið mikið lof erlendra gagnrýnenda. Hér ræðir hún um listina, réttlætiskenndina sem drífur hana áfram og hvernig það er að vera kona í fagi þar sem karlar hafa hingað til verið við völd.

Fær hundruð milljóna í styrki frá ESB og brýtur á starfsfólki

Fær hundruð milljóna í styrki frá ESB og brýtur á starfsfólki

·

Fyrirtækið Arctic Portal, sem talið er brjóta endurtekið á réttindum starfsfólks síns, hefur fengið um 186 milljónir íslenskra króna í styrki frá Evrópusambandinu á síðustu árum til rannsókna á Norðurslóðum. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Arctic Portal, sakar starfsfólkið um að reyna að hafa fé og verkefni af fyrirtækinu.

Kröfum Glitnis synjað: Lögbann á umfjöllun um viðskipti valdhafa á skjön við lýðræðishefðir og grunngildi tjáningarfrelsis

Kröfum Glitnis synjað: Lögbann á umfjöllun um viðskipti valdhafa á skjön við lýðræðishefðir og grunngildi tjáningarfrelsis

·

Dómur var kveðinn upp í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavík Media í dag. Öllum kröfum Glitnis var synjað, enda telur Héraðsdómur ekki réttlætanlegt að stöðva fréttaflutning af fjárhagsmálefnum forsætisráðherra í lýðræðisríki.

Unga fólkið vill aðskilnað ríkis og kirkju

Unga fólkið vill aðskilnað ríkis og kirkju

·

Ný könnun sýnir að um 56 prósent Íslendinga vilja aðskilnað ríkis og kirkju. Ungt fólk, Reykvíkingar og kjósendur Pírata eru líklegastir til að vilja aðskilnað.

Tapaði öllu en er kominn aftur á toppinn

Tapaði öllu en er kominn aftur á toppinn

·

Sindri Már Finnbogason missti fyrirtækið sem hann stofnaði í hruninu, brann út í starfi í Danmörku og flutti til Los Angeles þar sem hann framleiddi kvikmynd sem fékk vægast sagt dræma dóma. Hann hafði lítið sem ekkert á milli handanna þegar hann flutti aftur til Íslands fyrir þremur árum og stofnaði miðasöluvefinn Tix.is, sem nú er með yfir níutíu prósent markaðshlutdeild á Íslandi og kominn í útrás í Skandinavíu.

Mikill stuðningur meðal almennings við Borgarlínu

Mikill stuðningur meðal almennings við Borgarlínu

·

Ríflega 52 prósent Íslendinga eru hlynntir Borgarlínu, en aðeins fjórðungur andvígur. Íbúar í höfuðborginni styðja hana að meirihluta, en landsbyggðin er andvíg. Kjósendur Miðflokksins eru andsnúnir Borgarlínu, en Píratar eru líklegastir til að vera hlynntir henni. Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn í málinu.

Trúin á Landspítalanum

Trúin á Landspítalanum

·

Sjúklingar og aðstandendur á Landspítalanum hafa mun greiðari aðgang að presti en sálfræðingi. Teikningar nýs meðferðarkjarna gera ráð fyrir nýrri kapellu og nýlega var auglýst eftir guðfræðingi í fullt starf við geðsvið spítalans.

Ástin beygði valdið

Ástin beygði valdið

·

Amir Shokrgoz­ar og Jó­hann Emil Stef­áns­son gengu í hjónaband á Ítalíu í nóvember síðastliðnum og í desember fékk Amir loksins að snúa aftur heim til Íslands, rúmum tíu mánuðum eftir að honum var vísað úr landi með lögreglufylgd. Þeir líta björtum augum á framtíðina og eru þakklátir öllum þeim sem hafa veitt þeim hjálparhönd.