Mest lesið

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
1

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
2

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
5

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Krabbameinið farið en hvað svo?
6

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar
7

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

·
Stundin #103
Október 2019
#103 - Október 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 1. nóvember.

Gunnar Hersveinn

Sannleikurinn á tímum bullsins

Bullvirkinn veldur miklum usla og skaða um þessar mundir með því að rugla samferðafólk sitt í ríminu. Hann hefur náð eyrum of margra og boðið sig fram í kosningum til starfa fyrir almenning. Hann sækist eftir völdum og hefur fundið krókaleiðir til þess.

Gunnar Hersveinn

Bullvirkinn veldur miklum usla og skaða um þessar mundir með því að rugla samferðafólk sitt í ríminu. Hann hefur náð eyrum of margra og boðið sig fram í kosningum til starfa fyrir almenning. Hann sækist eftir völdum og hefur fundið krókaleiðir til þess.

Sannleikurinn á tímum bullsins

Sá sem bullar út í eitt var kallaður blaðurskjóða á tímum Forn-Grikkja. Í  bókinni Manngerðir sem Þeófrastros skrifaði árið 319  f.Kr. stendur:

Hver sá sem ekki vill brenna sig á slíkum mönnum verður að forða sér á hlaupum til þess að renna úr greipum þeirra. Því ekki er hægt að afbera þá sem engan gera greinarmun á næði og ónæði. (Manngerðir, bls. 76. HÍB 2007).

Blaðurskjóðan nefnist í dag bullvirkinn því hún hefur öðlast rödd og völd í samfélagi þjóðanna. Bullvirkinn gerir ekki greinarmun á réttu og röngu.

Það er ekki heiglum hent að vinna bug á bulli. Góðvilji og illvilji eru alþekkt en bullvilji er beggja blands. Bullið getur jafnvel verið verra en illska því samfélag getur sameinast um að uppræta illsku en bullið sleppur iðulega ef enginn fylgist með því.

Bullari er hávær kjaftaskúmur, ekki fávís heldur fyrst og fremst varasamur. Sá sem veldur öðrum böli getur verið bullari, en sá bullgjarni þvælir sig undan ábyrgðinni með því að rugla hugsanir fólks.

Bullvirkinn þarf ekki ástæður til að gera hlutina, honum er sama hvort þær leiða til góðs eða ills. Bullari nútímans sér tækifæri til virðingar.

Gagnrýninn borgari

Gagnrýnin hugsun þolir illa bull. Kosturinn við gagnrýna hugsun er að hún leitar sannleikans í hverju máli. Gagnrýnin hugsun er aðferðin sem er notuð í leitinni að betra samfélagi. Hún getur verið hörð en hún er ekki miskunnarlaus, hún er ávallt skuldbundin mannúð.

Gagnrýninn borgari leitast við að finna traust svör sem duga til að stíga næstu skref í samfélaginu. Hann leitar og sýnir viðleitni til að skapa farsæld án kúgunar og ofbeldis. Gagnrýninn borgari hefur illan bifur á hugsunarlausu líferni. Hann hefur ímugust á þvælu og blekkingu sem vellur upp úr bullvirkjanum.

En umhyggja fyrir sannleikanum getur kólnað í skeytingarleysi.

Lygari vs. bullari

Lygarinn gerir ólíkt bullaranum ráð fyrir sannleika, hann segir viljandi ósatt og gerir tilraun til að hunsa staðreyndir. Hann lýgur sig út úr hlutunum og býst jafnvel við afhjúpun og gengst stundum við lyginni, iðrast og lofar að standa sig betur næst. Hægt væri að skrifa langar greinar um lygina enda á hún sér margar skuggahliðar en lygarinn er ekki versti óvinurinn. Það er bullarinn sem spinnur og spinnur og býr til kóngulóarvef án þess að aðrir taki eftir því.

Bullvirkinn

Bullarinn hylur ætlunarverk sitt, hann blekkir fólk og notar sannleika og lýgi eftir hentisemi. Það getur verið vandasamt að afhjúpa bullarann því hann gengst aldrei við ósannindum sínum, heldur endurtekur bullið bara aftur og aftur.

Bullarinn slær um sig með vinsælum gildum; lýðræði, frelsi, heiðarleika, ábyrgð, en það skiptir engu máli, því orðin verða jafnskjótt ofnotuð og merkingarlaus. Hann notar ekki tungumálið til að lýsa staðreyndum og skiptast á skoðunum heldur til að rugla fólk í ríminu.

Bullið er oft lyginni líkast, en samt án þess að vera hrein lygi. Greinarmunur á góðu og illu þurrkast út og afstæðishyggjan verður ríkjandi hugmyndafræði. Sannleikurinn og siðferðisleg gildi verða valkvæð eftir efni og ástæðum.

Bull er ekki gagnrýnin hugsun, ekki markviss mælskulist og ekki aðferð lygarans. Enginn veit hvort bullarinn lýgur, segir satt eða blekkir óvart eða viljandi. Bull getur verið aðferð til að ná völdum í samfélagi sem ber ekki umhyggju fyrir sannleikanum.

Verkefnið um þessar mundir felst í því að vera gagnrýninn borgari sem efast og vill koma í veg fyrir mistök og tryggja að næsta kynslóð fái einnig að njóta gæða lífsins. Bull er bull er bull, það er engin leið til að komast að annarri niðurstöðu.*¹

„Bullið virðist þó hafa vakið marga gagnrýna borgara af værum blundi, kveikt áhuga og endurnýjað umhyggju fyrir sannleikanum.“

Getur verið að bullið sé orðið einkenni tíðarandans og menningarinnar? Ef ekki, þá vofir sú hætta yfir. Bullið virðist þó hafa vakið marga gagnrýna borgara af værum blundi, kveikt áhuga og endurnýjað umhyggju fyrir sannleikanum. Að minnsta kosti er orðið brýnt að afhjúpa bullvirkjana.

Hvað er sannleikur?

Það er hægt að leita sannleikans í vísindum, fræðum, bókmenntum og hvers konar listum og innhverfi íhugun. Meginaðferðin er að beita gagnrýnni og skapandi hugsun sem einkennist af rökvísi, ígrundun og einnig sköpunargáfu.

Þessi tegund af hugsun greinir, metur og bætir við en markmiðið er að finna svör og betrumbæta veröldina. Rök eru gild eða ógild, sönnunargögn styðja málið eða ekki.   Gagnrýnin hugsun greinir í sundur, flokkar og endurraðar, skapar, metur og dregur ályktanir út frá gildum forsendum.

Ekki er ráðlegt að eyðileggja þessa aðferð í leitinni að sannleikanum.

Bullarinn hunsar allt. Hann ber ekki virðingu fyrir vísindum, ekki fyrir mannréttindum, ekki listum heldur aðeins eigin völdum.

Hann er bullgjarn, óalandi og óferjandi.

Neðanmáls

Bull er ekki einfalt frekar en neitt annað. Bull hefur ekki verið rannsakað af fullum krafti en þó er til smárit um efnið sem heitir On Bullshit eftir Harry G. Frankfurt. Ólafur Páll Jónsson heimspekingur hefur skrifað um bull í bókinni Sannfæring og rök (Háskólaútgáfan 2016).

Þeófrastros skrifaði fyrstur um bullið:

Blaður er frásögn í löngu og vanhugsuðu máli […] Hann hættir ekki, þó maður haldi hann út, og tekur aftur til máls og segir […] Ég gubbaði í gær. Hvaða dagur er í dag? (Manngerðir, bls. 75-76).

*¹ Ef til vill er ekki allt bull bull því grínistar nota gjarnan bull til að afhjúpa bullara. Við þurfum því að gera greinarmun á bulli og bullandi bulli.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
1

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
2

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
5

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Krabbameinið farið en hvað svo?
6

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar
7

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Krabbameinið farið en hvað svo?
2

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Sjö ára sviksemi við kjósendur
4

Illugi Jökulsson

Sjö ára sviksemi við kjósendur

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Krabbameinið farið en hvað svo?
2

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Sjö ára sviksemi við kjósendur
4

Illugi Jökulsson

Sjö ára sviksemi við kjósendur

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest lesið í vikunni

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
3

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Það er von
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
5

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·

Mest lesið í vikunni

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
3

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Það er von
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
5

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·

Nýtt á Stundinni

Leiftrandi hugsun og kjarni máls – en líka allt hitt

Karl Th. Birgisson

Leiftrandi hugsun og kjarni máls – en líka allt hitt

·
Ósnortin náttúra sem senn gæti heyrt sögunni til

Ósnortin náttúra sem senn gæti heyrt sögunni til

·
Sjö ára sviksemi við kjósendur

Illugi Jökulsson

Sjö ára sviksemi við kjósendur

·
Krabbameinið farið en hvað svo?

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Atómhljóð

Steindór Grétar Jónsson

Atómhljóð

·
Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

·
Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

·
Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Það er von

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

·