Mest lesið

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
1

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
2

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Glerborg blankheitanna
3

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur
4

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

·
Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur
5

Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

·
Áhrifavaldar sögunnar
6

Áhrifavaldar sögunnar

·
Stundin #95
Júní 2019
#95 - Júní 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. júní.

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Mannfjandsamleg forgangsröðun

Ríkisstjórnin hafði það sem „forgangsmál“ afnema auðlegðarskatt, raforkuskatt og að lækka veiðigjöld. Samtals fær ríkið á milli 14 og 15 milljörðum króna minna í ríkiskassann árlega. Á sama tíma ákveður Gunnar Bragi Sveinsson að hverfa frá hækkun á þróunaraðstoð Íslendinga sem nemur á milli 8 og 9 milljörðum króna.

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ríkisstjórnin hafði það sem „forgangsmál“ afnema auðlegðarskatt, raforkuskatt og að lækka veiðigjöld. Samtals fær ríkið á milli 14 og 15 milljörðum króna minna í ríkiskassann árlega. Á sama tíma ákveður Gunnar Bragi Sveinsson að hverfa frá hækkun á þróunaraðstoð Íslendinga sem nemur á milli 8 og 9 milljörðum króna.

Mannfjandsamleg forgangsröðun
30 prósent Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra vill lækka þróunaraðstoð Íslands um 30 prósent miðað við það sem áður var ákveðið. Upphæðin sem sparast nemur á milli 8 og 9 milljörðum króna en sama tíma hefur ríkisstjórnin skorið niður tekjur sínar um 14 til 15 milljarða árlega með þremur ákvörðunum sínum - lækkun veiðigjalda, afnámi auðlegðarskatt og afnámi raforkuskatts.   Mynd: Pressphotos

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ætlar að lækka áður ákveðna þróunaraðstoð Íslendinga um rúm 30 prósent. Þetta er prósentulækkunin þegar horft er til þess hversu stórum hluta af landsframleiðslu Íslands ríkisstjórnin hyggst verja í þróunaraðstoð árið 2019. Í stað tæplega 11 milljarða mun Ísland þá veita tæplega 8 milljörðum í þróunaraðstoð. Á síðasta kjörtímabili samþykkti allur þinghemur - nema Vigdís Hauksdóttir - að Ísland ætti að verja 0,42 prósentum af landsframleiðslu sinni í þróunaraðstoð árið 2019 í stað 0,22 prósenta núna. Fram að því ári átti hækkunin að vera stighækkandi ár frá ári og enda svo í þessari tölu. 

„Þar erum við að tala um framlög sem er rekstur Landhelgisgæslunnar í tæp 3 ár eða 1/5 af rekstri Landsspítalans sem er 45 milljarðar samkvæmt fjárlögum 2015“

Skipti um skoðun

Gunnar Bragi hefur hins vegar skipt um skoðun núna.

Árið 2019 vill hann að þróunaraðstoð Íslendinga nemi 0,3 prósentum af landsframleiðslu í stað 0,42; að Ísland gefi tæpa 8 milljarða í stað tæplega 11. Hann var samt einn þeirra þingmanna sem á síðasta kjörtímabili samþykkti að Ísland ætti að verja þessum fjármunum í þróunaraðstoð. 

Hann hefur því gerbreytt um skoðun; eiginlega hefur hann skipt um skoðun að 30,2 prósenta leyti frá vorinu 2013. Hvað hefur breyst á þessum tveimur árum? Jú, það hafa komið upp „forgangsmál“.

Gunnar Bragi telur að ríkissjóður hafi ekki efni á þessari hækkun sem samþykkt var á Alþingi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Hann segir að ef þessari aðgerðaáætlun yrði fylgt þá myndi það þýða hækkun upp á 8 til 9 milljarða króna. „Þessi hækkun myndi nema 4 til 5 milljörðum og heildarframlög því um 8 til 9 milljarðar eftir reikniaðferð. Þar erum við að tala um framlög sem er rekstur Landhelgisgæslunnar í tæp 3 ár eða 1/5 af rekstri Landsspítalans sem er 45 milljarðar samkvæmt fjárlögum 2015,“ sagði Gunnar Bragi í samtali við Eyjuna.

Þrjár ákvarðanir

Á sama tíma og Gunnar Bragi tekur þessa ákvörðun um að draga úr þróunaðstoð Íslendinga til fátækustu ríkja heims þá var það eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar eftir að hún tók við völdum árið 2013 að lækka veiðigjöld íslenskra útgerðarfélaga. Sú ákvörðun leiddi til þess að ríkissjóður fær um 20 milljörðum króna minna í ríkiskassann á þriggja ára tímabili en ef veiðigjöldin hefðu staðið óhreyfð. Sú eftirgjöf á veiðigjöldum er um 2,5 sinnum hærri en lækkunin á ætlaðri þróunaraðstoð Íslendinga fram til ársins 2019.  

Flestar af stærstu útgerðum Íslands hefðu samt hæglega getað greitt veiðigjöldin sem þau áttu að greiða fyrir lækkun eftir fáheyrt góðæri í sjávarútvegi síðastliðin ár þar sem þær hafa margar getað greitt skuldir niður hratt og tekið út mikinn arð.

Það góðæri er langt í frá liðið og má benda á að HB Grandi, stærsta útgerðarfyrirtæki landsins miðað við umráðarétt yfir kvóta, skilaði tveggja milljarða króna hagnaði á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Í fyrra greiddi HB Grandi út 2.7 milljarða króna arð til hluthafa sinna vegna rekstrarársins 2013 en sama ár greiddi fyrirtækið einungis helming þeirrar upphæðar í veiðigjöld af þjóðarauðlindinni; upphæð sem nú er búið að lækka umtalsvert eftir lagabreytingu ríkisstjórnarinnar. 

Gunnar Bragi talaði ekkert um rekstur Landspítalans eða Landhelgisgæslunnar þegar umræður stóðu yfir um hvort lækka ætti veiðigjöldin eða ekki. Landspítalinn var hin vegar orðinn mikilvægur að hans mati þegar hann talaði um að lækka þróunaraðstoð Íslendinga. Engum mannslífum er hins vegar bjargað með veiðigjöldunum sem FISK Seafood á Sauðárkróki heldur eftir í hirslum sínu en Gunnar Bragi fær örugglega klapp á bakið í heimabyggð fyrir forgangsröðun.

Minnkaði um 6,2 milljarða 

Upphæðin sem Gunnar Bragi ætlar að sleppa því að veita í þróunaraðstoð á hverju ári á næstu árum er sömuleiðis umtalsvert minni en sú upphæð sem fékkst í ríkiskassann á ári með auðlegðarskattinum sem lagður var á ríkustu Íslendingana þar til í árslok 2013. Sá skattur, sem ríflega sex þúsund Íslendingar sem áttu 80 milljónir eða meira í hreina eign greiddu árið 2013, skilaði þá 6,2 milljörðum króna til ríkisins. Bara árið 2019 mun lækkunin á þróunaraðstoðinni hins vegar nema 3 milljörðum.

Ríkisstjórnin sem Gunnar Bragi er í tók líka ákvörðun um að framlengja ekki þann skatt.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, talaði alltaf um að óvíst væri hvort auðlegðarskatturinn stæðist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. „Þar er einfaldlega um það að ræða að það sé gengið svo hart fram í þessari skattlagningu að það jaðri eða gangi gegn eignaréttarákvæðum stjórnarskrárinnar,“ sagði Bjarni eitt sinn í Vikulokunum í Ríkisútvarpinu. 

Auðlegðarskatturinn stóðst hins vegar stjórnarskrá og var þar með lögmætur. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn um lögmæti skattsins í apríl 2014 en þá var ríkisstjórnin búin að afnema hann. 

Gunnar Bragi talaði heldur ekkert um rekstur Landspítalans eða Landhelgisgæslunnar þegar rætt var um framlengingu auðlegðarskattsins í samfélaginu. Peningarnir sem ríkustu einstaklingar og fjölskyldur landsins halda eftir fyrir vikið nýtast samt varla við að bjarga mannslífum, þó fjölmargar þeirra gefi örugglega persónulega fullt af fé til hjálparsamtaka, enda hefur enginn Íslendingur dáið úr hungri á síðustu árum.

„Afnám raforkuskatts er forgangsmál sem fellur vel að þessari mynd.“

Raforkuskattur lækkaður um 1,6 milljarða

Í apríl var svo greint frá því að ríkisstjórnin ætlaði að afnema raforkuskatt á álfyrirtæki í landinu. Fyrir vikið verður ríkissjóður af 1,6 milljarði króna árlega. Sá skattur einn og sér hefði nánast dugað til að hækka þróunaraðstoð Íslendinga með þeim hætti sem ákveðið var á síðasta kjörtímabili. 

Bjarni Benediktsson taldi afnáms skattsins hins vegar „forgangsmál“ án þess að rökstyðja af hverju. „Meginhlutverk stjórnvalda er að treysta betur rammann fyrir atvinnustarfsemina í landinu almennt, þar sem efnahagslegur og lagalegur stöðugleiki ríkir. Afnám raforkuskatts er forgangsmál sem fellur vel að þessari mynd.“

Gunnar Bragi talaði heldur alls ekkert um rekstur Landspítalans í tengslum við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afnema raforkuskattinn.  Það er betra að álfyrirtækin haldi raforkuskattinum eftir og greiði hann í arð til hluthafa sinna en að Ísland noti hann frekar í rekstur Landspítalans eða gefi hluta þessara aura til fátækra í þriðja heiminum.

Þrjú forgangsmál

Öll þessi þrjú mál - afnám auðlegðarskattsins, lækkun veiðigjaldanna og afnám raforkuskattsins - voru forgangsmál hjá ríkistjórninni. Þessi forgangsmál leiða öll til þess að ríkið verður af tekjum sem nema um 14 til 15 milljörðum krónum árlega. Horft til áranna 2015 til 2019 þá nemur þetta tekjutap um 56 til 60 milljörðum króna á meðan lækkunin á þróunaraðstoðinni er 8 til 9 milljarðar krona. 

Öll þessi forgangsmál eiga það sameiginlegt að afar fjárfsterkum aðilum, sem eru langflestir vel aflögufærir, er sloppið við að borga gjöld til ríkissjóðs sem kalla má eðlileg. Útgerðin greiðir fyrir afnot af auðlind sem hún á ekki heldur þjóðin; álfyrirtækin greiða fyrir raforku sem þau nota á Íslandi og ríkustu Íslendingarnir greiða aukalega af auðlegð sinni. 

Þetta er nákvæmlega það sem ríkisstjórnin var kosin til að gera enda er hún stjórn hinna efnuðu stétta

Á sama tíma er ríkisstjórnin ekki viljug til að setja það í forgang að viðhalda hugmynd um aukna þróunaraðstoð sem allur þingheimur samþykkti um vorið 2013.

Svona er forgangsröðun ríkisstjórnarinnar.  Ríkisstjórnin ber sig að peninga skorti til að standa við gefin loforð um þróunaraðstoð en á sama tíma eru það miklir peningar til í ríkiskassanum að ríkisstjórnin getur afsalað sér 14 til 15 milljörðum sem ríkið hefur fengið árlega frá ríkustu fyrirtækjum og einstaklingum landsins. 

Engin ráðherra ríkisstjórnarinnar talaði um Landspítalann þegar rætt var um að létta þessum 14 til 15 milljarða gjöldum af fjársterkustu fyrirtækjum og einstaklingum landsins. 

„Þetta eru afar góðar fréttir.“

Frá hruni til bjartari tíðar

Umræðan um að Ísland hefði ekki efni á að veita þróunaraðstoð fór líka í gang eftir hrunið, í nóvember 2008. Þá var það þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Kári Kristjánsson, sem sagði: „Ríki sem þarf á aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum að halda er ekki aflögufært um að veita öðrum ríkjum þróunaraðstoð.“ 

Þá var sannarlega harðara í ári en núna og enn meiri óvissa fyrir hendi um framtíðina á Íslandi og fáir áttuðu sig almennilega á því hvað hafði gerst á Íslandi árin þar á undan. Gjaldeyrishöftin höfðu nýverið verið sett á -  nú er  loks verið að afnema þau - og öll fjármálafyrirtæki landsins hrundu eitt af öðru á næstu mánuðum þar á eftir.

Ekki það að sú staða hafi breytt því að orð Sigurðar Kára lýstu ekki af mannúð en slík orð eru skiljanlegri þegar harðara er í ári. Um  orð þingmannsins sagði Jón Kalman Stefánsson rithöfundur og eiga þau orð enn við í dag : „Ég veit það bara að við berum siðferðislega ábyrgð í þessum heimi, og ég veit að heimurinn er ekki bara Ísland. Ég veit að líf fólks í Afríku og víðar reiðir sig á þróunaraðstoð frá þeim sem standa betur. Það er ekkert í veröldinni eins dýrmætt og lífið, og ef við viljum geta horft áfram framan í heiminn, þá hjálpum við þessu fólki áfram. Framundan eru tímar þrenginga, og á slíkum tímum getum við sýnt heiminum reisn okkar, og hjartalag.“

Staðan er hins vegar önnur í íslensku samfélagi nú en síðla árs 2008. Gunnar Bragi talaði nefnilega fyrir þingsályktunartillögu sinni í sömu viku og ríkisstjórnin kynnti hróðug niðurstöður úr nýrri lífskjararannókn Hagstofu Íslands.

Um þá rannsókn sagði Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar: „Þetta eru afar góðar fréttir. Niðurstöðurnar sýna að Íslendingar geta borið höfuðið hátt þegar kemur að samanburði við nágrannaþjóðir um þessa þætti. Jöfnuður í samfélaginu er næstum sá mesti í Evrópu og hlutfall fólks undir lágtekjumörkum er næstum það minnsta í Evrópu. Það eru staðreyndir sem stundum gleymast í hinu daglega þrefi stjórnmálanna. Þessi góði árangur á að vera okkur hvatning til að gera enn betur. Við viljum að sjálfsögðu vera efst í báðum þessum mælingum.“

„Þegar sú ákvörðun er hins vegar vegin og metin við hliðina á þessum þremur „forgangsmálum“ ríkisstjórnarinnar þá sýnir hún ekkert annað en mannfjandsamlega forgangsröðun hjá stjórninni.“

Hvort er verra?

Hvort er því eiginlega verra: Að tala um lækkun á stuðningi við fátæka þegar staða manns sjálfs er óljós eða að ákveða lækkun á stuðningi til fátækra á sama tíma og maður sleppir ríkasta fólki og fyrirtækjum landsins við gjaldtöku sem skilaði milljörðum króna til ríkisins á hverju ári og á sama tíma og maður sjálfur talar um að visst góðæri ríki? Er hið síðarnefnda eiginlega ekki verra: Þegar maður veit að maður er vel aflögufær en ætlar samt að skera niður stuðning sinn við fátæka um 30 prósent?

Þú sleppir því að taka við milljörðum króna frá aflögufærum aðilum og sleppir því svo líka að greiða miklu lægri upphæð til fátækra í heiminum. Þú setur stórfyrirtæki í forgang fram yfir fátæklinga svo þau geti greitt meiri arð til hluthafa sinna og minna til samfélagsins.

Þetta er það sem Gunnar Bragi er nú búinn að gera fyrir Íslands hönd. Í stað þess að láta ríkustu fyrirtæki landsins sem nýta auðlindir þjóðarinnar sér til fjárhagslegs framdráttar greiða áfram fyrir notkun þeirra með sama hætti og áður er ákveðið að hætta við að stykja fátækasta fólk heims um upphæð sem er smáaurar við hliðina á því sem þessum stöndugu stórfyrirtækjum er sleppt við að borga. Þetta voru „forgangsmálin“. 

Sem betur skipta ákvarðanir  Gunnars Braga og ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar litlu máli í alþjóðlegum samanburði af því Ísland er svo lítið. Þeir geta bara haft stórskaðleg áhrif á Íslandi en áhrif þeirra erlendis eru  kannski fyrst og fremst fordæmisgefandi eða hlutfallsleg. Kannski er það huggun fyrir einhverja. 

Ákvörðun Gunnars Braga virðist kannski við fyrstu sýn ekki vera hneyksli þar sem Ísland er ekki að hætta sinni þróunaraðstoð heldur að falla frá áformum um að auka hana. Þegar sú ákvörðun er hins vegar vegin og metin við hliðina á þessum þremur „forgangsmálum“ ríkisstjórnarinnar þá sýnir hún ekkert annað en mannfjandsamlega forgangsröðun hjá stjórninni. Bara því miður og Gunnar Bragi tekur þessa ákvörðun fyrir Íslands hönd, fyrir þína hönd. Við erum ábyrg fyrir henni sem þjóð.

Ef ég væri pabbi Einars Áskels þá held ég að ég myndi bara segja: Sveiattan. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
1

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
2

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Glerborg blankheitanna
3

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur
4

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

·
Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur
5

Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

·
Áhrifavaldar sögunnar
6

Áhrifavaldar sögunnar

·

Mest deilt

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
1

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Glerborg blankheitanna
2

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
3

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Krefjumst þá hins ómögulega
4

Sólveig Anna Jónsdóttir

Krefjumst þá hins ómögulega

·
Upp á fjallsins brún
5

Upp á fjallsins brún

·
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur
6

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

·

Mest deilt

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
1

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Glerborg blankheitanna
2

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
3

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Krefjumst þá hins ómögulega
4

Sólveig Anna Jónsdóttir

Krefjumst þá hins ómögulega

·
Upp á fjallsins brún
5

Upp á fjallsins brún

·
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur
6

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

·

Mest lesið í vikunni

Til hvers að eiga börn?
1

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
2

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
3

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
4

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·
Hamingjan er rétt handan við fjöllin
5

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir

Hamingjan er rétt handan við fjöllin

·
Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014
6

Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014

·

Mest lesið í vikunni

Til hvers að eiga börn?
1

Kristlín Dís

Til hvers að eiga börn?

·
Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu
2

Illugi Jökulsson

Hinn dularfulli uppruni hesta: „Draugar“ frá Íberíu og Síberíu

·
Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
3

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum
4

Þingmaður Miðflokks vill láta kenna sjónarmið afneitunarsinna í loftslagsmálum í grunnskólum

·
Hamingjan er rétt handan við fjöllin
5

Björk Eldjárn Kristjánsdóttir

Hamingjan er rétt handan við fjöllin

·
Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014
6

Davíð segir að Bjarni hafi rætt við sig um val á Seðlabankastjóra árið 2014

·

Nýtt á Stundinni

Sapiens, A Brief History of Humankind eftir Yuval Noah Harari

Sapiens, A Brief History of Humankind eftir Yuval Noah Harari

·
Gerðu það, Lilja!

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Gerðu það, Lilja!

·
Krefjumst þá hins ómögulega

Sólveig Anna Jónsdóttir

Krefjumst þá hins ómögulega

·
Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar

Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar

·
Yfirgnæfandi stuðningur við nafnabreytingu Akureyrar

Yfirgnæfandi stuðningur við nafnabreytingu Akureyrar

·
Röðum auknum lífsgæðum ofar landsframleiðslu og neyslu

Af samfélagi

Röðum auknum lífsgæðum ofar landsframleiðslu og neyslu

·
Glerborg blankheitanna

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

·
Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Áhrifavaldar sögunnar

Áhrifavaldar sögunnar

·
Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum

·
Upp á fjallsins brún

Upp á fjallsins brún

·