Mest lesið

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
2

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
3

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
4

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Er líf á K2-18b?
5

Er líf á K2-18b?

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
6

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
Bjarni, við erum best!
7

Bjarni, við erum best!

·
Stundin #102
Október 2019
#102 - Október 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 18. október.

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Saga um konur

Hvað gerist í lífi og starfi kvenna sem leiðir frekar yfir þær örorku en karlmenn?

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Hvað gerist í lífi og starfi kvenna sem leiðir frekar yfir þær örorku en karlmenn?

Saga um konur
Mótmæli Á kvennafrídeginum hafa konur mótmælt launamun kynjanna frá árinu 1975. 

Þegar fjallað er um fjölgun öryrkja á Íslandi er yfirleitt stutt í umræðuna um ungt fólk og þá sérstaklega unga karlmenn. Það er vissulega þannig að hlutfall örorkulífeyrisþega á meðal karla á aldrinum 20–29 ára hefur vaxið frá árinu 2008, þó vissulega sé hlutfallið mun lægra en á meðal þeirra sem eru eldri. Það má ekki gera lítið úr vanda þessa hóps og það þarf vissulega að bregðast við og efla úrræði fyrir þessa ungu menn. Líf í örorku eykur líkur á lífi í fátækt og félagslegri eingangrun, að minnsta kosti eins og málum er háttað núna.

Vandamálið er að áherslan á unga karlmenn beinir athyglinni frá öðrum hópi sem vegur meira þegar kemur að fjölgun og heildarfjölda örorkulífeyrisþega, þ.e. konum og þá sérstaklega þeim sem eru komnar á og yfir miðjan aldur.

Konur verða frekar öryrkjar

Í janúar á þessu ári voru 3,1% karla á aldrinum 20–29 ára með örorkulífeyri. Fyrir konur á sama aldri var hlutfallið 2,4% fyrir konur á aldrinum 20–24 ára og 3,2% á meðal 25–29 ára kvenna. Heilt yfir eru konur hins vegar líklegri en karlar til að vera örorkulífeyrisþegar og munurinn á milli karla og kvenna eykst með aldri. Á aldrinum 25–29 ára er hlutfall örorkulífeyrisþega svo gott sem jafnt á milli karla og kvenna en á aldrinum 30–34 ára er munurinn orðinn tvö prósentustig. Á aldursbilinu 50–54 ára er munurinn orðinn 5,6 prósentustig og 8,7 prósentustig á aldrinum 60–66 ára.

„Þessi munur á milli kynjanna er vísbending um að það sé eitthvað ólíkt í lífshlaupi karla og kvenna“

Þessi munur á milli kynjanna er vísbending um að það sé eitthvað ólíkt í lífshlaupi karla og kvenna sem hefur mismunandi áhrif á heilsu og lífsgæði þeirra. Ef við viljum koma í veg fyrir að fólk missi starfsgetu þá verðum við að skoða hvaða atburðir og viðvarandi ástand í lífi fólks veldur því að fólk verður öryrkjar. Slík greining þarf að veita því sérstaka athygli hvað það er í lífshlaupi kvenna sem skilar konum auknum líkum á örorku þegar líður á lífshlaupið. Það er ekki þar með sagt að það sé hægt að koma í veg fyrir alla örorku. Sum örorka er meðfædd, önnur leiðir af arfgengum þáttum sem koma fram seinna á lífsleiðinni, enn önnur er afleiðing af tilviljunum. Þegar við sjáum kerfisbundinn mun eins og er á milli karla og kvenna er það hins vegar vísbending um að það sé eitthvað í samfélagsgerðinni sem er að hafa áhrif og slíka þætti er hægt að hafa áhrif á, til dæmis með stefnumótun og vitundarvakningu.

Tilgátur um orsakir

Á þessum tímapunkti höfum við fremur óljósar hugmyndir um hvað það er í íslensku samfélagi sem skilar þessum niðurstöðum. Það eru hins vegar nokkrar tilgátur sem eru þess virði að prófa. Atvinnulífið er augljós staður til að byrja á. Störf eru misslítandi fyrir fólkið sem sinnir þeim. Konur eru líklegri en karlar til að sinna líkamlega og andlega slítandi umönnunarstörfum eða hvers kyns erfiðum þjónustustörfum. Sum af þeim störfum sem karlar eru líklegri en konur til að sinna eru auðvitað líka slítandi.

„Konur eru líklegri en karlar til að sinna líkamlega og andlega slítandi umönnunarstörfum“

Þetta snýst ekki bara um vinnuna. Inni á heimilunum bera konur að jafnaði meiri þunga af heimilisstörfum og umönnun barna með því viðbótarálagi sem fylgir því. Konur eru líklegri til að verða einstæðir foreldrar með þeim fjárhagsþrengingum sem því fylgja. Að lokum má ætla að kynbundið ofbeldi hafi áhrif.

Viðbrögð og forvarnir

Í umræðunni um örorku hefur verið lögð áhersla á starfsendurhæfingu og mikið og gott starf unnið á þeim vettvangi. Starfsendurhæfing er hins vegar ekki töfralausn. Það eru engar töfralausnir. Árangur starfsendurhæfingar ræðst ekki aðeins af gæðum endurhæfingarinnar heldur skiptir ekki síður máli að það sé nægilegt framboð af störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu og ýmiss konar stuðningur við atvinnuþátttöku þeirra.

En það skiptir ekki síður máli hvað gerist áður en að starfsendurhæfingu kemur. Oft þarf fólk annars konar endurhæfingu áður en starfsendurhæfing getur nýst því. Síðast en ekki síst þá er lykilatriði að horfa til þess sem gerist áður en fólk missir starfsgetuna. Besta leiðin til að tryggja fólki góða heilsu og líf án örorku er að vinna markvisst að því að það tapi ekki heilsunni til að byrja með.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
2

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
3

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
4

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Er líf á K2-18b?
5

Er líf á K2-18b?

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
6

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·

Mest deilt

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
2

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
3

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
4

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Landhreinsun ef Símon Dalaskáld er dauður
5

Illugi Jökulsson

Landhreinsun ef Símon Dalaskáld er dauður

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
6

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·

Mest deilt

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
2

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
3

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
4

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Landhreinsun ef Símon Dalaskáld er dauður
5

Illugi Jökulsson

Landhreinsun ef Símon Dalaskáld er dauður

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
6

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
3

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
5

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól
6

Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
3

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
5

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól
6

Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól

·

Nýtt á Stundinni

Virkjanaframkvæmdir í hálendisþjóðgarði

Guðmundur Hörður

Virkjanaframkvæmdir í hálendisþjóðgarði

·
Roald Amundsen: Pólfarinn sem hvarf

Roald Amundsen: Pólfarinn sem hvarf

·
Landhreinsun ef Símon Dalaskáld er dauður

Illugi Jökulsson

Landhreinsun ef Símon Dalaskáld er dauður

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
Bjarni, við erum best!

Bjarni, við erum best!

·
Er líf á K2-18b?

Er líf á K2-18b?

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Skáldskapur

Listflakkarinn

Skáldskapur

·