Mest lesið

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
1

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
2

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
5

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Krabbameinið farið en hvað svo?
6

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar
7

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

·
Stundin #103
Október 2019
#103 - Október 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 1. nóvember.

Guðmundur Guðmundsson

Alzheimer: Hver verður stefnan gagnvart lækningu á heilabilun í framtíðinni?

Guðmundur Guðmundsson, doktor í efnafræði og fyrrverandi aðstandandi Alzheimersjúklings, skrifar um leit að lækningu á Alzheimer-sjúkdómnum.

Guðmundur Guðmundsson

Guðmundur Guðmundsson, doktor í efnafræði og fyrrverandi aðstandandi Alzheimersjúklings, skrifar um leit að lækningu á Alzheimer-sjúkdómnum.

Alzheimer: Hver verður stefnan gagnvart lækningu á heilabilun í framtíðinni?

Alþjóðaráðstefna Alzheimer-samtakanna, haldin 14. til 18. júlí 2019 í Los Angeles Bandaríkjunum, hefur staðfest gagnsemi samhæfðra breytinga á lífsstíl í baráttunni gegn Alzheimer.                    

Gefin var út svo hljóðandi fréttatilkynning 14. júlí 2019:

Samhæfðar breytingar á lífsstíl gefast best til að bæta minni og geta dregið úr áhættunni á þróun Alzheimer-sjúkdómsins af völdum erfðaþátta og mengunar.

Draga má úr áhættu á heilabilun með því að tileinka sér heilæma lífshætti á ýmsum sviðum

Heilsusamlegt líferni getur spornað gegn erfðatengdum áhættuþáttum heilabilunar

Vitsmunaleg viðbragðsgeta getur reynst vörn gegn heilaskemmdum af völdum loftmengunar

Reykingar geta skert vitsmunastarfsemi allt frá miðjum aldri

Ofdrykkja á efri árum hefur sýnt sig í að auka líkur á heilabilun meðal kvenna

Nýjar rannsóknir sem kynntar voru á alþjóðaráðstefnu Alzheimersamtakanna, AAIC, 14. júlí 2019 í Los Angeles, benda eindregið til þess að heilbrigður lífsstíll, sem felur í sér hollt mataræði, líkamsrækt og andlega örvun, geti minnkað áhættuna á vitsmunalegri hrörnun og heilabilun. Vísindamenn fundu út að með réttri samhæfingu geti lífsstílsbreytingar jafnvel dregið úr áhrifum annarra áhættuþátta, svo sem erfða og mengunar, og að því samhæfðari sem lífsstílsbreytingarnar eru, þeim mun líklegra er að þær bæti minnið. 

„Þótt ekki sé enn til örugg lækning eða meðhöndlun við Alzheimer-sjúkdómnum, þá liggur fyrir mikið af rannsóknum sem benda eindregið til þess að samspil heilbrigðra lífshátta auki heilbrigði heilastarfseminnar og minnki áhættuna á vitsmunalegri hrörnun,“ segir Maria C. Carrillo, læknir og yfirmaður rannsókna hjá Alzheimer-samtökunum.

Fréttatilkynningin og fréttir og greinar sem unnar voru um inntak hennar birtust strax 14. júlí 2019 í stórum fjölmiðlum og vísindaritum austan hafs og vestan. Ekki hefur þó farið mikið fyrir þessum fréttum í íslenskum fjölmiðlum, þótt nýbúið væri að tilkynna um að hætt hafi verið öllum tilraunum með með lyf gegn Alzheimer, sem miklar vonir voru þó bundnar við. Samt er hér ef til vill um fyrstu staðfestu meðferðina til lækninga á heilabilun að ræða, um leið og hér örlar á nýrri hugmyndafræði um almenna meðhöndlun sjúkdóma, sem nefnd hefur verið læknisfræði 21. aldarinnar. 

Svo sem ég hef greint frá í fyrri skrifum mínum er ég fyrrverandi aðstandandi Alzheimer-sjúklings, en leikmaður á sviði læknisfræðinnar. Síðastliðin fimm ár hef ég reynt að fylgjast með þróun læknavísindanna í baráttunni við Alzheimer-sjúkdóminn. Sá árangur hefur sem kunnugt er verið einstaklega lítill. Ekkert nothæft lyf hefur enn verið þróað sem læknað getur þá sjúkdóma, sem einu nafni hafa verið nefndir heilabilun. Margir hafa undrast þetta og gagnrýnt, en ástæðan er samt nokkuð augljós. Orsakir heilabilunar er að finna í mannsheilanum; líffæri sem læknavísindin hafa forðast allt fram til loka síðustu aldar, þar sem krufning var áður  eina rannsóknaaðferðin. En á áratugunum fyrir síðustu aldamót fleygði rannsóknarmöguleikum á heilabilun mjög mikið fram. Vísindamenn töldu sig hafa komist að því, að ákveðið prótein, svonefnt beta-amýlóíð, sem fellur út í heilanum, sé einn helsti orsakavaldur heilabilunar og þar með hófst hin mikla leit að lyfi gegn sjúkdómnum, sem Alois Alzheimer uppgötvaði nærri 100 árum fyrr.  

Hér er rétt að huga að grundvelli þess, sem læknisfræði okkar byggist á. Líkamsstarfsemina má skilgreina sem flókið kerfi óteljandi lífefnaferla, en stjórnun þeirra og samhæfing eru bundin af hvataefnum, boðefnum og efnaferlum, og er framleiðslu þeirra aðallega stýrt frá heilanum. Ýmis áhrif, sem lífefnakerfi líkamans verða fyrir, geta truflað kerfið og koma áhrifin þá gjarnan fram sem sjúkdómar. En stýrikerfi líkamans hefur einnig varnarkerfi, oft nefnt ónæmiskerfi, sem fer af stað við utanaðkomandi truflun. Læknisfræði síðari tíma hefur einkum byggst á inngripi í þessa trufluðu efnaferla með það fyrir augum að stöðva eða hafa áhrif á þá, þannig að varnarkerfi líkamans nái aftur yfirhöndinni. Almennt má segja að nútíma læknisfræði fáist helst við lagfæringar á einkennum sjúkdóma, sem þegar eru komin fram, og séu því afturvirk eða viðbragðs-aðgerð. Breytingar á lífsháttum er aftur á móti hægt að líta á sem forvarnaraðgerð, sérstaklega ef byrjað er á þeim nægjanlega snemma.

Ég byrjaði að fylgjast með rannsóknum á Alzheimer-sjúkdómnum sumarið 2014. Á þeim tíma höfðu lyf, sem hindruðu myndun beta-amýlóíða verið í notkun rúman áratug, en þau fengu vottun frá Matvælastofnun Bandaríkjanna (FDA) á fyrstu árum 21. aldarinnar. Virkni þeirra gegn sjúkdómnum var aftur á móti lítil; þau voru talin geta hægt á þróun sjúkdómsins hjá um helmingi sjúklinga, en óþægilegar aukaverkanir fylgdu oft notkun þeirra. Á þessu tímabili fara svo ýmsir vísindamenn að efast um þá kenningu að beta-amýlóíð sé aðalorsök Alzheimer-sjúkdómsins. 

Á þeim 5 árum sem liðin eru hefur mikill fjöldi vísindamanna tekið þátt í leit að lækningu á sjúkdómnum. Um leið hefur þeim efnaferlum, sem taldir eru tengjast orsökum hans, einnig fjölgað mikið. Fleiri og fleiri eru að komast á þá skoðun, að mögulegur og/eða líklegur fjöldi truflaðra efnaferla sem geta valdið heilabilun sé það mikill, að ólíklegt sé að hægt verði að finna einn feril, eitt lyf, eina lausn, sem hindrar þróun sjúkdómsins eða læknar hann. Til að raunverulegur árangur náist þurfi miklu frekar margþættar og samhæfðar aðgerðir. Þegar horft er til þess fjölda efnaskipta og -ferla sem áhrif geta haft og hinna ólíku tenginga þeirra við sjúkdóminn er ljóst, að lækvavísindanna bíður flókin og vandasöm líkindaúrlausn. 

Þegar menn voru að brjóta höfuðið yfir þessu vandamáli fyrir fimm árum, birtist rannsóknargrein í læknablaðinu Aging haustið 2014, sem vakti áhuga minn. Greinina skrifar vísindamaður að nafni dr. Dale Bredersen, þá prófessor við háskóla Suður-Kaliforníu í Los Angeles (UCLA), sem þá jafði stundað rannsóknir á Alzheimer-sjúkdómnum í 30 ár. Hann hafði gert tilraunir á 10 Alzheimer-sjúklingum, sem miðuðu að því að athuga hvort breyttir lífshættir ásamt fleiri aðgerðum hefðu áhrif á þróun sjúkdómsins. Niðurstöður tilraunarinnar voru svo sláandi jákvæðar að þögn sló á vísindasamfélagið. Erfitt var að gagnrýna bæði framkvæmd og niðurstöður, þar sem eingöngu var um viðurkenndar aðferðir til almennrar heilsubótar að ræða. Þar bar mest á fremur strangri líkamsþjálfun, þjálfun hugans og heilnæmu mataræði. Eina sem hægt var að gagnrýna var smæð tilraunarinnar, sem gerði hana ómarktæka skv. ströngum reglum vísindanna. Dr. Bredesen taldi sig geta nefnt a.m.k. 36 efnaferla, sem kæmu hugsanlega við sögu við þróun Alzheimer-sjúkdómsins. Því taldi hann líklegt að það tæki langan tíma að þróa hefðbundna lausn á vandamálinu, það er að segja lyf við sjúkdómnum. Með markvissri breytingu á lífsháttum taldi hann aftur á móti mögulegt að nálgast og hafa áhrif á marga þessara efnaferla samtímis og á skömmum tíma, og hægja þannig verulega á framgangi sjúkdómsins. Dr. Bredesen leit á þessa leið sem millilausn, þ.e. lausn sem nota mætti þar til virk lyf fyndust. Mér fannst þessi sýn á vandamálið skynsamleg, en Alzheimer-samtökin sýndu henni á þessum tíma  lítinn áhuga og var hún til dæmis ekki rædd á alþjóðaráðstefnum samtakanna (IAAC).  Því tók ég það ráð að reyna að kynna hana fyrir íslenskum lesendum gegnum fréttamiðla. En hugmyndin um breytingu á lífsstíl sem meðferðar- og/eða forvarnarúrræði fyrir heilabilun kom reyndar einnig frá öðrum aðilum. Til að styðja kenningu sína benti Dr. Bredesen á tilraun, sem fram fór á Norðurlöndum á vegum Karólínsku stofnunarinnar í Stokkhólmi, undir leiðsögn finnska prófessorsins Miia Kivipelto. Gekk tilraunin undir nafninu FINGER-rannsóknin og var mjög viðamikil. Meginmarkmið hennar var að finna út hvernig breyttir og heilnæmari lífshættir hefðu áhrif á almenna öldrun og öldrunartengd heilsufarsvandamál. Þau reyndust mikil og jákvæð og við greiningu rannsóknarniðurstaðna kom jafnframt í ljós, að aldraðir einstaklingar með heilabilun sýndu sérstaklega jákvæð viðbrögð.

Smám saman komust fleiri vísindamenn sem fengust við Alzheimer-rannsóknir á þá skoðun, að þessa nálgun þyrfti að skoða betur. Málefnið var rætt á alþjóðaþingi Alzheimer-samtakanna í London 2017 og var þá ákveðið að setja af stað verkefni á vegum bandarísku Alzheimer-samtakanna (US POINTER verkefnið). Í því tóku þátt 2.500 einstaklingar og fylgdi því 20 milljóna US$ framlag frá samtökunum. Verkefnið átti að að kanna gagnsemi margháttaðra lífsháttabreytinga með það að markmiði, að koma í veg fyrir andlega hrörnun og heilabilun. Gert var ráð fyrir fyrstu niðurstöðum úr verkefninu þegar á alþjóðaþinginu í Chicago 2018. En það er fyrst nú, sem niðurstöður US Pointer-rannsóknarinnar eru birtar og eru þær ásamt  fleiri sams konar Alzheimerrannsóknum í Bandaríkjunum ástæða fréttatilkynningarinnar sem vísað var til í upphafi þessarar greinar. Nýlega hefur svo Heilsustofnun Bandaríkjanna  lagt fram 47 milljónir US$ til fimm ára til POINTER verkefnisins.

Fróðlegt verður  að fylgjast með framhaldi Alzheimer-rannsóknanna, nú þegar stórir opinberir aðilar eru farnir  láta svo mikið fé renna til rannsóknasviðs, sem hingað til hefur að mestu tilheyrt óhefðbundnum meðferðarúrræðum. Þá er eftirtektarvert það tómlæti, sem heilbrigðisyfirvöld hafa sýnt aðilum eins og dr. Bredesen, sem stundað hefur einkarekstur í samræmi við  aðferðafræði sína frá 2014. Á hans vegum er nú rekið meðferðarfyrirtæki, ReCode Protocoll, með hundruðum sjúklinga. Enn hafa ekki fengist miklar upplýsingar um árangur, en sérstök ráðstefna verður haldin 14. september 2019 í Cavendish Conference Centre í London um stöðu meðhöndlunarinnar. 

Hið hörmulega árangursleysi Alzheimerrannsókna innan hinna hefðbundnu lækna- og lyfjavísinda eykur enn á þá gagnrýni, sem margir sérfræðingar hafa sett fram um heilbrigðiskerfi og  þróun læknavísinda á síðustu öld og nú er farið að ræða um læknavísindi 21. aldarinnar. Gagnrýnin snýr helst að of mikilli sérhæfingu lækninga á 20. öldinni og að minnkandi samskiptum lækna og sjúklinga. Einnig að því, að aðgerðum lækna er fyrst og fremst beint gegn sjúkdómseinkennum, þegar þau eru fram komin, en minna gert til að ráðast að rót vandans og enn minna til að koma í veg fyrir að fólk veikist yfirhöfuð. Síðustu ár og áratugi hefur þeim fjölgað mjög sem glíma við langvinna sjúkdóma og það á líka við um fjölveika einstaklinga, það er, fólk sem glímir við marga sjúkdóma samtímis. Þetta gildir ekki síst um eldri einstaklinga, og hefur gert alla lyfjagjöf og meðhöndlun flóknar en áður. Gagnrýnendur ríkjandi kerfis segja að tími sé kominn til að breyta þessum hugsunarhætti. Hætta að beina lækningunum svo mjög að vissum líffærum eða sjúkdómseinkennum þeirra en reyna heldur að líta á líkamsstarfsemina sem heild og sameina og samhæfa meðhöndlun hennar (heildrænar lækningar, e: holistic medicine). 

Því hafa sérfræðingar velt fyrir sér lausnum þar sem nýttar eru þær miklu framfarir sem orðið hafa á síðustu tímum á skilningi og þekkingu á orsökum sjúkdóma og lækningum á þeim. Sérstaklega má þar nefna framfarir í greiningartækni, þar sem greina má áhættu á að fá sjúkdóma löngu áður en einkenni þeirra koma í ljós. Það gefur von um að hægt sé að byrja mótaðgerðir miklu fyrr en áður hefur verið mögulegt og þannig koma jafnvel í veg fyrir að sjúkdómurinn geri vart við sig hjá viðkomandi manneskju. Hér gæti meðhöndlun sem felst í margvíslegum, markvissum og samhæfðum breytingum á lífsháttum fólks verið mikilvægt skref á átt að slíkri hugarfars- og stefnubreytingu.

_________________
Greinin birtist upphaflega 27. ágúst, en þá féll hluti hennar út fyrir slysni. Beðist er velvirðingar á því.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
1

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
2

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
5

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Krabbameinið farið en hvað svo?
6

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar
7

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Krabbameinið farið en hvað svo?
2

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Sjö ára sviksemi við kjósendur
4

Illugi Jökulsson

Sjö ára sviksemi við kjósendur

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Krabbameinið farið en hvað svo?
2

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Sjö ára sviksemi við kjósendur
4

Illugi Jökulsson

Sjö ára sviksemi við kjósendur

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest lesið í vikunni

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
3

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Það er von
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
5

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·

Mest lesið í vikunni

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
3

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Það er von
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
5

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·

Nýtt á Stundinni

Leiftrandi hugsun og kjarni máls – en líka allt hitt

Karl Th. Birgisson

Leiftrandi hugsun og kjarni máls – en líka allt hitt

·
Ósnortin náttúra sem senn gæti heyrt sögunni til

Ósnortin náttúra sem senn gæti heyrt sögunni til

·
Sjö ára sviksemi við kjósendur

Illugi Jökulsson

Sjö ára sviksemi við kjósendur

·
Krabbameinið farið en hvað svo?

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Atómhljóð

Steindór Grétar Jónsson

Atómhljóð

·
Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

·
Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

·
Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Það er von

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

·