Mest lesið

Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön
1

Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön

·
Hallur Hallsson fékk þrettán milljónir fyrir að rita sögu Sjómannafélags Íslands
2

Hallur Hallsson fékk þrettán milljónir fyrir að rita sögu Sjómannafélags Íslands

·
Þegar ég varð heyrnarlaus af vöðvabólgu og endaði lögblind
3

Guðlaug Sigfúsdóttir

Þegar ég varð heyrnarlaus af vöðvabólgu og endaði lögblind

·
Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu
4

Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu

·
Kjarabótum öryrkja frestað meðan útgerðin greiðir 3 milljörðum minna og græðir á gengisveikingu
5

Kjarabótum öryrkja frestað meðan útgerðin greiðir 3 milljörðum minna og græðir á gengisveikingu

·
Stefán Ólafsson: Vinnuvikan sú næstlengsta í Evrópu
6

Stefán Ólafsson: Vinnuvikan sú næstlengsta í Evrópu

·
Sjómannafélagi Íslands birt stefna
7

Sjómannafélagi Íslands birt stefna

·

Guðmundur Guðmundsson

Straumhvörf í stríðinu gegn Alzheimer

Guðmundur Guðmundsson, doktor í efnafræði og aðstandandi Alzheimersjúklings, fjallar um uppgötvanir taugahrörnunarsérfræðingsins Dale Bredesens og nýja og byltingarkennda læknismeðferð sem byggir á þeim.

Guðmundur Guðmundsson

Guðmundur Guðmundsson, doktor í efnafræði og aðstandandi Alzheimersjúklings, fjallar um uppgötvanir taugahrörnunarsérfræðingsins Dale Bredesens og nýja og byltingarkennda læknismeðferð sem byggir á þeim.

Í þessari grein verður leitast við að lýsa í stuttu máli inntaki bókar Dale Bredesens, Endalok Alzheimer-sjúkdómsins (e: The End of Alzheimer‘s), sem kom út árið 2017 og hefur undirtitilinn „Fyrsta úrræðið til að hindra og snúa við vitsmunalegri hrörnun af völdum heilabilunar“.

Bredesen er prófessor við Kaliforníuháskóla í Los Angeles (UCLA) og alþjóðlega viðurkenndur sérfræðingur á sviði taugahrörnunar. Hann hefur um árabil unnið að nýrri lækningaaðferð í baráttunni við Alzheimersjúkdóminn ásamt rannsóknateymi sínu. Í bók sinni rekur hann stöðu þekkingar og rannsókna á Alzheimer fram til þessa. Hann fer yfir ráðandi kenningar um sjúkdóminn en megináherslan er þó á þeim uppgötvunum sem hann hefur gert á sínum 30 ára rannsóknaferli og nýrri og byltingarkenndri meðferð Alzheimersjúklinga sem hann byggir á þeim. 

Fyrri grein mín, „Ný nálgun í glímunni við Alzheimer?“, sem birtist í Stundinni 07.09.2017, fjallaði einkum um kenningar þýska fræðimannsins Michaels Nehls og bók hans, „Er Alzheimer læknanlegur?“. Kenningar þeirra Nehls og Bredesens eru um margt líkar, en báðir telja þeir að lífsstíll fólks í iðnvæddum velferðarríkjum sé aðalorsök sjúkdómsins. Bredesen þróaði meðferðarúrræði sín út frá þessum kenningum og lét reyna á þau í klíniskri tilraun sem 10 Alzheimersjúklingar tóku þátt í. Niðurstöðurnar birti hann í grein í öldrunarlækningatímaritinu Aging haustið 2014. Þær voru í stuttu máli þær, að 9 af þeim 10 sem þátt tóku í tilrauninni fengu bata. Þótt hópurinn væri of lítill til að vísindasamfélagið teldi niðurstöður Bredesens marktækar er ályktunin sem hann dregur af tilrauninni afdráttarlaus: Alzheimersjúkdómurinn er læknanlegur. 

Í bók sinni segir Bredesen frá þessari tilraun og niðurstöðum hennar, þeim rannsóknum og kenningum sem hún byggir á og síðast en ekki síst aðferðum sínum og hvernig Alzheimersjúklingar og aðstandendur þeirra geta fundið og beitt þeirri aðferð sem best hentar hverjum og einum, en þó alltaf í samráði við lækni. Hér að neðan mun ég leitast við að gefa einfalda en vonandi glögga mynd af því markverðasta sem bókin hefur að geyma. 

Í upphafi bókar minnir Bredesen á að þrátt fyrir að áratugum og ótöldum milljörðum hafi verið varið í rannsóknir á Alzheimer og þróun lyfja gegn þessum vágesti hefur enn ekki fundist nokkurt lyf sem megnar að lækna hann eða meðhöndla að nokkru gagni. 99,6% allra lyfjatilrauna á þessu sviði hafa misheppnast og þau örfáu lyf sem náð hafa á markað duga í besta falli til að slá aðeins á einkennin og hægja á framvindu sjúkdómsins – en öll eru þau gagnslaus til lengri tíma. Það á líka við um síðasta, nýja lyfið fyrir Alzheimersjúklinga, sem Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna vottaði árið 2003. Aðferð Bredesens, þar sem engin lyf komu við sögu, skilaði hins vegar bata hjá 9 af þeim 10 sem þátt tóku í tilrauninni, sem fyrr segir. Hjá þessum níu var sjúkdómurinn töluvert skemmra genginn en hjá þeim tíunda, sem engan bata fékk. 

Meðferðaráætlun sína kallar Bredesen ReCode, sem er skammstöfun á Reversal of cognitive decline, eða viðsnúningur vitsmunalegrar hrörnunar. Leggur hann áherslu á að því skemmra sem sjúkdómurinn er genginn, þeim mun meiri líkur eru á að fólk fái bata. Og þótt grundvallaratriðin séu alltaf þau sömu, útskýrir hann, þá er meðferðin alltaf einstaklingsbundin, enda aðstæður fólks ólíkar, sjúkdómurinn mislangt genginn, og umfram allt þá er hann af ólíkum rótum sprottinn. 

Stærstu og afdrifaríkustu mistökin sem meginstraums-vísindaheimurinn gerir í rannsóknum sínum á Alzheimers og tilraunum til að þróa lyf eða önnur úrræði við honum, segir Bredesen, er einmitt sá að ganga út frá því að um einn einstakan sjúkdóm sé að ræða, sem eigi sér eina og sömu orsökina: Óeðlilegar útfellingar próteina í heilanum og milli taugafrumna, svokallaðra amyloid-próteina, sem trufli starfsemi heilans. Þessi kenning hefur verið ráðandi í 30 ár, og er svo komið að henni er nánast trúað í blindni og hver sá sem dregur hana í efa er nánast afskrifaður. 

Þessi grundvallarmistök verða svo til þess að leitað er einnar lausnar sem á að henta öllum. Bredesen telur hins vegar, eftir áratuga rannsóknir, að amyloid-próteinin sem slík séu alls ekki vandinn. Alzheimersjúkdómurinn, segir hann, á sér ekki eina heldur minnst þrjár meginorsakir og 36 áhrifaþætti sem tengjast efnaskiptum líkamans að auki. Meginorsakirnar þrjár eru bólgur, visnun og eitrun. Undirliggjandi í öllum tilfellum er svo erfðaþátturinn, en um fjórðungur manna er með genafrávikið ApoE4, sem eykur verulega líkurnar á að viðkomandi fái Alzheimer. Bók Bredesens er ekki síst beint til þeirra sem vita að þeir beri þetta frávik í erfðaefni sínu, en einnig til allra sem komnir eru yfir fertugt, því fyrirbyggjandi aðgerðir eru líka kynntar til sögunnar. 

Bredesen leggur áherslu á að bókin sé ekki vísindarit í strangasta skilningi þess orðs. Þótt efni hennar byggi á vísindarannsóknum og niðurstöður þeirra séu birtar í bókinni til að renna stoðum undir kenningarnar sem þar er að finna miðast framsetning öll við hinn almenna lesanda og fólkið sem textinn á mest erindi við – Alzheimersjúklinga og aðstandendur þeirra – fremur en vísindamenn. Hún er hugsuð sem skýr og einfaldur leiðarvísir þar sem farið er yfir það, skref fyrir skref, hvernig hægt er að hindra og jafnvel snúa við vitsmunalegri hrörnun Alzheimers á fyrstu stigum og viðhalda batanum til frambúðar. Henni er einnig ætlað að vera leiðarvísir um hvernig sá fjórðungur manna, sem er með ApoE4-genafrávikið, getur komist undan sjúkdómnum.  

Farið er yfir bataferli fyrstu manneskjunnar sem tók þátt í tilraun Bredesens og rannsóknateymis hans. Hún var 68 ára þegar meðferðin hófst. Hún hafði þegar verið greind með Alzheimer, en var ekki ýkja langt leidd. Konan endurheimti fyrri vitsmunalega getu og þegar Bredesen skrifaði bók sína fimm árum eftir að meðferð hófst, þegar hún var orðin 73 ára, var hún enn við andlega hestaheilsu, í fullri vinnu og á ferð og flugi um veröld víða. 

Lykilatriði í kenningum Bredesens er sýn hans á amyloid-próteinin, hlutverk þeirra í starfsemi heilans og þróun Alzheimer-sjúkdómsins. Hún er gjörólík ríkjandi kenningum meginstraums-vísindasamfélagsins sem um áratuga skeið hefur talið þessar prótein-útfellingar helstu orsök sjúkdómsins. Bredesen telur aftur á móti að myndun amyloid-útfellinganna séu í grunninn heilbrigð varnarviðbrögð heilans við ýmsum áföllum, sem af ólíkum ástæðum eiga það til að fara úr böndunum. Þetta skýrir, að hans mati, hvers vegna ótal tilraunir með lyf sem ætlað er að eyða þessum próteinum hafa engu skilað í baráttunni við Alzheimer. Þau lyf hafi vissulega eytt útfellingunum að meira eða minna leyti – en það hafi bara engu breytt um framgang sjúkdómsins sem þeim var ætlað að lækna. 

Af þessu ræður Bredesen að það sem í daglegu tali kallast Alzheimer-sjúkdómur sé í raun, þvert á ríkjandi kenningar, varnarviðbragð við einhverju eða einhverjum af þremur, fyrrnefndum fyrirbærum: Bólgu, visnunar vegna skorts á ákveðnum næringarefnum og öðrum efnum sem viðhalda og efla starfsemi taugamóta í heilanum, og eitrunaráhrifa. Síðan fer Bredesen ítarlega yfir hvern og einn þessara orsakavalda og hvernig hamla má gegn þeim. Aðalatriðið er þó að þessi grundvallaruppgötvun; þ.e. orsakir Alzheimer eru fleiri en ein, segir Bredesen, veldur straumhvörfum í greiningu, meðferð og forvörnum gegn sjúkdómnum. Einnig auðveldar þetta meðferð og viðsnúning vægari minnis- og vitsmunahrörnunar, áður en hún kemst á það stig að hún flokkist sem Alzheimer-sjúkdómur yfirhöfuð. 

Í sjöunda kafla bókarinnar fer Bredesen yfir próf sem hann hefur þróað og fólk getur notað til að greina hvað það er sem veldur minnisglöpum þess eða vitsmunahnignun. Eitt af því sem þessi próf leiða í ljós er hvort og þá hvað fólk er að gera sjálft, sem ýtir undir þessa hnignun, óafvitandi, og getur þá hætt að gera í framhaldinu. Þessi próf eru lykilatriði í leitinni að réttu meðferðinni fyrir hvern og einn, þvi, eins og Bredesen leggur áherslu á, þá eru orsakir, þróun og framvinda sjúkdómsins mismunandi milli manna, áhrifaþættir fjölmargir og lífshættir fólks ólíkir. Meðferðin er því ávallt einstaklingsbundin og miðast við niðurstöður þessara prófa.

Í næstu köflum rekur hann svo hvað gera skal með niðurstöður þessara prófa. Farið er yfir þau grundvallaratriði sem prófin leiða í ljós og viðeigandi aðgerðir svo snúa hningunarferlinu við og draga úr hættunni á því að það hefjist aftur síðar. Hér má nefna atriði á borð við bólgur og sýkingar, insúlín-ónæmi, hormónatruflanir, skort á tilteknum næringar- og snefilefnum, eitrunaráhrif og truflanir á starfsemi taugamóta heilans. Hér gildir ekki „ein aðferð fyrir alla“ – hver og einn þarf að finna sína eigin útgáfu af ReCode-meðferðarúrræðinu, byggða á niðurstöðum eigin prófa. 

Í framhaldinu skýrir Bredesen hvernig hámarka má árangur meðferðarinnar og viðhalda þeim árangri til frambúðar. Af því fjölmarga sem þar er nefnt til sögunnar er vert að nefna tvennt sérstaklega í þessum útdrætti: Heildræna nálgun og ábyrgð hvers og eins á eigin heilsu. Bredesen rekur hvernig læknisfræði síðustu tveggja alda á Vesturlöndum hafi þróast út í æ meiri sérhæfingu og einföldun um leið; læknar fá kennslu og þjálfun í að greina einstaka sjúkdóma og ávísa lyfjum eða meðferð út frá þeirri greiningu eingöngu, óháð öllum öðrum þáttum. Austræn læknisfræði, svo sem hefðbundin, kínversk læknisfræði og hin indverska ayurveda-meðferð, gengur hins vegar meira út á heildræna nálgun, þar sem horft er á manneskjuna í heild, andlega jafnt sem líkamlega þáttinn og samspil við umhverfið, frekar en að einblína á einn, tiltekinn sjúkdóm. Læknisfræði 21. aldarinnar, segir Bredesen, verða að sameina þetta tvennt, og út á það gengur ReCode-meðferðin sem hann hefur þróað. Ekki er nóg að spyrja hvað er að, heldur þarf líka að spyrja hvað veldur. Sú spurning – og þau ólíku svör sem fást við henni eftir því hver í hlut á – breytir öllu um meðferðina í framhaldinu. Það sama á við um forvarnir. 

Bredesen fullyrðir að grundvallarniðurstaða rannsókna og tilrauna hans og rannsóknateymis hans sé einfaldlega sú, að enginn þurfi að deyja úr Alzheimer-sjúkdómnum. Til að þetta gangi eftir, segir hann, þarf fólk – heilbrigðisstarfsfólk jafnt sem sjúklingar – hins vegar að taka upp lækningaaðferðir 21. aldarinnar, og hver og einn gera sitt til að bæta og viðhalda eigin heilsu, líkamlegri, andlegri og vitsmunalegri, með markvissum, fyrirbyggjandi aðgerðum. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön
1

Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön

·
Hallur Hallsson fékk þrettán milljónir fyrir að rita sögu Sjómannafélags Íslands
2

Hallur Hallsson fékk þrettán milljónir fyrir að rita sögu Sjómannafélags Íslands

·
Þegar ég varð heyrnarlaus af vöðvabólgu og endaði lögblind
3

Guðlaug Sigfúsdóttir

Þegar ég varð heyrnarlaus af vöðvabólgu og endaði lögblind

·
Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu
4

Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu

·
Kjarabótum öryrkja frestað meðan útgerðin greiðir 3 milljörðum minna og græðir á gengisveikingu
5

Kjarabótum öryrkja frestað meðan útgerðin greiðir 3 milljörðum minna og græðir á gengisveikingu

·
Stefán Ólafsson: Vinnuvikan sú næstlengsta í Evrópu
6

Stefán Ólafsson: Vinnuvikan sú næstlengsta í Evrópu

·

Mest deilt

Kjarabótum öryrkja frestað meðan útgerðin greiðir 3 milljörðum minna og græðir á gengisveikingu
1

Kjarabótum öryrkja frestað meðan útgerðin greiðir 3 milljörðum minna og græðir á gengisveikingu

·
Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu
2

Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu

·
Þegar ég varð heyrnarlaus af vöðvabólgu og endaði lögblind
3

Guðlaug Sigfúsdóttir

Þegar ég varð heyrnarlaus af vöðvabólgu og endaði lögblind

·
Hallur Hallsson fékk þrettán milljónir fyrir að rita sögu Sjómannafélags Íslands
4

Hallur Hallsson fékk þrettán milljónir fyrir að rita sögu Sjómannafélags Íslands

·
Ríkisstjórn Katrínar óvinsælli en stjórn Jóhönnu
5

Ríkisstjórn Katrínar óvinsælli en stjórn Jóhönnu

·
Sjómannafélagi Íslands birt stefna
6

Sjómannafélagi Íslands birt stefna

·

Mest deilt

Kjarabótum öryrkja frestað meðan útgerðin greiðir 3 milljörðum minna og græðir á gengisveikingu
1

Kjarabótum öryrkja frestað meðan útgerðin greiðir 3 milljörðum minna og græðir á gengisveikingu

·
Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu
2

Glitnisskjölin: Ráðuneyti Bjarna svarar ekki spurningum um skattskil hans og hagsmunaskráningu

·
Þegar ég varð heyrnarlaus af vöðvabólgu og endaði lögblind
3

Guðlaug Sigfúsdóttir

Þegar ég varð heyrnarlaus af vöðvabólgu og endaði lögblind

·
Hallur Hallsson fékk þrettán milljónir fyrir að rita sögu Sjómannafélags Íslands
4

Hallur Hallsson fékk þrettán milljónir fyrir að rita sögu Sjómannafélags Íslands

·
Ríkisstjórn Katrínar óvinsælli en stjórn Jóhönnu
5

Ríkisstjórn Katrínar óvinsælli en stjórn Jóhönnu

·
Sjómannafélagi Íslands birt stefna
6

Sjómannafélagi Íslands birt stefna

·

Mest lesið í vikunni

Réttur reiðra karla
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Réttur reiðra karla

·
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
2

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
3

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma
4

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
Er það mér að kenna að nauðgari minn svipti sig lífi?
5

Hávær femínisti

Er það mér að kenna að nauðgari minn svipti sig lífi?

·
Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön
6

Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön

·

Mest lesið í vikunni

Réttur reiðra karla
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Réttur reiðra karla

·
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
2

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
3

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma
4

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
Er það mér að kenna að nauðgari minn svipti sig lífi?
5

Hávær femínisti

Er það mér að kenna að nauðgari minn svipti sig lífi?

·
Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön
6

Deilur innan ættarveldis teygja sig úr Skeifunni í skattaskjólið Mön

·

Nýtt á Stundinni

Telur jaðarhópa hafa náð að eigna sér þjóðhátíðardag Pólverja

Telur jaðarhópa hafa náð að eigna sér þjóðhátíðardag Pólverja

·
Nýtt húsnæði fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu

Nýtt húsnæði fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu

·
9 af 10 opinberum framkvæmdum fram úr áætlun

9 af 10 opinberum framkvæmdum fram úr áætlun

·
Þrælahald á 21. öldinni

Þrælahald á 21. öldinni

·
Aðeins um samráð og virðingu

Listflakkarinn

Aðeins um samráð og virðingu

·
Sjómannafélagi Íslands birt stefna

Sjómannafélagi Íslands birt stefna

·
Miðflokkurinn vill lækka fjármagnstekjuskatt

Miðflokkurinn vill lækka fjármagnstekjuskatt

·
Ný pláneta í bakgarðinum

Illugi Jökulsson

Ný pláneta í bakgarðinum

·
Utanríkisráðuneytið neitar að svara til um kostnað við öryggisgæslu

Utanríkisráðuneytið neitar að svara til um kostnað við öryggisgæslu

·
Fjórða hver kona á Íslandi orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun

Fjórða hver kona á Íslandi orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun

·
Hallur Hallsson fékk þrettán milljónir fyrir að rita sögu Sjómannafélags Íslands

Hallur Hallsson fékk þrettán milljónir fyrir að rita sögu Sjómannafélags Íslands

·
ASÍ: Þjónustugjöld bankanna hækka og samkeppni lítil

ASÍ: Þjónustugjöld bankanna hækka og samkeppni lítil

·