Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
7

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Stundin #101
September 2019
#101 - September 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 4. október.

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Nokkrir áratugir aftur í tímann

Ekki er hægt að útiloka að íhaldssöm öfl komist til valda hér á landi, þó að tilhugsunin sé fólki framandi. Hér er gægst inn í hugmyndafræði þeirra sem fara fyrir slíkum öflum, sem líkist mest söguþræðinum í Sögu þernunnar.

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Ekki er hægt að útiloka að íhaldssöm öfl komist til valda hér á landi, þó að tilhugsunin sé fólki framandi. Hér er gægst inn í hugmyndafræði þeirra sem fara fyrir slíkum öflum, sem líkist mest söguþræðinum í Sögu þernunnar.

Nokkrir áratugir aftur í tímann
Saga þernunnar Kæmust íhaldssöm öfl, líkt og Kristin stjórnmálasamtök, til valda hér á landi má hafa af því verulegar áhyggjur að reynt yrði að koma á þjóðskilupagi í anda söguþráðs Sögu þernunnar. 

Á Moggablogginu, sem er nokkurs konar Útvarp Saga í netheimum þar sem Evrópusambandinu, innflytjendum og þriðja orkupakkanum er fundið allt til foráttu, er að finna síðu sem félagsskapur sem kallar sig Kristin stjórnmálasamtök stendur fyrir. Fyrstu færslurnar voru settar inn í mars á því herrans ári 2007 og boðað að umfjöllunarefnin yrðu af margvíslegum toga enda hefðu kristin gildi snertifleti við flest svið tilverunnar. Ekki kemur fram hverjir séu höfundar efnis en ef bloggið er grannt skoðað kemur í ljós að þeir eru þó nokkrir. Á síðunni kemur fram að Kristin stjórnmálasamtök séu málfundafélag.

Nýjasta færslan á bloggsíðu Kristinna stjórnmálasamtaka var sett inn um miðjan júlímánuð og ber heitið Kórvilla kynslóðar. Færslan er skrifuð af Einari Ingva Magnússyni og er eins og skrifuð inn í þættina Saga þernunnar (e. Handmaid’s tale), þar sem konurnar eru réttlausar og hlutverk þeirra í samfélaginu er að unga út börnum. Í því ljósi er færslan sérstaklega hrollvekjandi.

Breytist ekki til batnaðar

Einari Ingva finnst þjóðfélagið vera að breytast en þar sem það er ekki að breytast til batnaðar þá er ekki tilefni til mikils fögnuðar. Pólitískur rétttrúnaður og breyttur lífsstíll hafi leitt til verulegrar mannfækkunar. Í því samhengi nefnir hann nokkra skaðvalda sem komi til með að fækka þjóðinni.

Í fyrsta lagi nefnir Einar Ingvi getnaðarvarnir, sem eru eins og orðið gefur til kynna varnir gegn getnaði og það þýðir að þeir sem nota smokkinn, pilluna eða hvað allar þessar getnaðarvarnir heita, vilja ekki eignast barn á þeim tímapunkti. Þess vegna eru getnaðarvarnir bráðsniðugar þó svo að Einar Ingvi sé ekki sammála mér þar um. Pillan varð líka til þess að konur gátu farið að stjórna því hvenær þær myndu eignast börn. Þær vilja kannski bíða með barneignir á meðan þær eru að klára háskólanám eða hefja starfsferil. Þó hafa mörg börn komið undir þrátt fyrir að fólk hafi notað getnaðarvarnir á réttan hátt. Engin getnaðarvörn er algjörlega hundrað prósent.

Ekki má gleyma því að smokkurinn er eina vörnin gegn kynsjúkdómum. Ég byði ekki í það ef það væru engar leiðir til að verjast kynsjúkdómum, þá væri annar hver maður með klamidíu og aðra ógeðssjúkdóma, sem við komum í veg fyrir með smokknum. Íslendingar mættu svo sem vera duglegri við að nota smokkinn, svona í ljósi þess að við eigum Evrópumetið í sárasóttartilfellum. Það er met sem er alls ekki hægt að vera stoltur af!

Verðum aldrei sammála

Næst nefnir Einar Ingvi þungunarrof. Umræðan í kringum nýlega löggjöf um þungunarrof var hreint út sagt sturluð. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna skipti í þeirri umræðu engu máli og réttur fóstursins trompaði allan rétt konunnar. Ef konan vildi ekki eiga barnið átti hún engu að síður að ganga með það og gefa það við fæðingu. Konur myndu hvort eð er leika sér að því að fara í þungunarrof allt fram á 22. viku meðgöngu. Réttur konunnar til að ráða yfir líkama sínum skipti engu máli eða hvort aðstæður hennar væru þannig að hún gæti boðið barn velkomið í þennan heim. Ef kona hafði farið í þungunarrof þá var hún tilfinningalaus morðingi sem notaði þungunarrofið sem getnaðarvörn.

„Ég og andstæðingar þungunarrofs verðum aldrei sammála“

Það er mjög erfitt að taka þátt í svona umræðu. Ég og andstæðingar þungunarrofs verðum aldrei sammála og þeir munu aldrei skilja ástæðurnar að baki því að kona taki þessa ákvörðun. Höfum það samt alveg á hreinu að það er aldrei auðveld ákvörðun fyrir konu að taka að fara í þungunarrof. Þessi ákvörðun er aldrei tekin af því bara. Ákvörðunin þarf að vera konunnar. Alltaf. Og þið sem segið að konur sem vilji ekki eignast börn eigi að nota getnaðarvarnir, munið að engin getnaðarvörn er hundrað prósent.

Vill konurnar inn á heimilin

Einari Ingva finnst þá ótækt að konur séu útivinnandi. Æðsti draumur konunnar er að vera heima og hugsa um börnin, taka vel á móti bónda sínum með dýrindis kvöldverði og sjá til þess að ekki sjáist rykkorn í hornum heimilisins. Mér finnst slíkt vera dæmi um fornaldarhugsunarhátt. Konur eru langt í frá að vera einsleitur hópur sem gengur um með húsmæðradrauminn í maganum. Sumar konur velja það að vera heimavinnandi á meðan aðrar velja að fara út á vinnumarkaðinn. Svo eru konur sem vilja ekki eignast börn og aðrar sem vilja eignast fullt af börnum og eiga stórt heimili. Þess vegna er ekki hægt að setja allar konur í eitt og sama boxið og segja að allar vilji þær vera heimavinnandi húsmæður.

Að kenna konum sem vinna utan heimilisins um hnignun samfélagsins er ósanngjarnt. Feðurnir hafa líka hlutverk og skyldur inni á heimilinu og þegar kemur að barnauppeldi, rétt eins og mæðurnar.

Eins og staðan er í dag er lítil hætta á að flokkur eins og Kristin stjórnmálasamtök komist til valda hér á landi. Og þó, ég hélt að það væri óhugsandi að Donald Trump yrði forseti Bandaríkjanna. Sem sýnir að allt getur gerst. Vofa populískra afla svífur yfir víða í Evrópu og Bandaríkjunum  og gæti svifið yfir Íslands ströndum. Hér gæti íhaldssamt stjórnmálaafl komist til valda sem hefði það á stefnu sinni að takmarka rétt kvenna til að fara í þungunarrof, nálgast getnaðarvarnir og að konur væru best geymdar inni á heimilunum. Ef slíkt myndi gerast myndi samfélagið allt færast nokkra áratugi aftur í tímann.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
7

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
2

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
4

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Nei, nei og aftur nei!
5

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
2

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
4

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Nei, nei og aftur nei!
5

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest lesið í vikunni

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
1

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Kona féll fram af svölum
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
3

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
4

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
6

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·

Mest lesið í vikunni

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
1

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Kona féll fram af svölum
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
3

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
4

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
6

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·

Nýtt á Stundinni

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

·
Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Nei, nei og aftur nei!

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Börnin mín eiga rétt á framtíð!

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Börnin mín eiga rétt á framtíð!

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·