Þverpólitísk samstaða um að þrengja skilyrði til jarðakaupa

Allir þingmenn sem tóku afstöðu til fyrirspurnar Stundarinnar sögðust styðja að skilyrði um kaup á jörðum verði þrengd með lögum. „Í sjálfu sér skiptir ekki öllu hvort kapítalistinn sem safnar jörðum býr á Rívíerunni eða í Reykjavík,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé.

Þverpólitísk samstaða um að þrengja skilyrði til jarðakaupa
steindor@stundin.is

Allir alþingismenn sem tóku afstöðu til fyrirspurnar Stundarinnar segjast styðja þrengri skilyrði í lögum varðandi kaup á jörðum. Mikil umræða hefur verið um samþjöppun eignarhalds á landi að undanförnu, meðal annars vegna uppkaupa breska auðkýfingsins James Ratcliffe á jörðum og vatnsréttindum á Norðausturlandi.

Stundin lagði tvær spurningar fyrir alþingismenn með tölvupósti. Sú fyrri hljóðar svo: „Styður þú að þrengri skilyrði verði leidd í lög varðandi kaup á jörðum?“

Allir þeir 22 þingmenn sem tóku afstöðu til spurningarinnar svöruðu henni játandi. Þingmennirnir eru úr öllum þeim flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Að sögn ráðherranna Katrínar Jakobsdóttur, Kristjáns Þórs Júlíussonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar er frumvarp nú í vinnslu þar sem skilyrði fyrir kaupum verða þrengd samkvæmt tillögum starfshóps sem skilaði skýrslu þess efnis síðasta haust.

Síðari spurningin var: „Telur þú að skilyrði fyrir jarðakaupum ættu að vera þrengri fyrir aðila sem hafa ekki fasta búsetu á Íslandi?“ Í skýrslu starfshópsins ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

·
Vinir sem sameinuðust í matarást

Vinir sem sameinuðust í matarást

·
Stuð í Feneyjum

Stuð í Feneyjum

·
Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Myndin af Pence

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

·
Þjófur í Paradís

Hermann Stefánsson

Þjófur í Paradís

·