Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Flugumenn, silkimjúkur djass og kræsingar sem listaverk

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 9.–23. maí.

Flugumenn, silkimjúkur djass og kræsingar sem listaverk

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

BlacKkKlansman

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 10.–20. maí
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Óskarsverðlaunamyndin BlacKkKlansman rataði ekki í íslensk kvikmyndahús á sínum tíma, en hún fjallar um sönnu söguna af svörtum lögreglumanni sem tekst að komast í raðir Ku Klux Klan hryðjuverkasamtakanna, og verða umdæmisstjóri á því svæði þar sem hann býr.  Kvikmyndin er uppgjör við þann rasisma sem var tröllríðandi á áttunda áratugnum í Bandaríkjunum og þörf áminning á að hann lifir enn góðu lífi í dag.

Hnallþóran

Hvar? Midpunkt
Hvenær? Til 26. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Sigurrós Guðbjörg Björnsdóttir og Berglind Erna Tryggvadóttir eru í rannsóknarleiðangri; þær dýfa sér ofan í sögu íslenskra matar- og baksturshefða og reyna að finna hnallþórunni nýtt hlutverk í síbreytilegu landslagi íslenskrar matarmenningar. Þar eru settar fram tilraunir á hnallþórunni sem listhlut, í tvívíðu og þrívíðu formi, jafnt því sem áhorfendur geta skoðað uppskriftir og fróðleik sem rannsóknarteymið hefur sankað að sér.

Norðurmýramegin við Klambratún

Hvar? Þjóðleikhúskjallarinn
Hvenær? 17. maí kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Karl Olgeirsson hlaut nýlega Íslensku tónlistarverðlaunin sem lagahöfundur ársins og fyrir plötu ársins í jazzflokki, en hann flytur verðlaunaplötu sína, Mitt bláa hjarta, sem hann hópfjármagnaði í fyrra. Sigríður Thorlacius mun syngja lögin ásamt höfundi sem einnig leikur á píanó. Þeim til fulltingis verða Jóel Pálsson saxófónleikari og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa.

Iður

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 17., 19. og 23. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Iður er nýtt íslenskt tónleikhúsverk byggt á sönnum atburðum um Mark Kennedy, breskan lögreglumann og fjölskylduföður, sem vann sem uppljóstrari krúnunnar innan raða aktívista. Þegar verkið gerist standa ensk yfirvöld í stappi við róttæka aðgerðarsinna. Í Iður er velt upp spurningum um raunveruleikann, sjálfsmynd og stað okkar í tilverunni. Inn í verkið fléttast aríur og kórlög við texta eftir endurreisnarskáldið John Donne.

Mjúk lending

Hvar? Nýlistasafn Íslands
Hvenær? Til 26. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Í þessari útskriftarsýningu MA nema í myndlist Listaháskóla Íslands kvíslast átta sjálfstæðar nálganir, sameinast og stundum skerast þær. Kjarni þess sem listamennirnir kanna í verkum sínum er í raun hvað það þýðir að vera manneskja í heimi gegnsýrðum af félagslegum, menningarlegum og vistfræðilegum vandamálum. Titill sýningarinnar, Mjúk lending, vísar í tímabundna jarðtengingu; ekki rótgróna, heldur sveigjanlega líkt og umsemjanlegan lokafrest. 

Gröf

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 16. maí til 23. júní
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Gunnar Jónsson er fæddur í Reykjavík en ólst upp á Ísafirði og býr þar og starfar í dag. Í verkum sínum rannsakar hann eigin uppruna, sjálfsmynd og umhverfi. Gunnar vinnur meðal annars með vídeó, ljósmyndir og tónlist. Hann er virkur í ýmsu félagsstarfi og er meðal annars varamaður í stjórn Reykvíkingafélagsins á Ísafirði.

Grúska Babúska útgáfutónleikar

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 22. maí kl. 21.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Tilraunakennda rafþjóðlagahljómsveitin Grúska Babúska gaf út plötuna Tor síðastliðinn september, en platan er innblásin af enskum miðaldasögum og goðsögnum eins og um Artúr konung. Þetta eru (mjög) síðbúnir útgáfutónleikar, en Grúskan á það til að fara sínar eigin leiðir. Pólitíska brim-indí sveitin Bagdhad Brothers kemur einnig fram, en hún hefur spilað víðs vegar síðasta árið og er í mikilli sókn.

Thibaudet og Beethoven

Hvar? Harpa
Hvenær? 23. maí kl. 19.30
Aðgangseyrir: Frá 2.500 kr.

Franski píanistinn Jean-Yves Thibaudet hefur um áratuga skeið verið einn sá fremsti á heimsvísu. Á þessum tónleikum mun hann spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands „Vetrarhimin“ eftir Kaiju Saariaho, einu margverðlaunaðasta samtímatónskáldi Norðurlanda, „Leyndardóm ljóssins“ eftir skoska tónskáldið James Macmillan og svo „Hetjuhljómkviðuna“ eftir Beethoven, verk sem er innblásið af ímynd hetjunnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
6
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár