Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“

Flótta­mönn­un­um sem kröfð­ust betri að­stæðna hef­ur ver­ið ósk­að dauða á sam­fé­lags­miðl­um og marg­ir hvetja til þess að þeir verði send­ir úr landi. Sstjórn­mála­menn eru ósátt­ir og fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra var­ar við smit­hættu.

Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“

Fjölmörg dæmi eru um að flóttamenn sem mótmælt hafa aðstöðu sinni og viðtökum íslenska ríkisins undanfarna daga séu kallaðir „pakk,“ „hyski“ og „viðbjóður“ á samfélagsmiðlum. Fólkið sem tjáir sig um flóttamennina gengur í sumum tilfellum svo langt að óska þeim dauða.

Þá hafa fyrrverandi og núverandi stjórnmálamenn úthrópað hælisleitendurnar fyrir að tjalda á Austurvelli. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, setti mótmæli flóttamanna í samhengi við smithættu og frosið kjöt og átaldi borgarstjórn fyrir að heimila þeim að tjalda. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýndi Dómkirkjuna fyrir að heimila hælisleitendunum að nýta salerni kirkjunnar. Þá reiddist Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis, hælisleitendunum og skammaðist í þeim á Austurvelli. Fjöldi fólks skrifar ummæli undir frétt um athæfi Halldórs honum til stuðnings og hvetja margir til þess að hælisleitendunum sé vísað úr landi.

Lögfræðingur og sérfræðingur í hatursorðræðu sem Stundin ræddi við varar við því að hatursorðræða geti virkað sem hvatning til óstöðugra einstaklinga til þess að grípa til ofbeldis. 

Samhengi við smithættuBjörn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og menntamálaráðherra, skrifaði færslu á bloggsíðu sína þar sem hann ræddi um smithættu innfluttra matvæla, mikilvægi þess að ferðafólk „gæti fyllsta hreinlætis“. Hann taldi veru hælisleitenda á Austurvelli „vekja spurningar um hvort gætt hafi verið allra nauðsynlegra hreinlætis- og öryggiskrafna“.

Hælisleitendur nefndir „innrásarlið“

„Þetta fólk ''PAKK'' vinnur hörðum höndum að því að leggja niður þjóðríkið Ísland! Fellum stjórnina núna ! Þetta PAKK mýgur á styttu Jóns Sigurðssonar og á elsta Alþingi í heimi. Vanvirðingin er algjör ! Ég heimta aðgerðir ef ekki förum við sjálfir í málið og krefjumst sömu friðhelgi og innrásarliðið hefur ! P.s, Íslenska þjóðin er þræl vopnuð annað til þriðja hvert heimili á skotvopn!“

Ofangreind ummæli skrifar maður í færslu á Facebook síðu sinni, sem viðbragð við mótmælum hælisleitanda. Vinir mannsins taka í sama streng og deila færslunni. Færslan hefur því náð þó nokkurri dreifingu á samfélagsmiðlum. Sömuleiðis hefur téður maður dreift mynd með fyrirsögninni „Framtíðin er ekki björt fyrir litla Ísland með galopin landamæri.“ Skilaboðin eiga að sýna hvað verður um Ísland ef dyrnar eru opnaðar fyrir flóttamönnum en þar birtast myndir af átökum í löndum sem flóttamenn hafa sótt um hæli í. Myndin hefur fengið rúmlega 200 deilingar á Facebook.

Myndin sem er í dreifingu á FacebookMynd þessi hefur fengið rúmlega 200 deilingar á Facebook

Kona segir í ummælum við mynd á síðu Frelsisflokksins að þögul mótmæli virki ekki. Íslendingar þurfi að taka upp „stefnu Frakka í mótmælum“ og „grýta þetta pakk.“

Önnur kona ritar svipaða færslu á Facebook. „Það er ekki aumingjaskapurinn í Frökkum í París, þeir láta verkin tala, Íslendingar ættu að taka þá til fyrirmyndar og mótmæla helvítis viðbjóðnum hérna.“ Vitnar sú kona í frétt í erlendum fjölmiðli þar sem fyrirsögnin er „París brennur“ og mynd af Parísarbúum að mótmæla með bálköst í bakgrunni.  

„Þetta er hyski og ég segi bara hvar er lofsteinn þegar hann má falla þarna?“

„Þetta er hyski og ég segi bara hvar er lofsteinn þegar hann má falla þarna???“ segir í ummælum sem koma fram á Facebook síðu Vakurs, samtaka um evrópska menningu. Á Facebook- síðunni kemur fram að Vakur vilji upplýsta umræðu um það hvort Ísland vilji breytast úr evrópsku og lýðræðislegu þjóðríki í „óskilgreint fjölmenningarríki.“

Á mynd sem Vakur birtir ritar maður einn þessi ummæli: „Þessum hlakkar til að láta hengja sig eða henda sér ofan af þaki“. Á myndinni er maður með mótmælaspjald sem á stendur „Flóttamenn velkomnir hér.“

„Þessi hlakkar til að láta hengja sig
eða henda sér ofan af þaki“

Á einni mynd sem Vakur setur á síðu sína, standa þessi orð: „But we have reached a turning-point. We must make a decision: shall we remain a child-like people, giving little thought to our Future, till someday we find that we have none?“ Vakur vitnar með þessum orðum í Arthur Moeller van den Bruck, Þjóðverja sem er best þekktur fyrir umdeilt rit sitt Das Dritte Reich sem nasistar í Þýskalandi höfðu í hávegum á sínum tíma.

Tengja flóttamenn við erlend hryðjuverk

Maður nokkur tengir hryðjuverkin í Nýja-Sjálandi við mótmæli hælisleitanda á Austurvelli. „Til þeirra sem enn eru tárvot útaf atburðum á Nýja-Sjálandi. Við eigum í stríði við íslam! Helstu fórnarlömb í stríði eru alltaf saklausir... það sem er að gerast á Austurvelli er skipulögð yfirtaka íslams á Íslandi. Flótta/hælis er bara tilbúið valdaskím ætlað til að mýkja lina vesturlandabúa.“

„Við eigum í stríði við íslam!“

Þá skrifar kona ummæli við frétt um skotárásina í Utrecht: „Það eru gerðar skyndiárásir víða um Evrópu, erum við ekki að fatta að við fáum sendingar til landsins sem eru sömu trúar og eru með aðgerðir gegn þeim þjóðlöndum sem þeir læðast inn í sem „hælisleitendur“. Annar maður sem skrifar ummæli við sömu frétt spyr lögregluna hvort hún sé búin gera vopnaleit í tjaldinu sem stóð á Austurvelli.

Varar við afleiðingunum

Jóna Aðalheiður Pálsdóttir, lögfræðingur sem skrifaði skýrslu um hatursorðræðu fyrir Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir að hatursfull orðræða geti haft þær afleiðingar að hvetja óstöðuga einstaklinga til að framfylgja andstöðu sinni við tiltekna hópa með ofbeldi.

„Allt sem hvetur til aðgerða, eins og margt þarna gerir, ummælin virðast sum hver óbeint og sum beint, hvetja til aðgerða, er hatursorðræða og er brot gegn hegningarlögum,“ segir Jóna.  

Jóna vitnar þar í 233. gr. almenna hegningarlaga en þar segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

Jóna segir hörmungarnar sem áttu sér stað í Nýja-Sjálandi vera afleiðingar hatursorðræðu, en slík orðræða geta virkað sem hvatning fyrir einstakling með rasískar skoðanir til að grípa til aðgerða.

Flóttamennirnir hafa nú yfirgefið Austurvöll og tekið niður tjald sitt undir þeim formerkjum að þeir óttast um öryggi sitt þar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár