Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrrverandi vændiskona svarar Brynjari: „Að hafa kynlífsþörf er ekki neyð“

Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir, sem sjálf leidd­ist út í vændi eft­ir kyn­ferð­isof­beldi, seg­ir um­mæli Brynj­ars Ní­els­son­ar um vændi og vænd­is­kon­ur til marks um fá­fræði og skiln­ings­leysi.

Fyrrverandi vændiskona svarar Brynjari: „Að hafa kynlífsþörf er ekki neyð“

Eva Dís Þórðardóttir, sem leiddist út í vændi eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku og hefur unnið sem leiðbeinandi hjá Stígamótum undanfarin ár, segir að ummæli Brynjars Níelssonar alþingismanns um vændiskonur séu til marks um fáfræði og fullkomið skilningsleysi á aðstæðum þeirra.

Brynjar var gestur í þættinum Harmageddon fyrr í vikunni og tjáði sig meðal annars um sjónvarpsviðtal við fyrrverandi vændiskonu sem birtist á Stöð 2 síðustu helgi. Sagði Brynjar „lögfræðilega vitlaust“ að líta á vændiskaup sem brot eins og gert er í íslenskum lögum. „Þú getur alveg rökstutt að enginn kaupi vændi nema það sé í einhverri neyð,“ sagði hann.

Evu finnst málflutningur þingmannsins fráleitur. „Það er fjarstæðukennt að halda því fram að vændiskaupendur séu í neyð. Að hafa kynlífsþörf er ekki neyð, það er alltaf hægt að leysa úr henni,“ segir hún í samtali við Stundina. „Ef þú finnur ekki konu sem sjálfviljug sefur hjá þér og finnst það dásamlegt, þá geturðu keypt þér kynlífsdúkku eða einhvers konar leikfang, já eða bara notað höndina. Þú þarft ekki að borga aðila fyrir að fá að riðlast á honum.“ 

Í Harmageddon-viðtalinu hélt Brynjar því fram að Stígamót sannfærðu konur sem stundað hafa vændi um að brotið hefði verið gegn þeim. „Núna hefur hún áttað sig á því, þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“ sagði hann. 

Stundin bar ummælin undir Evu Dís. „Í fyrsta lagi þarf maður ekkert að auglýsa til þess að fá vændiskúnna. Þeir leita mann uppi og setja oft mikinn þrýsting á konur. Ekki síst þær sem vilja hætta. Þær verða fyrir miklum þrýstingi frá mönnum sem hafa keypt þær og mönnum sem hafa heyrt að það sé hægt að kaupa þær.“

Tjáði sig um reynslu sínaEva Dís steig fram í viðtali á Stöð 2 árið 2016.

„Ég var heppin“

Þegar Eva leiddist sjálf út í vændi hafði hún orðið fyrir miklu kynferðisofbeldi og ekki unnið úr þeirri lífsreynslu.

„Það er ekki þannig að maður vakni einn daginn og hugsi: Jæja, nú ætla ég að byrja í vændi. Nei, þetta er ferli, ákveðin lífsleið sem er búin að brjóta mann niður. Ég var brotin en hugsaði: Þetta er fín leið til að geta veitt mér eitthvað aðeins aukalega. Það var það sem ég sagði sjálfri mér: Þetta er bara kynlíf, frábært, svo gerist kannski eitthvað óþægilegt og maður gleymir því.

„Það er ekki þannig að maður
vakni einn daginn og hugsi: Jæja,
nú ætla ég að byrja í vændi“

En svo fara martraðirnar að koma og þetta verður óbærilegt. Ég var heppin, ég eignaðist kærasta sem hjálpaði mér og ég gat hætt. En aðrar halda þessu áfram þótt martraðirnar og trámað sé byrjað, því þær einfaldlega neyðast. Ég held ég hafi aldrei hitt vændiskonu sem hafði ekki áður orðið fyrir kynferðisofbeldi… eða bíddu, jú eina. En hún reyndar byrjaði að selja sig 15 ára, meðan hún var ennþá barn.“

Eva segir ómögulegt að stunda vændi án þess að reiða sig á sjálfsblekkingu. „Þegar maður er í vændi þá verður maður að líta fram hjá því ofbeldi sem maður verður fyrir, annars bara safnast þetta upp. Þú þarft að halda blekkingunni gangandi: að þetta sé bara allt í lagi og maður fái pening, æðislegt. En svo endar þetta með því að það er ekki hægt að blekkja sig lengur. Ekki þegar maður er kominn með verki í líkamann og getur ekki sofið án þess að taka eitthvað inn.“ 

Konan er einmitt að taka ábyrgð

„Taktu bara ábyrgð á sjálfri þér,“ sagði Brynjar í Harmageddon-viðtalinu. Eva Dís segir að konan sem steig fram í viðtalinu á Stöð 2 sé einmitt að gera það, að taka ábyrgð á sjálfri sér. 

„Hún er ekki bara að taka ábyrgð á sjálfri sér heldur líka að taka ábyrgð fyrir samfélagið allt
og reyna að gera eitthvað í þessum málum“

„Og hún er ekki bara að taka ábyrgð á sjálfri sér heldur líka að taka ábyrgð fyrir samfélagið allt og reyna að gera eitthvað í þessum málum. Þetta er hennar leið, að fræða fólk um reynslu sína. Það þarf einhverja vakningu til að menn hætti að leita í vændi. Ef þeir gera sér grein fyrir því að þeir geta verið kærðir, þá hugsa þeir sig kannski tvisvar um. Menn eru ekki bara að sækjast í konur sem eru sjálfar að auglýsa sig, þeir eru að bjóða 14 ára stelpum á Instagram að hitta sig fyrir pening.“

„Sársaukafullt“ að viðhorf Brynjars fái vængi

Eva segir dapurlegt að þingmaður leyfi sér að tala með þeim hætti sem Brynjar geri. Að sama skapi sé vont að stjórnmálaflokkur hampi svona skoðunum, veiti Brynjari brautargengi í prófkjörum og leiði hann til ábyrgðarstarfa í íslensku samfélagi. 

„Mér finnst þetta sársaukafullt,“ segir hún. „Ég hef heyrt í honum áður og mér finnst þetta óásættanlegt. Upp til hópa finnst mér reyndar mjög alvarlegt hvað þingmenn og ráðamenn virðast aftengdir venjulegu fólki. Það er eins og almenningur og ráðamenn eigi nær ekkert sameiginlegt þessa dagana, svo kannski er til of mikils ætlast að Brynjar Níelsson skilji hugarheim vændiskonu.“

Hún segir mikilvægt að konur sem stunda vændi fái að halda í sjálfsblekkinguna, öðruvísi lifi þær ekki af. „En þær eru velkomnar. Þeim er velkomið að hafa samband við mig, Stígamót eða Bjarkarhlíð, bara þegar þær eru tilbúnar. Og þær þurfa ekkert að vera hættar í vændinu til þess. Við hjálpum konum að díla við afleiðingarnar, trámað, sjálfsmorðshugsanir og svo framvegis, líka þeim sem eru ennþá að selja sig. Við erum ekkert með fordóma þótt þær séu enn að því. Við gerum bara það sem við getum til að hjálpa.“ 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
5
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár