Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kröfunni hafnað – Dómari segir ekkert benda til að Bára hafi átt sér vitorðsmenn

Dóm­kirkjuprest­ur og skrif­stofu­stjóri Al­þing­is ekki kall­að­ir fyr­ir dóm vegna fyr­ir­hug­aðs mála­rekst­urs þing­manna gegn Báru Hall­dórs­dótt­ur.

Kröfunni hafnað – Dómari segir ekkert benda til að Bára hafi átt sér vitorðsmenn

Kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi vegna fyrirhugaðrar málssóknar gegn Báru Halldórsdóttur, sem hljóðritaði samskipti þeirra á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn, hefur verið hafnað. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð þess efnis rétt fyrir hádegi.

Í úrskurðinum er bent á að sóknaraðilar hafi ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að upplýst verði um hver stóð fyrir upptökunni á Klaustri, enda hafi Bára stigið fram og játað á sig þá háttsemi. Þingmennirnir hafi ekki fært viðhlítandi rök fyrir því að skilyrðum sé fullnægt til að fram fari vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna fyrir dómi á grundvelli undantekningarheimild í lögum um meðferð einkamála.

„Slíkar kenningar og vangaveltur verða þó að mati dómsins að byggjast á einhverju öðru en því að hlutaðeigendur telji þetta eða hitt líklegt“

Dómarinn, Lárentsínus Kristjánsson, telur rökstuðninginn í beiðni þingmannanna ekki nógu skýran. „Það markast þó af þeirri augljósu staðreynd að ekki er vitað hvernig atvikum var háttað eða hvort einhverjir aðrir aðilar en varnaraðili hafi komið að málum, eins og sóknaraðilar virðast telja líklegt. Slíkar kenningar og vangaveltur verða þó að mati dómsins að byggjast á einhverju öðru en því að hlutaðeigendur telji þetta eða hitt líklegt án þess að það sé rökstutt sérstaklega og með afmörkuðum hætti hvers vegna slíkar grunsemdir séu uppi.“ Tekur dómarinn fram að ekkert bendi til þess á þessu stigi málsins að Bára Halldórsdóttir hafi átt sér vitorðsmenn þegar hún hljóðritaði samskipti þingmannanna á Klaustri. 

Reimar Snæfells Péturssonlögmaður þingmannanna

„Þarna var nú ekki feitan gölt að flá svo við bjuggumst kannski frekar við þessu,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru, í samtali við Stundina. „En nú liggur fyrir erindi hjá Persónuvernd og þingmennirnir hafa boðað að þeir ætli í einkamál. Svo við bíðum bara og sjáum hvert framhaldið verður.“ 

Eins og Stundin hefur fjallað um undanfarna daga vilja þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason að Bára Halldórsdóttir sæti refsingu, greiði þeim miskabætur og verði sektuð af Persónuvernd vegna ólögmætrar „njósnaaðgerðar“ sem þingmennirnir telja sig hafa orðið fyrir á veitingastaðnum Klaustri.

Að því er fram kom í bréfi lögmanns þeirra, Reimars Péturssonar, til héraðsdóms fyrr í mánuðinum telja þingmennirnir aðgerðina hafa falið í sér „saknæma og ólögmæta meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu“ þeirra.

Kallað var eftir því að fyrirsvarsmenn og starfsmenn Klausturs yrðu leiddir fyrir dóm til vitnis um mannaferðir og aðstæður á barnum þann 20. nóvember. Þessari kröfu, sem var gerð vegna undirbúnings fyrirhugaðs einkamáls gegn Báru, hefur nú verið hafnað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár