Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“

„Ég stend stolt með Sig­mundi mín­um,“ skrif­ar Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir á Face­book. „Þetta er ekk­ert ann­að en öf­und,“ seg­ir stuðn­ings­kona Sig­mund­ar Dav­íðs sem vill „vita hver eða hverj­ir hafa sent þenn­an skúnk með sím­ann“.

Eigin­kona Sig­mundar segir Klausturs­málið ein­kennast af „hatri og þörfinni fyrir að smána aðra til upp­hefja sjálfan sig“

Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, er kjaftstopp vegna Klaustursmálsins. „Ég bara skil ekki hvert íslenskt samfélag er komið,“ skrifar hún og þakkar fyrir þær fjölmörgu stuðningskveðjur sem þeim hjónum hafa borist.

Vinkona Önnu Sigurlaugar á Facebook fer fögrum orðum um Sigmund og hvetur þau hjónin til dáða í opnum skilaboðum sem hún birtir á vegg Önnu Sigurlaugar.

„Hann er best stjórnmálamaður sem við höfum átt í seinni tíð. En þetta er ekkert annað en öfund og gaman þætti mér að vita hver eða hverjir hafa sent þennan skúnk með símann. Miðflokknum hefur gengið of vel að auka fylgi sitt og það ætla þeir að eyðileggja,“ skrifar vinkonan.

Nokkrir taka undir þessi orð og Anna Sigurlaug bregst við:

„Hjartans þakkir til ykkar allra. Stuðningur ykkar er ómetanlegur. Við erum nú búin að taka nokkra slagina síðustu árin en nú er ég kjaftstopp.“

Hún telur að íslenskt samfélag sé komið á villigötur. „Hatrið og þörfin fyrir að smána aðra til upphefja sjálfan sig,“ skrifar hún.

„Ég ætla ekki að segja ykkur hvað hefur gengið á í partýum meðal stjórnmálamanna síðustu árin en það kannski segir allt að við SDG höfum gengið út. Þakka ykkur enn og aftur. Ég stend stolt með Sigmundi mínum enda veit ég hvaða mann hefur að geyma og veit hver líðan hans er núna.“

Sigmundur Davíð var til viðtals í fréttatíma Stöðvar 2 og RÚV í gærkvöldi. Þar sagði hann að umræður á borð við þær sem áttu sér stað á Klaustri – þar sem þingkonur voru kallaðar „kunta“, „helvítis tík“, „galin kerlingarklessa“ og mælst til þess að „ríða“ kvenkyns ráðherra – væru alsiða meðal þingmanna á Íslandi. Samtalið á Klaustri væri í raun aðeins merkilegt fyrir þær sakir að það var tekið upp. Sagðist hann að eiginkona sín hefði oftar en einu sinni þurft að flýja samkvæmi vegna dónatals þingmanna, annarra en þeirra sem sátu á Klaustri. Sigmundur velti því fyrir sér hvort næsta skref væri að hann segði frá dónatali fólks úr öðrum flokkum en Miðflokknum.

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár