Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Heiðveig: „Ólýðræðislegt ofbeldi“

Heið­veig María Ein­ars­dótt­ir seg­ir vinnu­brögð kjör­stjórn­ar Sjó­manna­fé­lags­ins ósvíf­in. Fram­boði henn­ar til for­manns var hafn­að í gær. Ómögu­legt hafi ver­ið að fá upp­lýs­ing­ar frá nú­ver­andi for­ystu.

Heiðveig: „Ólýðræðislegt ofbeldi“

Heiðveig María Einarsdóttir, frambjóðandi til formennsku í Sjómannafélagi Íslands, segir vinnubrögð kjörstjórnar ósvífin. Í gær var framboði hennar hafnað af kjörstjórninni og framboðslisti stjórnarinnar sagður sjálfkjörinn.

„Niðurstaðan er algjörlega sláandi á svo hrikalega ósvífinn hátt að maður verður hugsi yfir vinnubrögðum kjörnefndarinnar,“ skrifar Heiðveig á Facebook. „Þegar lögfræðingur sem starfar hjá sömu stofu og rekur mál gegn mér fyrir hönd félagsins, fyrrverandi alþingismaður og samstarfsfélagi í stéttinni túlka lögin á þennan hátt spyr maður hvernig siðferðið hafi hingað til verið hjá þeim þegar þeir hafa sinnt sínu starfi?“

Framboði B-lista, sem Heiðveig fór fyrir, var hafnað af nokkrum ástæðum. Lista hafi aðeins verið skilað í stjórn og varastjórn, en ekki til stjórnar matsveinadeildar eða trúnaðarmannaráðs, eins og lög hafi kveðið á um. Þá sé Heiðveig ekki félagsmaður í Sjómannafélaginu og hafi ekki greitt í það síðastliðin þrjú ár. Loks hafi tilskyldum fjölda meðmælenda ekki verið náð.

Hún segir niðurstöðuna vera „ólýðræðislegt ofbeldi af allra allra verstu gerð“. Engar leiðbeiningar hafi verið í boði frá félaginu og ómögulegt hafi verið að lesa út úr lögum að framboðslista í stjórn matsveinadeildar eða trúnaðarmannaráðs hafi verið krafist. Þá liggi fyrir að félagsdómur muni úrskurða um kjörgengi hennar og furðar hún sig á því að ekki sé beðið þeirrar niðurstöðu.

„Að öllu leiti hefur verið stórkostlega erfitt að nálgast upplýsingar frá þeim sem halda um völdin í félaginu,“ skrifar Heiðveig. „Það er alveg á kristaltæru að framkoma og viðbrögð síðustu vikna benda til þess að það sé augljós vilji núverandi stjórnar að það verði enginn, sem ekki er handvalinn í stjórn, sem fái að komast í gögn félagsins.“

Hvetur hún þó sjómenn til að ganga ekki úr félaginu strax. „Markmiðið er enn að almennir félagsmenn fái tækifæri til að fjalla um þessi mál. Það eru almennir félagsmenn sem eru félagið. Við viljum að félagsmennirnir sjálfir fái að velja forystu og marka stefnu félagsins, en núverandi stjórn beitir öllum klækjum og brögðum til að halda ákvörðun um framtíð félagsins frá okkur öllum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
2
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
3
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
5
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.
Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
6
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár