Jónas hættir sem formaður Sjómannafélagsins og segir „áhlaupinu“ lokið
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir að áhlaupi á félagið sé nú lokið. Hann hyggst hætta sem formaður til að flýta fyrir því að hægt verði að ná víðtækri samstöðu innan félagsins.
FréttirKjarabaráttan
Kostnaður Sjómannafélagsins við að halda þrjá starfsmenn 35 milljónir
Þrír starfsmenn Sjómannafélags Íslands fengu ríflega 30 milljónir króna í laun frá félaginu árið 2015. Jónas Garðarsson, formaður félagsins, fær einnig tekjur frá Alþjóðlega flutningaverkamannasambandinu. 30 milljónir króna fóru í annan rekstrarkostnað.
FréttirVerkalýðsmál
Heiðveig: „Ólýðræðislegt ofbeldi“
Heiðveig María Einarsdóttir segir vinnubrögð kjörstjórnar Sjómannafélagsins ósvífin. Framboði hennar til formanns var hafnað í gær. Ómögulegt hafi verið að fá upplýsingar frá núverandi forystu.
FréttirVerkalýðsmál
Framboðslista Heiðveigar hafnað af Sjómannafélaginu
Kjörstjórn tók lista Heiðveigar Maríu Einarsdóttur ekki gildan. Hún var rekin úr félaginu en skilaði inn framboðslistum í gær. Listi stjórnarinnar er því sjálfkjörinn.
FréttirKjaramál
Heiðveig María leggur fram framboðslista
Segist ekki ætla að láta fordæmalaus viðbrög forystu félagsins við framboði sínu stöðva sig.
FréttirKjaramál
Sjómannafélagi Íslands birt stefna
Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur, hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands. Málið verður tekið fyrir í félagsdómi á morgun.
FréttirKjaramál
Hallur Hallsson fékk þrettán milljónir fyrir að rita sögu Sjómannafélags Íslands
Sjómannafélag Íslands eyddi rúmum 22 milljónum króna í ritstörf á árunum 2014-2015. Greiddu Halli Hallssyni hálfa milljón á mánuði í 26 mánuði fyrir að rita sögu félagsins.
Úttekt
Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, sigldi skemmtibát sínum fullur upp á sker og olli með því dauða tveggja manneskja. Hann reyndi að koma sökinni yfir á annað hinna látnu og greiddi aðstandendum aldrei bætur.
FréttirKjarabaráttan
Yfirgáfu ASÍ eftir að þeir voru krafðir um ársreikninga
Sjómannafélag Íslands sagði sig úr heildarsamtökum launafólks eftir að ASÍ gerði þá kröfu á aðildarfélög sín að þau skiluðu af sér löggildum ársreikningum. Félagsmenn kvarta undan ólýðræðislegum vinnubrögðum stjórnar og vilja betri yfirsýn yfir fjármál félagsins. Saga þess er samofin sögu formannsins, Jónasar Garðarssonar.
Fréttir
Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins
Formaður Sjómannafélags Íslands var með hátt í tvær milljónir í mánaðartekjur árið 2016. Laun hans meira en hálfri milljón hærri en formanns Alþýðusambands Íslands.
FréttirKjarabaráttan
Segja stjórn Sjómannafélags Íslands einráða í félaginu
Átta félagsmenn saka stjórn Sjómannafélags Íslands um að hunsa vilja almennra félagsmanna og fara fram með einræðistilburðum. Þá spyrja þeir hvort þeim verði einnig vísað úr félaginu fyrir gagnrýni sína.
FréttirKjaramál
Sjómannafélag Íslands neitar að boða til félagsfundar
Jónas Garðarsson, sitjandi formaður Sjómannafélags Íslands, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann neitar að boða til félagsfundar. Þá fullyrðir hann að einungis 52 af þeim 163 sem skrifuðu undir beiðni um slíkan fund séu félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.