Mest lesið

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
2

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
4

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
5

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
6

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
7

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Stundin #93
Maí 2019
#93 - Maí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. maí.

Þakklátar góðhjartaða fólkinu sem gefur föt

Dæmi er um að fólk prjóni fyrir nauðstadda sem sækja sér hjálp á Kaffistofu Samhjálpar. Sædís Slaufa Hafsteinsdóttir fór í gegnum meðferðarúrræðið og hjálpar nú öðrum.

Þakklátar góðhjartaða fólkinu sem gefur föt
Sædís Slaufa Hafsteinsdóttir Segir fatasöfnun sína hafa farið langt fram úr vonum. Hún er búin að klæða meira og minna alla sem koma á kaffistofuna og á nóg eftir.  Mynd: Davíð Þór
ritstjorn@stundin.is

Sædís Slaufa Hafsteinsdóttir vinnur sjálfboðavinnu á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni. Hún auglýsti á dögunum eftir hlífðarfatnaði á Facebook til að gefa þeim sem koma á Kaffistofuna. Stundin hitti Sædísi á Kaffistofunni ásamt Rósu Gunnlaugsdóttur sem vinnur á skrifstofu þeirra. Sædís segir frá eigin sjálfboðavinnu, en hún sjálf nýtti sér meðferðarúrræði Samhjálpar.

„Hérna er fólk að koma alls staðar frá, býr á götunni eða býr í tjöldum og maður sér hvað þau eru illa klædd,“ segir Sædís, en fatasöfnun hennar fór langt fram úr vonum. „Ég er nánast búin að gefa öllum eitthvað hérna, bæði skó og mjög góðar úlpur, hlý teppi og ullarsokka. Við fengum meira að segja föðurland til að gefa.“

Eftir eru fjórir eða fimm fullir svartir pokar af fötum. Sædís bjóst ekki við því að fólk tæki sér tíma úr vinnu til að koma með föt á Kaffistofuna sem er lokað klukkan þrjú. „Samt komu allir bara með þetta hingað og fengu bara gott knús fyrir.“

Náin samskipti við skjólstæðinga

„Fólk verður svo rosalega opið við mann,“ heldur Sædís áfram. „Þau koma alls staðar frá úr heiminum og hafa svo ólíkan bakgrunn miðað við okkur. Stundum þurfa þau bara að tala við mann. Ég sit stundum frammi á spjalli við fólkið, spyr hvað þau ætla að gera í framtíðinni, hvað er planið? Fólk veit ekkert hvað gerist, hvort það fái að vera í landinu eða ekki. Sumir eru bara einir hérna í landinu, eiga enga vini og ekkert. Þau sjá ekki fram á að komast neitt og vita ekkert hvað verður, hver þeirra staða er almennt innan þjóðfélagsins eða lífsins.“

„Það kemur nánast daglega einhver hingað inn og segist vera nýkominn til landsins og veit ekki hvað á að gera“

Þær segja að fólk viti stundum ekki einu sinni af Útlendingastofnun við komu til landsins. „Það kemur nánast daglega einhver hingað inn og segist vera nýkominn til landsins og veit ekki hvað á að gera,“ segir Sædís. „Þá er það bara að fara í Kópavog í Útlendingastofnun. Gá hvort þeir geti útvegað íbúð og þá ertu í herbergi með tíu öðrum. En þá er lögreglan með vegabréfið. Þetta er bara það eina sem maður getur sagt. Þetta hlýtur að vera mjög óþægilegt. Að vera bara einn í einhverju landi, tala ekki málið og hafa engan samastað. Þá er gott að geta rétt smá hjálparhönd! Smá bros, knús eða föt eða kaffi. Bara eitthvað. Bara að vera næs. Kurteisi kostar ekki neitt.“

Fjölbreytt starf

Starf Samhjálpar er margþætt. Ásamt því að reka Kaffistofuna, þar sem hádegismatur er eldaður allan ársins hring, er meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot, áfangaheimili og önnur stuðningsheimili fyrir fólk sem þarf aðstoð við daglegt amstur. „Það er bara þetta sem við heyrum svo oft, að það vantar úrræði sem grípur fólk þegar það er búið í meðferðinni,“ segir Rósa, en skrifstofan miðstýrir öllum þessum stöðum. „Það lendir bara aftur á götunni eða aftur þar sem það var statt áður. Oft eru þau búin að brenna allar brýr að baki sér vegna margra ára neyslu.“ Áfangaheimili eins og Sporið eru til þess að hjálpa fólki að komast aftur í samfélagið. Á Sporinu eru einstaklingar með herbergi, allt að tuttugu manns eru þar hverju sinni og hafa aðgang að sameiginlegri aðstöðu.

Sædís er, eins og áður kom fram, dæmi um einstakling sem fór í gegnum meðferðarúrræði Samhjálpar. Hún nýtti sér einnig hin úrræðin eftir meðferðina og bauð sig svo fram í sjálfboðastarf.

Ótrúlegt hve margir góðir eru til

Kaffistofan reiðir sig mikið á velvild fyrirtækja. „Ekki aðeins af því að maturinn er útrunninn heldur líka bara af því að vörur beyglast og þá selst það ekki,“ heldur Rósa áfram. „Þá fáum við það allt saman til okkar og við getum þá stolt sagt frá því að við erum að sporna gegn matarsóun með þessu. Við nýtum það sem annars væri hent.“

„Það eru konur sem eru í alvörunni á kvöldin að prjóna vettlinga og húfur og koma svo með það hingað“

Rósa lýsir góðum viðbrögðum við hjálparbeiðnum. „Sædís sendir frá sér eina ósk þar sem hún segist vera frá Kaffistofunni og sé að óska eftir fötum fyrir fólk sem þurfi á því að halda sem bara bókstaflega býr á götunni. Að sjá viðbrögðin sem komu við þessu! Þetta er eitthvað sem við erum vitni að á hverjum degi. Það eru konur sem eru í alvörunni á kvöldin að prjóna vettlinga og húfur og koma svo með það hingað. Ímyndið ykkur bara tímann sem fer í þetta. Þær koma með poka fulla af húfum og vettlingum, ullarvörum sem þær hafa sjálfar setið og prjónað.“

Hún segir einnig að góðhjartaðir einstaklingar innan fyrirtækja ákveði að gefa mat og aðrar vörur til Samhjálpar.

„Maður getur ekki alltaf verið að horfa á fyrirtæki sem einhverja ómannaða vél. Það er eldaður hádegismatur hérna á hverjum einasta degi, 365 daga ársins, og fólk veit það.“ Þetta er ekki gróðastarfsemi,“ segir Rósa og hlær. „Alveg langt í frá.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
2

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
4

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
5

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
6

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·

Mest deilt

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
2

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
4

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
5

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
6

Dystópía

·

Mest deilt

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
2

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þeir hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
4

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
5

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
6

Dystópía

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
5

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
6

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
5

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
6

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·

Nýtt á Stundinni

Ómar og orkupakkinn

Guðmundur Hörður

Ómar og orkupakkinn

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Plasttannburstatýpa

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Plasttannburstatýpa

·
Of fokkin pólitísk

Of fokkin pólitísk

·
Takk fyrir Hatari

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Dystópía

Dystópía

·
Töfrarnir í litlu hlutunum

Töfrarnir í litlu hlutunum

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Hægðasnobb

Kristlín Dís

Hægðasnobb

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·