Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Marta gefur ranga mynd af efni minnisblaðsins og Hildur telur sig óbundna af siðareglum

Hvergi í minn­is­blaði skrif­stofu­stjór­ans er Marta Guð­jóns­dótt­ir borg­ar­full­trúi sök­uð um brot á siða­regl­um eins og Marta full­yrð­ir í yf­ir­lýs­ingu sinni. Hild­ur Björns­dótt­ir taldi sig ekki bundna af siða­regl­um á borg­ar­stjórn­ar­fundi.

Marta gefur ranga mynd af efni minnisblaðsins og Hildur telur sig óbundna af siðareglum
Marta Guðjónsdóttir og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins

Fullyrðingar sem fram koma í yfirlýsingu Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, vegna minnisblaðs Helgu Bjarkar Laxdal skrifstofustjóra borgarstjórnar, eru ekki í samræmi við efnisinnihald minnisblaðsins. 

Marta heldur því fram að í minnisblaði skrifstofustjórans sé hún sökuð um að hafa, með ásökunum í garð starfsmanna borgarinnar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka, brotið gegn siðareglum. Hið rétta er að Marta er hvergi sökuð um slíkt í minnisblaðinu. 

„Við umræðu um tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um stofnun umhverfis og heilbrigðisráðs í tengslum við fullyrðingar borgarfulltrúans Mörtu Guðjónsdóttir um trúnaðarbrest, tóku nokkrir borgarfulltrúar til máls og létu hafa eftir sér ásakanir í garð starfsmanna Reykjavíkurborgar, þ.m.t. undirritaðrar, starfsmanna skrifstofu borgarstjórnar og jafnvel allra ótilgreindra starfsmanna Ráðhúss Reykjavíkur. Í umræðunni komu upp ásakanir um að starfsmenn hafi brotið trúnað, lekið trúnaðargögnum og/eða brotið starfsskyldur sínar á alvarlegan hátt,“ segir í minnisblaði Helgu Bjarkar Laxdal.

Eins og lesa má úr þessu er Marta hvergi ásökuð um að hafa ásakað starfsmenn Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest eða upplýsingaleka. Þvert á móti kemur það skýrt fram í minnisblaðinu að í kjölfar fullyrðinga Mörtu Guðjónsdóttur um trúnaðarbrest hafi aðrir borgarfulltrúar tekið til máls og ásakað starfsmenn borgarinnar um trúnðarbrest og upplýsingaleka.

Miklar deilur komu upp á fyrsta borgarstjórnarfundi nýkjörinnar borgarstjórnar í kjölfar þess að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, upplýsti um að Marta Guðjónsdóttir myndi sitja í nýju umhverfis- og skipulagsráði. Voru starfsmenn borgarinnar sakaðir um að hafa „lekið“ þeim upplýsingum til meirihlutans.

Í kjölfar umræðanna skrifaði Helga Björk Laxdal minnisblað til forsætisnefndar. Þar segir meðal annars að henni sé ekki unnt að gera sér grein fyrir því hvað olli því að sumir borgarfulltrúar virtust halda það á fundi borgarstjórnar að trúnaður gilti um margnefnda lista, án tillits til skýrra ákvæða sveitarstjórnarlaga og samþykkta.

„Þar að auki er ekki að finna nein ummerki þess í erindi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að um framlagða lista skuli gilda einhver trúnaður enda er hvorki tölvupósturinn trúnaðarmerktur né excel-skjalið sem fylgdi,“ segir svo í minnisblaðinu. Í umræðunum var þó fulltrúum minnihlutans tíðrætt um að tilteknar upplýsingar hefðu verið trúnaðarmál. Telur Helga að með tilhæfulausum ásökunum gegn borgarstarfsmönnum um upplýsingaleka hafi borgarfulltrúar brotið gegn siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg.

Segir skrifstofustjóra ekki hafa
verið sakaðan um neitt á fundinum

Í umræðunum sem spunnust í kjölfar athugasemda Mörtu létu nokkrir borgarfulltrúar minnihlutans eftir sér hafa ásakanir í garð starfsmanna borgarinnar. Þannig sakar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Helgu Björk Laxdal berlega um lekann.

„Við köllum eftir upplýsingum um það með hvaða hætti þessar upplýsingar láku frá skrifstofustjóra yfir til borgarfulltrúa Líf Magneudóttur“

„Ég lýsi yfir miklum áhyggjum yfir þeim trúnaðarbresti sem hér hefur komið upp. Ég vil upplýsa um það að framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins sendi fyrir hönd stjórnarandstöðunnar skipan okkar í nefndir á Helgu Björk Laxdal skrifstofustjóra borgarstjórnar og við köllum eftir upplýsingum um það með hvaða hætti þessar upplýsingar láku frá skrifstofustjóra yfir til borgarfulltrúa Líf [sic] Magneudóttur,“ sagði Hildur í ræðu við tilefnið.

Í Facebook-hópi Sjálfstæðismanna um borgarmálin heldur Hildur því hins vegar fram að Helga hafi aldrei verið ásökuð um neitt á fundinum:

Hildur Björnsdóttir
„Það er mjög undarlegt ef að við getum ekki treyst starfsmönnum sem að við eigum að
treysta eða öðrum fyrir upplýsingum“

Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins bar einnig upp sakir á starfsmenn borgarinnar. „En það er mjög merkilegt ef að sumir borgarfulltrúar fá upplýsingar sem að við teljum vera trúnaðarmál. Það er mjög undarlegt ef að við getum ekki treyst starfsmönnum sem að við eigum að treysta eða öðrum fyrir upplýsingum,“ sagði Eyþór á fundinum. Síðar við umræðuna vék hann að því að upplýsingunum hefði verið skilað til starfsmanns „sem þeir treystu“ en þar átti hann við Helgu Björk Laxdal.

Þá velti Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, því upp hvernig stæði gæti á því að upplýsingunum hefði verið lekið. „Það er ljóst að hér hefur orðið leki, það hafa ekki komin nein greinargóð svör við þessu. Þetta var trúnaður sem sendur var til starfsmanns. Einhverra hluta vegna hefur þetta lekið,“ sagði Björn á fundinum.

Taldi sig ekki bundna af siðareglum

Í fyrrnefndri Facebook-færslu Hildar Björnsdóttur heldur hún því fram að siðareglur hafi ekki gilt um borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundinum. „Í þriðja lagi ásakar skrifstofustjórinn minnihlutann um að hafa brotið siðareglur borgarstjórnar. Á fundi borgarstjórnar var ákveðið að fresta framlagningu og undirritun siðareglnanna til næsta fundar. Það er því sérkennilegt að ásaka okkur um brot á siðareglum sem við höfum hvorki undirritað né undirgengist - hvað þá heldur lesið!“

Ákveðið var á borgarstjórnarfundinum að fresta undirritun siðareglna vegna endurskoðunar á þeim í kjölfar Metoo-byltingarinnar. Undirritunin er hins vegar eingöngu táknræn og gilda siðareglur jafnt um borgarfulltrúa og aðra kjörna fulltrúa í nefndum og ráðum borgarinnar þrátt fyrir að þeir hafi ekki kynnt sér þær né undirritað.

Þannig segir í 3. mgr. 29. gr. sveitarstjórnarlaga að öllum kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn og nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar beri að haga störfum sínum í samræmi við settar siðareglur. Núgildandi siðareglur voru settar á fundir borgarstjórnar 10. janúar 2017 og eru í fullu gildi.

Hér má sjá minnisblað skrifstofustjóra í heild.

Yfirlýsing Mörtu Guðjónsdóttur í heild

Í fréttum sem birtust í helstu fjölmiðlum hér á landi í gær er því haldið fram að ég hafi sem borgarfulltrúi, og samkvæmt minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar, brotið siðareglur gegn starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Þetta á ég að hafa gert úr ræðustóli á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 19.6. sl., með ásökunum í þeirra garð um trúnaðarbrest og upplýsingaleka.

Þetta er alrangt. Með því að hlusta á upptökur af fundinum sem hægt er að nálgast á vef Reykjavíkurborgar, getur hver og einn fullvissað sig um þá staðreynd að ég hvorki ásakaði, né nafngreindi nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar í þessum efnum.

Af gefnu tilefni beindi ég hins vegar fyrirspurn til kjörins fulltrúa á fundinum, Lífar Magneudóttur, um það hvar hún hefði fengið upplýsingar um tilnefningar pólitískra mótherja í ráð og nefndir og hvers vegna hún væri að flíka slíkum upplýsingum á fundinum, áður en þær yrðu opinberar með kjöri. Fátt varð um svör en Líf nefndi vettvang á borð við kaffihús og ganga Ráðhússins. Af þessum tjáskiptum spunnust nokkrar umræður meðal borgarfulltrúa, en þær breyta í engu þeirri staðreynd að ég ásakaði aldrei starfsmenn Reykjavíkurborgar um eitt né neitt.

Svokallað „minnisblað“ skrifstofustjóra borgarstjórnar er að mínum dómi fáheyrt frumhlaup háttsetts embættismanns sem á um fram allt að gæta hlutleysis og vera ekki að skipta sér af pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa. Borgarstjórnarfundir eru ekki mælskunámskeið þar sem skrifstofustjóri borgarstjórnar segir borgarfulltrúum fyrir verkum. Þó skrifstofustjórinn telji að starfsheiðri sínum vegið með einhverjum ummælum kjörinna fulltrúa, hefur hún ekkert umboð né aðrar lagaheimildir til að setja sig á stall ákæru- og úrskurðarvalds yfir kjörnum fulltrúum, með pólitisku „minnisblaði“ sem er ætlað að gera lítið úr tilteknum kjörnum fulltrúum og heldur í þokkabót fram alvarlegum rangfærslum. Þar er því t.d. ranglega haldið fram að upplýsingar um tilnefningar í ráð og nefndir hafi legið fyrir á vef borgarinnar í marga klukkutíma fyrir fundinn. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjórnar fóru  upplýsingar um umhverfis- og heilbrigðisráð ekki á vef Reykjavíkurborgar fyrr en eftir að borgarstjórnarfundurinn hófst.

Það frumhlaup skrifstofustjórans að semja „minnisblað“ og fara þess á leit að það yrði tekið fyrir í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, hefur nú haft þær afleiðingar í för með sér að málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar, mánudaginn 25.6. sl., en sama kvöld var þetta óafgreidda trúnaðarmál nefndarinnar orðið að ærumeiðandi „frétt“ um mig í fjölmiðli, þess efnis að ég hefði brotið trúnað gagnvart starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Og síðan gekk leppurinn í öðrum fjölmiðlum daginn eftir.

Þetta eru ólíðandi vinnubrögð og síst til þess fallinn að auka traust milli kjörinna fulltrúa og embættismanna.

 

Umræðan í borgarstjórn um meintan trúnaðarbrest hefst þegar um 53 mínútur eru liðnar af myndbandinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár